Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/JVFVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 B 5 Pólitísk áhrif torvelda breytingar Stórkaupmenn — Hver er staða bankans um þess- ar mundir gagnvart væntanlegum breytingum? „Tækifærið til breyta bankanum núna er sennilega betra heldur en nokkru sinni áður, en nauðsynin er líka mikil. Það er mjðg athyglisvert að sjá hvað hefur verið að gerast hjá vátryggingafélögunum. Mikil pólitísk áhrif og skortur á samstöðu hafa hins vegar torveldað þetta í bankakerfmu. Ef úttektin tekst vel þá mun það hafa mjög víðtæk áhrif í Landsbankanum og væntanlega einnig í öllu bankakerfmu. Stærstu viðskiptabankar okkar á Norðurlöndunum hafa gert úttektir á rekstri sínum á síðustu tveimur til þremur árum með aðstoð erlendra ráðgjafa. Þar virðist útkoman hafa orðið sú að starfseminni er skipt upp I þjónustu fyrir stór fyrirtæki, meðal- stór fyrirtæki og einstaklinga. í dag er öll þjónustan hér veitt án sérstakr- ar sundurgreiningar." — Er líklegt að starfsfólki verði fækkað eftir endurskipulagningu innan bankans? „Það er ekki alveg séð fyrir hvort þurfí að fækka fólki. Nýjir þjónustu- þættir koma inn en þá vaknar sú spuming hvort ekki þurfí öðruvísi þjálfun fyrir fólk en er hjá bankanum í dag. Það er mjög líklegt að miðað við þá starfsemi sem bankinn sinnir núna sé einhvers staðar of margt starfsfólk. Beinlínukerfið er farið að virka og sú tölvuvæðing sem verið hefur lengi í uppbyggingu tekin að skila sér og stuðla að spamaði. Það má hugsa sér að unnt sé að fækka fólki og reka útibú á hagkvæmari hátt með öðmvísi launakerfi sem verkar hvetjandi. Það má á hinn bóginn alveg ímynda sér að við gæt- um tekið hálfan Útvegsbankann að okkur án þess að bæta starfsfólki við. Annar þáttur sem gæti vel átt heima í bankanum er húsnæðiskerf- ið. Það þyrfti þó að þjálfa fólk til þess og tryggja sérstaka fjármögn- un. Menn em t.d. að fá alls kyns lán hér og í öðmm bönkum og sparisjóð- um meðan þeir em að bíða eftir lán- um frá Húsnæðisstofnun. Bankar á Norðurlöndunum em sumsstaðar með fasteignasölur svo dæmi sé tek- ið. Annar af tveimur stærstu bönkum Danmerkur ætlar að setja upp kerfí sem sinnir öllum fjármálaþörfum við- skiptavinanna. Þannig myndi fólk byrja á því að fara í banka þegar það hyggst kaupa íbúð til fá þar víðtæka ráðgjöf í stað þess að fara strax til fasteignasala. Möguleikamir em nánast óþijótandi. Við þurfum einungis að nýta okkur þá,“ sagði Brynjólfur Helgason. Aðlögun að viðskiptabanda- lögum verði höfuðviðmiðun „AÐLÖGUN að viðskiptabanda- lögum Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku hlýtur að verða höf- uðviðmiðun í efnahagsstjórn ís- lands næstu árin,“ segir í álykt- un aðalfundar Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) sem hald- inn var fyrir skömmu. Þar segir að í því felist ekki síst að at- vinnuvegir geti orðið samkeppn- ishæfir við hliðstæðar greinar í helstu viðskipta- og samkeppni- slöndum okkar. Svipað verðlag og verðþróun séu undirstöðuat- riði til þess að svo megi verða. í ályktun FÍS segir að jákvæð skref í þessa átt séu lækkun að- flutningsgjalda og flest önnur at- riði skattbreytinganna sem gerðar hafi verið fyrir ári síðan. í sömu átt gangi nýlegar breytingar á framkvæmd söluskattslaga og framkvæmd gjaldeyrislaga að því er varck vörukaupalán. FÍS telur að nýgerðar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt svo og um vörugjöld séu hins veg- ar að flestu leyti andsnúnar at- vinnulífínu og í andstöðu við þær hugmyndir sem nú ryðji sér til rúms. Við aðlögun íslands að Evópubandalaginu þurfi að taka mið af eftirfarandi atriðum í skattamálum: ★Virðisaukaskattur verði annar burðarás tekjuöflunar ríkisins, með svipuðu skatthlutfalli og í sam- keppnislöndunum. ★Eignarskattar á fyrirtæki hverfi. ★Jaðarskattar, svo sem launa- skattur, lántökugjald og skattur á atvinnuhúsnæði hverfí. ★ Fjáröflunartollar hverfí, svo og vörugjöld sem lögð eru á í sama tilgangi. ★Vemdartollar, dulbúnir sem vemdartollar, hverfí. ★Ytri tollar verði endurskoðaðir með hliðsjón af hagkvæmni í inn- flutningi. ★ í gengis- og peningamálum verði stefnt að: ★Áframhaldandi opnum fjár- Morgunblaðið/Bjami FUNDAÐ — Félag íslenskra storkaupmanna telur nýgerðar breytingar á tekju- og eignarskatti svo og álagningu vömgjalds andsnúnar atvinnulífinu og í andstöðu við þær hugmyndir sem nú ryðja sér til rúms. Olafur Ragnar Grímsson, ij ármálaráðherra, flutti erindi á aðalfundi félagsins um skattamál. :shannon: :datastor: Allt á sínum staö magnsmarkaðar í þeim tilgangi að vaxtamunur innanlands og utan verði óvemlegu. ★ Fijálsri verðmyndun á gjaldeyri. ★Afnámi breytilegra vaxta á verðtryggðum lánum. ★Afnámi mismununar á vaxta- kjömm fyrirtækja eftir atvinnu- vegum eða staðsetningu. FÍS telur að auk skatthreinsun- ar og leiðréttinga í vaxtamálum þurfí að aflétta hömlum á útflutn- ingsverslun, svo og hömlum, sem hindri að fyllsta hagræðing komist á í flutningum og vörudreifingu. Þannig verði unnið að stöðugleika í tilkostnaði heimila og fyrirtækja en stöðug verðlag sé undirstaða þess að gengi krónunnar haldist í jafnvægi. Jafnframt telur félagið að allar hugmyndir um stöðugleika verð- lags og efnahags séu vonlausar nema takist að snúa frá þenslu í ríkisumsvifum sem árvisst leiði til harkalegra efnahagsaðgerða. Óvæntar og lítt undirbúnar til- færslur á fjármunum sem fylgi skyndiráðstöfunum til bjaigar bág- stöddum ríkissjóði valdi óstöðug- leika í atvinnulífinu og þar með almennu tjóni sem oftar en ekki geri meira en upphefja ávinning ríkisins. FÍS ítrekar þá skoðun sína að hlutverk ríkisins sé að setja at- vinnuvegunum einfaldar leikregl- ur, almennar og auðskyldar enda sé slíkt öllum í hag. Námskeið í febrúar 1989 Grunnnám + Works: • Mánudaginn 6. til miðvikudags 8. kl. 8.30 - 12.30 • Laugardag 18. til sunnudags 19. Id. 9 -16 • Mánudaginn 20. til fimmtudags 23. kl. 16 - 19 Word rítvinnsla: • Mánudaginn 27.2 til fimmtudags 2.3 kl. 16 -19 PageMaker 3.0 • umbrotsforrít: • Mánudaginn 6. til fimmtudags 9. Id. 16 - 19 • 27.2..1.3.A.3 og 8.3. klukkan 19.30-22.30 Excel tðflureiknir og viðskiptagrafík: • 13..15..20. og 22. klukkan 19.30-22.30 FileMaker II • gagnasafnskerfi: • Mánudag'mn 13. til fimmtudags 16. kl. 16-19 Hagstœð verð og greiðsluskilmálar! Rtfleglr afslcetHrtilhópal Námsgögn. kaffi og meðlœti. aðgangur að kennslustofu utan kermslustunda og tveggja vikna sfmaaðstoð innifalin f námskeiðsverðum. Takmarkaður fjölcS á hvert námskeið tyá einum best búna tölvuskóla landsins. Hrlnglð og fólð námsskrá sendal Tölvu- og verkfræðiþjónustan ||| Grcnsásvegi 16 - sími 68 80 90 Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biðjum við viðkomandi góöfúslega að hafa samband við okkur sem ailra fyrst og munum við fúslega sýna fram á hvernig ShflHHOH skjalaskápur hefur ,,allt á sinum staö". Útsölustaðir: | Raykjavik; Ólalur Glslason & Co. h/f. Mál og menning, Slðumúla 7-9. KApavogur; Glsll J. | Johnsen. Keflavik; Bókabúð Keflavfkur. Akranes; Bókaverslun Andresar Nfelssonar h/f. 1 isafjöróur; Bókaverslun Jónasar Tómassonar. Akureyri; Bókval, bóka - og ritfangaverslun. Húsavik; Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Eskifjöróur; Ellas Guðnason, verslun. Egilsstaðír; Bókabúóin Hlöóum. ÓlAfllR OlSlASOM & CO. !lf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða h'angið uppá vegg. En það besta er : Ekkert uppvask. S5S * 2-720,- £!^skattur 3.662,- FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 2511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.