Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNBLÍF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI Um sMðstvkstiw stjómvalda gegn eigendum sparifjár Einangrunarstefna í flármálum þjóðarinnar er ekki aðeins „óskynsamleg, heldur áreiðanlega óframkvæmanlegtil lengdar“ ERLENT LANSFE í stað INNLENDS SPARIFJÁR ? Miöstýring vaxta Vaxtafrelsi á innlánum Vaxtafrelsil banka og | % bpdr iðjuud | , í 1 I u !\ A / 1 l i A/ Áætlaðir raunvextir af innlánum banka og sparisjóða v ’ 1981 ' '82 ' '83 ' '84 ' '85 ' '86 ' '87 ’ '88 ’ '89 Kostnaður vegna erlendra lána 28,9% Súlumar sýna jafngildi áætlaðra ársvaxta af verðtryggðu innlendu láni Lání dollurum 1985- 0,2% 88 86 -3,5% Lán í svissn. frönkum 7.3y° 6.4% 1,2% Lán í þýskum mörkum 10,6% 8,1% 1981- 84 sm r 1,8% 1981- 1983- 1985- 84 86 88 18,1% Lán í jap. jenum 10,7% 7,5% 1981- 84 1983- 86 1985- 88 1981- 1983- 1985- 84 86 88 :$aqMBRRR||RR11RR)||RRIRRIMRM {iví í haust verði til þess ad draga úr innlendum spamaði. Áhrifin af mínni spamaði eru aukin eyðsla, meiri halli í viðskiptum víð önnur lönd og auknar erlcndar lántökur og skuldir. Efri myndin sýnir að sparifjáreigendur hafa ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Þeir hafa ekki alitaf notið þeirra kjara sem boðíst sfðustu árin. Myndin sýnir cinnig hvemig vextir þróuðust áður bankar og sparisjóðir fengu frclsi til að ráða vöxtum og breytinguna sem orðið hefur eflirþað. Orð stjómmálamanriá um aö raunvextir kunni að vcrða neikvæðir ánýjan leik koma á óvart í ljðsi hafa cn Á neðri myndinni sést að kostnaður vegna erlendra lána er ekki alltaf lægri en af verðtryggðum ínnlendum lánum. Kostnaðurinn fcr að miklu lcyti cftir gcngisþróun krónunnar og erlendra gjaldmiðla, Súlumar þrjár fyrir hvem gjaldmiðil sýna að erlendur lánskoslnaður hefur farið lækkandí síðustu árin vegna hækkandi raungengis krónunnar. Með lækkandi raungengi krónunnar hækkar afuir kostnaður áf erlendum lánum. eftir Sigurð B. Stefánsson Allt frá stjómarskiptunum í sept- ember sl. hafa aðgerðir stjómvalda gagnvart eigendum sparifjár vakið nokkra furðu. Ráðherrar lýstu því yfír þegar við myndun nýrrar stjómar að unnið yrði að því að leggja skatt á sparifé, að láns- kjaravísitala sem tryggt hefur verð- gildi sparifjár í nærri 10 ár yrði lögð niður eða henni breytt og vext- ir yrðu lækkaðir hvað sem tautar og raular og hvemig sem farið yrði að því. í desember sl. var síðan lagð- ur á stighækkandi og afturvirkur eignarskattur, næstum þrefalt hærri á hæstu eignir en áður hafði verið og nú hefur lánskjaravísitölu verið breytt án nokkurra sjáanlegra raka og þvert gegn óskum og ábendingum hagsmunasamtaka, sljómmálamanna, lögmanna og einstaklinga, lántakenda jafnt sem sparifjáreigenda, sem Qallað hafa um málið. Þá hafa vextir af nýjum spariskírteinum verið lækkaðir í tvígang og bera þau nú 6,8-7% vexti yfir „verðbólgu", þ.e. yfir hækkun nýju lánskjaravísitölunnar. í nýjum aðgerðum ríkisstjómarinn- ar sem kynntar voru í byijun vik- unnar er gert ráð fyrir 5% vöxtum af spariskírteinum. Sala spariskírt- eina ríkissjóðs með 6,8-7% vöxtum mun hafa verið afar dræm í janúar sl. og naumast verður lækkun í 5% vexti til að örva hana. Verður slíkur leikur með flárhagsafkomu ríkisins að teljast mikið hættuspil þegar rekstrarhalli ríkissjóðs er hvorki meiri né minni en 7 milljarðar króna og halli í viðskiptum við útlönd um 12 milljarðar króna á ári. íslensk stjórnvöld ganga i þveröfiiga átt við stefinu nágrannaþjóða okkar á sviði sparnaðar Aðgerðir stjómvalda gegn spari- ijáreigendum koma ekki síst spánskt fyrir sjónir vegna þess að þær ganga í þveröfuga átt við stefnu stjómvalda í flestum eða öll- um nágrannaríkjum okkar, t.d. í Danmörku, Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð og víðar. Stjómvöld þessara þjóða hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að laða fram spam- að, til að auka og breiða út hluta- fjáreign almennings, til að hvetja fólk til að leggja fram fé til atvinnu- reksturs eða til ríkisins með því að kaupa skuldabréf hins opinbera. í þessu skyni hefur verið beitt skatt- frádrætti vegna spamaðar eða hlutabréfakaupa, brotið hefur verið upp á nýjum spamaðarleiðum, upp- lýsingum dreift um gildi spamaðar og í stuttu máli má segja að stjóm- völd hafi neytt allra tiltækra ráða til að auka spamað landa sinna. Stjómvöld víðast hvar nema á íslandi leggja ofurkapp á að auka spamað af tveimur ástæðum. Önn- ur er augljós: Fyrirtæki þurfa fé til framkvæmda til þess að þjóðarbú- skapur geti blómgast áfram. Þess vegna þurfa sparendur að leggja fram stöðugan straum af fé, fé sem rennur um banka og sparisjóði, verðbréfasjóði og aðrar stofnanir og fyrirtæki fjármagnsmarkaðsins til atvinnulífsins þar sem það er fjárfest og ávaxtað. Hin ástæðan er þjóðhagslegs eðlis. Nokkrar þjóðanna, t.d. Bandaríkjamenn og Danir (auk ís- lendinga) eiga við þrálátan halla að stríða í viðskiptum við útlönd og vaxandi erlendar skuldir. Við- skiptahallinn stafar af því að inn- lendur spamaður nægir ekki til að fjármagna ijárfestingu innanlands. Eina leiðin til þess að minnka halla í viðskiptum við útlönd og stöðva söfnun skulda í útlöndum er að efla innlendan spamað, auka hann þar til hann nægir fýrir fjárfestingu í landinu, bæði flárfestingu hins op- inbera og flárfestingu einstaklinga og fyrirtækja þeirra. Innlendur sparnaður fer nú minnkandi eftir stöðugan vöxt á síðustu árum Fyrstu tölur um þróun spamaðar haustið 1988 benda til þess að að- gerðir íslenskra stjómvalda til að draga úr myndum sparifjár í landinu hafi borið árangur. Inn- streymi fjár í banka og sparisjóði á árinu 1988 varð minna en á ámnum næst á undan. Sala spariskírteina hefur gengið treglega síðan í haust. Áhrifin af ofangreindum aðgerðum stjórnvalda eru að nýtt erlent lánsfé streymir inn í landið í stað þess innlenda sparifjár sem ella hefði myndast. Aðgerðir stjórnvalda bitna einkum á eigendum almenns spariíjár þótt þær séu ýmist gerðar í nafni „aukins jafnréttis í landinu" eða þess að ná í „breiðu bökin" sem eru ekki of góð til að borga. Menn skyldu ekki gleyma því að sparifé landsmanna myndast við það að sumir eyða minna en þeir afla um leið og þeir fylgjast með nágrönnum eða vinnufélögum sem eyða meira en þeir afla og safna skuldum. M.a. af þessum ástæðum er spamaður viðkvæmur og sparifé oft sem heil- agt í augum eigenda þess. Viðskiptahalli ársins 1988 nam hátt á tólfta milljarð króna og þá fjárhæð verður að taka að láni hjá erlendum eigendum sparifjár. Oft heyrist það sagt hér á landi að er- lent lánsfé sé fáanlegt á lægri vöxt- um en innlent fé. Þessi misskilning- ur er útbreiddur bæði meðal stjóm- málamanna og forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja. Mjmdimar hér á síðunni sýna að svo er ekki allt- af. Vextir á íslandi eru ekki hæstu vextir í heimi þótt þeir séu vissu- lega í hærri kantinum. Allir aðrir notendur erlends fjár en útflytjend- ur verða að greiða lán sín aftur með gjaldeyri sem þeir kaupa fyrir tekjur sínar í íslenskum krónum. Þess vegna nægir ekki að líta á þá vexti sem greiða þarf af erlendum lánum. Það verður einnig að líta á þróun gengis. Gengi gjaldmiðla á alþjóðagjaldeyrismarkaði breytist innbyrðis frá einum tíma til annars og jafnframt breytist gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum. Erlent sparifé er ekki alltaf ódýrara en innlent sparifé Á myndunum hér á síðunni kem- ur fram að lán í japönskum yenum sem tekið hefði verið í árslok 1981 og greitt upp þremur árum síðar hefði borið vexti (lánskostnað) sem svarar til 18% vaxta yfir hækkun lánskjaravísitölu á ári á lánstíman- um. Það hefði einhverjum þótt dýrt lán ef tekið hefði verið í íslenskum krónum með verðtryggingu. Lán í yenum sem tekið hefði Vérið í árs- lok 1983 en greitt upp þremur árum síðar hefði borið ársvexti sem jafn- gilda 11% vöxtum yfir verðbólgu og kostnaður af láni teknu í árslok 1985 til þriggja ára hefði borið jafn- gildi 7,5% vaxta yfir hækkun láns- kjaravísitölu á ári. Á sjö árum frá 1981 til 1988 hefði lán í Bandaríkja- dollurum borið kostnað sem jafn- gildir 6,5% vöxtum yfir verðtrygg- ingu, lán í þýskum mörkum hefði borið kostnað sem jafngildir 5,8% vöxtum yfir verðtryggingu, lán í svissneskum frönkum hefði horið kostnað sem jafngildir 3,6% vöxtum og lán í yenum kostnað sem jafn- gildir 11,3% vöxtum yfír verðtrygg- ingu á árinu hveiju. Þessir reikningar miðast við LI- BOR vexti (vexti á millibankamark- aði í London) af lánum í viðkom- andi mynt auk 1% álags. Stærstu íslensku lántakendurnir (t.d. ríkis- sjóður, Landsvirkjun, Landsbanki, Eimskip, Flugleiðir) njóta yfirleitt betri kjara (greiða lægra vaxtaálag) en aðrir lántakendur sem taka lán sín í gegnum íslenska banka eða íjármálafyrirtæki verða yfirleitt að greiða hærra vaxtaálag. Þótt hér sé aðeins stiklað á örfáum dæmum nægja þau til að sýna fram á að erlent lánsfé getur verið afar dýrt. Af ofangreindum tölum og súlu- ritunum kemur einnig fram að láns- kostnaður vegna erlendra lána hef- ur farið lækkandi eftir því sem liðið hefur á þennan áratug. Það er ein- göngu vegna þess að raungengi íslensku krónunnar hefur farið hækkandi, einkum á árunum frá 1985. Þótt gengi krónunnar hafi nú verið fellt fimm sinnum á rúm- lega einu ári er enn talað um að raungengi krónunnar sé hátt; enn frekari lækkun á gengi krónunnar kemur fram sem hækkun á láns- kostnaði þeirra sem tekið hafa lán í útlöndum. Vitnisburður um árangur af miðstýringu vaxta og Qármagns er ekki langt undan íslenskt sparifé á sér ekki ýkja langa sögu. Verðbólga hefur verið viðvarandi vandamál á íslandi um áratuga skeið og lengst af hafa vextir af sparifé verið ákvarðaðir af hinu opinbera. Myndin af raun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.