Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 2
2 * B MORGUNBLABIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 Iðnaður Vel horfír í sölu- málum Fínullar FYRIRTÆKINU Fínull að Ala- fossi hefur orðið vel ágengt í sölumálum á angóraull bæði hér á innanlandsmarkaði og erlendis að undanförnu, að sögn fram- Islensk kanínuullí sáraumbúðir? Miami. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgnnbladsins. KANÍNUULL frá Fínull í Mos- fellsbæ verður á mikilli vöru- sýningu, sem haldin verður í Las Vegas í Bandaríkjunum 9-14. febrúar. Þarna verða sýndar allskonar vörur til heil- brigðisþjónustu til notkunar á sjúkrahúsum og læknastofum. Reynt verður að kynna íslensku kanínuullina sem hita- gefandi ull og finna viðbrögð til hugsanlegra nota hennar við umbúnað sára. Fyrst og fremst er stefnt að því að kynna gigtar- og bein- brotalæknum notagildi ullarinnar en við slíkar lækningar er hiti æskilegur. Talið er líklegt að nota megi kanínuull með góðum árangri í slíkum tilfellum því að sögn hefur hún ekki ertandi áhrif þó hún sé undir sárabindi. Til þessa hefur verið lítill markaður fyrir íslensku kanínu- ullina. Bás á slíkri sýningu eins og haldin verður í Las Vegast kostar ofQár og hefði verið Fínull algjörlega ofviða. En Ámi Áma- son, eigandi East Bank Trading (Austurbakka) í San Francisco og ráðgjafi Utflutningsráðs gat útvegað rými fyrir íslensku kanínuullina í bás stórfyrirtækis sem hann á viðskipti við. Bíða menn svo spenntir eftir viðbrögð- um lækna varðandi íslensku kanínuullina. kvæmdastjórans, Kristjáns Valdimarssonar. Um þessar mundir er Finull þannig að kynna framleiðslu sína á sýningu í Bandaríkjunum og eru taldar góðar horfur á að þar geti skap- ast markaður fyrir þessa ull. Heimsmarkaðsverð á angóraull fer nú hækkandi en var tiltölu- lega lágt lengst af á síðasta ári. Kristján sagði í viðtali við Morg- unblaðið að ekki væri hægt að kvarta undan sölumálum fyrirtæk- isins undanfarið, því ?.ð bæði hefði verið mikil eftirspum hér innan- lands allt síðasta ár og seinni hluta þess árs hefði sömuleiðis lifnað tals- vert yfír sölu fyrirtækisins á erlend- um markaði. Þannig væri orðin til góður markaður í Noregi fyrir angóraull frá Fínull og Kristján kvaðst sömuleiðis væntan mikils af þeim samböndum sem tekist hefði að ná í Bandaríkjunum í tengslum við sýninguna þar. Þá sagði Kristj- án að einnig væri komin á sambönd við aðila í Danmörku, Hollandi og Belgíu en eftir að sjá hvað út úr því kæmi. Kristján kvað Fínull geta unað þokkalega við það verð sem fengist nú fyrir framleiðsluna og verðið erlendis færi enn hækkandi. í áætl- unum Fínullar fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að heildarsalan nemi um 75 milljónum krónum en það svarar til sölu á um 12 tonnum á fínull. Á síðasta ári nam sala Fínullar á milli 40 og 50 milljónum króna. Kristján sagði á hinn bóginn að þrátt fyrir bjartar horfur í sölumál- um og hækkandi verðlag á fram- leiðslunni, þá væri byijunarerfíð- leikar Fínullar hvergi nærri að baki, enda fyrirtækið undirfjármagnað í byijun, eiginflárstaða þess afleit og mikilvægir hluthafar og viðskipta- aðilar, svo sem Álafoss, svo að- krepptir sjálfír að þeir hefði aldrei getað orðið fyrirtækinu sá bakhjarl sem að var stefnt í upphafí. SAMKEPPNIN —— Auglýsingar Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar og Ferðaskrifstofunnar Otsýn gefur nú að líta að Austurstræti 17. Bæði fyrirtækin hafa gengið í gegnum skipulagsbreytingar að undan- fömu og nokkrir starfsmenn Útsýnar hófu störf hjá Ferðamiðstöðinni/Veröld um áramótin þar á meðal fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskrifstofa Ferðamiðstöðvarinnar/Veraldar er nú í sama húsnæði og Útsýn var áður en á jarðhæðinni er hinsvegar starfrækt söluskrifstofa Útsýnar. Matvörumarkaðir Skipta enn um eigendur TALSVERÐAR hræringar eru enn á matvöruverslanmarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er nú þriðji eigandinn tekin við Kostakaupum í Hafnarfirði frá gjaldþroti verslunarinnar í fyrra og nýir eigendur eru einnig teknir við Versluninni Víði I Star- mýri og Gæðakjöri í Breiðholti af eigendum þeim sem tóku við þessum tveimur verslunum eftir gjaldþrot Víðisbræðra, sem áttu báðar þessar verslanir. Gæðalyör hét þá reyndar Kjöt og fiskur. Það er Þórður Þórðarson sem nú hefur teldð við Kostakaupum af Hreini Hjartarsyni sem á sínum tíma keypti verslunina af Friðrik Gíslason en hann eignaðist hana eftir gjaldþrot Kostakaupa og seldi síðan þegar hann keypti Kjötmið- stöðina í Garðabæ eftir að sú versl- un varð gjaldþrota. Þórður hefur rekið Fitjanesti og sölutuma og hann segir í viðtali við Fjarðarpóst- inn, að hann muni kappkosta að hafa vöruverð sem lægst en jafn- framt mikið vöruúrval. Þá hafa þeir Jón Hilmarsson og Ingvar Halldórsson fest kaup á Gæðakjöri við Seljabraut í Breið- holti, en þeir keyptu saman verslun- ina Víði í Starmýri í nóvember og hafa rekið síðan. Jón heldur um stjómvölinn í Starmýri en Ingvar rekur verslunina í Breiðholti. Jón sagði í samtali að hann væri fullur bjartsýni á þennan rekstur, þrátt fyrir að ýmsum þætti ekki blása byrlega fyrír matvöruverslunina. Margir hefðu verið með hrakspár um verslunarreksturinn í Starmýr- inni vegna nálægðarinnar við Kringluna en Jón sagði að á þeim þremur mánuðum sem þeir félagar hefðu rekið verslunina í Starmýri hefði þeim tekist að stórauka velt- una frá því sem var, svo að óttinn við Kringluna væri greinilega á misskilningi byggður. Nú lægi fyrir að hefja sömu viðreisn hjá Gæða- kjöri í Breiðholti og hella sér út í bullandi samkeppni við Kaupstað í Mjóddinni. I I I i K / \ A I X I X I K ^ I I / N I I I I Jámhillur í ýmsum litum - upplagðar á vinnu- staði, lagerinn, í geymslur, bflskúrinn o.fl. Lundia furuhillur og húsgögn eru einföld f uppsetningu, stflhrein og sterk. Skjala- og geymsluskápar á sporbraut; fádæma góð nýting á geymslurými. TRAUSTAR HILLUR LUNDIA-furuhillur eru frábær hagleikshönnun. Möguleikar á samsetningu eru óendanlegir; þú raðar saman hillum, skápum, borðum og skúff- um á þann hátt sem þér hentar best. LUNDIA-skápar, eða járnhillur á brautum, hafa þann meginkost að með þeim má fullnýta geymslurými. Hægt er að fá skápana með keðjudrifi, handdrifi eða rafdrifi og þeir eru afar einfaldir í uppsetningu. Hilluraðir má fá í mörgum stærðum og í allt að 10 metra lengd. Verðdæmi: 6 hillur 80x30 ásamt tveimur uppistöðum 200x30 = kr. 6.798,- Lundía SlÐUMÚLA 22 • SlMI 680922 Skrifstofutækninám Tölvuskóli íslands Símar: 67^14-66 67-14-82 TÖLVUNÁMSKEIÐ Sækið námskeið hjá traustum.aðila Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskéið: Námskeið Dagsetning WordPerfect (Orðsnilld) - framhald.11.-12. febrúar Multiplan - töflureiknir.....11 .-12. febrúar Ópus - fjárhags- og viðskiptamannabókhald.18.-19. febrúar dBase IV - gagnagrunnur.....25.-26. febrúar Öll tölvunámskeiðin eru um helgar og byrja kl. 10.00 árdegis. Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91 <688400. Verzlunarskóli íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.