Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINN1ILÍF FIMMTUDÁGUR 9. FEBRÚAR 1989 vöxtum í bönkum og sparisjóðum hér á síðunni sýnir hvernig sparifé landsmanna var leikið á áttunda áratugnum og fram undir miðjan þennan áratug er raunvextir voru neikvæðir um 10 til 20 af hundr- aði. Með þessum neikvæðu raun- vöxtum sem stjómvöld ákváðu sog- aðist fé frá eigendum spariíjár til þeirra sem tóku lán. Áætláð hefur verið að tilflutningur flármagns gegnum afurðalánakerfið gamla sem fjármagnað var með bundnu fé innlánsstofnana hjá Seðlabanka hafí numið 6-8 milljörðum króna á núgildandi verðlagi og eru afurða- lán þó ekki nema lítill hluti af heild- arútlánum. Það var ekki fyrr en árið 1979 sem heimiluð var almenn verðtrygging á sparifé til að stöðva verðrýmun spariíjár sem þá hafði bmnnið upp vegna miðstýringar vaxta um áratugaskeið. Hlutverk verðtryggingar er nákvæmlega það sem í orðinu felst - að tryggja lán- takendum að þeir geti skilað aftur fé með sama verðgildi og það sem þeir tóku að láni. Nú hefur komið bakslag í þróun innlends íjármagnsmarkaðs. Engan skyldi undra að breytingin frá nei- kvæðum 10-20% raunvöxtum til jákvæðra vaxta kosti átök. Til þess eru alltof miklir hagsmunir í húfi. Á áttunda áratugnum og á fyrri hluta þess níunda máttu sparifjár- eigendur súpa seyðið af miðstýr- ingu vaxta. Þá höfðu fijálsræðis- vindar þegar leikið um fjármála- stofnanir í nágrannalöndunum um árabil. í löndum Evrópubandalags- ins er nú unnið að því að afnema öll höft í viðskiptum með ijármagn. Á sama tíma telja stjómvöld á Is- landi að hag þjóðarinnar sé best borgið með því að koma á miðstýr- ingu íjármagns og vaxta á nýjan leik. Tímabilið 1981 til 1984 áraun- vaxtamyndinni hér á síðunni er vitnisburður um miðstýrða vexti og þetta tímabil líður eigendum spari- fjár áreiðanlega seint úr minni. Verðum að feta okkur áfram skref fyrir skref í átt að frjálsum viðskiptum í Morgunblaðinu þann 4. febrúar sl. birtist grein eftir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, „Efna- hagsstefna og umheimur" en þar fjallar seðlabankastjóri sérstaklega um þróun fjármagnsmarkaðsins á síðustu árum. „Enn höfum við ekki nema þriggja til ijögurra ára reynslu á starfsemi fijáls fjár- magnsmarkaðs hér á landi, og því ekki að undra, þótt enn sé við ýmsa bamasjúkdóma að etja. Hins vegar er enginn vafí á því, að aukið fijáls- ræði og samkeppni á þessum mark- aði hefur þegar leitt til stóraukins innlends sparnaðar og tryggt öllum jafnari og greiðari aðgang að fjár- magni í stað þess skömmtunarkerf- is, sem áður var við lýði.“ Á öðrum stað segir dr. Jóhannes: „Fyrir litla þjóð, eins og íslendinga, sem eiga alla lífsafkomu sína undir viðskipt- um við erlendar þjóðir, er einangr- unarstefna í þessum efnum ekki aðeins óskynsamleg, heldur áreið- anlega óframkvæmanleg til lengd- ar“. Það verður því að segjast að aðgerðir núverandi stjórnvalda gegn hagsmunum sparifjáreigenda eru óheppilegar á tímum þegar þjóðinni er lífnauðsyn að halda fast utan um sparifé sitt og aðrar þjóð- ir stefna markvisst að því að hrinda burt síðustu höftum og hömlum í viðskiptum með fjármagn. Viðhorf stjórnvalda okkar marka bakslag eða hliðarspor á leið okkar til auk- ins fijálsræðis en á næstu árum má telja fullvíst að aukið verði frelsi í viðskiptum með erlent fé og dregið úr einangrun þjóðarinnar í þeim efnum. Aðgæslu og vand- virkni er vissulega þörf í hveiju spori og efasemdir núverandi stjómvalda um ágæti þessarar þró- unar geta nýst þjóðinni sem holl og góð áminning um að ekki megi rasa um ráð fram í þessum efnum fremur en öðrum. Höfiindur er framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbank- ans hf. Bankar Dollarareikningar með hæstu ávöxtunina ÁVÖXTUN dollara á innlendum gjaldeyrisreikningum á síðast- liðnu ári umfram hækkun láns- Iq'aravísitölu varð 23,3%. Mikil umskipti urðu í ávöxtun gjald- eyrisreikninga 1988 frá fyrra ári vegna gengislækkunar íslensku krónunnar og einnig vegna töluverðrar hækkunar á gengi Bandaríkjadollara á al- þjóðagjaldeyrismarkaði. Þann- ig báru dollarareikningar lang- hæstu ávöxtun innlendra gjald- eyrisreikninga á árinu 1988 en lægstu ávöxun á árinu 1987 eða -23,2%. Það voru hins vegar reikningar með sterlingspund- um sem voru með langhæstu ávöxtun ef litið er á árin 1987 og 1988 saman miðað við gengi krónunnar eftir gengisfellingu þann 9. janúar. Þetta kemur fram í nýju frétta- bréfí frá Verðbréfamarkaði Iðnað- arbankans. Þar segir að reikningar í sterlingspundum hafí hækkað jafnmikið og lánskjaravísitala árið 1987 en um 20,7% umfram láns- kjaravísitölu árið 1988. Meðal- ávöxtun yfír verðbólgu á árunum tveimur svari því til 9,9% raun- ávöxtunar á ári hvort árið. Auk sterlingspundareikning- anna eru það aðeins reikningar í dönskum krónum sem sýna já- kvæða raunávöxtun árin 1987 og 1988 og var hún 2,2% yfír hækkun lánskjaravísitölu. í fréttabréfínu segir ljóst sé að erfítt sé að ná betri ávöxtun á sparifé á gjaldeyrisreikningum en á innlendum bankareikningum eða innlendum verðbréfum. Árið 1987 hafi meðalgengi krónunnar breyst mjög lítið en lánskjaravísitala hækkað um 22,2%. Eigandi gjald- eyrisreikninga sem dreift hefði gjaldeyri sínum jafnt á myntimar ^órar, dollara, pund, þýsk mörk og danskar krónur hefði fengið -9,5% raunávöxtun á árinu 1987. Samskonar dreifíng gjaldeyris á myntimar fjórar hefði hins vegar gefið 14,4% raunávöxtun á árinu 1988 (m.v. gengi krónunnar 9. janúar 1989) eða 3,5% raunávöxt- un á ári að jafnaði bæði árin 1987 og 1988. MERKI SPARISJÓÐANNA BERST VÍÐA UM HEIM Erlendar ábyrgðir og innheimtur Sparisjóðirnir auka stöðugt þjónustu sína og nú á sviði alþjóðaviðskipta. Fyrir- tæki og einstaklingar sem leggja stund á erlend viðskipti geta snúið sér til neðangreindra sparisjóða, varðandi erlendar ábyrgðir eða innheimtur. ÍJSPARISJÓÐIRNIR -fyrir pig og þína Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóðurinn í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.