Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 3
Hugbúnaður
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF fimmtudagur 13. apríl 1989
B
íslensk forritaþróun yfírtekur
notendahóp Míkrótölvunnar
OLYMPIA
RITVÉLAR
Samningar hafa tekist um að íslensk forritaþróun taki yfír þjón-
ustu við viðskiptamannahóp þann sem Míkrótölvan hefíir annast
hingað til með bókhaldshugbúnaði sem fyrirtækið þróaði. Sá
hugbúnaðarpakki er upphaflega bandarískur og nefnist Peach
Tree en Míkrótölvan hafði aðlagað hann íslenskum aðstæðum og
þjónaði með honum 120-130 fyrirtækjum,
Islensk forritaþróun mun nú taka
við þjónustunni við þessa viðskipta-
menn og síðan færa þessa notendur
yfir í Opus, hugbúnað íslenskrar
forritaþróunar, sem er útbreiddasti
bókhaldshugbúnaðurinn hér á landi
fyrir einmenningstölvur. Með þessari
viðbót mun Islensk forritaþróun
þjóna í kringum 750 fyrirtækjum
Sjóvá — Al-
mennaryfír-
taka Tjóna-
skoðunarmið-
stöðina sf.
SJÓVÁ — Almennar trygg-
ingar hf. hafa yfirtekið
Tjónaskoðunarmiðstöðina sf.
sem áður var rekin af Al-
mennum tryggingum og
Brunabótafélaginu. Jafn-
framt hefiir verið undirritað-
ur samningur um að Tjóna-
skoðunarmiðstöðin annist
skoðanir fyrir tryggingafé-
lagið Ábyrgð hf. Fyrirtækið
hefíir að meðaltali annast
skoðanir á 17 bílum á dag frá
því það var sett á stofii í ágúst
1987.
Ólafur Jón Ingólfsson, hjá
Sjóvá — Almennum tryggingum
sagði að ekki hefði annað komið
til greina en að annar hvor
eignaraðilinn drægi sig út úr
samstarfinu og það hefði komið
I hlut Brunabótafélagsins. Ólaf-
ur kvað reynsluna hafa verið
góða af Tjónaskoðunarmiðstöð-
inni til þessa en gert væri ráð
fyrir að skoðunum myndi við
breytinguna íjölga í 25 á dag.
Starfsemin hefði skapað mögu-
leika á að óska eftir tilboðum í
viðgerðir á bílum og jafnframt
að nýta heillega hluta úr
tjónabílum sem ekki tækist að
selja.
hér á landi.
Að sögn Hálfdáns Karlssonar,
framkvæmdastjóra íslenskrar for-
ritaþróunar, hafa verið að gerast
talsverðar breytingar hjá fyrirtæk-
inu síðustu mánuði og það að sækja
í sig veðrið í takt við þróunina á
markaðinum. Hálfdán segir að þar
fari hugbúnaðarfyrirtækjum sem
framleiða forritapakka fyrir ein-
menningstölvumarkaðinn ört fækk-
andi og þau sem eftir standi séu að
stækka að sama skapi. Á sama tíma
eigi sér stað færri nýsölur og því
sé notendahópur sá sem smærri fyr-
irtækin hafí yfir að ráða eftirsóknar-
verð viðbót fyrir stærri fyrirtækin á
þessum markaði.
Hálfdán segir að með viðbótinni
sem íslensk forritaþróun fái með
viðskiptamannahópi Míkrótölvunnar
séu notendurnir sem fyrirtækið sinni 1
komnir á áttunda hundraðið og Is-
lensk forritaþróun því komið með
afgerandi forustu á þessum mark-
aði. Ætlunin sé síðan að færa þessa
nýju notendur smám saman yfír á
Opus sem sé öllum þeim kostum
búið sem Peach Tree ræður yfir og
ýmsum öðrum til viðbótar. Þessi
samningur eigi því að vera öllum til
hagsbóta — íslenskri forritaþróun
sem þarna eflist með fjölgun við-
skiptamanna, notendunum sem eigi
nú að fá betri þjónustu og Míkrótölv-
unni sem geti nú dregið sig út af
hugbúnaðarmarkaðinum.en hann sé
talsvert krefjandi vegna tíðra breyt-
inga í umhverfinu, til dæmis vegna
breytinganna um áramót yfir í dag-
vexti. Míkrótölvan muni eftir þennan
samning einbeita sér að sölu og þjón-
ustu þess vélbúnaðar, sem fyrirtæk-
ið er með umboð fyrir.
Haukur Nikulásson, fram-
kvæmdastjóri Míkrótölvunar segir
að Míkrótölvan hafa sennilega verið
síðasta vélbúnaðarsalinn sem jafn-
framt hafi haldið uppi hugbúnaðar-
þjónustu á sviði bókhaldspakka.
Flestir aðrir vélbúnaðarsalar hafi
fyrir löngu verið komnir út af þessu
sviði og það meira og minna komið
til sérhæfðra fyrirtækja á þessu
sviði. Þjónusta Míkrótölvunar í bók-
haldshugbúnaði hafi verið á lágu
Fjármagnsmarkaður
Eftir að kerfið verður tekið í
notkun í sumar verða viðskipti á
Verðbréfaþinginu mun fljótvirkari
og auðveldari en nú er. Vonast er
til að þetta leiði til þess að verð-
bréfaviðskipti færist í mjög aukn-
um mæli til þingsins að því er seg-
ir í frétt frá VKS. Þar segir enn-
fremur að viðskiptakerfið gefi
einnig stóraukna möguleika á upp-
lýsingastreymi til annarra aðila en
þingaðila. Þannig geti fjárfestum
á borð við lífeyrisjóði og trygging-
arfélögum staðið til boða meiri
upplýsingar um markaðsverð og
Compact I ódýr og áreiðanleg skrif-
stofuritvél með tölvutengi (KSR).
ES-70 i ótal sjálfvirkar vinnslur, af-
kastamikill prentari með hágæða
letri.
Morgaunblaðið/Þorkell
SAMNINGUR — Haukup Nikulásson og Hálfdán Karlsson
undirrita samkomulagið þar sem íslensk forritaþróun tekur við við-
skiptamannahópi Míkrótölvunar.
ES-72 i ritvinnsluritvél með 27K til
59K minni, skjá, arkamatara o.m.fl.
r
KJARAN
SÍÐUMÚLA14 SÍMI83022.
verði og til þess ætluð að örva vél-
búnaðarsölu fyrirtækisins. Sam-
drátturinn á síðasta ári hafi hins
vegar haft í för með sér að ekkert
svigrúm var til þess lengur að halda
úti þjónustusviðum sem ekki stóðu
undir sér. Þess vegna sé Míkrótölvan
nú að draga sig út af þessu sviði
og ætli sér að einbeita að sviðum
sem fyrirtækið sé tæknilega betur
undir búið að sinna, svo sem sam-
skiptabúnaði, sem sé farið að gegna
stöðugt mikilvægara hlutverki í
rekstri fyrirtækisins, svo og vélbún-
aðarsölu sem honum tengjast.
VKS þróar
tölvukerfí fyrir
Verðbréfaþingið
VERÐBRÉFAÞING fslands heftir samið við Verk- og kerfís-
fræðisstofíma (VKS) um þróun og smíði beinlínutengds tölvukerf-
is fyrir viðskipti þingsins. Kerfið gerir öllum þingaðilum kleift
að eiga viðskipti sín á milli á sjálfvirkan hátt um fjarskiptanet
og er kerfíð hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Með tilkomu
kerfisins verða aðilar að Verðbréfaþinginu samtengdir og hafa
jafnan rétt til að afla sér upplýsinga um viðskipti þingsins og
eiga viðskipti sín á milli.
NVTT GENGI
umfang viðskipta á þinginu.
Gerð kerfisins var boðin út í
lokuðu útboði og var fjórum hug-
búnaðarfyrirtækjum leyfð þátttaka
í útboðinu. VKS hafði áður smíðað
tölvukerfi sem nú er í notkun hjá
fimm verðbréfafyrirtækjum. Teng-
ing notenda við viðskiptakerfíð
byggist á Almenna gagnaneti
Pósts og síma og verður því hægt
að tengjast viðskiptakerfínu hvar
sem er á landinu. Þá verður einnig
unnt að notast við búnað frá fjöl-
mörgum framleiðendum til að
tengjast kerfinu.
HMARK
HLUTABRÉFAMARKAÐURINN HF
HLUTABREFA
HVENÆR ER BEST frÐ
KAUPA HLUTABREF?
HLUTAFÉLAG Kaup- gengi* Sölu- gengi* 1989 Jöfnun 1989 Arður Sölugengi Breyting f. áram.***
'lnnra virði**
Eimskipafélag íslands hf. 3,19 3,35 25,00% 10,0% 106% +18,75%
Flugleiðir hf. 1,52 1,60 100,00% 10,0% 68% +14,58%
Hampiðjan hf. 1,49 1,57 +1,29%
Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,15 1,21 20,00% 10,0% 102% +2,78%
Iðnaðarbankinn hf. 1,40 1,47 19,94% 10,0% 90% +5,26%
Sjóvá - Almennar hf. 2,62 2,76 +2,99%
Skagstrendingur hf. 2,30 2,42 +21,00%
Tollvörugeymslan hf. 0,97 1,02 20,00% 10,0% 87% +5,08%
Útvegsbankinn hf. 1,27 1,34 0,00% 3,5% 96% +2,61%
Verzlunarbankinn hf. 1,24 1,30 19,93% 10,0% 98% +13,64%
•Margíeldisstuóull á nalnverð, að lokinni ákvörðun um útgálu jöfnunarhlutabréfa. Áskilinn er réttur til aö takmarka
þá fjárhæð sem keypt er fyrir. "Innra virði I árslok 1987. "'Leiðrétt er fyrir greiöslu arðs og jöfnun.
FRETTIR A F HLUTABRÉFAMARKAÐI
Hlutabréfaverð er venjulega lægra og úrval
hlutabréfa meira á fyrri helmingi árs, en
þegar líða tekur á árið.
Á undanförnum árum hefur komið í Ijós að
umfang hlutabréfaviðskipta er breytilegt
eftir árstíma. Umsvif eru lítil á fyrsta
ársfjórðungi, meðan hluthafar bíða eftir að
aðalfundir fari fram.
Strax að loknum aðalfundum aukast
viðskiptin og má segja að aukningin sé jöfn
fram á síðasta ársfjórðung, en þá tekur
hún mikinn kipp, enda kaupir þá jafnan
mikill fjöldi einstaklinga hlutabréf af skatta-
legum ástæðum. Sú mikla aukning eftir-
spurnar hefur síðan leitt til hækkunar á
verði hlutabréfa og minna úrvals.
Hlutabréfamarkaðurinn hf hefur afgreiðslur að
Skólavörðustíg 12 og hjá VIB 7 Armúla 7.
Veriö velkomin.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF.
Armúla 7, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30.
HMARK-afgreiðsla, Skólavörðustíg 12, Reykjavik. Sími 21677.
HMARK ER TRAUSTUR OG ÖRUGCUR FÉLAGI MNN í HLUTABRÉFAVIDSKIPTUM