Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 5

Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 5
Á þessum nótum höfum við síðan verið að taka inn til okkar fleiri íslensk fyrirtæki vegna þess að við sjáum þar möguleika á að koma fleiri slíkum aðilum inn á markaðinn undir okkar handleiðslu um leið og við getum breikkað vöruúrvalið.“ Kerfi fyrir kjúklinga og kjöt En hvemig sér Pétur aðal markað fyrirtækisins eiga eftir að þróast í náinni framtíð? „Hvað vigtarkerfín áhrærir þá lítum við þannig á að við séum þegar komnir með stökkpall um alla N-Ameríku. Það sýnir sig hins vegar út af tímamismun og fleiru að ekki dugir að stýra starf- seminni frá einum stað á austur- ströndinni heldur verðum við einnig að hafa ákveðna bækistöð á vestur- ströndinni til að þjóna markaðinum þar. Við sjáum líka ýmsa möguleika aðra en hefðbundin sjávarútveg. Við höfum auðvitað hug á því að fara inn í fískirækt, svo og kjúklinga og kjöt- vinnslu. Þar er auðvitað geysilegur markaður en við höfum þegar selt nokkur tæki í kjúklingaiðnaðinn, aðallega flokkara, og þar eigum við alveg sömu möguleikar og hveijir aðrir. í kjötinu höfum við hins vegar ekki mikinn bakgrunn á því sviði og yrðum því að vinna okkur inn á þann markað í samvinnu við erlenda aðila með sérþekkingu í þessum iðnaði. Við erum hins vegar tvímælalaust með vöruna til þess, þar sem þessi heildarkerfí okkar eru. Það er hins vegar með þessi kerfi og vinnslulínur að menn verða að vera undir það búnir að slíkt er afar seinlegt í sölu. Einu sinni sýndum við á kjúklinga- sýningu og það var ekki fyrr en hálfu öðru ári síðar að við fengum hring- ingu og þá var kaupandinn loks tilbú- inn. Hann var búinn að geyma bækl- inginn og það var komið að því að hann þyrfti að fara breyta hjá sér í verksmiðjunni Þá fyrst var hann til- búinn að kaupa. Út á þessa sýningu sem við vorum búnir að afskrifa, stimpla sem mistök, erum við þess vegna nú löngu síðar búnir að selja tvo flokkara. Þetta sýnir að kynning- ar- og markaðsstarfíð gerist ekkert á einni nóttu." Pétur telur að norður-amerískur sjávarútvegur eigi enn eftir að þró- ast mikið frá því sem nú er. „Það er greinileg viðleitni í iðnaðinum að auka nýtinguna og fylgjast betur með vinnslunni, t.d hvernig hráefnið er skorið í neytendapakkningar. Það er vilji fyrir aukinni sjálfvirkni til að auka hagkvæmnina, svo að þama er enn eftir talsverður markaður. Gæðin auka fiskneyslu Sjávarútvegurinn á austurströnd- MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/aTVIWNULÍF FyiMTVDAGUB ;13. APfflL 1989 6 ástæður fyrir því að þú f járfestir í Ópus viðskiptahugbánaði Ástæða 1: Framleiðandi Ópus er traust fyrirtæki. Á bak við Ópus stendur elsti og steersti framleiðandi viðskiptahugbúnaöar fyrir minni tölvur á íslandi, (slensk forritaþróun sf. Ástæða 2: Fleiri en 600 fyrirtæki nota Ópus viðskiptahugbúnað. Þúsundir íslendinga þekkja Ópus. Ástæða 3: Ópus er öruggur. Ópus er vel varinn gegn því að óviðkomandi geti skoðaö og jafnvel breytt dýrmætum við- skiptaupplýsingum. Ástæða 4: Ópus er sveigjanlegur. Ópus má laga að þörfum flestra notenda. Ópus getur stækkað frá einum notanda í 10, 20, eða jafnvel stærra tölvukerfi án þess að skipta þurfi um hugbúnaö, afskrifa vélbúnað eða endurþjálfá starfsfólk. Ástæða 5: Þjónusta á Ópus er mjög góð. Sérstök þjónustudeild íslenskrar forritaþróunar sf. sér um það eitt að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu og þjálfun og tryggja þar með rekstraröryggi þeirra. Ástæða 6: Þú færð nýjungar með Ópus. íslensk forritaþróun sf. þróar stöðugt hugbúnaðinn. Þegar dagvextir komu, var Ópus tilbú- inn samstundis. Starfsfólk (slenskrar forritaþróunar sf. er reynt og ávallt í fararbroddi með nýjungar sem setja þig líka í fararbrodd. VELDU ÖRYGGI— VELDU ÓPUS inni er hins vegar mjög frábrugðinn því sem gerist á vesturströndinni, eins og ég nefndi. Á vesturströndinni er frystitogaraútgerð meira og minna ráðandi meðan hefðbundinn fískiðn- aður er ríkjandi austurströndinni, enda frystitogaraútgerð tæpast leyfð á austurströnd Kanada vegna at- vinnusjónarmiða. Þar eru það ein- ungis einn eða tveir kandarískir frystitogarar með leyfí til botnfisk- veiða en síðan fáeinir togarar á rækju. Uppgangur frystitogaranna á vesturströndinni byggist hins vegar á því að erlend ríki eru þar á leið út úr fískveiðilögsögunni og Banda- ríkjamenn sjálfír hafa þar með mögu- leika á því að fara að vinna þennan físk í auknum mæli. Miðin sem hér um ræðir eru aðallega út af Alaska og því miklu hagkvæmara að sækja á þessi mið með frystitogurum held- ur en að reyna að byggja upp hefð- bundinn fiskiðnað í landi. Það hefur verið gífurleg ásókn í þessar veiðar og mikill vöxtur í frystitogaraútgerð- inni en ég held að hámarkinu sé náð og nú verði farið að reyna að koma stjórn á sóknina á þessar slóðir." Pétur telur þó að langur vegur sé í að Bandaríkjamenn verði sjálfum sér nógir með físk. „ Fiskneysla hef- ur verið að aukast jafnt og þétt í Bandaríkjunum og ég held að megin- málið hér sé að eftir því sem gæði físksins eru almennt betri þeim mun meira verður borðað af honum. Og það er eftirtektarvert að þeim fjölgar stöðugt góðum matsölustöðum bæði á austurströnd og vesturströnd Bandaríkjanna sem sérhæfa sig í sjávarréttum. Það er því engin efí í mínum huga að þama vestra er vax- andi markaður fyrir fisk og þá um leið vaxandi markaður fyrir tækni- vörur af því tagi sem Islendingar framleiða fyrir sjávarútveginn. Til að nýta þessa möguleika þurfa þeir að vinna náið saman útflutnings- hópamir þrír sem starfandi era í N-Ameríku svo að ekki sé verið að dreifa kröftunum alltof mikið. Þessi samvinna er raunar þegar komin vel á veg og þess vegna tel ég að það eigi að geta verið bjart framundan hjá þessum útflytjendum. Við þekkj- um það hér hjá Marel að það tekur talsverðan tíma að skapa sér fótfestu á n-ameríska markaðinum og menn verða að vera tilbúnir að þola tap fyrstu misserin og jafnvel árin meðan þeir era að öðlast þekkingu og þjálf- un, og koma sér upp samböndum og persónulegum tengslum, sem þetta markaðsstarf byggist mikið á. Ég held að það hafí tekist mjög vel til með myndun þessa útflutningshópa sem nú starfa á vegum Útflutningsr- áðs og það er áreiðanlega allra hag- ur að menn vinni sem nánast saman í þessari grein“, segir Pétur Guðjóns- son. Hlslensk for r itaþróun sf Höfðabakka 9 112 Reykjavík, sími 671511 Að sögn James er hægt að landa og vinna 200 þúsund pund af físki á klukkustund í tækjabúnaðinum í nýja fískvinnsluhúsinu þegar best lætur. Að meðaltali megi hins vegar búast við að afköstin verði um 100 þúsund pund, eða um það bil fímm tonn. Mestur hluti aflans er seldur á mörkuðum nálægum borgum. Unnið er við að pakka físki fram á nætur og hann sendur í flutningabirfreiðum til New York, Philadelfíu og Balti- more þar sem hann er seldur daginn eftir löndun. Skríður um á Qórum fótum James segir að með tækjabúnaðin- um í nýja húsinu hafí verið leyst það vandamál, sem spannst af því að afli hlóðst upp á hafnarbakkanum við löndun, Afur á móti hafi mynd- ast nýr flöskuháls. Þegar verið er að skipa aflanum upp er einn maður sendur niður í lestina þar sem hann skríður um á fjóram fótum og nær í fiskinn. Nú vanti dælu til að ná físknum hraðar upp og nýta betur stórvirk tæki í landi. Að sögn James er til dælubúnaður, en hann eyðilegg- ur fískinn og skemmir, og því vilji sjómennimir fremur halda áfram að skríða um lestina en bíða skarðan hlut. Point Judith Fishermen’s Cooper- ative Association er samvinnufyrir- tæki sjómanna. Það var stofnað árið nítján hundrað fjöratíu og átta og rekur nú einhverja umsvifamestu útgerð í Norður Ámeríku. Það er stærsti atvinnurekandinn í Rhode Island; næstur kemur háskólinn í Providence. Jafnframt því að vera minnsta fylki Bandaríkjanna er Rhode Island það eina sem státar af hagstæðum viðskiptakjörum við Japana. Þar eiga sjómennirnir í Point Judith nokkurn hlut að máli eins og bæði fulltrúi fylkisstjóra Rhode Is- land og Bill O’Neill öldungadeildar- þingmaður létu getið í ræðum sínum á vígsludaginn. Hluti af aflanum, sem unninn er í nýja fiskvinnsluhúsinu, er sendur fersicur til Japans með flugi. Japanar hafa sem kunnugt er trú á því að loðnuhrogn auki frjósemi. Lifur úr skötusel virðist hafa svipað hjátrúar- gildi í hugum Japana og sækjast þeir mjög eftir henni. Flatfískur er sendur á Japansmarkað. Fyrir hann fæst mjög hátt verð vegna þess að hann er notaður í réttinn súsji. í súsji er notaður hrár fískur skorinn í litla teninga og það er ástæðan fyrir því að hægt er að fá svo gott verð fyrir hann. Japanar kaupa einn- ig ódýrari fisk af Point Judith og er þar aðallega um að ræða Makril og síld. Fyrirtækið selur að auki smokk- fisk til Ítaliíu, Spánar, Grikklands og Frakklands. KYNNINGARTILBOÐ Á VICTOR PC-TÖLVUM OG PRENTURUM í APRÍL VICTOR VPC llc og VICTOR VP 10 prentari verð frá kr. 89.500.-* Það er sama verð og var á VICTOR VPC llc einni sér í mars KOSTAR ÞÁ PRENTARINN EKKI NEITT ? Jú auðvitað kostar VICTOR prentarinn eitthvað. En ef þú kaupir VICTOR VPC llc og VICTOR VP 10 prentara í apríl þá kostar hvorutveggja uppá krónu það sama og tölvan kostaði ein sér áður. Þannig að ef þú vilt máttu segja að þú hafir fengið prentarann gefins. 'staögreiösluverð miöað við VICTOR VPC llc-2 með gulum skjá og VICTOR VP 10 prentara auk tengisnúru. ENGIN TÖF Á AFHENDINGU Vörurnar eru afgreiddar samdægurs sem endranær Hafðu samband eða littu inn hjá okkur, það borgar sig örugglega. VICTOR MEST SELDA TÖLVAN í DAG Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 68-69-33 VKT. ft 06.135. augljós

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.