Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 12

Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 12
VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 Slánn PENINCA SKÁ PA R ETH MA THIESEN HF S. 91■ 65 10 00 Tölvur Einar J. Skúlason hf. hefur selt fínun þúsund Victor tölvur og leggjum mikla áherslu á hana í dag en netin eru einnig tengd inn á stærri vélar.“ Öm segir að net- tengingar séu öryggisatriði því tryggt sé að þannig séu tekin afrit af gögnum. Jafnframt sé unnt að koma við samnýtingu jaðartækja og hugbúnaðar." Viktor í 3. sæti í Evrópu UM 5 þúsund Victor tölvur hafa selst hér á landi frá því Einar J. Skúlason hf. tók við umboðinu fyrir tveimur og hálfu ári. Þessi árangur í sölu er talinn afar góður en er í samræmi við mikla söluaukningu á Victor víða um heim. Victor fyrirtækið er bandarískt að uppruna en komst i eigu sænska fyrirtækisins Data- tronics fyrir nokkrum árum. Hin árangursríka stefiia Victor felur í sér að auglýsa ekki á alþjóða- vettvangi heldur láta útibúum á hverjum stað eftir markaðsstarf- ið. Fyrirtækið hefur í sumum löndum eigin fyrirtæki en í öðr- um annast umboðsaðilar dreif- inguna. í tilefni af góðum ár- angri Victor hér á landi var rætt við þá Karl Robb, dreifingar- sfjóra Victor og Örn Andrésson, sölustjóra Einars J. Skúlasonar hf. „Auglýsingar á alþjóðavettvangi eru mjög góðar fyrir ímynd fyrir- tækja en mestu skiptir hvemig stað- ið er að sölunni á hveijum stað,“ sagði Robb þegar hann var spurður nánar um markaðsstefnu Victor. „Við kjósum fremur að verja §ár- magni í að hafa verðið sem lægst til söluaðila. í Frakklandi eru 1.500 umboðsmenn og í flestum borgum og bæjum er umboðsmaður fyrir Victor. Meirihluti kaupenda fyrir utan opinberar stofnanir vilja skipta við fýrirtæki í nágrenni við sig. Umboðsmenn á hveijum stað þekkja sinn markað og það selur meira en auglýsingar t.d. í Finan- cial Times. Þeir auglýsa sjálfir hver fyrir sig og fyrir vikið verður verð til þeirra lægra. Þessi stefna hefur rejmst mjög vel.“ Victor kaupir tölvuhluti frá und- irverktökum meðal annars í Japan. í Svíþjóð fer fram samsetning og prófanir á tölvum sem seldar eru innanlands og til umboðsaðila. í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Eng- landi eru sjálfstæð Victor fyrirtæki sem sjá um samsetningu og sölu og segir Robb að starfsemin er því mjög dreifstýrð að öllu leyti enda starfi aðeins 7 manns á aðalskrif- stofunni í Svíþjóð. Sérstæður tölvumarkaður hér álandi Robb var spurður hvemig litið væri á markaðinn hér á landi og hvemig hann væri í samanburði við önnur lönd. „Markaður fyrir tölvur hér á landi er ekki aðeins sérstæður vegna mikillar markaðshlutdeildar okkar heldur er ísland eina landið á Vesturlöndum þar sem IBM er ekki stærsti söluaðili á einmenn- ingstölvum," segir Robb. „Hér á landi seljast árlega meira en 2000 Victor einmenningstölvur sem er meira en selst í ýmsum löndum t.d. í Portúgal og Ítalíu. Hér er mesta tölvuvæðing miðað við fólksfjölda í heiminum en einnig em kröfur miklar. Flestir vilja fullkomnar og hraðvirkar vélar.“ Örn Andrésson, bendir á að þeir sem fyrst hafi bmgðist við hér á landi þegar Victor einmennings- tölvur komu á markað hafi verið tölvuáhugamenn. Þeir hafi laðast að nýju útliti og hraðvirkni Victor. „Fyrirtækin komu í kjölfarið og við urðum mjög sterkir á fyrirtækja- markaðnum," segir Öm ennfremur. „Árið 1987 minnkaði salan til ein- staklinga en aukningin var mest á sölu til fyrirtækja. Um mitt ár 1987 árið 1987 hægði hins vegar vem- lega á sölunni þegar söluskattur var lagður á tölvur. Árið 1988 komu stofnanir meira inn í söluna. Við sáum þá fram á að PC-tölvur vom meira en sjálfstæðar vélar og leituð- um því uppi fyrirtæki sem fram- leiddi tengikort við stærri vélar. Þannig gátum við selt Victor sem útstöðvar. í framhaldi af þessari þróun fómm við út í nettengingar | Karl Robb segir að einu áræðan- legu tölumar um markaðshlutdeild einmenningstölva sé unnt að fá með upplýsingum frá Microsoft. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sé Victor þriðja söluhæsta einmenningstölvan í Evrópu. Hann segir að vegna mik- illar sölu hafi hagnaður aldrei verið meiri en á síðastliðnu ári. Söluaukn- ing hafi verið um 50% frá fyrra ári í magni og veltan á árinu um einn og hálfur milljarður sænskra króna (12.375 m.kr). „Við emm nú að I reyna að færa okkur frá smærri framleiðendum tölvubúnaðar og auka sérhæfingu með því að aðlaga okkur að UNIX og OS2 stýrikerf- um. Markaðurinn krefst í auknum mæli heildarlausna og viðskiptavin- ir vilja ekki þurfa að leita til 2 eða 3 tölvufyrirtækja. Þá emm við einn- ig að sækja inn á iiýja markaði t.d. í Sovétríkjunum, Ástralíu og írak.“ Robb segir að enn sé langt í land með að OS2 taki við af MS-Dos stýrikerfinu. MS-DOS sé orðið mjög útbreitt og viðurkennt og fullnægi vel þörfum markaðarins. OS2 muni verða almennt í sérhæfðari verkefn- um en hins vegar vakni sú spuming hvort verðið sé ekki of hátt. „OS2 mun þó ryðja MS-DOS af markaðn- um á endanum eftir því sem minn- iskubbar lækka í verði og verð á þeim tölvum sem geta unnið með stýrikerfið lækkar. UNIX hefur mtt sér rúms í auknum mæli sem stýri- kerfi fyrir viðskiptahugbúnað á fjöl- notendakerfum og við emm að þróa vélar fyrir UNIX. Markaðurinn fyr- ir einmenningstölvur vex hins vegar mun hraðar en búist var við og fleiri vilja nettengingu á þær frem- ur en stærri vélar með UNIX stýri- kerfinu þar sem hugbúnaður fyrir UNIX er enn ekki orðinn samkeppn- isfær," segir Karl Robb. rainbowÚŒíi NAVICATIONr Beinar siglingar milli Njarðvíkur og Norfolk með M.v. „RAINBOW HOPE“ Flytjum stykkja-, palla- og gámavöru, frystivöru og frystigáma. Aætlun: Lestunardagar Njarðvík: Norfolk: 16. apríl 26. apríl 10. maí 21.maí 3. júní Umboðsmenn okkar eru: Gunnar Guðjónsson sf, Hofnarstræti 5, pósthólf 290, 121 Reykjovík, sími 29200 - Telex 2014, Fax 6231 16 Meridian Ship Agency, Inc, P.O. Box3397,101 W. Plume Street, Norfolk. VA 23514 Sími (804)-625-5612 Telex 710-881 -1256 Fax (804) 628-5807 (jfe Rainbow Navigatíon.lnc. Hugbúnaður Met viðskiptahugbúnaður fyrir Makka á markaðinn RADÍÓBÚÐIN er um þessar mundir að heQa sölu á Met-bókhald- skerfi fyrir Machintosh tölvur, sem ungt íslenskt hugbúnaðarfyrir- tæki, Aríes, hefiir þróað. Fyrirtækið kynnti grunn að þessu bók- haldskerfi sl. haust en þessi pakki er nú tilbúinn til sölu og hefur verið reyndur frá því í nóvember lijá völdum hópi fyrirtækja til að taka úr honum alla barnasjúkdóma, eins og Reynir Hugason, forsvarsmaður Aríes, orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Reynir segir að innan Aríes sé fyrir víðtæk þekking á forritum Machintosh tölva en forritun fyrir þær sé almennt ekki talin auðveld eða þægileg viðfangs. Forritarar Aríes hafi hins vegar verið fengnir til að leysa ýmis mikilvæg verkefni fyrir aðila í viðskiptalífi, opinberar stofnanir og innan Háskólans. Að öðru- leyti segir Reynir að Aríes byggi hönnun forrita sinna á 9 ára reynslu af hönnun bæokhaldshug- búnaðar fyrir einmenningfstölvur. Fyrsti bókhaldspakkinn hafi verið settur á markað 1980 og þá fyrir Commodore tölvur en síðan yfirfærð á aðrar gerðir einmenningstölva einnig. Að sögn Reynis var fram til 1988 nær enginn íslenskur viðskiptahug- búnaður til fyrir Machintosh tölvur á markaðinum og vélarnar því fram til þess tíma fyrst og fremst verið notaðar til ritvinnslu og með töflu- reiknum og teikniforritum. Með Machintosh SE vélinni í mars 1987 hafi orðið tímamót að þessu leyti, því að henni fylgdi fastur diskur og meira en nóg af minni ásamt ör- gjörva sem hafi gert hana jafnvel öflugri en AT vélar frá IBM og aðr- ar slíkar. Þar með hafi mönnum þótt komin ærin ástæða til að huga að almennum viðskiptahugbúnaði fyrir Machintoshinn. Bókhaldsforritin frá Aríes hafa hlotið nafnið Met-viðskiptahugbún- aður. Hann samanstendur af fjár- hags-, viðskiptamanna-, sölu- og birgðabókhaldi. Forritin geta hvort heldur sem er starfað ein sér hvert um sig eða verið samtengd og sent gögn á milli sín eftir þörfum. Reyn- ir segir að Met sé í raun eini hug- búnaðurinn fyrir Machintosh á íslenska markaðinum sem er sam- tengdur og markið sé sett á að aldr- ei þurfi að færa hveija færslu nema einu sinni. Hann segir hönnuði þess hafa lagt áherslu á að nýta eins kostur er hið vinsamlega notenda- umhverfi Machintosh tölvanna með mús, valblöðum og gluggakerfi. Þetta hafi einnig í för með sér að bókhald á Machintosh verði auðveld- ara viðfangs en á öðrum tölvum og það gildi einnig um Met. Met-bókhaldsforritin ganga í nær- neti til dæmis með Tops eða Apple Share nethugbúnaði og með Apple- Talk og EtherTalk netvélhugbúnaði, sem gefi öflugustu pésa næmetun- um ekkert eftir. Forritunarmálið sem forritið er skrifað í leyfir einnig að margir notendur séu að vinna samtímis, segir Reynir. Hann segir Met hugbúnaðinn skrifaðan fyrir allar gerðir Machintosh, svo og ImageWriter, ImageWriter LQ og Laser Writer prentara. Síðar á árinu eru væntanlegar prentstýringar sem gera kleift að nota hvaða nálaprent- ara sem er með forritunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.