Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 2

Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR IIK MAÍ 1989 BOSTON/EVERETT Skógafoss 20. maí. Reykjafoss 3. júní. NEW YORK Skógafoss 22. maí. Reykjafoss 5. júní. NORFOLK Skógafoss 24. maí. Reykjafoss 7. júní. HALIFAX Skógafoss 26. maí. ARGENTIA Skógafoss 30. maí BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Laxfoss 14. maí. Brúarfoss 21. maí. Laxfoss 28. júní. HAMBORG Laxfoss 15. maí. Brúarfoss 22. maí. Laxfoss 29. maí. ANTWERPEN Laxfoss 17. maí. Brúarfoss 24. maí. Laxfoss 31. maí. ROTTERDAM Laxfoss 18. maí. Brúarfoss 25. maí. Laxfoss 1. júní. IMMINGHAM Laxfoss 19. maí. Brúarfoss 26. mai. Laxfoss 6. júní. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT VESTMANNAEYJAR Oriolus 12. maí. Bakkafoss 19. maí. IMMINGHAM Oriolus 15. maí. Bakkafoss 22. maí. AARHUS Oriolus 17. maí. Bakkafoss 24. maí. Oriolus 31. maí. KAUPMANNAHÖFN Oriolus 18. maí. Bakkafoss 25. maí. Oriolus 1. júní. HELSINGBORG Oriolus 18. maí. Bakkafoss 25. maí. Oriolus 1. júní. GAUTABORG Oriolus 19. maí. Bakkafoss 26. maí. Oriolus 2. júní. FREDRIKSTAD Oriolus 19. maí. Bakkafoss 26. mai. Oriolus 2. júní. THORSHAVN Oriolus 21. maí. Oriolus 4. júní. VESTMANNAEYJAR Bakkafoss 16. maí. Oriolus 23. maí. HELSINKI Dorado 22. mai. LENINGRAD Dorado 23. maí. GDYNJA Dorado 25. maí Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, Isafjörður, Akureyri, Dalvík, Húsavik. Hálfsmánaðarlega: Siglu- fjörður, Sauðárkrókur og Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. EIMSKIP Pósthússtræti 2 Sími:697100 Sjóvá/Almennar Samanlagður hagnaður 41 milljón Afkoma ökutækjatrygginga neikvæð um 20% bókfærðra iðgjalda HAGNAÐUR Almennra trygg- inga og Sjóvátryggingafélags Islands varð samtals 41 milljón króna á síðastliðnu ári. A aðal- fundi Sjóvá — Almennra trygg- inga hf. sem haldinn var í gær kom fram að hagnaður hjá Al- mennum tryggingum varð 11,2 milljónir eða 12% af eigin fé í upphafí árs. Eigið fé félagins í árslok var um 146 milljónir eða um 30% af iðgjöldum ársins. Hagnaður Sjóvá varð 29,8 millj- ónir eða um 12% af eigin fé í upphafi árs. I árslok var eigið fé félagsins 298 milljónir eða 33% af iðgjöldum ársins. Af einstökum tryggingagrein- um hjá Sjóvá og Almennum trygg- ingum gekk rekstur ökutækja- trygginga verst en þar var afkoma neikvæð um rúmlega 20% bók- færðra iðgjalda. í nýju fréttabréfi frá félaginu segir að slysabætur hafi stórhækkað með tilkomu hinnar nýju ökumannstryggingar. Einnig hafi verið halli á fijálsum ábyrgðartryggingum og innlend- um endurtryggingum, en eigna- tryggingar og sjótryggingar skilað rekstrarafgangi. Fjármunatekjur hafi hins vegar aukist til muna frá fyrra ári og leitt til þess að yfir heildina hafi fyrirtækin skilað hagnaði. í ræðu Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Sjóvá — Al- mennra trygginga á aðalfundinum kom fram að heildarvelta félag- anna nam um 3 milljörðum króna á árinu 1988. Eignir án hluta end- urtryggjenda í tryggingasjóði eru 3,2 milljarðar og eigið fé 444 millj- ónir. Benedikt sagði að eigið fé félaganna tveggja hefði aukist að raunvirði úr um 200 milljónum króna árið 1983 í tæplega 450 milljónir. Á sama tíma hefði mark- aðshlutdeildin aukist úr 26% í um 33%. „Allar þessar tölur sýna stærð og styrk hins nýja félags. Það er enginn vafi að í framtí- ðinni verður litið til Sjóvá — Al- mennra sem leiðandi afls á íslenska tryggingamarkaðnum," sagði Benedikt Sveinsson. I stjórn félagsins voru endur- kjörnir Benedikt Sveinsson, for- maður, Hjalti Geir Kristjánsson, varaformaður, Ágúst Fjelsted, Jó- hann G. Bergþórsson, Kristinn Björnsson, Kristján Loftsson og Teitur Finnbogason. Fram- kvæmdastjórar eru Einar Sveins- son og Ólafur B. Thors. Fyrirtæki Hagnaður Skeljungs 11,2 milljónir Markaðshlutdeild félagsins 28,6% í fyrra HAGNAÐUR af rekstri olíufé- lagsins Skeljungs hf. nam á síðastliðnu ári alls um 11,2 millj- ónum eftir skatta sem voru tæplega 46,3 milljónir króna. Heildarsala Skeljungs nam á árinu 3.709 milljónum króna samanborið við 3.165 milljónir árið á undan sem er 17,2% sölu- aukning. Hrein sala að frá- dregnum söluskatti, afsláttum o.fl. nam 3.168 milljónum króna en 2.712 milljónum árið áður. Bókfært verð heildareigna fé- lagsins var í árslok 2.659 millj- ónir en heildarskuldir 1.239 milljónir. Eigið fé var því 1.420 milljónir eða 53% af heildar- eign. Á aðalfundi Skeljungs sem hald- inn var 28. apríl sl. var samþykkt að tvöfalda hlutafé félagsins með Öll tæki fyrir hóteL veitingahús og mötuneyti Zanussi og Metas Kraftmiklar og auðveldar í notkun, gott úrval, margar stærðir. JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. 43 Sundaborg 1 — 104 Reykjavík — Sími 688-588 útgáfu jöfn'unarhlutabréfa. Hluta- féð var í árslok 121 milljón. í ársskýrslu Skeljungs kemur fram að heildarinnflutningur á fljótandi eldsneyti nam á síðast- liðnu ári alls 564 þúsund tonnum en árið áður voru flutt inn 580 þúsund tonn. Innflutningur hefur því dregist saman um 16 þúsund tonn eða 2,8%. Mest var flutt inn frá Sovétríkjunum eða liðlega 300 þúsund tonn, 53,2%, en 264 þús- und tonn eða 46,8% voru flutt inn frá Vestur-Evrópu, aðallega Hol- landi. Hlutdeild Skeljungs í inn- flutningi 1988 var á árinu 1988 164 þúsund tonn eða 29%. Skelj- ungur flutti hlutfallslega meira inn Trá Vestur-Evrópu eða 50,7% en frá Sovétríkjunum 49,3%. Þá kem- ur fram að markaðshlutdeild 98 oktana bensíns hefur aukist úr 20% í 60% eftir að sala á blýlausu 92 oktana bensíni hófst. Bensín með 98 oktan er eingöngu flutt frá Vestur-Evrópu. Heildarsala Skeljungs á fljót- andi eldsneyti nam 172 þúsund tonnum á árinu en alls voru seld 602 þúsund tonn innanlands af eldsneytisolíum. Þrátt fyrir 2 þús- und tonna aukningu á magni hefur markaðshlutdeild Skeljungs rýrn- að lítillega frá fyrra ári. Árið 1987 var markaðshlutdeild félagsins 29,6% samanborið við 28,6% árið 1988. Á árinu störfuðu 256 starfs- menn hjá Skeljungi að meðaltali miðað við heilsársstörf en þeir voru 273 árið 1987. Stöðugildi í árslok 1988 voru hins vegar 229 talsins. í stjórn félagsins eiga sæti Björn Hallgrímsson, Thor Ó. Thors, Jónatan Einarssonj Halldór H. Jðnsson og Gunnar Ólafsson. í varastjórn eru Gunnar J. Frið- riksson, Haraldur Sturlaugsson og Sigurður Einarsson. Forstjóri Skeljungs er Indriði Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.