Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 3
: : MOHGUNBliA'ÐlÐ(VIÐSKIPn/ATVINNULÍF fÍM*$Úl) AÚÚR! 1!í'.i MAÍ1S89
•fe -3
Flying Tigers
Stöðugir flutningar
á laxi til Japans
ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða
með Flying Tigers austur til Jap-
ans heiur farið vaxandi að und-
anförnu. Um 15 tonn fara nú utan
vikulega og er uppistaðan ferskur
lax. Fyrstu þrjá mánuði síðasta
árs fór enginn ferskur lax héðan
til Japans. Útflutningur nú nemur
orðið nálægt 100 tonnum og gæti
að verðmætum orðið um 250 millj-
ónir króna á þessu ári.
Sjávarafurðadeild Sambandsins
hefur undanfarnar 11 vikur flutt um
6,5 tonn af ferskum laxi utan viku-
lega. Guðbrandur Sigurðsson sér um
þennan útflutning hjá Sjávarafurða-
deildinni. Hann segir þetta hafa
gengið bærilega og séu kaupendur
nokkrir innflytjendur, sem kaupi lax-
inn á föstu verði. Þeir selji hann svo
síðan áfram á föstu verði inn á fisk-
markaðina eða beint í smásölu. Skila-
verð með þessum hætti væri líklega
hvergi betra, enda greiddu Japanir
vel fyrir góða vöru. Nú fengist 10
til 14% hærra verð fyrir íslenzka lax-
inn en þann norska og miklu máli
skipti að verðið væri stöðugt.
Laxinn sem Sjávarafurðadeildin
flytti út með þessum hætti, væri all-
ur frá íslandslaxi, en þar hefði tekizt
að ná fram fallegum rauðum lit á
fiskholdið, en það væri forsenda ár-
angurs á japanska markaðnum. Guð-
brandur sagðist telja að við gætum
selt 300 til 400 tonn til Japans á
þessu ári og hugsanlega 1.000 tonn
á næsta ári.
Varahlutírúr
kyrrsetri vél
ARNARFLUG hefur að undan-
fórnu fengið leyfi til að taka ýmsa
hluti úr Arnarflugsþotunni sem
ríkissjóður kyrrsetti fyrir nokkru
og tók upp í skuldir félagsins.
Hlutimir eru notaðir sem vara-
hlutir í þotuna sem Arnarflug rek-
ur nú, enda um samskonar þotur
að ræða.
Sigurgeir Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu segir
að félagið fái að gera þetta í þeim
tilvikum þar sem bið er á sendingu
varahluta að utan. Um leið og
þeir varahlutir koma til landsins
er hinum skilað í kyrrsettu þotuna
á ný. Sigurgeir segir að þetta fyr-
irkomulag rýri í engu sölugildi
þotunnar.
Lausnin
fyrir
lagerinn
LÉTTIR OG LIPRIR
BV-LYFTARAR
RAFMAGNSLYFTARAR
HANDTJAKKAR
! Eigum ávallt fyrirliggjandi
hina velþekktu BV-hand-
lyftivagna með 2500
og 1500 kílóa lyftigetu.
HANDLYFTARAR
Lyftigeta: 800 kg.
Lyftihæð:80 cm.
Hentugt hjálpartæki
við allskonar störf.
Sparið bakið,
stillið vinnuhæðina.
UMBOÐS ■ OG HEILDVERSLUNIN
BiLDSHÖFÐA I6SIMI6724 44 TELEFAX672580
.Apglýsinga-
siminn er 2 24 80
Viltu
flyQainn
á gúöu
verði?
\ M/S ísberg — 7. starfsór.
Hagstæð farmgjöld sem þola samanburð
Frá Englandi, Hollandi og Danmörku.
20 feta gámar £ 888 / NLG 3300 / DKK 10.800.
40 feta gámar £ 1222 / NLG 4400 / DKK 14.400.
Adrar einingar:
Á pölium pr. 1000 kg, £ 77 / NLG 277 / DKK 936.
Á pöllum pr. cbm £ 37 / NLG / 133 / DKK 450.
Fólksbílar: Verð frá 16.000 ísl. kr.
Sérstök kjör fyrir búferlaflutninga.
Sama flutningsgjald óhóð vörutegund.
SKIPAFÉLAGIÐ OK M.
Óseyrarbraut 14b, 220 Hafnarfjörður, simi 91-651622
25% afslátturaf
völdum námskeiðum
Grunnur + Works
besta grunnnámið
8.-11 .maí kl. 16-19
16.-18.maf kl. 9-13
20.-21.maf kl. 9-16
Macintosh námskeiö
Word ritvinnsla
öflug ritvinnsla
16.-19.maf kl. 16-19
Tolvu- og
verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16
S. 68 80 90
HyperCard
frábært og einfalt
16.-22.maí kl. 19.30-22.30
Fjóröa starfsár
nær 1500 nemendur
v.v.ww v.v.w.w.w.v.v.v.v.v.v.v.v
Excel
öflugt töflureiknisnám
22.-25.maí kl. 16-19