Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 12
STánif r
PENINCA SKÁ PA R M
I
E TH MA THIESEN HF ■ K-SS . - |$
S. 91■ 65 10 00 f ' (!
VIÐSKIFTIAIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989
ifoico
REIKNIVÉLAR
Fyrirtæki
Island verður tilraunamark-
aður Sears-samsteypunnar
*
Isleið hf. fær fyrst fyrirtækja í Evrópu umboð fyrir vörur
frá Sears & Roebuck. Býðst einnig að gerast umboðsaðili á
Norðurlöndum.
HEILDVERSLUNIN ísleið hf. var stofnuö árið 1986 með því að fyrir-
tækið tók að sér umboð fyrir bandarisku matvörukeðjuna Safeway. í
framhaldi af því náði fyrirtækið samningum við bandaríska stórfyrir-
teekið Sears & Roebuck um að taka að sér umboðið hér á landi. Er
Island fyrsta landið í Evrópu sem hefur náð viðskiptasamböndum við
Sears en það er talið geta skapað möguleika á að íslenskir aðilar sinni
umboðsviðskiptum fyrir fyrirtækið á Norðurlöndum þegar fram líða
stundir. Auk reksturs heildverslunar starfrækir Isleið ennfremur
Amerísku búðina við Smiðjuveg þar sem á boðstólum eru ýmis heimilis-
tæki, verkfæri o. fl. frá Sears.
Aðaleigendur ísleiðar eru Páll
Jónsson, forstjóri Polaris sem nýlega
keypti hlut í fyrirtækinu og Pétur
Júlíusson, forstjóri en framkvæmda-
stjóri er Ottó Guðmundsson.
Þann 20. maí n.k. verður opnaður
vormarkaður í Hafnarfirði á vegum
fyrirtækisins þar sem ýmsar sumar-
vörur frá Sears verða sýndar. ísleið
hefur ennfremur uppi áform um að
opna umboðsskrifstofu í Danmörku
og selja þar til að byija með barna-
vörur frá Kolkraft í Bandaríkjunum.
Frá stofnun hafa umsvif fyrirtækis-
ins aukist hröðum skrefum og veltan
meira en tvöfaldast á hveiju ári.
Páll Jónsson, forstjóri Polaris,
sagði í samtali við viðskiptabjað
Morgunblaðsins að aðild sína að ís-
leið mætti m.a. rekja til áhuga á við-
skiptum við Bandaríkin. Hann sagði
að hér væru um mjög góðar vörur
að ræða og vel samkeppnisfærar við
vörur frá Evrópu. „Við leggjum
áherslu á Kenmore heimilistækin frá
Sears en erum einnig með Craftsman
verkfæri frá þeim. Þá erum við að
reyna að koma barnastólum á mark-
að á Norðurlöndunum frá bandaríska
fyrirtækinu Kolcraft sem er mjög
stórt fyrirtæki í barnavörum. Við
höfum aflað vottorða frá framleið-
endum í þessu skyni. Útflutningurinn
þarf hins vegar að fara fram gegnum
fyrirtæki sem er skrásett í Dan-
mörku,“ sagði Páll.
Vorum á hárréttum tíma
Pétur Júlíusson sagðist telja að
þeir hefðu verið á ferðinni á hárrétt-
um tíma þegar samningar náðust við
Safeway um að Isleið tæki að sér
umboðið hér á landi. Safeway hefði
þá verið að opna útflutningsdeild en
ýmsir hefðu árum saman reynt að
ná umboðinu. Hann benti á að
Safeway væri stærsta matvörukeðj-
an í Bandaríkjunum. Fyrirtækið
framleiddi 6000 vörunúmer í mörg
hundruð verksmiðjum og hefði um
250 þúsund starfsmenn.
Pétur kvað ísleið hins vegar vilja
reyna að dreifa áhættunni með því
að flytja inn fleira en matvörur. „Se-
ars & Roebuck er stærsta verslunar-
samsteypa Bandaríkjanna með um
400 þúsund starfsmenn og 3000
stórverslanir vítt og breitt um Banda-
ríkin. Til marks um stærðina má
nefna að Sears á mestu steinsteypu
í heimi og einnig hæstu byggingu
heims sem er Sears turninn í
Chicago. Þeir selja um 175 þúsund
Kenmore heimilistæki á viku í
Bandaríkjunum eða um helminginn
af öllum heimilistækjum í landinu.
Við fyrstu fyrirspurn okkar um
ísskápa kom í ljós að við vorum að
skipta við stórfyrirtæki þar sem lág-
marksmagn við fyrstu pöntun var
5000 stykki. Það tók um eitt ár að
koma þeim niður á jörðina því þeir
vissu ekkert um aðstæður hér. Það
er hins vegar mjög gaman að vinna
með þeim því þeir sýna okkur mikinn
IIUJHH.II.I.III1
„Eftirtíkingwn svarað með
vöruþróun og nýjungum “
- segir Eyjólfur Axelsson hjá Axis sem gerði góða ferð á
norrænu húsgagnasýninguna í Bella Center
AXIS hf. var eini íslenski húsgagnaframleiðandinn sem tók þátt í Al-
þjóðlegu húsgagnasýningunni Scandinavian Furniture Fair í ár en hún
var haldin í Bella Center 3.-7. maí sJ. Þetta er í fímmta sinn sem Axis
er meðal þátttakenda á þessari sýningunni, og varð fyrirtækinu vel
ágengt nú sem oft áður, að sögn Eyjólfs Axelssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins. Hann kvað Axis hafa notið styrks til þátttökunnar
frá Iðnlánasjóði eins og áður. „Þessi stuðningur sjóðsins er að mínu
mati forsenda þess að íslensk fyrirtæki geti kynnt framleiðslu sína á
alþjóðlegum sýningu sem þessari, aflað sér viðskiptasambanda og hald-
ið þeim.“
Axis kynnti að þessu sinni ýmsar
"nýjungar í Maxis-húsgagnalínu sinni,
svo sem tölvuborð, nýjar gerðir af
bókahillum, snúningsskáp fyrir
svefnherbergi eða baðherbergi, og
auk þess höfðu verið unnar nýjar
útfærslur í samsetningu og hráefni
í samræmi við óskir neytenda.
„Maxislínan í heild fékk mikið lof
gesta fyrir fallegár og vandaðar vör-
ur og athyglisverðar nýjungar," seg-
ir Eyjólfur. „Hins vegar kom á dag-
inn að eftirlíkingum eftir Maxis-
húsgöngunum hafði íjölgað, því að
nú höfðu bæst við tvö fyrirtæki með
ódýrar eftirlíkar eftir okkar vöru og
eðli málsins samkvæmt engar nýj-
ungar. Það sannaðist því þarna á
viðtökunum að eina rétta svarið við
eftirlíkingum er öflug vöruþróun í
samræmi við kröfur markaðarins.
Reynslan hefur þegar kennt okkur
að málaferli gegn eftirlíkingarmönn-
um skila engum árangri og eina leið-
in til að tryggja sig gegn slíku er
að vera jafnan fetinu framar með
hugmyndaríkari aðlögun og þróun
nýrri vara.“
ítalir pöntuðu gám
Eyjólfur segist telja að samvinna
Péturs B Lútherssonar og Axis í
hönnun og framleiðslu þessar hús-
gagna sé nú tekin að skila umtals-
verðum árangri, og tekist hafi að
sýna fram á að íslensk hönnun og
vönduð húsgögn héðan frá íslandi
eigi fullt erindi á erlendan markað.
„Þessu til staðfestingar má nefna
að ítölsk húsgagnaverslun pantaði
einn gám af Maxis-húsgögnunum á
sýningunni, en Italir hafa nú um
skeið verið forystuþjóð í húsgagna-
hönnun og stórir útflytjendur hús-
gagna um allan heim,“ segir Eyjólf-
ur. „Nú hafa einnig tekist samningar
um framleiðslu á húsgögnum í Belgíu
fyrir N-Ameríku, svo og fyrir Holl-
and, Belgíu og Frakkland. Hefst sú
framleiðsla fljótlega en hluti af Max-
is-línunni verður þó eftir sem áður
framleiddur hér á landi. Með þeim
hætti verður kleift að framleiða
stærri runur og auka þannig hag-
kvæmi í framleiðslunni auk þess að
halda framleiðsluverðinu í lágmarki.
Samkvæmt samningum er tryggð
lágmarkssala næstu sex mánuði að
andvirði um 1 milljón Bandaríkjadala
eða að jafnvirði liðlega 50 milljóna
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ISLEIÐ HF. -— Eftir áralangar viðræður við fulltrúa Sears
verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum fékk ísleið hf. umboð fyrir vörur
fyrirtækisins hér á landi, fyrst fyrirtækja í Evrópu. Á myndinni eru
Pétur Júlíusson (t.v.) og Ottó Guðmundsson, forráðamenn ísleiðar í
Amerísku búðinni að Smiðjuvegi 38.
velvilja og hafa boðið okkur umboðið
fyrir Norðurlönd,“ sagði Pétur.
Aðspurður um möguleika á að
fyrirtækið tæki að sér umboðið fyrir
Sears á Norðurlöndum sagðist hann
telja að útvega þyrfti áhættufjár-
magn til að athuga hvort slíkt væri
hægt. „Ef þessi möguleiki opnaðist
væri ekki verið að tala um neitt
smáræðis fjármagnsstreymi gegnum
íslenska banka. Það er hægt að kom-
ast inn á Norðurlandamarkaðinn með
allar þessar vörur. Ég held að mögu-
leikarnir í svona viðskiptum séu
ótæmandi og allir útreikningar gefa
til kynna ótrúlega möguleika til öfl-
unar gjaldeyristekna. Við gætum
gert þetta enn arðvænlegra ef vör-
urnar kæmu við hér á landi.“
króna. Til samanburðar má nefna
að utflutningur Axis á sl. ári nam
um 22,5 milljónum króna til Banda-
ríkjanna og Bretlands.“
Samningur Axis um N-Ameríku
er við kanadíska fyrirtækið RVC,
sem sér nú um kynningu og dreif-
ingu Maxis húsgagnanna vestan
hafs. Frá því i október á sl. ári hefur
fyrirtækið kynnt húsgögnin á fjórum
sýningum vestan hafs.
„Ég tel að Axis séu nú að opnast
leiðir til að vinna á fleiri mörkuðum
en fram að þessu hefur takmörkuð
framleiðslugeta og kostnaður við
markaðsfærslu staðið þar helst í veg-
inum,“ segir Eyjólfur ennfremur. „Á
sýninguna í Bella Center komu t.d.
margir gestir frá Asíu-löndum, eink-
Pétur sagði að á síðasta ári hefði
ísleið flutt inn 40-50 40 feta
gáma.„Við erum einnig komnir með
umboð fyrir Tesco sem er stærsta
matvörukeðja í Englandi og rekur
800 stórverslanir í Englandi. Velta
okkar hefur aukist um meira en
100% á ári og allt útlit fyrir að hún
aukist um a.m.k. 100% á þessu ári.
Það er í raun ótrúlegt að við skulum
hafa komist inn á matvörumarkaðinn
á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun
fyrirtækisins. Ég held að íslendingar
séu alltaf að gera sér betur og betur
grein fyrir gæðamun á vörum frá
Evrópu og Ameríku. Það eru allt
aðrar og meiri kröfur gerðar í Banda-
ríkjunum um gæði,“ sagði Pétur Jú-
líusson.
um frá Japan og Kóreu, sem höfðu
mikinn áhuga á kaupum á þessum
húsgögnum okkar eða leyfum til að
framleiða þau fyrir þessa markaði.
Munum við kanna það mál nánar nú
á næstunni. I tengslum við fram-
leiðsluleyfissamninga var einnig rætt
um hugsanlegt samstarf við kynn-
ingu og dreifingu Maxis húsgagna í
Þýskalandi. Það mál þarfnast hins
vegar rækilegs undirbúnings og
verður leitað aðstoðar Útflutningsr-
áðs um framkvæmd þess.“
Eyjólfur segir að á Belle Cener
sýningunni á næsta ári sé ætlunin
að leggja sérstaka áherslu á áfram-
haldandi þróun og nýjungar í sam-
vinnu við Pétur D. Lúthersson, arki-
tekt.
I-