Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 8
8 B n MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 7~ i a j i 11 i' rín ; ' • Ti H I i t' f': ll. '5'< ( • 1 Gengismál Staðiðá gullfæti Fjármálaráðherrar nútímans gætu lært ýmlslegt af peninga- kerfinu sem var við lýði á áratugunum fyrir 1914. Eitt slíkt at- riði, sem gengur þvert á viðtekna hugsun, er að ríkisstjórnir hafa meira svigrúm í fjármálum ríkisins á tímum fastgengis en þegar gengi er látið fljóta. I nýútkominni skýrslu Delors- nefndarinnar um gjaldeyrismál í Evrópu í framtíðinni er lögð áhersla á, að ríkisstjómir Evrópu þurfí að auka samstarf sitt í ríkis- fjármálum vilji þær færast nær því að skapa sameiginlegt myntbanda- lag. Þessi ábending kveikir efa- semdir um gildi sameiginlegrar Evrópumyntar. Kostir sameigin- legrar myntar eru skýrir: við- skiptakostnaður á hinum samein- aða markaði eftir 1992 yrði lægri og öfl sakeppninnar mun sterkari. Geri sameiginleg mynt það að verkum að ríkisfjármál í einstökum löndum þurfi að lúta sameiginlegri yfirstjóm gæti hið aukna hagræði af sameiginlegri mynt verið of dýru verði keypt. Margir hagfræðingar era þeirr- ar skoðunar að sameiginlegt mynt- kerfi sé ósamrýmanlegt óháðri fjármálastjóm. Tvær meginástæð- ur era bomar fram í þessu sam- bandi. Önnur er sú, að úr því að sameiginlegur gjaldmiðill hefur í för með sér að ríkisstjórnir geta ekki lengur fellt gengið þurfi þær á einhveijum öðram stuðpúða að halda til að mæta efnahagslegum skellum. Að genginu frágengnu blasa ríkisijármálin við til að gegna þessu hlutverki. Hin ástæðan lýtur að því að, ógætileg ijármálastjórn getur kallað á miklar breytingar í verðhlutföllum á alþjóðlegum markaði. Þegar gengið flýtur lagar verðið sig að nýju jafnvægi átaka- laust, en öðra máli gegnir þegar gengi er haldið fostu eins og á við í sameiginlegu myntkerfi. Slíkt myntkerfi takmarkar því svigrúm einstakra ríkisstjóma í ríkisbú- skapnum. Til að skilja fyrri röksemdina, þá um stuðpúðann, má hugsa sér byggðarlag í efnahagslegri hnign- un. Hefði byggðarlagið eigin mynt myndi gengisfelling lækka launa- kostnaðinn (að því gefnu að laun breytist ekki) og skapa með því ný störf. En byggðarlagið hefur enga eigin mynt til að lækka. Af- leiðingin er sú, segja þeir sem líta málin þessum augum, að atvinnu- leysi færist í vöxt, og það framkall- ar peningastrauma gegnum skatta- og atvinnuleysistrygginga- kerfið. Með því að halda líkingunni áfram virðist sem kreppulönd inn- an sameiginlegs myntkerfís þarfn- ist ijárhagsaðstoðar frá hinum löndunum. Þessi röksemdafærsla hvílir á veikum granni. í henni er gert ráð fyrir að torveldara sé að bæta sam- keppnisstöðu landsvæðisins með því að lækka laun með beinum hætti fremur en að lækka þau óbeint með gengisfellingu. En verkamenn munu áfram fara fram á hærri laun. Til að lagfæra sam- keppnisstöðun þurfa tekjur að lækka óháð því hvaða fýrirkomu- lag gildir í gjaldeyrismálum. Valið milli fljótandi og fasts gengis stendur því í engu sambandi við nauðsynina á fjárhagsaðstoð. Hin röksemdin, að ójafnvægi í ríkisfjármálum sé sérlega skaðlegt fyrir land sem hefur sameiginlega mynt með öðram löndum, lýtur að því hvað gerist þegar land með mikinn ríkishalla þarf að taka lán erlendis. Svarið er auðvelt. Landið verður að stofna til viðskiptahalla samtímis því sem lánardrottnar þess hafa samsvarandi afgang á viðskiptajöfnuði. Hið nýja við- skiptamynstur ætti, að því er virð- ist, að kalla á breytt verðhlutföll. Á árabilininu 1980—85 leiddi fjár- magnsflæðið frá Japan og Evrópu til stórfelldrar breytingar á verð- hlutföllum og þurfti gengi Banda- ríkjadals að styrkjast um nálega 50% til að koma fram þeirri breyt- ingu. Ef gengið hefði ekki verið sveigjanlegt hefði röskunin sem leiddi af fjármagnsflæðinu orðið ennþá meiri. Eða hvað? Ekki aldeilis, samkvæmt nýlegri grein eftir prófessor Ronald McKinnon1. Rifjið upp hagsöguna, segir hann. Myndin sýnir breyting- ar á heildsöluverði í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi milli 1816 og 1913. Það er einkum á síðari hluta tíma- bilsins, á árabilinu frá um 1870 og fram til 1913 þegar gengið var njörvað niður, að verðbreytingarn- ar era áþekkar í löndunum fjórum. Milli 1873 og 1896 lækkaði verðlag í löndunum um 40-50% og hækk- aði síðan um áþekkan hundraðs- hluta milii 1896 og 1913. Aðrar athuganir staðfesta að mismunur á verið á einstökum vöram var ekki meiri milli landa en milli land- svæða innan sama lands. I stuttu máli, kaupmáttaijöfnuður ríkti á tímum gullfótarins fram að heims- styijöldinni fyrri. Þessar niðurstöður snerta báðar röksemdirnar um ijármál ríkisins. Þær sýna, að vöraviðskiptin ein og sér duga til að tryggja að sam- keppnisstaðan raskist ekki. Öflug viðskipti með vörar milli landa fyr- irbyggja að viðvarandi mismunur skapist á samkeppnisstöðu land- anna. Svo virðist sem fastgengi gullfótarins hafi stuðlað að því að lönd tengdust slíkum viðskipta- böndum. Þegar talsmenn sameig- inlegrar yfirstjórnar í ríkisfjármál- um benda á stuðpúðarökin og halda því fram að leiðréttingu á samkeppnisstöðu sé erfíðara að ná fram við skilyrði fastgengis en fljótandi gengis hafa þeir rangt fyrir sér að tvennu leyti. Annars vegar vegna þess að nauðsynlegt er að ná sársaukafullri aðlögun í rauntekjum á hvorn veginn sem gengismálum er háttað. Hins veg- ar, eins og prófessor McKinnon bendir á, vegna þess að ólíklegt er, að stórfelld röskun skapist á samkeppnisstöðu þegar gengi er haldið föstu. En þá er ekki allt talið. Á nítjándu öld flæddi mikið fjármagn frá Evrópu til Bandaríkjanna. Myndin sýnir að þessi tilflutningur á fjármagni gat átt sér stað án þess að til kæmi stórfellld breyting á verðhlutföllum. Gamla goðsögnin um gullfótinn, að á tímum hans hefði verðbólga magnast í einu landi samfara verðhjöðnun í öðram löndum fyrir tilstuðlan verðbreyt- inga sem sköpuðust vegna fjár- magnsflutninga, fær því ekki stað- ist. Gullfóturinn leiddi ekki til þess að kaupa þurfti greiðslujafnvægi í alþjóðaviðskiptum því verði að fórna stöðugleika í verðlagsmálum. Hvernig fóra löndin sem fluttu út fjármagn á nítjándu öld að því að skapa samsvarandi viðskiptaaf- gang ef ekki með hlutfallslegum verðbreytingum? Taka má dæmi af sölu bandarísku járnbrauta- skuldabréfanna á markaði í Lund- únum. Venjulega hefur verið litið svo á, að þessi sala hafi orsakað Erlent Er komið að skulda- dögunum JýrirDani? Til að standast öðrum snúning á alþjóðlegum mörkuðum verða þeir að snúa af braut óhóflegra velferðargreiðslna, skuldasöfnunar og stöðugrar útþenslu ríkiskerfisins Danir, sem búið hafa við lífsins lystisemdir og örlátt velferðarkerfi um áratugaskeið, standa nú frammi fyrir alvarlegum erfíðleikum. Eftir veisluhöld, sem staðið hafa næstum stanslaust í 40 ár, er loks- ins komið að skuldadögunum. Á þessu sumri ætlar Poul Schlut- er forsætisráðherra að leggja fram áætlun um umfangsmiklar aðgerðir í efnahagsmálunum, sem meðal annars fela í sér skattalækkun, nið- urskurð á velferðargreiðslum og tii- raun til að halda aftur af stöðugri útþenslu ríkisbáknsins. Hann og samráðherrar hans segjast ekki í neinum vafa um, að ætli Danir sér að keppa á alþjóðlegum mörkuðum í framtíðinni verði þeir að venda sínu kvæði í kross svo um muni. Um annað sé ekki að ræða fyrir þjóð, sem skuldar jafnvirði 40% af * árlegri þjóðarframleiðslu. Schluter segist vilja reyna að ná samkomulagi um aðgerðimar við aðra flokka á þingi en ef það gangi ekki muni hann að skjóta málinu til landsmanna sjálfra með þjóðar- atkvæðagreiðslu. Með þvi tæki for- sætisráðherrann, sem verið hefur við stjórnvölinn f hált sjöunda ár án eiginlegs þingmeirihluta, að sjálfsögðu mikla áhættu en hann telur tíma til kominn, að Danir átti sig á, að svona getur þetta ekki gengið lengur. Uppblásið ríkiskerfi „Við þurfum að lækka skattana til að auka þannig fíárfestingu og framleiðslu," segir Schluter en á síðasta ári var hlutur ríkisins í þjóð- arframleiðslunni 59,9%. Er hann hvergi meiri nema í Svíþjóð. Hæsta skattþrepið er 68% og það kemur á tekjur, sem era aðeins 20% hærri en venjulegar meðaltekjur, tæpar 1.300.000 ísl. kr. Lægsta þrepið í tekjuskattinum er um 50%. Þriðjungur Dana er í þjónustu ríkisins. Atvinnuleysisbætur era ekki skornar við nögl, era um 90% af fyrri tekjum fyrir skatt eða allt að 860.000 ísl. kr. á ári. Þessar bætur era greiddar í allt að 30 mánuði. Að auki era alls kyns greiðslur aðrar fyrir þá, sem eftir þeim vilja leita. í síðustu ársskýrslu OECD, Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, er bent á, að Dan- mörk sé eitt fárra landa þar sem framlög til heilbrigðismála hafi haldist óbreytt sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu. Dönsk iðnfyrirtæki era hins veg- ar lítil á alþjóðlegan mælikvarða og kröftunum gjama dreift í ólíkar áttir. Því óttast margir, að þau muni ekki standast samkeppnina með tilkomu innri markaðar Evr- ópubandalagsins 1992. Á síðustu þremur áram hefur fjárfesting í dönskum iðnaði minnkað um 15% með þeim afleiðingum, að veralega hefur dregið úr framleiðsluaukn- ingu og framleiðnin staðið í stað. Segja danskir iðnrekendur, að nú verði ekki lengur komist hjá því að stinga á uppbólgnu ríkiskýlinu og færa fé yfir til atvinnuveganna. Margir verkalýðsleiðtogar era sama sinnis og einnig ýmsir frammámenn stjómarandstöðunn- ar, jafnaðarmanna, sem segjast ekki efast um, að komið sé að alvar- legum tímamótum. Óvíst er samt hvernig almenningur muni bregðast við auknu aðhaldi en þeir Schluter og Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra og leiðtogi Venstre, segj- ast fullvissir um, að fólk skilji hvað klukkan slær. Er velferðin í hættu? Skoðanakönnun, sem sálfræði- deild Árósaháskóla gerði nýlega, bendir til, að þeir hafi rétt fyrir sér. Allt að 90% þeirra, sem spurð- ir vora, töldu, að landsmenn hefðu lifað um efni fram sl. 20 ár og 65% kváðust geta sætt sig við lakari kjör til að þjóðin kæmist út úr kreppunni. Þá kom líka í ljós al- menn andstaða við aukna skatt- byrði. Þetta bendir til, að danska þjóðin bíði eftir frumkvæði stjórnar- innar og þingsins þótt einnig hafi komið fram mikil vantrú á getu stjórnmálamanna til að leysa málin. Jacques Blum, vinstrisinnaður þjóðfélagsfræðingur, segist óttast, að Danir hafi nú tekið „sinnaskipt- um“ sem séu ekkert annað en „upp- hafið að endalokum velferðarríkis- ins“ og boði ekkert gott fýrir at- vinnuleysingja, innflytjendur, eitur- lyfjaneytendur og aðra þá, sem orð- ið hafi undir í samfélaginu. Segist hann sjá fyrir sér aukið kynþátta- hatur og aukna stéttaskiptingu og hann og ýmsir aðrir telja uppgang Framfaraflokksins vera tímanna tákn. Poul Schluter leggur hins vegar áherslu á, að ekki standi til að af- nema velferðarkerfið og þótt Danir kunni nú að vera reiðubúnir að greiða sjálfir fyrir hluta af Iyfja- kostnaði og læknisþjónustu þá dett- ur engum heilvita manni í hug, að þjóðin sé tilbúin til að segja skilið við það megininntak danskra stjórnmála að reyna ávallt að leita sátta og málamiðlunar. Allt þynnt út með málamiðlunum Átta stjórnmálaflokkar eiga full- trúa á þingi og eins og málum er háttað er varla um það að ræða að unnt sé koma saman meirihluta- stjórn. Vegna hlutfallskosningafyr- irkomulagsins og vegna þess, að ekki þarf nema 2% atkvæða til að koma manni á þing, þá jafngildir það pólitísku sjálfsmorði að reyna að koma málum í gegn án undan- genginna samninga. Það er líka vegna þess sem svo mikill munur er á fyrirætlununum og endanleg- um ákvörðunum. Viðbúið er, að í væntanlegum samningaviðræðum muni Schlúter neyöast til að þynna út aðgerðirnar meira en góðu hófi gegnir. Dönum virðist líka margt betur gefið en að standa einir og beijast á móti straumnum. Það minnir aftur á það, sem Robert Molesworth, ensk- ur stjórnarerindreki, sagði um Dani á því herrans ári 1692: „Þeir láta hveijum degi nægja sín þjáning og áskotnist þeim skildingur sóa þeir honum jafnharðan. Þeir lifa í anda skáldsins, sem segist ekki vita nema það, sem hann eigi í dag, verði frá honum tekið á morgun.“ Moles- worth bætir svo þessu við: „Að all- ir þessir skattar og álögur skuli viðgangast í þessu landi er hreint og beint siðferðilega ómögulegt." Skoðanakannanirnar era uppörv- andi og ríkisstjómin virðist einhuga en svo er að sjá sem Poul Schlúter verði einnig að glíma við söguna sjálfa ætlijiann sér að gera danskt efnahagslíf samkeppnisfært á al- þjóðavettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.