Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
fr
~r
U. JÆAl,1989
KJOTKAUP — Rafn Sverrisson og Guðjón Finnbogason í versl-
un sinni.
Verslun
Nýir eigendur Kjöt-
kaupa íHafharfírði
NYIR eigendur hafa keypt verslunina Kjötkaup í Hafnarfirði, þar sem
áður var Kostakaup. Þetta eru þeir Rafii Sverrisson sem rak Seljakaup
í Breiðholti og Guðjón Finnbogason sem var yfirkjötiðnaðarmaður hjá
Kjötmiðstöðinni bæði í Garðabæ og
markaðinn af Þórði Þórðarsyni.
Á ýmsu hefur gengið hjá verslun-
um á þessum stað en Kostakaup
varð sem kunnugt er gjalddþrota á
síðasta ári. Síðan hefur verslunin
þrisvar sinnum skipt um eigendur,
en Guðjón segir þá félaga bjartsýna
á framhaldið. „Við teljum aðstæður
okkur að ýmsu leyti í hag. Að vísu
er samkeppnin við Fjarðarkaup enn
fyrir hendi, en munurinn er hins veg-
ar að við ætlum ekki að reka þessa
verslun í framhjáhlaupi heldur verður
alltaf annar hvor okkar hér í verslun-
Laugarfæk, og kaupa þeir matvöru-
inni til að fylgja rekstrinum eftir.
Við ætlum okkur að leggja mikla
áherslu á gott kjötborð, því að þar
teljum við yfirburði okkar fólgna, en
munum að sjálfsögðu leggja áherslu
á gott vöruúrval og lágt vöruverð.
Hér var rekin mjög góð verslun fyrir
2-3 árum og við teljum okkur eiga
alla möguleika á að ná henni upp
aftur,“ sagði Guðjón í samtali.
Að staðaldri starfa um 16 manns
í Kjötkaupum.
Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.-Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
Iðnaðarhús - einstök kjör
Þetta glæsilega hús á lóð Álafoss hf. í Mosfellsbæ er
til sölu. Húsið er 1438 fm að flatarmáli, að mestu einn
salur með 7 metra lofthæð. Húsið er byggt árin 1984-5
og er burðargrind úr límtré, barkareiningar í þaki og
klætt steinplötum utan. 2 stórar innkeyrsludyr og góð
lóð. 367 fm viðbygging fylgir, byggð á sama hátt fyrir
skrifstofur, búningsklefa, kaffistofu, lager o.fl. Traustur
kaupandi getur fengið mestan hluta kaupverðs Tánaðan
til 10-12 ára. Heildarverð kr. 75.000.000,- en þó sveigj-
anlegt eftir greiðslukjörum.
Skrifstofuhús
Einnig er á sama stað til sölu 517 fm vönduð skrifstofu-
bygging á einni hæð, sem getur hentað einu til þremur
fyrirtækjum. Hagstæð kjör, verð kr. 15.000.000,-.
EIGIMAMIÐIIHNUV
2 77 11
Tryggingar
Hagnaður Tryggingamið-
stöðvarinnar 28,1 m.kr.
HAGNAÐUR Tryggingamið-
stöðvarinnar á síðastliðnu ári
varð 28,1 milljón króna. Bókfærð
iðgjöld ársins námu 1.065,8 millj-
ónum króna og höfðu hækkað
um 263,6 miiyónir eða 32,8%.
Bókfærð iðgjöld frumtrygginga-
deildar námu 996.1 milljón og
höfðu hækkað um 32,9% frá ár-
inu áður en bókfærð iðgjöld end-
urtryggingadeildar námu 69.8
milljónum og hækkuðu um
31,8%.
Þegar tillit hefur verið tekið til
breytinga á iðgjaldasjóði námu ið-
gjöld ársins 1,009,8 milljónum og
hafa hækkað um 252,7 milljónir eða
33,4%. Hluti endurtryggjenda í ið-
gjöldum nam 429,7 milljónum og
eru eigin iðgjöld ársins því 580,1
milljón og hækkuðu um 173,7 millj-
ónir eða 42,7%. Hluti frumtrygg-
ingadeildar í eigin iðgjöldum nam
526,2 milljónum og endurtrygg-
ingadeildar 53,9 milljónum en þar
af námu erlendar endurtryggingar
tæplega 774 þúsund krónum.
Tjón ársins hjá Tryggingamið-
stöðinni námu alls 1.205,6 milljón-
um króna og hækkuðu um 588,3
milljónir að teknu tilliti til breytinga
á bótasjóði. Hluti endurtryggjenda
í tjónum nam 478,9 milljónum. Eig-
in tjón ársins eru því 726,7 milljón-
ir og hækkuðu um 266,6 milljónir
eða 57,9%. Hluti frumtrygginga-
deildar í eigin tjónum ársins nam
677,8 milljónum, en endurtrygg-
ingadeildar 48,8 milljónum.
Miðað við bókfærð iðgjöld er
hlutfall skrifstofu- og stjórnunar-
kostnaðar og aðstöðugjalds 9,9%
samanborið við 10,1% árið 1987.
Tryggingasjóður félagsins, þ.e. ið-
gjaldasjóður og bótasjóður, var í
árslok 1.404,8 milljónir króna. Í
iðgjaldasjóð eru lagðar iðgjaldatekj-
ur sem ekki falla til á uppgjörsár-
inu. Þær hafa verið lagðar til hliðar
til að mæta þeim tjónum sem ekki
tilheyra árinu 1988. í bótasjóð er
lagt fé vegna tjóna sem þegar hafa
orðið en á eftir að greiða út. Gunn-
ar Felixsson, aðstoðarforstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar sagði í
samtali við Morgunblaðið að
stærstu tjón félagsins á síðastliðnu
ári hefðu orðið vegna strands
Hrafns Sveinbjarnarsonar og Esk-
firðings sem fórst á Héraðsflóa.
Auk þess hefði lent á félaginu tjón
vegna skemmda á togaranum Þor-
steini frá Akureyri af völdum hafíss
og brunatjón á frystihúsinu í Ólafs-
vík. Gunnar sagði að um 300 millj-
ónir af heildartjónum félagsins
mætti rekja til þessara tjóna en
jákvæða útkomu mætti þakka að
endurtryggjendur hefðu þurft að
greiða hluta af þeim.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinn-
ar var endurkjörin á aðalfundi fé-
lagsins og sitja í henni Guðfinnur
Einarsson, forstjóri, Haraldur Stur-
laugsson, forstjóri, Jón Ingvarsson,
forstjóri, Haraldur Gíslason, for-
stjóri og Sigurður Einarsson, for-
stjóri.
HARRIS/3M
Telefaxtæki
Hágæðatæki þar sem hraði
i sendingu og nákvæmni i
mynd skara framúr.
ÁRVÍK
ÁRMÚU 1 -REYKJAVÍK - SlMI «87222 -TELEFAX 687295
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Konic
FAX 100
Einfalt
fyrirferðalítið
þægilegt
Telefax er án efa ein þægilegasta
tjáskiptaaðferð viðskiptalífsins.
Það er eins fljótlegt og símtal,
eins nákvæmt og bréf og
eins einfalt og Ijósritun.
Láttu KONICA FAX 100
létta af þér áhyggjunum
í erli viðskiptalífsins.
Aðeins kr. 75.900 stgr.
Hverfisgötu 33, slmi: 62 37-37
Við veitum fúslega allar
upplýsingar ef þú hringir
og sýnum þér hvernig
K0NICA FAX 100 vinnur,
ef þú kemur.