Morgunblaðið - 11.05.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF PÍMMTUDAGUR 11. MAÍ Í989
B 11
er sú afstaða réttmæt að mörgu
leyti. Ætli framleiðandi að fá bætt
tjón sitt vegna ólögmætrar afritun-
ar eins forrits þyrfti hann að ganga
að hinum fjölmörgu sökudólgum og
höfða mál á hendur hverjum fyrir
sig. Sú fjárhæð sem fengist dæmd
í hveiju máli yrði þó ekki hærri en
sem samsvarar útsöluverði eintaks
af forritinu, liklegast að frádregn-
um söluskatti.
Erlendis ber flestum saman um
að heimild til afritunar forrita sé
nú komin langt út yfir það sem
haft var í huga miðað við þá fjölföld-
unartækni sem til var þegar núgild-
andi reglur höfundalaga voru mót-
aðar. Til athugunar hafa vefið mis-
róttækar breytingar á höfundalög-
gjöf:
1. Algert bann við eintakagerð
til einkanota. Kostir slíkrar reglu
eru að hún er ótvíræð, sönnun um
hvort verið er að afrita til einka-
nota eða ekki yrði óþörf og reglan
ætti að hafa siðferðileg áhrif. Ljóst
er að slíku banni yrði ógerlegt að
fylgja eftir að fullu. Á móti slíkri
breytingu hefur einnig verið bent á
• að að einhverju marki getur fram-
leiðandi' komið í veg fyrir afritun
með tæknilegum útbúnaði. Slíkt
bann var sett í Frakklandi og
Þýskalandi árið 1985. Framan af
hlaut þessi leið ekki jákvæðar undir-
tektir á hinum Norðurlöndunum,
nema helst í Svíþjóð. Nú liggur þó
fyrir danska þinginu og e.t.v. fleiri
þingum fmmvarp þessa efnis.
2. Lögleiðing gjalds á auða
tölvudiska. Árið 1984 var bætt inn
í höfundalögin ákvæði um að greiða
skyldi gjaid af auðum mynd- og
tónböndum svo og af myndbands-
og segulbandstækjum. Mætti hugsa
sér samsvarandi gjaldtöku á auða
tölvudiska sem annan valkost and-
spænis því að banna afritun. Þessi
möguleiki virðist þó ekki hafa verið
til athugunar í þeim löndum sem
bannað hafa afritun og ekki hefur
verið mælt með honum á hinum
Norðurlöndunum. Tillagan er
óraunhæf að því leyti að stærsti
hluti diska er notaður til að geyma
annað efni en forrit. Ætti að halda
gjaldinu innan skynsamlegra marka
fengju framleiðendur tiltölulega
minni hluta af verði forrits greiddan
af hveijum auðum diski heldur en
rétthafar fá greiddan af verði
mynd- og tónbanda.
3. Heimild til einkaafritunar
verði þrengd þannig að hún nái
aðeins til forrita sem hafa verið
gefin út, þ.e. dreift á almennum
markaði. Þessi leið hefur verið lögð
til í Noregi og samhliða henni að
banna afritun með utanaðkomandi
aðstoð, en í því felst að óheimilt
væri að láta aðra aðila en nánustu
kunningja og vini afrita fyrir sig.
Þessi leið tekur af öll tvímæli um
að afritun sérsmíðaðra forrita sé
óheimil. Að öðru leyti felur hún
ekki í sér, a.m.k. hvað varðar ís-
land, mikla breytingu í raun frá
gildandi reglum. Flestir sem ætla
sér að nota afrit eiga sjálfir vélbún-
að til að nota til afritunar.
Af framansögðu er ljóst að
vandamál hugbúnaðarframleiðenda
er ekki auðvelt viðureignar. Jafnvel
róttækustu leiðinni til að auka rétt-
indi þeirra, að banna einkaafritun,
yrði erfitt að fylgja eftir. Aukin
umræða, m.a. við þann undirbúning
að endurskoðun höfundalaganna
sem nú mun vera hafinn, ætti þó
að vera til góðs.
Höfundur er lögmnður og dvelur
sem stendur við Max Planck-stofn■
unina á sviði höfunda- ogeinka-
leyfisréttar íMiinchen.
tækninni og óvandaður frágangur
greinarinnar og villur þær sem þar
er að finna skrifast alfarið á reikn-
ing Morgunblaðsins. Nú er hún
Snorrabúð stekkur.
Athugasemd viðskiptablaðs
Prófarkalesarar Morgunblaðsins
eru hér hafðir fyrir rangri sök, þar
sem greinar ívars Péturs um
tölvuvírusa komu aldrei til þeirra
kasta. Greinar hans komu á tölvu-
disklingi en voru lesnar yfir í út-
prenti og þótti frágangur þeirra
samkvæmt því handriti með þeim
ágætum að ekki þótti ástæða að
senda greinamar í prófarkalestur.
Þess í stað voru greinarnar færðar
beint yfir á tölvukerfi Morgun-
blaðsins, þeim gefnar nauðsynleg-
ar prentskipanir og á þeim ferli
hefur eitthvað farið úrskeiðis, því
að ókennileg tákn birtust hér og
þar í ljósprentuðum textanum auk
þess sem skipting orða milli lína
var öll í molum. Þess vegna er það
oftrú okkar viðskiptablaðsmanna
á tölvutækninni fremur en slakur
prófarkalestur sem skaðanum olli,
og er ívar Pétur beðinn afsökunar
á þeirri yfirsjón.
Disklingar, disklingabox,
litaborðar, skjáábreiður,
skjáhreinsiklútar o.fl.,
gott úrval, gott verð.
Ýmiss hugbúnaður fyrir
IBM PC/PS-2 tölvur.
Vandaðar rekstrarvörur,
öryggi í tölvuvæðingu.
ekki bara ofnar...
...líka
fyrir
vinnustaði
Læstir fataskápar
á vinnustöðum og
í búningsherbergjum
leysa margan vanda
og eru í mórgum
tufellum brýn
nauðsyn.
Fataskáparnir frá
Ofnasmiðjunni eru úr
epoxyhúðuðu stáli,
- fáanlegir í mörgum
litum. Breiddir 25,30
og 40 cm -hæð 170 cm,
-dýpt 55 cm.
Þá má festa á vegg
eða láta standa
frítt á gólfi. Skápunum
má raða saman eða
hafa eina sér.
HATEIGSVEGI 7,
og búningsklefa
Birgir pórarinsson, forstjori
Árnason M. « nú í^an®
ð mjög ört a skommu hefur atvinnu i teng-
S ,C « sUanrms
*nningstölvnr
vrx« ^
HRINGDU
ÍSÍMA (91) 671000
OG FÁÐU ÞITT BLAÐ
HEWLETT
PACKARD
Höfðabakka 9, Reykjavík, Sími (91) 671000
M. með fjðta P«nta”
næsta sktef ef a ( nv r
Desklet prentara y
sssssS
ti\ t’ S