Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR sunnuuagur 14. MAÍ 1989
MENNTASETUR ÍSLENSKRA BÆNDA í 100 ÁR
Viltu taka þátt í nýsköpun
íslensks landbúnaðar?
Almennt búfræðinám
Viltu læra um
Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt
Kanínurækt eða gömlu góðu hefðbundnu kvikfjárræktina?
Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu
búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði
og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefni.
Þar er frábær aðstaða á heimavist.
Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfóg:
Alifugla- og svínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi
Hrossarækt • Kartöílu- og grænmetisrækt • Loðdýrarækt
Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðfjárrækt
Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvélar og verktækni.
Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf
eða hliðstæða menntun getur lokið því á einu ári.
Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið almennu
grunnskólaprófi og að þeir hafi öðlast nokkra reynslu
í landbúnaðarstörfum.
Háskólanám 1 búvísindum
Innritun stendur nú yfir í Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri,
sem er kennslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi.
Skilyrði til inntöku eru að viðkomandi hafi lokið almennu búfræðinámi
með fyrstu einkunn, og stúdentsprófi eða öðru framhaldsnámi,
sem deildarstjórn tekur jafngilt og mælir með.
Auk alhliða undirstöðumenntunar í búvísindum gefst kostur á sérhæfingu.
Nemendur kjósa valgreinar síðustu tvö árin og skrifa aðalritgerð
um eigin rannsóknaverkefni.
Námið tekur 3 árog telst 90 námseiningar (BS 90). Árlegur kennslutími við
Búvísindadeild er 34 vikur á tímabilinu frá 15. september til 15. júní.
Nemendur geta búið á nemendagörðum en eiga kost á fæði í mötuneyti
Bændaskólans á Hvanneyri. Þeir njóta sömu réttinda hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna og aðrir háskólanemar.
:-------------^-----------|j-------------------------
Umsóknir ásamt prófskírteinum þurfa að berast skólanum
fyrir lO.júní.
—— ■1 ■ ■ ■ 11 y I' 111—iii|—— ...............—
Nánari upplýsingar í síma 93-70000.
Skólastjóri.
HAGFRÆÐI/
Hvers má
vænta af
breytingunum
í Evrópuf
ísland og evrópski
J]ármagns-
markaðurinn
ÁKVÖRÐUN Evrópubandalagsins um sameinaðan markað frá 1992
skapar gerbreytt viðhorf í viðskipta- og atvinnulífí Evrópu. Það á
jafnt við um lönd innan bandalagsins og lönd utan þess, sem eiga
þar mikilla viðskiptahagsmuna að gæta. ísland er í síðarnefhda
hópnum. Einhver mesta breytingin sem er að verða á hinu efíiahags-
lega umhverfi í Evrópu felst í óhindruðu Qármagnsflæði milli landa
og ftjálsum bankaviðskiptum og annarri fjárinálaþjónustu þvert á
landamæri.
Islendingar standa í þessum efnum
frammi fyrir nýjum aðstæðum sem
kalla á viðbrögð af hálfu stjómvalda
og atvinnulífs. Óskiptur fjármagns-
markaður í Evrópu mun stuðla að
því að fjármagnið
rennur þangað þar
sem arðsemi þess
er mest. Eigendum
þess bjóðast fjöl-
breyttari og betri
ávöxtunarkostir.
Notkun fjármagns
er mikil í fjölmörg-
um greinum at-
vinnurekstrar. Samkeppnisstaða fyr-
irtækja getur af þeim sökum ráðist
af því hversu greiðan aðgang þau
hafa að fjármagni og á hvaða kjör-
um. Það er því þýðingarmikið hags-
munamál íslenskra atvinnufyrir-
tækja að þau hafi í þessu efni ekki
lakari aðstöðu en keppinautar þeirra
í Evrópu. En margt þarf að breytast
til að svo verði.
Ákvörðun Evrópubandalagsins um
afnám allra hafta í fjármagnsvið-
skiptum tekurgildi 1. júli 1990. Þessi
ákvörðun gildir um öll aðildarlönd
Evrópubandalagsins, en Spánn, Port-
úgal, Grikkland og Irland hafa frest
til ársloka 1992 til að fullnægja
ákvæðum hennar. Ákvörðun þessi
mun ekki breyta miklu fyrir lönd
eins og Bretland, Vestur-Þýskaland
og Holland, sem öll hafa fellt niður
hömlur á gjaldeyrisviðskiptum. Sama
gildir um Danmörku. Með reglugerð
um gjaldeyrisviðskipti, sem tók gildi
hinn 1. október 1988, lauk síðasta
áfanganum við að auka fijálsræði í
viðskiptum með fjármagn og fjár-
málaþjónustu milli Danmerkur og
umheimsins. Þann dag tilkynnti
danski seðlabankinn að Danmörk
hefði að fullu fullnægt ákvæðunum
í fyrmefndri ákvörðun framkvæmda-
stjórnar Evrópubandalagsins um af-
nám hafta í fjármagnsflutningum.
Sameinaður markaður Evrópu-
bandalagsins fyrir fjármálaþjónustu,
en það hugtak er eins konar sam-
heiti fyrir bankastarfsemi, vátrygg-
ingar og verðbréfaviðskipti, byggir á
þeirri meginreglu að þjónustu, sem
boðin er fram og seld með lögmætum
hætti í einu aðildarlandi, megi bjóða
fram og selja án hindrana í öðru
aðildarlandi.
Gera má ráð fyrir að þessar
ákvarðanir muni leiða af sér miklai
breytingar, þegar þeim hefur að fullu
verið hrundið fram. Sýnt er að aukin
samkeppni og stærri markaður muni
leiða til þess að vextir muni verða
áþekkir um álfuna alla, enda þótt
staðbundnar aðstæður í einstökum
Iöndum geti leitt til nokkurra frávika
frá því sem almennt gerist.
Evrópubandalagið fól fyrirtækinu
Price Waterhouse að kanna hvaða
fjárhagslegur ávinningur gæti orðið
af aukinni samkeppni með fjármála-
þjónustu í framhaldi af samruna fjár-
magnsmarkaða í aðildarríkjum
bandalagsins og heimilda til að bjóða
fram og selja þjónustu af þessu tagi.
Meginniðurstaða fyrirtækisins- af at-
huguninni, sem tók til átta aðild-
arríkja bandalagsins, er að búast
má við 10% lækkun á þjónustukostn-
aði að meðaltali, og svarar þessi
lækkun til 0,7% af samanlagðri
landsframleiðslu landanna átta. Nið-
urstöður fyrirtækisins bera jafnframt
með sér, að gera má ráð fyrir enn
meiri ávinningi í þeim löndum þar
sem fjármagnsmarkaðir eru skammt
á veg komnir á þróunabrautinni og
einangraðir frá umheiminum. Freist-
andi er að yfirfæra niðurstöður at-
hugunarinnar til íslands, enda þótt
tekið skuli fram, að hún er ekki gerð
með hliðsjón af aðstæðum hér á
landi. En fyrrgreindar tölur svara til
þess, að á íslandi væri um að ræða
sparnað í lækkuðum þjónustugjöld-
um sem svaraði til um tveggja millj-
arða króna á ári.
Efnahagsáætlun Norðurlanda
1989—1992, sem samþykkt var á
þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi
ber þess merki að á Norðurlöndum
er talið brýnt að bregðast af snerpu
við ákvörðun Evrópubandalagsins.
Áætlunin felur í sér að Norðurlönd
haldi áfram að stíga skref í átt til
aukins fijálsræðis í fjármálaviðskipt-
um og fjármagnshreyfingum, og
skuli tilteknum áföngum náð í því
efni fyrir árslok 1992.
Fjármálaráðherra gerði sérstakan
fyrirvara af íslands hálfu við hina
norrænu áætlun á meðan hún var í
höndum norrænu ráðherranefndar-
innar. Gaf hann þar með til kynna
að íslensk stjórnvöld treystu sér ekki
til að verða nágrannaþjóðunum sam-
ferða í aðlögun að breyttum aðstæð-
um í evrópsku fjármála- og viðskipt-
alífí. Forsætisráðherra hefur nýlega
staðfest á Alþingi að fyrirvarinn lýsi
stefnu ríkisstjómarinnar í þessum
málaflokki. Þessi fyrirvarastefna er
misráðin. íslensk fyrirtæki í mörgum
greinum atvinnurekstrarins eiga líf
sitt undir því að standast erlendum
keppinautum snúning. Ýmis dæmi
eru um það frá liðnum misserum að
fyrirtæki og jafnvel heilar atvinnu-
greinar hafa ekki staðist þolraun
erlendrar samkeppni. Hvaða rök eru
fyrir því að veita íslenskum bönkum
sérstakt skjól fyrir alþjóðlegri sam-
keppni? Hvaða rök eru fyrir því að
meina íslenskum fyrirtækjum, sem
heyja harða samkeppnisbaráttu, að
skipta við aðrar bankastofnanir en
þær sem njóta verndar gagnvart
sömu raun?
eftir Ólaf
isleifsson