Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
risaeblur vid
heimskautin ?
Nýtt um lífs-
venjur rísaeðla
Eðlur voru ásamt smokkfískum áhrifamestu lífverur miðlífsald-
arinnar, sem nær yfir 160 milljónir ára í sögu jarðarinnar. Fjöl-
breytni eðla var mikil, en þær lögðu undir sig loft, láð og lög.
Stærstu Iandeðlur voru risaeðlurnar og náðu sumar þeirra gífur-
legri stærð, 30 metra lengd og 50 tonna þyngd.
ekking manna á eðlustofnin-
um er takmörkuð, en það sem
valdið hefur vísindamönnum mest-
um heilabrotum á undanförnum
árum varðar örlög þessara dýra.
Athuganir á
steinrunnum leif-
um eðla sýna að
þær hafa skyndi-
lega orðið al-
dauða í lok
krítartímabilsins,
fyrir 65 milljón-
um ára. Eðlur
voru ekki einu
lífverumar sem hlutu þessi örlög
heldur hvarf með þeim meirihluti
allra skriðdýra.
Enginn veit með vissu hvað olli
þessu skyndilega og að því er virð-
ist hamfarakennda hvarfi skrið-
dýranna, en ein tilgáta sem notið
hefur nokkurra vinsælda gerir ráð
fyrir því að risastór loftsteinn hafí
skollið á jörðinni og þyrlað óheyri-
lega miklu magni af ryki upp í
lofthjúpinn. Sólarljós hefur ekki
náð til jarðar og myrkur og kuldi
hafa ríkt í iangan tíma, ef til vill
nokkur ár. Ýmislegt styður þessa
tilgátu, en hún hefur einnig þurft
að þola harða og sannfærandi
gagnrýni. Mikilvægt skref til auk-
ins skilnings á því hvemig risaeðl-
ur hafa bmgðist við hamfömm af
þessu tagi er nákvæmari þekking
á lífsháttum þeirra, mataræði og
ekki síst veðurfari þeirra svæða
sem þær bjuggu á.
Nýlegar rannsóknir vísinda-
manna í Ástralíu virðast kollvarpa
þeirri hefðbundnu hugmynd að
risaeðlur hafí eingöngu lifað í hlýju
veðurfari hitabeltisins. Athuganir
þeirra benda til þess að minni teg-
undir risaeðla hafí lifað við suður-
heimskautið á fyrri hluta krít-
artímabilsins fyrir 130 milljónum
ára.
Vísindamennimir fundu Ieifar
mismunandi eðlutegunda, sumar
jurtaætur og aðrar kjötætur. Eins
fundu þeir flugeðlur og önnur
skriðdýr sem lifðu í ferskvatni.
Þessi uppgötvun kemur heim og
saman við niðurstöður bandarískra
vísindamanna sem fundu leifar
risaeðla við norðurskautið árið
1987. Fyrir nokkmm ámm hefði
slíkur fundur ekki komið vísinda-
mönnum mjög á óvart þar sem það
var lengi útbreidd skoðun að veð-
urfar skautanna hafí verið milt á
krítartímabilinu.
Nýlegar rannsóknir á gróður-
leifum við heimskautin sýna að
veðráttan hefur verið kaldari en
gert var ráð fyrir, meðalhitinn
líklega um fimm gráður á Celsíus,
en 5-6 gráðu frost um vetrarmán-
uðina. Ekki er ljóst hvað hefur
gert dýmnum kleift að standa af
sér kuldann, en hugsanlegt er að
einhver þeirra hafí lagst í dvala
eða á einhvern annan hátt dregið
úr lífsstarfseminni. Eins er ekki
útilokað að sum dýranna hafi flutt
sig til hlýrri landsvæða yfir köld-
ustu mánuðina, jafnvel þó vísinda-
mennimir hafí ekki sterka trú á
þeim möguleika.
Þeir telja nú víst að nokkrar
tegundir risaeðla hafi búið sam-
fleytt í marga tugi milljóna ára í
kaldri veðráttu heimskautanna.
Slíkt samræmist ekki hefðbundn-
um hugmyndum um risaeðlur sem
hitabeltisdýr og það varpar einnig
skugga á tilgátuna um að heljar-
kuldi sólsnauðrar jarðar hafi gran-
dað þessum leyndardómsfullu dýr-
um fyrir 65 milljónum ára.
CHELLE PFEILLER
HÆTTULEG SAMBÖND
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11