Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 11

Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ M ANNLÍFSSTRAUM AR sunnudagur m. maí 1989 LÖGFRÆÐI/Meiri hagsmunum fómab fyrir minni? Ókostir mála- myndaskilnaðar * Isíðasta lögfræðipistlinum var nokkuð rætt um málamynda- skilnað sem leið til að drýgja tekj- umar. Jafnframt var tekið fram, að tæplega væri hægt að mæla með þessari leið og þá einkum af þeirri ástæðu að henni verður ekki komið í kring nema með því að bijóta lög. Þó að einhverjir lögfræðingar séu e.t.v. tilbúnir til að vísa viðskiptavin- um sínum á krókaleiðir framhjá lögum, eru þeir fáir sem beinlínis hvetja viðskiptavinina til þess að bijóta þau. Þrátt fyrir þetta er til fólk sem skilur til málamynda í því skyni að drýgja tekjurnar. Þegar þetta er gert einblínir fólk gjarnan á þann beina fjárhagslega ávinning sem af þessu má hafa, a.m.k. ein- hvern tíma, en gleymir algjörlega að huga að öðrum og varanlegri réttaráhrifum skilnaðarins. Verður þetta nú skýrt í stuttu máli. Skv. 1. 60/1972 er skilnaður tvenns konar: Skilnaður að borði og sæng og lögskilnaður. Aðalregl- an er sú að fýrst fá hjón skilnað að borði og sæng og síðan lögskiln- að eftir að skilnaður að borði og sæng hefur staðið í minnst eitt ár. Skv. 31. gr. fyrrnefndra laga ber að veita hjónum skilnað að borði og sæng ef þau eru sammála um að beiðast hans, án þess að þau þurfi að tilgreina ástæðu fyrir beiðninni. Ef hjón ætla aðeins að skilja til málamynda myndu þau sennilega oft- ast fara þessa leið. Ónnur leið, og Sú sem stundum er farin, er að krefjast skilnaðar á grundvelli 39. gr. laganna um hjúskap- arbrot. Ber þá annað hjóna hjúskaparbrot á hitt. Ef sá sem borinn er þeim sökum játar á sig ósómann fer ekki fram frekari könnun á sannleiksgildi ásökunarinnar. Síðarnefnda leiðin hefur þann kost að hún er fljótvik- ari, enda er með þessu hægt að fá lögskilnað strax. Þess er þó að geta að ekki ep alltaf víst að fólk hirði um að leita lögskilnaðar þegar skilnaður að borði og sæng gerir sama gagn. Varðandi þau atriði sem hér skipta máli eru réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar þau sömu. Þó verður að hafa í huga að leyfi til skilnaðar að borði og sæng tekur í raun aldrei gildi ef aðilar halda áfram að búa saman eftir útgáfu þess. Þetta skiptir þó aðeins máli ef valdsmanni er kunn- ugt um sambúðina þegar leyfis til lögskilnaðar er leitað. Veigamestu réttaráhrifin eru í fyrsta lagi þau, að réttarreglur um fjármál hjóna og skipti á búi, sem aðallega koma fram í' 1. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna og 1. 60/1972, gilda ekki lengur í samskiptum aðila og í öðru lagi fellur lögerfðaréttur nið- ur á milli þeirra. Hið fyrrnefnda gæti valdið miklum vandræðum ef samkomulag hjónaleysanna versn- aði síðar og vilji þeirra stæði til þess að slíta sambúðinni og láta raunveruleg skipti á eignum fara fram. Við úrlausn ágreinings um skiptin yrði ekki unnt að fara eftir C 11 reglum um skipti á búi hjóna enda taka þau eingöngu til þeirra sem eru í löglegum hjúskap. Aðalreglan um skipti á búum hjóna er svoköll- uð helmingaskiptaregla, en sam- kvæmt henni á hvort hjóna um sig tilkall til helmings af hjúskapar- eignum hins. Hættan á því að ann- ar aðilinn færi illa út úr skiptunum myndi aukast stórlega. Brottfall erfðaréttar gæti einnig valdið viss- um vandkvæðum. Ef hjónin eru barnlaus verður „maki“ arflaus með öllu, nema gerð hafi verið erfða- skrá. Ef þau eiga börn taka börnin allan arf eftir hið skammlífara, nema viðkomandi hefði ráðstafað h hluta eigna sinna með erfðaskrá til þess langlífara. Auk þessa veldur skilnaðurinn því að takmarkanir, sem annars eru á ráðstöfunarrétti maka yfir hjúskapareign sinni vegna tillits til hagsmuna hins falla niður. Þannig gæti sá, sem t.d. er skráður eigandi íbúðarhúsnæðis fjölskyldunnar, ráðstafað eigninni án samráðs við hitt, sem hann ella gæti ekki. Að auki getur þetta haft áhrif á rétt þess langlífari til lífeyr- is eftir hið skammlífara, þar sem lög eða kjarasamningar gera ráð fyrir slíku. í stuttu máli þá kann sú staða að koma upp að fólk hefur fórnað meiri hagsmunum fyrir minni þegar „dæmið“ er endanlega gert upp. eftir Dovíó Þór Björgvinsson LÆKNISFRÆÐI/Vakinn eba sofinn? Svæfingar Þá sem renndu augum yfir þessa pistla á sunnudaginn var kynni að ráma í sögu af frönskum herlækni sem var samtíðarmað- ur Marteins Lúters og Jóns Arasonar. Lúter bjó í Wittenberg, eins og frægt er, og þar átti líka heima um þessar mundir ungur og Qölhæfúr maður sem hét Valeríus Cordus. Honum tókst með efnagrúski og bragðvísi að búa til litlausan og skringilega lykt- andi vökva sem kallast eter. Herlækninum okkar hefði víst ekki þótt ónýtt að hafa nokkrar eterflöskur í farteskinu en hann vissi bara ekki um furðulega náttúru þessa vökva og það vissi Cordus sjálfur ekki heldur. Það liðu hvorki meira né minna en þijú hundr- uð ár þangað til menn fengu hugmynd um hvað í vökvanum bjó. Þannig vildi til að árið 1841 brotnaði eterflaska í rann- sóknastofu vestur í Boston og innihaldið flæddi út um allt. Að- stoðarmaður efnafræðingsins var einn í herberginu og þegar að var komið lá hann steinsofandi á gólfinu. Þetta kvisaðist fljótt og þeir sem höfðu gaman af að skemmta sér á dálítið frum- legan máta urðu sér úti um þenn- an nýja vímugjafa og „sniffuðu" eins og það heitir á nútíðarmáli. Ef fleiri en einn og fleiri en tveir voru með í leiknum var þetta kall- að eter-partí og voru þau um skeið vinsæl hjá gleðskaparfólki bæði í Nýja Englandi og gamla Englandi hinumegin hafsins. Einn þeirra sem höfðu tekið þátt í þessum samkvæmum var Crawford Long, nýútskrifaður læknir frá háskó- lanum í Pennsylvaníu. Hann hafði veitt því athygli að hvorki hann né aðrir sem voru undir eteráhrif- um fundu til minnstu óþæginda þegar þeir ráku sig á húsgögn eða steyptu stömpum og hlutu af því mar eða skrámur. Kunningi hans og skemmtanafélagi bað hann að skera af sér húðæxli í etervímu og tókst svo vel til að þegar sjúkl- ingurinn vaknaði trúði hann hvorki lækni sínum né eigin aug- um en æxlið var horfið. Sam- kvæmt dagbókum Longs gerðist þetta árið 1842 og hann tók tvo dali fyrir aðgerðina en hirti ekki um að skýra frá henni í ræðu eða riti fyrr en löngu seinna og þess vegna er hann hálígerður huldu- maður í sögu svæfinganna, enda þótt telja megi víst að hann hafi fyrstur allra framkvæmt skurðað- gerð í fullgildri svæfingu. Nokkru eftir að þúsundþjala- smiðurinn Joseph Priestley upp- götvaði hláturgasið seint á 18. öld komust menn að raun um að veru- lega mætti draga úr sársauka með því að anda gasinu að sér. Tannlæknir einn í Connecticut, Horace Wells að nafni, reyndi það alloft við tanndrátt og gafst mis- jafnlega, en ktundum svo vel að hann bauðst til að leika listir sínar á aðalsjúkrahúsinu í Boston. Það var árið 1844. Því miður tókst svo illa til í það sinn að gasskainmtur- inn sem sjúklingurinn fékk var of lítill og rak hann því upp skað- ræðisöskur um leið og tönnin fór. Áhorfendur fussuðu og sveiuðu. „Tómt húmbúkk“ sögðu lækna- nemarnir einum rómi og Horace Wells var þar með dæmdur úr leik. Tveim árum síðar var aðstoðar- maður hans, William Morton, orð- inn læknastúdent og nemandi hjá prófessor John Collins Warren, þeim hinum sama sem hafði gefið Wells tækifæri til að spreyta sig. Morton taldi kennara sinn á að leyfa tilraun með annað efni og lét ekki uppi nvert efnið væri, en það var eter. Hann svæfði einn af skjólstæðingum Warrens og prófessorinn lauk aðgerð sinni án þess að sjúklingurinn hreyfði sig eða gæfi frá sér hljóð. Þá er mælt að Warren hafi lýst yfir í heyranda hljóði að hér væri ekk- ert húmbúkk á ferðinni. Þennan dag, 16. október 1846, er talið að öld svæfinganna heíjist. Sá eftir Þórarin Guðnason 2. mynd dagur færði heiminum gleði og gæfu fyrir alda og óborna. Austan hafsins urðu Bretar fyrstir til að taka upp hinn nýja sið og röskum mánuði eftir eter- daginn í Boston tók frægur skurð- læknir í London fót af manni í etersvæfingu, en norður í Edin- borg fór James Young Simpson að gefa fæðandi konum nýtt og að hans dómi betra svæfingarlyf sem hét klóróform. í fyrstu voru svæfingarlyfin látin dijúpa á tusku eða lítinn púða sem var lagður yfir vitin (1. mynd) en ekki leið á löngu áður en menn fóru að smíða vírgrindur sem dúk- ur var strengdur á og kallaðist það verkfæri svæfingargríma (2. mynd). Eter og klóróform kepptu um hylli þeirra sem hlut áttu að máli og þótt undarlegt megi virðast tók hláturgasið lengi vel engan þátt í kapphlaupinu, en það er hið eina af þessum þremur efnum sem notað er þegar svæft er eftir kúnstarinnar reglum á nútímav- ísu. Margt hefur breyst og mikið gerst á langri ferð. Það er ærin saga að segja frá því, en hún verður að bíða betri tíma. MEGRUN FYRIR SUMARIÐ Ef pú ert ein þeirra fjöbnörgu sem lengi hefur œtlad þér að grenna þig og vilt líta vel út isumar þá býðst þér nú tœkifceri til þess. Við hjá HRESS höfum hjálpað þúsundum kvenna í baráttunni við aukakílóin. Sumar þeirra hafa náð undraverðum árangri. Dœmi eru um að viðskiptavinir okkar hafi misst 15—20 kíló á 6 mánuðum. Slíkur árangur krefsl mikillar vinnu, þolinmœði ogfaglegrar þjálfunar. Við bjóðum þér nú að taka þátt í skemmtilegum œfingum í 6 vikur. Þú getur valið um 2 hópa: ÚTIHÓPUR Útihópur œfir 4 sinnum í viku en hvílir urn helgar. Á þriðjudögum kl. 18.30 skokkum við saman, gerum œfingar sem reyna á maga, rass og Ueri. Á fimmtudögum kl. 18.30 er KRAFTGANGA en þessi nýja tegund cefinga hefur notið mikilla vinsœlda víða um heim. Á mánudögum og miðvikudögum getur þú valið um 9 mismunandi æfingatíma, allt eftir því hvaða tími hentar þér og liversu erfiðar æfingar þú kýst að stunda. SUMARHÓPUR Sumarhópurinn æfir 4 sinnum í viku og markmiðið er megrun um 4—10 híló, aukið þol og meiri styrkur. Þú nýtur leiðsagnar fœrustu íþróttakennara sem veita gott aðhald. Við œfingar verða notuð lóð og teygjur sem gefa mjög góðan árangur. Innifalið í verði eru 5 tímar í bestu Ijósabekkjum sem gefa hraustlegt útlit. Einnig fylgir matseðill með ýmsum hitaeiningasnauðum réttum. Allt þetta kostar aðeins 5.990. Skráðu þig strax í síma 65 22 12. Við byrjum eftir helgina. HRFSS , UKAMSREKT OG IJOS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.