Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
6ISTIVINIR
GÖTUNNAR
og kem þeirri skoðun minni á fram-
færi að framhjáhald sé allt í lagi,
svo framarlega sem því er haldið
innan íjölskyldunnar. Það finnst
þeim báðum afskaplega fyndið
þrátt fyrir að ég hafi á tilfínning-
unni að konan hafí ekki alveg skil-
ið brandarann.
Sjóarinn vill endilega gefa mér
að éta og ég þigg það. Við ræðum
málin eitthvað, en allt í einu stekk-
ur konan fram og þarf greinilega
að kasta upp. Um fimm mínútum
síðar kemur hún aftur fram og er
von bráðar byijuð að kyssa sjóarann
aftur.
Ég sé stelpurnar af Brabra
álengdar og fer og ræði við þær.
„Veiðarnar" hafa greinilega heppn-
ast vel, því þær eru allar með mis-
myndarlega stráka í eftirdragi. Ég
spyrst fyrir um partí og í ljós kem-
ur að engar áætlanir eru um slíkt.
Klukkan er orðin fimm og tími
kominn til þess að haska sér. Enn
sem fyrr eru leigubílar ekki á hveiju
strái og nokkur bið eftir þeim. Loks
erum við þrír eftir, ég, uppgjafa-
dægurlagasöngvari og kunningi
hans. Dægurlagasöngvarinn lætur
mjög digurbarkalega og virðist ekki
hafa komist yfir ímyndaða heims-
frægð. Þegar hann byijar að syngja
ákveð ég að ganga af stað í von
umað finna leigubíl.
Aður en varir er ég kominn í
Brautarholtið. Ég fer inn og spjalla
við vaktmanninn, strák nálægt
þrítugu. Hann er refslegur náungi,
óvitlaus en fullánægður með sig
miðað við að afrekaskráin er auð.
Hann býður kaffí og eitthvað í það.
Við höfúm ekki lengi rætt saman
þegar hann segir mér að ég sé ekki
allur þar sem ég sé séður og hann
viti allt um mig. Mér verður vita-
skuld ekki um sel. Hann blikkar
mig og spyr hvort ég eigi eitthvað.
Örskamma stund átta ég mig ekki,
en svo rennur upp fyrir mér ljós.
Hann heldur að ég sé fíkniefnasali!
Ég ákveð að vera ekkert að leið-
rétta þann misskilning og hann seg-
ir mér hvernig hann hafi komist
að þessari niðurstöðu. Ég er nýkom-
inn heim frá útlöndum, þekki „bran-
PlanPerfect 22. - 24. maí kl. 13 -17
Töflureiknir fyrir byrjendur. Fariö veröur í uppbyggingu kerfisins og helstu skipanir kenndar
ásamt valmyndum. Æfingar í töflum og reiknilíkönum og tenging við WordPerfect.
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933.
ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.
sann“ út og inn, ég geri ekki neitt
nema að mæla götumar og á samt
peninga. 2+2=5!
Hann stingur upp á því að við
kíkjum eitthvað frekar í glas og við
fömm upp í herbergi þar sem tveir
karlar sitja að drykkju. Áður en
varir er búið að ná í flösku á svört-
um og enn sem fyrr er, blandað í
kaffi. Fljótlega bætist enn einn í
hópinn. Þegar þarna er komið sögu
er undirritaður vægast sagt orðinn
nokkuð við skál, en ég er samt sem
áður fullkominn áhugamaður um
áfengisdrykkju í samanburði við þá
atvinnumenn, sem ég er innan um.
Umræðuefnið er ekkert og áður
en varir em þeir byijaðir að telja
upp höfuðborgir heimsins. Fyrst
held ég að þeir séu búnir að missa
vitið í eitt skipti fyrir öll, en þeir
halda ótrauðir áfram. Þar kemur
að ég ber í borðið og spyr hvað sé
að gerast; hvort þeir hafi virkilega
ekkert annað að tala um.
Einn karlanna horfir á mig og
segir síðan: „Við höfum ekkert að
tala um, en við verðum að tala. Við
erum á fylleríi.“
Ég melti þessa röksemdafærslu
nokkra stund, en finn í sjálfu sér
ekkert að henni.
Það er kominn morgunn og ég
er að leka út af. Einn karlanna er
farinn að segja okkur hvað hann
sé ábyggilegur og þekki marga
merkismenn. Ég halla augunum og
er steinsofnaður áður en ég veit af.
Skömmu síðar hristir vaktmaðurinn
mig og segir mér að sniðugast sé
fyrir mig að fara í koju. Ég sam-
sinni því og kveð. Klukkan er orðin
tíu og þeir era enn að.
Klukkan hálffjögur um daginn
er bankað á dyr. Ég staulast til
dyra og þar er þá vaktmaðurinn
kominn. Með honum er ung kona,
lagleg en illa farin. Ég býð þeim
inn í grenið og vaktmaðurinn býður
mér sjúss af hálftómri flösku. Ég
þigg og mér líður eins og ég sé að
kyngja geislavirkum úrgangi.
Vaktmaðurinn er að safna áheit-
um, sem renna eiga óskipt í kaup
á brennivínsflösku. Ég rétti honum
tvöþúsundkall og hann fer eitthvert
fram á gang að fínna meiri pen-
inga. Hann snýr brátt aftur og er
með þá aura, sem til þarf. Hann
biður mig um ganga í málið.
Ég hringi á leigubíl og óska eftir
að eiga ákveðin viðskipti við
bílstjórann. Því er vel tekið og spurt
hvaðan sé hringt. Ég lætþað uppi
og mér er sagt að líklegast sé best
að ég bíði úti í sjoppu.
Skömmu síðar er ég orðinn stolt-
ur eigandi flösku af íslensku
brennivíni. Ég hafði farið út með
2.600 krónur í vasanum og átti
fyrir blandi þegar ég steig út úr
bílnum með þaninn buxnastreng.
Ég fer upp á herbergi og þar sitja
þau tvö og einn gamall gestur, sem
bæst hefur í hópinn. Drykkjan hefst
og ég er orðinn hreifur af fyrsta
glasi.
Vaktmaðurinn hefur mikinn
áhuga á að heyra kasettu með
rússnesku þungarokki og við hlust-
um á hana af mikilli andakt. Vakt-
mannninum fínnst þetta eitt mesta
tónlistarþrekvirki mannsandans og
konunni finnst Rússinn ágætur. Sá
gamli fussar hins vegar og spyr
hvort við eigum enga harmonikku-
músík.
Talið er jafnmarkvisst og um
morguninn. Um níuleytið er konan
farin að gráta yfir eigin eymd, —
dætur hennar tvær eiga að fermast
daginn eftir og hún getur ekki ver-
ið viðstödd, svona á sig komin. Ég
bendi henni á að það sé fullseint
séð, hún hefði átt að hætta að
drekka fyrir löngu. Hún segist vera
að bíða eftir plássi á Vogi og fer
svo að útmála fyrir mér hvað biðlist-
inn sé langur. Vaktmaðurinn hlær
og segir að hún verði alltaf á bið-
lista. Hún grætur ekki minna við
þessa athugasemd. Upp úr níu er
partíið orðið býsna þreytulegt og
farið að draga af mönnum. Klukkan
tíu ligg ég í valnum.
Ég vakna á hádegi daginn eftir,
svipast um rústirnar og fer út. Ég
fer heim til mín vestur í bæ, fer í
bað og borða alvöru mat í fyrsta
skipti frá því að gönguför mín um
ógæfuhverfin hófst. Um kvöldið er
mér jafnvel farið að líða ágætlega.
Um kvöldið er haldið í Brautar-