Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR Sy^KUUAGUR 14, MAÍ 1989 FÓLK í fjölmiðlum ■LÚÐVÍK Geirsson fréttastjóri Þjóðviljans og formaður Blaða- mannafélags Islands mun skrifa bók um íþrótta- félagið Hauka í Ha&iarfírði, í tilefhiaf60ára afmæli félags- ins. Afmælið er að vísu ekki fyrr en árið 1991, en ráð- gert er að bókinni verði lokið á þessu ári, og hún komi síðan út á því næsta. ■ VESTUR-þýska ríkissjón- varpið hefúr ákveðið að gera sérstakan þátt um hljómsveitina Mezzoforte með Reykjavík í bak- grunni. Þátturinn mun bera hei- tið Mezzoforte og borgin þeirra. Von er á þýskum sjónvarpsmönn- um hingað til lands um næstu helgi í þessu skyni en reiknað er með að þátturinn verði sendur út í haust. Auk þess verður Qall- að um hljómsveitina í vinsælum skemmtiþætti, Bitte Umblatter, að kvöldi 12. júní nk. Þátturinn er undir stjórn eins þekktasta v sjónvarpsmanns Þjóðveija, Al- berts Krogman. Er talið að a.m.k. 12 milljónir manna fylgist með honum reglulega. Helst er þátt- urinn talinn líkjast hinum vin- sæla sjónvarps þætti „Á tali með Hemma Gunn“. Steinar Berg ísleifsson, umboðsmaður Mez- zoforte, sagði að Krogman væri hrifinn af tónlist Mezzoforte og vildi kynnast hljómsveitinni. „Þetta á að vera frábær kynning, sérstaklega fyrir Reykjavík en við höfurn haft samvinnu við Ólaf Jonsson, blaðafulltrúa Reylqavíkurborgar, varðandi skipulag á þessari heimsókn. Borgin sér tækifæri á að nýta þessa umQölIun þar sem nú stendur yfir herferð til kynning- ar á Reykjavík sem ráðstefhu- borg,“ sagði Steinar. .. .OG atj.tr, með, - HELST í BEINNI MARGAR AF vinsælustu dagskrám ljósvakamiðlanna hér á landi hafa tvennt sameiginlegt. Þær byggja á virkri þátttöku almúgans og útsendingarnar eru beinar. Austfirðingar í sjónvarpssal hlæja að háttum Selfyssinga fyrir framan falda myndavél hjá Hemma á tali og hlusta síðan á norðanstúlku fara út af laginu í beinni útsendingu. Hálf þjóðin situr hugfangin fyrir framan viðtækin sín, finnur til samkenndar og skemmtir sér. Sá hluti þjóðarinnar sem hefur „skoðun á málinu" talar í og hlustar á síðdegissálina. Einnig iða margir í skinninu þegar Stöð 2 fer hring í kringum ýmis málefhi í beinni | útsendingu, — að sjálfsögðu. Dægurlagakeppnir hafa löngum verið vinsælar. Útsendingin frá einni slíkri í Sviss um síðustu helgi var vissulega bein en landinn var orðinn afhuga henni þar sem hann var aldrei almennilega spurður álits um þátttökulagið. Þjóðin hafði bundið trúss sitt við Stöð 2 sem leyfði öllum að vera með, — bæði að velja sitt lag og fylgjast síðan með æsispennandi keppni í einu af öldurhúsum höfuðborgarinnar. Áður en útsendingar hófiist sl. laugardagskvöld var þjóðin búin að snúa rassinum í elítustefhu RÚV og var þess fullviss að landslagið væri það besta sem ísland gæti boðið upp á. Það er deginum ljósara að við íslendingar viljum allir taka virkan þátt i fjölmiðlafjörinu. íslendingar í þjóbarsamkvœmi á Ijósvakanum Þátttaka almennings í ljós- skálum reiði sinnar jafnvel yfir vakadagskrám víða erlendis saklausa. Stöð 2 hefur haft til- er bundin við spurningaþætti, burði í þessa áttina en samt eru getleiki og umræðuþætti. Slíkir það útvarpsstöðvarnar sem hafa þættir eru fjölmargir og þar hvílir þróað þetta þáttaform hvað mest. oft að baki sú hugmynd að verið Þar sem ýmist eins og drottinn sé að gefa einstaklingum smjörþef hafi falið þjóðinni ótæpilegan af frægð, eða að hann sé fulltrúi skammt af vandamálum þessa lífs almennings, frekar en að einstakl- eða að Svarti dauði og Móðuharð- ingurinn sjálfur skipti einhveiju indi hafi séð um alla afkomendur máli. Einstaklingar sem taka þátt írskra þræla og að hér á landi búi í dagskrám hér á landi skipta einungis vaskir afkomendur norr- máli; þeir eru ænna, sjálf- ekki bara ein- —— _____ stæðra víkinga, hveijir nafnleys- BAKSVID sem viti svar við ingjar. Trúlega ---------------------:----------- öllu og láti ýmis- tengist þetta - A ■ Fridgeirsso„ legt flakka svo eitthvað smæð hinir og þessir þjóðarinnar því fái það nú óþveg- svipaðar dagskrár njóta t.d. hylli ið. Þættir þessir virðast vera allt í litlum svæðisbundnum útvarps- í senn, — kvörtunarþjónusta, sál- stöðum á Bretlandseyjum. En fræðiþjónusta, miðilsfundir og e.t.v. liggur meira að baki hér á þjóðveldisfundir. landi og til þess að reyna að átta Sérkenni íslenskrar menningar sig betur á því er hægt að velta endurspeglast í fjölmiðlum. Áhugi fyrir sér þeim hugmyndum og okkar á virkri þátttöku og beinum þeirri hugmyndafræði sem liggur ljósvakasendingum eru að líkind- að baki þessum dagskrám hér hjá um ekkert þjóðareinkenni en það okkur. sem gerir okkur frábrugðin er Þættir á borð við þá sem eins og fyrri daginn að við kunn- Hemmi Gunn hefur verið í for- um okkur vart hóf, gerum flest svari fyrir hafa það að leiðarljósi ótæpilega og í áhlaupskasti. að allt eigi að vera lifandi, létt og skemmtilegt. Sjónvarpið verð- ur einskonar vettvangur fyrir þjóðarpartý þar sem „þú sem heima situr“ ,ert líka með. í þessu partýi eru eins og í öllum herleg- um veislum aðkeypt skemmtiat- riði en mesta eftirvæntingin ríkir alltaf í kringum samkvæmisleik- ina. Brandara-, söngvara- og spurningakeppnir ásamt földu myndavélinni sjá um þann hluta jörfagleðinnar. Þú, um þig, frá þér, til þín er aðalatriðið, og allt í beinni. Annað safn hugmynda sem virðist eiga upp á pallborðið um þessar mundir gengur út frá því að ljósvakinn eigi að vera í þjón- ustu lýðræðis og sannleika eða einskonar meðferðarstofnun, a.m.k. eiga stórir og smáir að fá tækifæri til að segja þar hug sinn, létta af hjarta sér og ausa úr Gusugangur gengur aftur öllum hamagangnum út- af „Lífsbjörg í Norður- höfum“ sýnist enginn sem um hefur fjallað hafa áttað sig á þvf að þau Edda Sverrisdóttir og Magnús Guðmundsson, höfundar 'þessa tímabæra og verð- ■ skuldaða. þymis... í augum graerrfriðunga^ ■ urðu sVo (' sannarlega ekki fyrrí til þess ,.að*grípa tjl kvikhfynðavélar- inpar. Ég hef að minnstá- ’ kosti hvetgi séð vikíð áð því ■ einu orði að harðsvíraðri og næsta billegri áróðursmynd um svokallaðar hetjudáðir hinna hörundsáru riddara hafsins hér uppi í landstein- . um var dreift um allar jarðir ytra nær heilum áratug áð- uren hið lofsverða framtak landa okkar sá dagsins ljós. Þeir stórhneyksluðu hvala- vinir sem svo vilja heita, sem fordæmdu hástöfum „ein- hliða áróður“ okkar fólks, mættu með öðrum orðum gjama líta sér nær. Ég var staddur úti í Lon- don þegar umrædd lofgjörð um þá grænu og friðsömu _ eða hitt þó heldur var sýnd ' þar f sjónvarpinu, og það vill svo til að ég á í fómm mínum dálítinn pistil sem ég skrifaði um þessa mynd þeírra hér í Morgunblaðið. Hann minnti á sig af einskærri tilviljun þegar ég var að grisja gaml- ar syndir í vikunni leið. Ég kallaði hann „Gusugangur í sjónvarpi" og hann birtist í september 1979; og hér er inngangurinn með leyfi háttvirts forseta, einsog þeir segja svo virðulega þing- mennimir okkar um leið og þeir snúa toppstykkinu í virðulegan hálfhring og heilsa uppá háttvirtan for- seta sameinaðs þings sem er enginn annar en einhver forhertasti „hvalavinurinn" á norðurhvelí jarðar, nefnilega hún Guðrún okkar Helga- dóttir. „Breska sjónvarpsmyndin (skrifaði ég) um þá Greenpe- acemenn að vinna frækileg afrek hér á íslandsmiðum í byijun hvalvertíðar í vor er dæmigerð um þá tegund svo- nefndra heimildamynda þar sem flestu er skotið undan sem verða mætti „söku- dólgnum" til málsbótar . .. í myndinni streitast höfund- amir við að sýnast sann- gjarnir og fordómalausir en tekst hvorutveggja óhöndug- lega. Lýsing þeirra á at- burðum hér heima er að því leyti vandlega fölsuð að text- inn að minnstakosti er mor- andi í lævíslegum aðdróttun- um sem eiga því miður áreið- anlega eftir að hitta í mark hjá þeim aragrúa erlendra sakleysingja sem þekkja naumast hvalbein frá fiðrild- isvæng." Svona sannspár gat mað- ur verið fyrir tíu árum, já og argur. Ég er samt ekki einungis að hampa þessari gömlu ádrepu til þess að vera aftur andstyggilegur við „hvala- vinina" blessaða. Það eru ugglaust vænstu sálir innan- um og samanvið þessa mis- litu hjörð þóað þessar sem veifa gúmmíhvölum og bíta í skjaldarendur fyrir westan mættu að vísu að ósekju vera ögn vandlátari á góðverkin. Margt sýnist brýnna í þess- um heimi þarsem fólk er að falla úr hor en að ættleiða hvali. En þegar ég hljóp yfir þetta greinarkom mitt um áróðursbrellur grænfriðunga (þeir vom meðal aimars með þessar venjulegu helreiðar- kúnstir á hraðbátunum sínum sem fólki finnst alltaf jafn svakalega spennó) þá vaktist það líka upp fyrir mér hvað útlendingar geta stundum farið með mikið fleipur þegar þeir þykjast vera að leiða aðra útlendinga í allan sannleikann um bard- ús okkar íslendinga. Maður kemst enda ekki hjá því að spyija sjálfan sig hvort við séum kannski sjálf svona mistæk í fjölmiðlunum okkar þegar við viljum fræða okkar fólk um hin stóru útlönd. Ætli maður grípi bara ekki rétt einn ganginn til þessa handhæga íslenska máltækis sem hermir að það sé misjafn sauður í mörgu fé. En óneitanlega finnst manni samt stéttin setja ofan þegar heimsblað á borð við New York Times lepur upp þvætting hælbíta okkar at- hugasemdalaust og sjálft Sunday Times Bretans lætur sig hafa það að birta um okkur vandlega og rækilega myndskreyttan óhróður vegna þess eins að við föllum ekki í kramið hjá þessu grátklökka fólki sem fæst héfur migið í saltan sjó, svo- að seilst sé til upphrópunar- innar sem hann Jakob Jak- obsson lét góðu heilli flakka í þeirri minnisstæðu uppá- komu sem hnýtt var aftaní mynd Eddu og Magnúsar. — Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.