Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 27
o as
C 27
Afmæliskveðja:
Byron T.
Gíslason
í Utah
Eitt af Bandaríkjum Norður-
Ameríku heitir Utah og í ríki þessu
er Spanish Fork. Þar búa margir
íslandsvinir af íslenzkum ættum,
og einn þeirra, Byron Theódór
Gíslason, fv. kennaraskólakennari
og biskup mormóna, er afmælisbarn
dagsins.
Eins og kunnugt er á íslenzka
þjóðin íslenzkum mormónum í Utah
mikið að þakka fyrir framlag þeirra
til íslenzkra ættfræðirannsókna.
Byron átti ásamt öðrum dtjúgan
þátt í ljósmyndun íslenzkra kirkju-
bóka, er Þjóðskjalasafn íslands fékk
afrit af.
Byron fæddist í Spanish Fork 15.
maí 1914 og voru foreldrar hans
hjónin Sveinsína Aðalbjörg-Árna-
dóttir og Sigmundur Gíslason, voru
þau bæði fædd í Vestmannaeyjum.
Ættir hans liggja um Árnes-, Rang-
árvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Byron á til merkilegra kynbálka að
rekja, á marga vegu til hinna
stærstu ætta íslands, t.d, séra Sig-
urðar Jónssonar í Stafholti i Borg-
arfirði og séra Þórðar Brynjólfsson-
ar prófasts á Felli í Mýrdal.
Byron er hámenntaður maður,
siðprúður, guðrækinn, vinsæll og
mannþekkjari mikill. Byron hefur
verið ólaunaður aðdáandi íslands í
Vesturheimi af einlægum áhuga.
Byron hefur heimsótt Island nokkr-
um sinnum og dvalið hér um ára-
bil, eignast góðan hóp vina.
Byron er kvæntur aðlaðandi fýr-
irmyndarkonu, Melvu Gíslason frá
Salt Lake City. Þau eru lagin og
vinna með mikilli elju og orku að
framgangi áhugamála sinna.
Frændur og vinir hér heima
senda hlýjar kveðjur vestur um
haf. Gaman hefði verið að heim-
sækja hann, eins og til stóð, en
vegna mikilla veikinda foreldra
minna kemst ég ekki. Heimilis-
fangið er 535 East 4th South, Span-
ish Fork, Utah.
Helgi Vigfússon
Wterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar.
Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum
eða jafnvel gangandi.
Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors,
Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni
náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heiliað
göngugarpa og náttúruunnendur.
Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er e
og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og
Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn
i dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier.
Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja
sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, Ijós strandlengja, pálmatré og
annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta
sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu.
Wales. Óvíða er að finna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og
í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við
\ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í
\ heiminum.
Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með
hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða
Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir.
Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá
söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni
eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt.
FLUGLEIDIR
BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ