Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 28 C Afmæliskveðja: Jóhann Þorvaldsson fyrrv. skólastjóri Fyrir nokkrum árum var einu sinni sem oftar hringt frá Reykjavík í Jóhann Þorvaldsson fyrrum skóla- stjóra á Siglufirði. Erindið var að biðja hann að skreppa suður um miðjan júní og vera þar þjóðhátíð- ardaginn. Röddin úr Reykjavík kvaðst tala frá skrifstofu forseta íslands, hefði hann í hyggju að sæma skólastjórann gamla fálka- orðu þann dag. „Ég get alls ekki kornið," svaraði Jóhann. Þá var spurst fyrir um hvað hamlaði för þessa þegns á vit höfð- ingja. Jóhann Þorvaldsson kvaðst bundinn af skógræktarstörfum þær vikur er sól væri hæst á lofti yfir Norðurlandi. Með ýtni reyndi röddin úr Reykjavík að fá Jóhann til að slá störfum á frest nokkra daga kringum þjóðhátíð. En hann var ósveigjanlegur, kvað plöntur best komnar í jörð sem fyrst og starfslið sitt, siglfirsk börn, gera ráð fyrir vinnu í Skógræktinni einmitt um þær mundir sem málmfuglum væri úthlutað við Faxaflóa. Endaði hann ræðu sína með þessum orðum: „Ég get ekki brugðist börnunum," og fór hvergi. Þessi saga af Jóhanni, vini mínum, Þorvaldssyni og svar hans minnir á ýmsa göfugustu menn Is- lendingasagna, og lýsa mannkost- um hans vel. í engu vildi hann bregðast. Lifandi bömin skiptu hann meira máli en dauður málm- fugl fyrir sunnan. Jóhann Þorvaldsson verður átt- ræður á þriðjudaginn kemur. Þó er hann enn ungur, enn að störfum, enn hiklaus og traustur í barátt- unni fyrir þær hugsjónir sem hann vígðist ungur. Hann er það ungur að maður blygðaðist sín fyrir að fara að rekja æviferil hans. Hann stendur enn í orrahríð lífsins miðri og lætur hvergi deigan síga. í meira en fjóra áratugi hefur hann verið ritstjóri Regins á Siglufirði. Það segir nokkuð um trúmennsku hans og þrautseigju að ekkert blað bind- indishreyfingarinnar á íslandi hefur komið út jafn lengi og Reginn, að Æskunni einni undanskilinni. Jóhann Þorvaldsson er skýr mað- ur og skemmtilegur eins og margur Svarfdælingurinn. Þó hygg ég að ýmsar gerðir manna um þessar mundir eigi hann erfitt með að skilja. Mig gmnar til að mynda að hann botni lítið í sálarlífi þess lýðs sem telur sér sæma að raka saman AEG AWTilí>0£) AEG AEG STRAUJÁRN DB 112 Jt ■ > m í U.flOMÍI fr® V Wm O- D' AEG ÖRBYLGJUOFN MC 112 i iR AEG UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 428 U-W AEG PÚSSIKUBBUR VS 130 AEG HJÓLSÖG HKS65A <AÐUR /$.9qó fZMi §Erm m AEG RAFHLÖÐUBOR- VÉL ABS 13 RL ÁEG LIMGERÐIS- KLIPPUR HES 65 BRÆÐURNIR =)J ORMSSON HF Lágmúli 9 H 8760 128 Reykjavík AEG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND AFKOST ENDING GÆÐI fé á að selja fólki, jafnvel óvitum, efni sem breytir því í afglapa eða ófreskjur. Og enn síður mun hann skilja það fjölmiðlafólk sem vinnur „það fyrir vinskap“ ölsölulýðs að ljúga til um gífurlega aukningu áfengissölu síðustu vikurnar til að slá ryki í augu þeirra sem fátækast- ir eru í andanum. Þegar dimmir fyrir sjónum, þeg- ar auðhyggja og framapot, sýndar- gljái og gervigleði, kokhreysti og óheilindi virðast standa föstum fót- um, þegar fjárplógslýður ryðst um fast og vill stjórna þeim sem löndum ráða, þá rennur upp ljós í svartnætt- inu við að hugsa til orða Jóhanns Þorvaldssonar: „Ég get ekki brugðist börnun- um.“ Heill honum áttræðum. Megi hugsjónir hans um fagurt mannlíf, manngildi ofar auðgildi, allsgáða þjóð rætast. „Þá mun aftur morgna." Olafiir Haukur Árnason Jóhann og fjölskylda hans taka á móti gestum í safnaðarheimili Langholtskirkju hér í Reykjavík á afmælisdaginn kl. 16-19. Lausnin fyrir lagerinn STAKAR HILLUR EÐA HEIL HILLUKERFI Lagerinnþarfaðverarétt skipulagöurtil aðréttnýting náistfram. Kynntu þér möguleikana sem við bjóðum. LAGERKERFIFYRIR VÖRUBRETTI Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. STÁLHILLUR FYRIR SMÆRRIEININGAR BÍLDSHOFÐA 16SIMI672444 TELEFAX672560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.