Morgunblaðið - 14.05.1989, Qupperneq 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNiNGAR SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
Minning:
Hjördís G. Guð
mundsdóttir
Fædd21. október 1915
Dáin 7. maí 1989
Ég vil minnast ömmu minnar,
Hjördísar Guðnýjar Guðmundsdótt-
ur sem jarðsungin var frá Háteigs-
kirkju í gær, þann 15. maí 1989,
en hún llest á Landspítalanum eftir
stutta legu. Ávallt fylgdi henni
ömmu mikill kraftur sem var henn-
ar séreinkenni. Hún hélt þessum
krafti allt til hinstu stundar og
kvartaði aldrei. Hún fékk að hverfa
úr þessum heimi eins og við öll
myndum líklega kjósa, rólega, í
svefni og með sína nánustu í kring-
um sig.
„Og hann sagði við sjálfan sig:
Skyldi skilnaðarstundin verða dag-
ur samfundanna?
Og mun það með sanni sagt
verða, að kvöld mitt sé morgunn
nýs dags“.
„Spámaðurinn,, Kahlil Gibran.
Þessi orð finnst mér eiga mjög
vel við á þessari stundu. Við trúum
því að nú séu amma og afi samein-
vjuð á ný, eftir stuttan viðskilnað.
Sameinuð í innileik þeirra sem hafa
lifað saman hamingjusamlega,
komið upp heimili, séð börn og
bamabörn vaxa úr grasi, deilt gleði
og sorg.
Afi minn, Magnús Vigfús Sören-
sen, hafði þjónað samborgurum
sínum í 47 ár í logreglunni í
Reykjavík er hann lést þann 26.
apríl 1986. Amma og afi bjuggu
lengst af ævi sinnar á Laugarás-
vegi 5. Þau áttu saman þrjú böm,
Birgi, Lám og Guðmund, en amma
átti eina dóttur fyrir, Línhildi sem
lést árið 1982.
Þegar ég hugsa um ömmu og
afa, þá stendur mér ljósast fyrir
sjónum þær móttökur er við krakk-
amir fengum alltaf þegar við kom-
um í stóra húsið á Laugarásvegin-
um, þá hlýju og ástúð sem ríkti.
Alltaf fannst okkur barnabömunum
allt best hjá ömmu, hún brosti allt-
af þegar hún sá okkur, bros sem
kom frá hennar dýpstu hjartans
rótum. Allir þekkja að þegar hópur
af ærslafullum strákum kemur
saman þá vilja leikirnir og lætin
fara yfir mörkin, og eins var það
oftast þegar við frændurnir hitt-
umst hjá ömmu, en aldrei hastaði
amma á okkur, hún brosti bara.
Þó við höfum kvatt ömmu hinstu
kveðju, þá munu minningarnar um
brosið hennar og heims'oknirnar á
Laugarásveginn til ömmu og afa
lifa með okkur þar til okkar kall
kemur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Magnús Birgisson
Þegar ég kynntist Hjördísi Guð-
mundsdóttur bjó hún með manni
sínum, Magnúsi Sörensen lögreglu-
þjóni í tvílyftu húsi á Laugarásvegi
5 í Reykjavík. Elsta dóttir Hjördís-
ar, Línhildur Björnsdóttir, sem síðar
varð eiginkona mín, bjó þar hjá
móður sinni og stjúpa ásamt yngsta
syni þeirra hjóna. Tvö eldri börn
þeirra höfðu þá stofnað sín eigin
heimili og dóttirin, Lára Kolbrún,
var búsett í Svíþjóð. Ég hygg að
það hafi því ekki verið með öllu
sársaukalaust fyrir Hjördísi að eldri
dóttirin skyldi flytja út á land, en
þær mæðgur voru einkar samrýnd-
ar.
Ég varð fljótlega var við það að
Hjördísi var umhugað að halda fjöl-
skyldunni saman og notaði öll tæki-
færi til að fá fjölskylduna til sín.
Hún var sjálf úr stórum systkina-
hópi, eða yngst af 9 systkinum.
Hún fæddist í Stykkishólmi 21.
október 1915 og átti þar heima í
bernsku. Ung að árum fluttist hún
með foreldrum sínum, Hjörtfríði
Elísdóttur og Guðmundi Bjarna-
syni, sjómanni, til Reykjavíkur, og
bjó þar alla tíð síðan. Þegar ég
kynntist henni var frændgarðurinn
orðinn stór. Þótt nokkur systkina
hennar hafi þá verið látin voru
systkinabörnin mörg og Hjördís
reyndi að hafa eitthvert samband
við þau öll. Og þegar frændfólkið
í Ólafsvík eða af Suðurnesjum kom
í bæinn var gjarnan komið til þeirra
Hjördísar og Magnúsar.
Þau Hjördís og Magnús gengu í
hjónaband á kreppuárunum fyrir
síðari heimsstyijöld. Þá voru engir
uppgangstímar og atvinna stopui.
En 1939 réðst Magnús í lögregluna
í Reykjavík og vann þar til dauða-
dags 1986.
Þau hjónin bjuggu á ýmsum stöð-
um fyrstu hjúskaparár sín, en árið
1944 keyptu þau lítið hús á erfða-
festulandi f Laugarásnum, sem þá
var töluvert fyrir innan bæinn.
Síðar þegar farið var að byggja í
Laugarásnum fengu þau Hjördís
og Magnús lóð við Laugarásveginn
eða hluta úr erfðafestulandi sínu.
Þar byggðu þau stórt hús, seldu
miðhæðina en Birgir sonur þeirra
átti íbúð í kjallara.
Börn þeirra hjóna urðu þijú. Elst
var Lára Kolbrún, fædd 1937.
Hennar maður var Bert Johnson,
sem nú er látinn, en hann var skrif-
stofumaður í Stokkhólmi. Þau eiga
eina dóttur sem búsett er ytra, en
Lára er flutt heim. Þá er Birgir,
fæddur 1939, múrarameistari í
Reykjavík. Hann er kvæntur Þórdísi
Einarsdóttur og eiga þau þijá syni.
Yngstur er Guðmundur Þór, fæddur
1958, kjötiðnaðarmaður í
Reykjavík, kona hans er Auður
Kristjánsdóttir og eiga þau fjögur
börn.
Fyrir hjónaband sitt með Magn-
úsi átti Hjördís eina dóttur, Línhildi,
fædd 1935, dáin 1982, með Bimi
Steindórssyni. Hún ólst upp hjá
móður sinni og stjúpa frá átta ára
aldri, en hafði til þess tíma verið
hjá ömmu sinni, Hjörtfríði. Hún var
gift þeim er þetta ritar og áttu þau
einn son.
Þegar börnin voru vaxin úr grasi
fór Hjördís að vinna úti eins og
sagt er. Hún vann í mörg ár við
hreingerningar í Laugalækjarskóla,
þá var hún um skeið við afgreiðslu
í efnalaug við Laugalæk, en nú hin
síðari ár hefur hún unnið á Dvalar-
heimiii aldraðra við Dalbraut ýmist
í eldhúsi eða við ræstingar.
Meðan við Línhildur heitin bjugg-
um á Hvanneyri skruppum við oft
til Reykjavíkur um helgar og gistum
þá hjá þeim Hjördísi og Magnúsi.
Alltaf var jafngott að koma þar.
Þegar við síðar fluttumst hingað
suður urðu heimsóknir á Laugarás-
veginn tíðari og alltaf voru þau
hjónin boðin og búin við að aðstoða
okkur við ýmis mál hins daglega
lífs, hvort sem þau voru stór eða
smá. Eftir andlát Línhildar vomm
við feðgar tíðir gestir hjá ömmu og
afa, þeim Hjördísi og Magnúsi, og
Hjördís sá um allt fataviðhald fyrir
okkur þau árin sem við bjuggum
einir. Það er gott að hafa kynnst
fólki eins og þeim Hjördísi og Magn-
úsi.
Ottar Geirsson
Kvéðja frá samstarfsfólki
og íbúum á Dalbraut 27
Nk. þriðjudag verður til moldar
borin Hjördís G. Guðmundsdóttir,
en hún andaðist 7. þ.m. eftir stutta
en erfiða sjúkrahúslegu.
Hjördís var starfsmaður við Þjón-
ustuíbúðir aldraðra á Dalbraut 27
og hafði starfað þar frá því húsið
var opnað, eða í tæp tíu ár. Sl. tvö
ár var Hjördís langt frá því að
ganga heil til skógar, því sá sjúk-
dómur sem nú hefur dregið hana
til dauða, hafði óneitanlega sett sitt
mark á þessa glæsilegu og glað-
væm konu. Við sem störfuðum með
henni hér vissum að oft hlaut hún
að vera þjáð, en aldrei heyrðum við
hana kvarta. Hún gekk að sínum
verkum hvem dag og ekki er laust
við að okkur renni gmn í að það
hafi á stundum reynst henni erfitt.
Hjördís var fremur dul og bar ekki
raunir sínar á torg og var betur
iagið að gefa en þriggja. Allt til
hins síðasta er óhætt að fullyrða
að lífsviljinn og atorkan hafi sett
svip sinn á störf og alla framkomu
þessarar ágætu konu. Hún var éin-
staklega samviskusöm í starfi, nær-
gætin og hlý við samstarfsmenn og
ekki síst við aldraða íbúa þessa
staðar. Við söknum því samstarfs-
manns og vinar og biðjum góðan
guð að gefa henni hvíld og frið.
Ættingjum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
F.h. starfsfólks og íbúa á Dal-
braut 27,
Margrét L. Einarsdóttir
t
‘Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR GISLASON
bifreiðastjóri frá Hvaleyri,
Suðurgötu 62,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn
17. maí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (s-
lands og Heilavernd.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Guðfinnur Gísli Þórðarson, Elísabet Makasz Þórðarson,
Bjarni Rúnar Þórðarson, Anna Sigríður Karlsdóttir,
Hrafnhildur Þórðardóttir, Guðjón Helgi Hafsteinsson
og barnabörn.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar,
JÓN BJARNASON
fv. kaupmaður,
Snorrabraut 63,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. maí kl.
15.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Félag heyrnar-
lausra, Klapparstíg 28, Reykjavík.
Hörður Jónsson,
Kristín Tryggvadóttir,
Jón Harðarson,
Páll Harðarson,
Kristfn Harðardóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
fyrrverandi kaupkona,
Blómvangi 18,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 16.
maí kl. 15.00.
Bragi Guðmundsson,
Jón P. Guðmundsson,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Rakel Árnadóttir,
María Kröyer,
Pétur Sveinsson,
Ólafur Veturliðason,
Róbert Róbertsson
og barnabörn.
Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjóf um gerð og val legsteina.
S S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKBVWUVB3148'SlMI 76677
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SNORRI ÁSGEIRSSON
rafverktaki,
Þinghólsbraut 37,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. maí
kl. 13.30.
Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir,
Björgvin Gylfi Snorrason, Guðfinna Skagfjörð,
Ásgeir Valur Snorrason, Hildur Gunnarsdóttir
og sonardætur.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR SAMÚELSSON
fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. maí kl.
13.30.
Ellen Eyjólfsdóttir,
Guðrún Sverrisdóttir, Gunnar Ólason,
Eyjólfur Sverrisson, Margrét Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HJÖRDÍS GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR,
til heimilis á Laugarásvegi 5,
verður jarðsungin 16. maí frá Háteigskirkju kl. 13.30.
Lára K. Magnúsdóttir,
Birgir Magnússon, Þórdís Einarsdóttir,
Guðmundur Magnússon, Auður Kristjánsdóttir
og barnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 681960
MINNINGARKORT
STYRKTAR- OG MINNINGARSJÓOS
BORG ARSPlT AL ANS
Minningarkort eru til sölu í aðalandyri Borgarspítalans
frá kl. 8-20, virka daga og kl. 13-19 um helgar.
Kortin má einnig panta símleiðis í síma 696510 og
verður minningargjöfin þá innheimt með gíróseðli.