Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 31

Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNIÍDAGUR 14. MAÍ 1989 Hjónaminning: Helga Jónsdóttir og Erlendur Jónsson Helga Fædd2. mars 1911 Dáin 1. maí 1989 Erlendur Fæddur 28. september 1896 Dáinn 5. september 1980 í gær kvöddum við ættingjarnir frænku okkar, móðursystur mína. Helga var elst systkina sinna. Jón afi minn var bóndi á Ásum í Húna- vatnssýslu. Þar var æskuheimili þeirra. Fátækt var mikil í sveitum á uppvaxtarárum hennar. Hún ólst því upp v ið þröngan kost við al- menn sveitastörf. Hún ólst því upp við þröngan kost við almenn sveita- störf. Skólaganga og sérmenntun þekktist varla á þeim árum hjá kvenfólki, nema þá helst hús- mæðraskólar. Bærinn Ásar stendur norðan í bröttum brekkum ásanna í Svína- vatnshrepp. Jörðin er erfíð bújörð og reyndi því meir á þolrif fólksins en ella. Föður sinn misstu þau ung. Það lenti því á Helgu og Gísla bróð- ur hennar, sem nú er látinn, umsjón búsins ásamt móður þeirra fyrst um sinn. Nokkrum árum síðar leyst- ist búið upp og leiðir systkinanna skildu. Helga og Soffía móðir mín fluttust til Reykjavíkur. Gísli giftist að Búrfelli sem er næsti bær við Ása og bjó þar til æviloka. Nunna, næstyngsta systirin, varð ljósmóðir á Blönduósi, en lést ung. Ása, yngsta systirin, fór nokkru síðar til Bandaríkjanna og vann þar. Hún lærði síðar uppeldisfræði áður en hún kom til landsins eftir stríðsár- in. Þegar ég man fyrst eftir Helgu bjó hún á Bræðraborgarstígnum. Þá vann hún á saumastofu í Aðal- stræti 12 við að sauma einkennisföt á lögregluþjóna. Saumaskapur var nánast sú iðn sem kvenfólk fékk í vöggugjöf á þeim tíma. Helga var sérstaklega laghent kona og listræn í sér, eins og er í hennar ætt. Eftir hana eru til útsaumaðar myndir sem eru hreinasta listaverk. Á þeim sést vel hversu létt hún lék nálina við að koma frá sér myndsköpun hugans. Helga var einnig frekar félagslynd kona þótt hún byggi ein framan af ævinni. Hún eignaðist engin börn, en naut þess í stað samveru við börn systkina sinna. Ég man nokkur jól þar sem það þótti sjálfsagt að Helga væri heima hjá okkur. Eftir að ég fermdist var ég mikið á flakki. Átti heima í Skíðaskálanum í Hveradölum og á millilandaskipi uns ég hóf nám hjá Viðtækjavinnustofunni sem var þá á Laugavegi 178. Helga var svo lánsöm að kynnast indælum manni, Erlendi Jónssyni. Bjuggu þau í Mið- túninu rétt þar hjá. Eg held að þau hafí kynnst á gömludönsunum eins og sagt var. Eitt veit ég, þau dönsuðu mikíð og skemmtu sér. Það var mjög gaman að koma til þeirra, því þau voru alltaf glöð og kát. Erlendur vildi hafa alla hluti í góðu lagi. Hann bað mig oft að koma og lag- færa ýmsa hluti, eins og sjónvarpið og fleira. Einnig bónaði ég bílana hans á lærlingsárunum. Að sjálf- sögðu borgaði hann mér fyrir ómak- ið. Ég held að hann hafi nú oft verið meira að hugsa um illa launað- an lærling frekar en þörf væri á að bóna bílinn. Erlendur var nefni- lega mikið snyrtimenni. Svo held ég að þau hafi haft gaman af því að lítill frændi liti inn og fengi kaffi og brauð. Erlendur var mikill nátt- úrumaður. Hann hafði gaman af ferðalögum og veiðiskap. Stangar- veiði var hans líf og yndi. Þau ferð- uðust því mikið saman og nutu þess. Það urðu því mikil umskipti í lífi Helgu þegar Erlendur féll frá. Hann var þá við sína uppáhalds iðju laxveiði, er hann var bráð- kvaddur. Þau höfðu flutt sig um set úr Miðtúninu í Hátún lOb, til að eiga áhyggjulaus ævikvöld í samfélagi við fólk á þeirra aldri. Þar bjuggu þau er leiðir þeirra skildu um sinn. Nú hafa þau vænt- anlega hist aftur. Trúi ég að fagn- aðarfundir hafí orði og þau dansi og njóti þess sem tilveran gefur. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að njóta þess um tíma að vera nálægt þeim. Manni líður alltaf vel í návist fólks sem er glatt og ánægt með tilveruna. Sigurður Harðarson, útvarpsvirki. t Hjartkær móðir okkar, INDÍANA KATRÍN BJARNADÓTTIR, Ljósheimum 4, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á líknar- félög. Albert Guðmundsson, Gísli Guðmundsson, Brynhildur Jóhannsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Guðbjörg Axelsdóttir, Erla S. Guðmundsdóttir, Þorbjörn Pétursson, Valentínus Guðmundsson, Hafdís Ragnarsdóttir, Steinþór Guðmundsson, Anna Georgsdóttir, Ingólfur Jónsson, Inga Magnúsdóttir, Ingibjörg Ariliusardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLBORG SIGURJÓNSDÓTTIR, Holtsbúð49, Garðabæ, sem lést í Landspítalanum 6. maí, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Haraldur Guðmundsson, Sigurjóna Haraldsdóttir, Örn Zebitz, Ágústa Haraldsdóttir, Hafsteinn Gilsson, Eiður Haraldsson, Hrafnhildur Sigurbjartsdóttir, Ester Haraldsdóttir, Siggeir Ólafsson, Jón Ingvar Haraldsson, Edda Jóhannsdóttir, Hólmfríður Haraldsdóttir, Helgi Lárusson, barnabörn og langömmubörn. Blómastofa Fríðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Alúðarþakkir faerum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar BJÖRNS JÓNSSONAR frá Bæ. Kristín Kristinsdóttir, börn, tengdabörn, fósturbörn og barnabörn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamora/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður C 31 Heilsulindin Nýbýlavegi 24 Nudd- og heilsustofa Erum að fá til okkar Þjóðverja, Hartmuth Schymizek, sérfróðan í notkun á rafnuddtækjum, hljóðbylgjum og heitum leirbökstrum. Hentar gegn hinum ýmsu gigtr ar-, vöðva- og liðakvillum. Örvar einnig blóðrásina þar sem það á við. Þá hefur Hartmuth áralanga reynslu í meðhöndlun íþróttameiðsla eftir störf sín hjá vestur- þýska knattspyrnuliðinu Bayer Uerdingen. Uppi. og tímapantanir hjá Heilsulindinni í síma 46460 eða 46986. HVÍTASUNNUKAPPREIDAR HESTAMANNAFÉLAGSINS FÁKS Mánudaginn 15. maí kl. 12.30 hópreið Fáksmanna, mótið sett og töltsýning unglingaklúbbs Fáks. Kl. 13.00 úrslit í unglingaflokki 1.-5. sæti. Kl. 13.30 úrslit í barnaflokki 1.-5. sæti. Kl. 14.00 úrslit í B-flokki 1.-5. sæti. Kl. 14.30 úrslit í A-flokki 1.-5. sæti. Kl. 15.00 úrslit í tölti 1.-5. sæti. Kl. 15.30 kappreiðar. Keppt verður í 250 m skeiði, 250 m stökki, 350 m stökki og 800 m stökki. Einnig verður boðið upp á hestaleigu fyrir börn. Ef veður leyfir verður fólki gefinn kostur á að aka um í lystikerru. Hindrunarstökk á Brekkubraut og ýmsar veitingar á boðstólum í félagsheimilinu og á svæðinu. Hestamannafélagið Fákur. Bolir með myndum Kr. 1.450.- □ Rambo □ Michael Jackson n Europe □ A-Ha □ Iron Maiden □ Queen □ Scorpions □ Tina Turner □ Marilyn Monroe □ Whitney Houston □ James Dean □ Madonna □ Bob Marley .□ George Michael □ U-2 □ Don Johnson CllC Skólavörðustíg 42, sími 11506. Aldrei meira úrval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.