Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKANDI
AUJ3U mn t TRvriTnímM
SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
c
37
Sveinbjörn Hjálmarsson
•^Sigurður Guðmundsson
Magnús Sveinsson
^lngveldur Traustadóttir
$ t f t t t
dýrar hafnarframkvæmdir í Þor-
lákshöfn, vegna nýs Herjólfs, tefðu
fyrir málinu. Ég vara menn við því
að setja samtengingu þama á miili.
Þorlákshöfn þarf endurbóta við
hvort sem nýr Heijólfur kemur eða
ekki og hafnaraðstaðan þar er ekki
bara byggð upp fyrir samgöngu-
tæki Vestmanneyinga. En okkur
hefur alltaf verið beitt fyrir hafnar-
framkvæmdir í Höfninni og svo
verður eflaust áfram,“ sagði Magn-
ús.
Texti: Grímur
Myndir: Sigurgeir Jónasson
spurt og svaraö
Sundlaugagestur
MT Hvenær verður gufiibað-
I ið hjá Sundlaugum
Reykjavíkur í Laugardal komið í
gagnið?
Kristján Ögmundsson, forstöðu-
maður:
MÞað hefur staðið til að byggja
gufubað hér en óvíst hvenær
af framkvæmdum verður. Ákveðið
hefur verið að láta framkvæmdir í
kjallar ganga fyrir en framkvæmdir
vegna gufubaðsins verða að bíða þar
til nægilegt fjármagn fæst til að ráð-
ast í verkið.
Naíii Islands
Til Velvakanda.
Um þessar mundir stendur yfir
sýning á íslenskri menningu suður
í Tórínó á Ítalíu. Þangað hafa m.a.
verið flutt handrit af stofnun Árna
Magnússonar. Á það hefur verið
minnst í blöðunum að hér sé verið
að gera mikið átak í tengslum ís-
lands og Ítalíu. Ég vil benda á það,
að tengsl milli Norðurlanda og ít-
alíu voru sköpuð á árunum 500-700
með innrás Langbarðanna frá Dan-
mörku. Og þessir Langbarðar hafa
skilið eftir sig einkennilegar leifar
í nafnaforðanum í Tórínó og Mílanó.
Á þessu landsvæði hefi ég talið 98
nöfn sem byrja á forliðnum ÍS.
U.þ.b. 10 þeirra eru af grískum og
semitískum stofni. Öll hin eru ber-
sýnilega af norrænum stofni. Isa,
Isella, Isalberti, Isimbaldi, Isoldi,
Isoni, Isotta o.fl. Hér er um að
ræða ættarnöfn, sem áreiðanlega
eiga sér langa hefð að baki. Mér
sýnist, að þarna séu ís-nöfnin al-
gengust í Évrópu. Menn kunna nú
að minnast þess, að á síðastliðnu
ári leiddi ég að því rök í nokkrum
Morgunblaðsgreinum, að íslands-
nafnið væri tengt guðdómnum ís,
sem verið hafi æðsti guð indó-
evrópskra þjóða. Nafnaforðinn í
Tórínó og Mílanó virðist benda til
þessa. Ég vil benda á þá staðreynd,
að í flestum ítölskum skrám er
mikil eyða, þar sem stafirnir H, I
og K eiga að standa í upphafi orða.
Þar er aðeins rúm fyrir titla stofn-
ana. Persónunöfnin vantar alveg.
Nema á landsvæðinu kringum
Mflanó og Tórínó, þar sem Lang-
barðamir norrænu settust að forð-
um daga.
Kolbeinn Þorleifsson
Taktuflag
í fóstur!
Til Velvakanda.
„Vorið er komið og grundimar
gróa“, þetta hefur verið sungið svo
lengi sem elstu menn muna. Þetta
minnir mig hins vegar á að það em
til blettir sem ekki gróa. Slíkur
blettur er kallaður „flag“ eða
„moldarflag" og er ekkert augna-
yndi.
Nú líður að því að garðeigendur
fari að hugsa til vorverka í görðum
sínum, meðal annars þarf að grisja
og fjarlægja plöntur og lauka.
Þessu er rakað saman og sett í
svartan plastpoka sem síðan er ekið
með á sorphauga engum til ánægju.
Mín skoðun er sú að þetta sé
mikil sóun og að hægt sé að nýta
þetta á skemmtilegan hátt og takið
nú eftir!
Fyrir um 3—4 ámm fundum við
okkur moldarflag við veginn á
Reykjanesi á leið út í Hafnir. Þar
var varla stingandi strá. í þetta
moldarflag höfum við síðan flutt
allt lífrænt afrak úr okkar garði,
sem annars hefði lent í sorpinu og
nú er flagið horfið, þar er nú grænn
og gróskumikill blettur. Þarna em
meira að segja farin að vaxa tré,
bæði víðir og ösp sem upphaflega
vom stilkar frá grisjun sem ég
stakk beint í moldina og dafna vel.
Sólbetjamnnar og rifsbeijarunnar
dafna ágætlega, einnig Kanadakoll-
ur, valmúi, skarðsóley, dúnurt og
mjaðuijurt, sem flestir kalla „ill-
gresi“, eiga einmitt heima á svona
stað því að það eina sem er „illt“
við þessar plöntur er að þær em
duglegar og við ráðum illa við þær
í görðum.
Ein og ein lúka af áburði skaðar
ekki.
Ég skora því á garðeigendur að
taka „flag í fóstur" nóg er af þeim
og trúið mér, uppskeran verður stolt
og ánægja.
Rikki
BORGARKRÁIN
í V BORGARINNAR
á hverju kvöldi
Svæðameðferðarskúli
ÍSMS
Innritun fyrir 1. árs nema í svæðameðferð hefst
þriðjudaginn 16. maí.
Námsefni er líffæra- og lífeðlisfræði ásamt verk-
legu og bóklegu námi.
Nánari upplýsingar veita Birna og Jóna Ágústa í
símum 30807 og 611117 eftir kl. 18.00 á kvöldin.
Félagió Svæóameóferö
KYNNA:
P
^AGA ÚR
ÝRA GARÐINUM
idward /\lb«
Opnun l 5/5 (annan í hvítasunnu)
Húsið opnað kl. 21
Sýning hefstkl. 22
Léttar veitingar
2. sýning fimmtudaginn 1 8/5
Miðapantanir í síma 1 1559