Morgunblaðið - 14.05.1989, Síða 39
MÖRtíÚf'JBlkÖlb vaaamm'*** »
SUNNUDAGUR 14. MAI 1989
Glœsilegir fulltrúar æsku og hreysti.
í Sund
höllinni í
Reykjavík.
Stjórnmála-
skörungar og
íþróttastjömur.
SÍMTALID
’ eirÍk,
ER VIÐ BJARNVEIGUEIRIKSDÓTTUR LÖGFRÆÐING
sérfræðinganna
22-7340228
„Halló.“
- Bjarnveig Eiríksdóttir?
„Það er hún.“
- Komdu sæl. Friðrika Benónýs
heiti ég blaðamaður á Morgun-
blaðinu. Ég er hér með í höndun-
um bækling frá EFTA þar sem
kemur fram að þú sért ein þriggja
sem eru í starfsþjálfun hjá þeim
og langaði til að biðja þig að segja
mér í hveiju það fælist.
„Já. Það eru teknir inn á hveiju
ári þrír „nernar" frá aðildarlönd-
unum og þeir fá tækifæri til að
vinna hér á skrifstofu EFTA í
Genf. Þar sem ég er lögfræðingur
var ég sett í lagadeildina og var
þar lægst sett af sjö lögfræðing-
um. Starfið fólst aðallega í því
að undirbúa og sitja fundi með
lagasérfræðingum og skrifa síðan
skýrslur um þá.
- Var segirðu. Er starfsþjálfun-
inni lokið?
„Já, en eftir að henni lauk var
ég lánuð til fastanefndar íslands
í Genf, sem má kalla sérstakt
sendiráð og sér um að þjóna hags-
munum íslands hjá alþjóðastofn-
unum hér.“
- Hvaða alþjóðastofnunum?
„Fyrir
EFTA eru
GATT, alþjóðasam-
band um viðskipti
og tolla og svo Sam-
einuðu þjóðimar og
stofnanir þeirra eins
og Alþjóða heil-
brigðisstofnunin og
fleiri."
- Hvað eru margir
í þessari fastanefnd?
„Það er sendiher-
rann, tveir fulltrúar
og tveir ritarar."
- Hvað varstu lán-
uð í langan tíma?
„Til næstu ára-
móta. Formennskan
utan
það
inu er rúllandi og 1. júlí taka ís-
landingar við henni og hafa hana
fram að áramótum þannig að
álagið á starfsmennina hér eykst
talsvert."
- Og hvemig hefur þér líkað?
„Bara mjög vel. Ég var að vinna
í tolladeild fjármálaráðuneytisins
og hafði sótt nokkra fundi hjá
EFTA, en þekkti ekki starfsemina
nógu vel, fannst þetta allt svo
stórt og flókið, sem það alls ekki
er. Þetta er rnjög lítil stofnun,
miðað við fjölþjóðastofnanir hér
vinna ekki nema á bilinu sjötíu
til áttatíu manns og þrátt fyrir
aukin umsvif hefur stofnunin ekki
verið stækkuð frá upphafí. Það
var mjög lærdómsríkt að vinna í
lagadeildinni og vera með í fund-
um lagasérfræðinganna sem að-
stoða aðrar deildir við gerð samn-
inga og slíkt.“
- Hversu mikil starfsemi fer
þarna fram?
„Geysimikil. Það em fundir í
að meðaltali þrem til fjórum
nefndum á dag og þótt upphaflegt
markmið EFTA hafi verið að vera
fríverslunarbandalag hefur það
þanist út og starf-
rækir nú á milli tutt-
ugu
EFTA-ráð- Bjamvelg Elríksdóttir
og þijátíu
nefndir um allt milli
himins og jarðar;
umhverfismál,
menntamál, þjón-
ustu og svo fram-
vegis.“
- En þú stefnir að
því að koma heim
aftur eftir áramótin?
„Já, ég býst við
því.“
- Þá óska ég þér
bara góðs gengis og
þakka fyrir spjallið.
„Sömuleiðis.
Bless.“
- Bless.
Konni var kjaftfor og ósvífinn,
sumum fannst hann eilítið
montinn, og vinur hans Baldur
var sífellt að setja ofan í við
hann. Dugði það skammt því
áhorfendur veltust um af hlátri
og við það efldist Konni um
helming. Það var á árunum 1946
til 1964 sem þeir félagar Baldur
og Konni skemmtu íslenskum
áhorfendum með samtölum
sínum og söng og urðu flestum
sem sáu þá og heyrðu ógleyman-
legir.
Fyrir tuttugu og fimm árum
drógu þeir sig í hlé, en Baldur
Georgs sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að báðir væru þeir enn
vel frískir og gætu þess vegna
stigið á fjalirnar á nýjan leik.
Baldur var ekki nema níu ára
gamall þegar hann fékk þá flugu
í höfuðið að verða töframaður
og búktalari þótt hann hefði aldr-
ei séð eða heyrt í slíkum mönn-
um. Á stríðsárunum komst hann
yfir bækur um töfrabrögð og
búktalara og var aðeins 16 ára
gamall þegar hann kom fyrst
fram opinberlega. Konna fékk
hann síðan sérsmíðaðan frá Eng-
landi en slíka pilta mun nú ekki
vera hægt að fá lengur að sögn
Baldurs. En þeir félagar fóru
síðan að skemmta saman og
Baldur er og var eini búktalarinn
sem íslendingar hafa átt.
Hneykslaður á Konna
„Þetta var óborganlegur tími
og hann gaf mér sjálfum mikið,“
segir Baldur. „Við skemmtum á
mjög mörgum stöðum og alls
HVAR
ERU ÞAU
NÚ?
Baldur ogKonni
Hlédrægur
búktalari
í
staðar var það jafn skemmtilegt.
Brandaramir féllu auðvitað allir
frá Konna og ég var satt að segja
oft hneykslaður á honum. En ég
leit alltaf á Konna sem raun-
verulega persónu og stundum
fannst mér hann grípa fram í
fyrir mér þegar síst skyldi."
Baldur segir að búktalarar séu
í dálítið sérstakri aðstöðu því
þeir þurfi að vera tvær persónur
í einu, gagnstætt þeim sem era
með brúðuleikhús og þurfa ein-
ungis að tala fyrir brúðurnar.
„En ég hef nú alla tíð feiminn
verið og fannst því ágætt að láta
Konna segja það sem ég vildi
sagt hafa.“
Konni söng inn á fimm plötur
samtals, bæði með Alfreð Claus-
en og Skapta Ólafssyni, og Bald-
ur segist ekki neita því að alltaf
taki hann smá kipp þegar hann
heyri kappann syngja í útvarp-
inu.
Ekki af baki dottnir
Það var næstum fullt starf að
vera með Konna að sögn Bald-
urs, en hann vann þó alltaf önn-
ur störf með, m.a. skrifstofu-
störf, en þegar þegar hann hætti
með Konna sneri hann sér að
kennslustörfum, kenndi fyrst á
Eskifirði og síðan í gagnfræða-
skólanum á Akranesi." Baldur
tók stúdentspróf utanskóla 33ja
ára gamall og var síðan í Háskól-
anum í tvö ár „Og var það nú
ekki á tímum öldungadeilda."
Baldur hefur tekið lífínu ró-
lega síðustu árin, segist lesa
mikið, en ekki era þeir félagar
af baki dottnir, því Baldur segist
eiga marga nýja samtalsþætti
sem sökum feimni hans og hlé-
drægni hafa enn ekki verið flutt-
ir. Því er ekki útilokað að menn
fái á nýjan leik að heyra í Baldri
og Konna, en sá síðamefndi hef-
ur víst enn ekki sagt síðasta
orðið frekar en fyrri daginn.
Baldur og Konni-
Stundum fannst mér
hann grípa fram í fyrir
mér þegar síst skyldi.