Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 40

Morgunblaðið - 14.05.1989, Side 40
-40 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989 LAUNAMENN SKILÐ LEÐRÉTTINGUM Á STAÐGREÐSLUYFIRLITI í TÆKA TÍÐ Tryggið rétt uppgjör á staðgreiðslu og álagningu í sumar Nú eiga launamenn að hafa fengið sent yfirlit yfir af- dregna staðgreiðslu af launatekjum þeirra á árinu 1988. Yfirlitið sýnir skil launagreiðenda á afdreginni staðgreiðslu launamanna til innheimtumanna. Brýnt er að launamenn beri yfirlitið saman við launa- seðla sína til þess að ganga úrskugga um að staðgreiðslu sem haldið var eftir af launa- tekjum þeirra hafi verið skil- að til innheimtumanna. Að lokinni álagningu tekjuskatts og útsvars nú í sumarferfram samanburður við staðgreiðsluskil fyrir við- fT'"^ sioi:,K’609 ryni'nj£l<lo Hr 53°221 l609 L VRIRriK,t) Hr' 53o///-/«09 pyRl^W y609 r^T^'0 Hf' 630l69~n"9 630'6’-~09%9 2i 21 21. 63. komandi launamann. Ef upplýsingar um staðgreiðslu launamanns eru rangar verður greiðslustaða röng og launamaðurinn hugsan- lega krafinn um hærri fjár- hæð en honum annars ber að greiða ef ekki er sótt um leiðréttingu í tækatíð. Ef um skekkjur á yfir- liti er að ræða er nauðsyn- legt að umsókn um leið- réttingu sé komið á fram- færi við staðgreiðsludeild RSK, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík, hið allra fyrsta til þess að tryggja að greiðslustaða verði rétt við álagningu opinberra gjalda nú í sumar. Umsókn um leiðréttingu á ofdreginni stoðgreiðslu ber oð skilo til stoðgreiðsludeildor RSK, Skúlogötu 57, 750 Reykjovík. RSK RlKISSKATTSTJÓRI BAKÞANKAR Súkkulaði- aíinn Eg hitti einn afann á förnum vegi og hann sagði við mig, jæja góði þú skrifar um ömm- urnar og hvað þær höfðu það reffilegt í þessum rifsbeijagild- wm^mmmmmw um sínum i gamla daga, en þú minntist ekki þar á okkur af- ana sem þræl- uðum í kartöfl- um á meðan. Skrifaðu pistil um mig og kall- aðu hann, kart- eftir Ólaf Gunnars- son öflu-afinn. Ég tók afann á orðinu. Nú vorar og þess vegna er ágætt að koma með einn stuttan pistil um kartöflumar. Nei, ég hafði ekki gleymt ykkur afar, hvernig væri það mögulegt, afl minn með yflrvaraskeggið sem gaf mér kaffi og sykurmola á laun, já hann afi minn sem einn góðan veðurdag að vori til lofaði að gefa mér súkkulaði þegar haldið var í sveitina til að setja niður. Já, svona afar gátu verið ansi lúnknir. Smástúfar trúðu því þeir hefðu fundið upp kolakran- ann og sett fjöllin á sinn stað. Litlir puttar sofnuðu í fanginu á feðmm sínum aftur í þegar hald- ið var í sveitina, þeir steinsofn- uðu áður en þeim tókst að minna afann á súkkulaði í þriðjasinn . . . já svona afar sem slitu sér út við kartöflurnar, þeir vom seigir við að fá hina og þessa í að stinga upp og síðan röðuðu dætur og synir sér á rekkana og potuðu kartöflunum niður á meðan afinn sýndi að- komumanni hauginn af gijóti, þau grettistök, sem hann eitt sinn hafði rifið upp úr lyngmó- anum á þeim löngu liðna tima þegar garðurinn varð til. Já, og þegar leið á sumar þá hafði afinn steingleymt þvi að hann hafði fengið hjálp við að stinga upp og setja niður, hann sagðist vera farinn i baki af því að reita arfa þótt gamlar ljósmyndir í fa- melíualbúminu sanni hið gagn- stæða, það er aumingja amman sem liggur á fjórum fótum með arfafötuna sér við hlið á meðan sjálfur afinn okkar stendur yfir henni með hattkúfinn aftur á hnakka og hefur látið hendur á auman hrygg til málamynda fyr- ir þann sem myndina tók. Þið kartöfluafar. Sifellt voruð þið að gleyma súkkulaðinu okk- ar. Þegar kom að því að taka upp þá voruð þið roknir að gera eitt og annað „bráðnauðsyn- legt“, redda kartöflugeymslunni til dæmis og þegar þið ókuð í hlað þá höfðuð þið amarauga með grösunum. Ef langar raðir bærðust í haustgolunni þá gat hann afi minn átt það til að verða snögglega slæmur yfir höfðinu og þurfa að leggja sig inn i stól þar til synir og sonar- synir höfðu hrist úr þeim síðustu. Á meðan amman stjórnaði uppvaskinu, þegar smælkið hafði verið étið með ýsu, og kvöldsólin þerraði kartöflu- breiðurnar á segldúknum þá tók afinn í hendur lítilla drengja sem enn biðu sinnar súkkulaði- stangar með vonameista í hjarta, þeir fóru í kvöldgöngu saman. Afadjásn benti á kart- öflubrelðurnar og spurði: Hvað er nú þetta afi minn? Það em gullklumpar sem jörðin gaf okk- ur stúfur litli, sagði afinn. Þeir gengu fram á kartöflu- garðinn sem breiddi nú úr sér galtómur. Og hvað er nú þetta afi, spurði skrefstutti stuttigutt- inn, þriggja ára og benti á mold- arbreiðuna. Ha ha ha, sagði af- inn, þetta er nú allt saman súkkulaði spörfuglinn minn. Blessað barnið sem öllu trúði af afa vömm, vatt sér þá beint af augum út í moldina og hróp- aði: gúggí, gúggí, en það mun þýða súkkulaði, og jós á sér munninn fullan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.