Morgunblaðið - 21.05.1989, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
GRIMME
að var vissulega talsvert
mál að fæðast utan
hjónabands fyrir sextíu
árum síðan. Þá var það
ekki eins algengt og
núna, og litið alvarlegri
augum. En pabbi stóð
fastur á því að ég yrði
rétt feðraður og þess vegna er ég
Gunnarsson. Ég ólst upp í Dan-
mörku, í Kaupmannahöfn, og kom
fyrst til Islands eftir stríð, og bjó
í um hálft ár á býli föður míns,
Skriðuklaustri. Þá var ég 18 ára
gamall. Ég hafði reyndar hitt bæði
pabba og bræður mína í æsku, en
ég man ekkert eftir því. Það er því
ekki hægt að segja að samband
okkar hafi verið dæmigert samband
feðga, þegar við kynnumst svona
seint. Én ég eignaðist góðan vin í
honum, og það held ég að lýsi sam-
bandi okkar best. Við vorum góðir
vinir. Hins vegar varð samband
mitt við bræður mína íslensku,
Gunnar og Úlf, eins og það getur
orðið best á milli bræðra. Það var
hreinlega eins og við hefðum alltaf
þekkst.
Það sem kom mér mest á óvart
þegar ég kynntist pabba, var kímni-
gáfa hans. Hún er ekki fyrirferðar-
mikil í bókum hans, sem eru gegn-
umsneitt mjög alvarlegar, enda var
hann fyrst og síðast maður alvör-
unnar. Ég hafði lesið flest allar
bækur hans sem þá höfðu komið
út, og bæði mamma og aðrir í Dan-
mörku höfðu sagt mér margt af
honum, þannig að ég vissi heilmikið
um hann áður en ég hitti hann. En
ég hafði sem sagt ekki minnsta
grun um að hann væri svona leiftr-
andi fyndinn í persónulegri um-
gengni. Ég kvartaði yfir þessu við
, hann, sagði að mér fyndist hann
ætti að láta kímnina fá meira rúm
í bókunum. Hann hafði gaman af,
og sagðist alltaf hafa gert það, það
væri þá bara að kímnigáfa mín
næði ekki upp í hans. Og þannig
má segja að tónninn á milli okkar
hafi verið, léttur og mikið um góð-
látlegt grín í garð beggja.
Annað dæmi um þetta er þegar
égtók blaðaviðtal við hann. Ég
hafði átt fjölmörg stór viðtöl, meðal
annars við flesta af helstu rithöf-
undum Norðurlanda — svo sem
Halldór Laxness og William Heine-
sen, sem ég veit að lesendur Morg-
unblaðsins þekkja og hafa vonandi
í hávegum. Svo mér fannst orðið
tímabært að taka viðtal við pabba.
Og það var ekki síst spennandi
vegna þess hversu sjaldan hann
veitti viðtöl. Mér tókst að fá hann
til þess, en svo þegar við fórum í
gang fór allt í hnút vegna þess að
hann svaraði öllum spurningum
mínum mjög stuttaralega og hálf-
partinn út í hött. Það fauk því fljót-
lega í mig og ég spurði af hverju
í fjáranum hann væri með þessar
tiktúrur, og þá svaraði hann því
til, að það væri sjálfsagt vegila
þess að spurningarnar væru ekki
nógu góðar. Þá varð ég auðvitað
enn reiðari uns það kom í ljós að
hann var bara að stríða mér. Svo
bytjuðum við upp á nýtt og allt
gekk eins og i sögu. Við ræddum
að sjálfsögðu mest um bókmenntir
og þau vandamál sem fylgja því að
vera íslendingur og skrifa á dönsku.
Meðal annars komum við inn á
þetta, að margir Danir halda að það
eigi að segja „islænding", þegarþað
er rétt að segja „islænder". Eg
hafði lært þetta vitlaust í skóla og
það hafði verið pínlegt fyrir mig
þegar ég kom til íslands í fyrsta
skipti og sagði „islænding" — því
ég hafði lært í skóla að „islænder"
væri hestur og peysa. En svo var
mér rækilega gerð grein fyrir því
af pabba og bræðrum mínum að
það ætti líka við þjóðernið og að
maður ætti síst að amast við samlík-
ingunni við hestinn, sem er þraut-
seigur, sterkur og hugrakkur. Og
það væri della danskra háskóla-
manna að segja „islænding“, eins
og flestir reyndar gera enn þann
dag í dag.
En það var einkum þrennt sem
pabbi hafði ekki háar hugmyndir
um: íþróttir, blaðamennska og sós-
íaldemókratar. Og þegar ég gerðist
svo íþróttafréttaritari á Socialdemo-
kraten, átti hann erfitt með að
kyngja því. En hann umbarþessa
veikleika mína af mikilli háttvísi
þegar hann hafði vanist þeim.
— En hvernig var samband ykk-
ar Franzisku, eiginkonu pabba þíns,
— varla hefur hún verið hrifin af
þér?
Vitaskuld var þetta sérstakt, að
koma þarna sem barn utan hjóna-
bands þeirra, vera það sem kallað
var lausaleikskrói, og það var tals-
vert mál á þeim tíma. En ég fann
aldrei fyrir því að ég væri óvelkom-
inn og hún var mér góð eins og
allir aðrir.
— Hvað um hina dönsku foreldra
þína?
Mamma er enn á lífi, nýorðin
níræð. Hún er dóttir eins þekktasta
leikhúsgagnrýnanda Dana fyrr og
síðar. Ég eignaðist sem sagt dansk-
an pabba og hef alltaf sagt að það
hafi verið mitt lán í lífinu að eiga
tvo pabba, annan danskan — hinn
íslenskan. Og þannig leið mér alla
mína æsku. Ég man ekki hvenær
mér var sagt að Gunnar Gunnars-
son væri pabbi minn. Ég hef alltaf
vitað það, mér hefur verið gert þáð
ljóst á svo viturlegan hátt, að ég
hef aldrei efast og það hefur aldrei
verið neitt vandamál fyrir mig.
Ekki heldur hér í Dar.mörku.
Danski pabbi minn var stórkostleg-
ur maður, og svo þegar ég kom til
fjölskyldu minnar á Islandi eftir
stríðið, var mér tekið opnum örmum
og urðu strax miklir kærleikar með
okkur. Og ég hef alltaf sagt, vissu-
lega dálítið stór upp á mig, að ég
hafi erft það besta í fari þessara
tveggja þjóða. Vinir mínir eru ekki
alveg sammála því, en ég fullyrði
það samt...
— Af hverju hafa þeir ekki viljað
samþykkja það?
Við skulum láta það liggja milli
hluta, segir hann og hlær. —
Kannski varþað bara spaug ...
— Hvers vegna gerðir þú ekki
alvöru úr því að setjast að á íslandi?
Já, land og fólk heillaði mig,
vegna þess að mér líkar vel að
maður viti hvað já og nei er. Dan-
ir, og ég verð eiginlega að segja
við Danir, erum afslappaðri og líka
yfirborðskenndari en íslendingar,
mér finnst gott að menn viti hvar
þeir hafa hvern annan eins og mér
finnst það vera á íslandi. En tungu-
málið var stór þröskuldur, því ég
hafði einsett mér að verða blaða-
maður, og blaðamenn verða að hafa
gott vald á því tungumáli sem þeir
skrifa. Og þar sem ég gerði það
ekki kom aldrei alvarlega til greina
að ég settist að á íslandi. A Skriðu-
klaustri var alltaf töluð við mig
danska. Ég lærði reyndar að lesa
og skildi pínulítið þegar ég heyrði
á tal annarra, en þjálfaðist aldrei í
að tala íslensku sjálfur. En mig
langaði vissulega til þess .. .
— Hvað finnst þér um skáldskap
föður þíns?
Mér finnst það eigi aðallega að
leggja tvennt til grundvallar mati
á list. í fyrsta lagi hvað hún hefur
að segja á þeim tíma sem hún kem-
ur fram, og í öðru lagi hvaða gildi
hún hefur fyrir nútímann. Og út frá
þessu frnnst mér hann hafa verið
mjög framsýnn í sínum bestu verk-
um. Vald hans á tungumálinu og
hrynjanda þess var sérstaklega
mikið og hann var mjög íslenskur
í því sem hann skrifaði. Ég held
hann hafi haft mikil áhrif á skilning
annarra þjóða á íslendingum. Það
hefur fáum tekist að lýsa íslenskum
hugsunarhætti eins vel og hann
gerði. Og þess vegna finnst mér
hann mjög stór rithöfundur. Ég
held ekki að mikið af því sem hann
skrifaði eigi eftir að endast til lengri
tíma litið, en það gildir reyndar um
flest. Hvað stendur eftir af því sem
var skrifað fyrir tvö hundruð árum?
En ég held að sumt af því besta
sem hann skrifaði muni — ekki
bara á Norðurlöndum heldur líka í
Evrópu — standa upp úr sem dæmi
um sérstöðu norrænnar hugsunar.
— Eitthvert verk umfram önnur
sem þú heldur upp á?
Jú, það er ein lítil bók, sem ég
held að fáir þekki, sem heitir Dreng-
urinn. Það finnst mér eitt af því
besta sem ég hef lesið um dagana.
Annars hef ég aldrei gefið bók-
menntaverkum einkunn, og finnst
það ekki hægt. Mér finnst að meta
eigi verk manna í heild, en ekki
gefa einstökum verkum einkunn.
ar bollaleggingar, að ég held fyrir
okkur báða...
Fyrst þú minnist á Halldór
Laxness; finnst þér að
pabbi þinn hefði frekar átt
skilið að fá Nóbelsverð-
launin en hann eins og
margir vildu meina?
Þegar verðlaununum
var úthlutað á sínum tíma
og allar þessar umræður voru um
það hvor þeirra hefði átt að fá þau
hugsaði ég auðvitað heilmikið um
það mál. Og ég komst að þeirri
niðurstöðu, að á þeim tíma var rétt-
ara að veita Halldóri þau en pabba,
en mér fannst líka að pabbi hefði
átt skilið að fá þau nokkrum árum
fyrr. En það er að sjálfsögðu heldur
ekki hlutlaust mat. Eins og ég
sagði, hef ég átt blaðaviðtal við
Halldór og heimsótt hann og átt
alveg einstaklega skemmtilegar
stundir með honum. Hann og pabbi
voru ágætir vinir, en áttu um leið
í gífurlegri samkeppni. Ég hafði það
á tilfinningunni, svona hálft í gamni
og hálft í alvöru, að hvorum um
sig hafi fundist enginn vafi leika á
því að hinn væri næstbesti rithöf-
undur íslendinga.
Mér hefur alltaf þótt það miður
að geta ekki fylgst með íslenskum
bókmenntum á íslensku. Ég get
stautað mig fram úr íslenskum
texta, en þannig er ekki hægt að
lesa skálskap. Eg hef því Iesið
íslensk verk í þýðingum og fylgst
sæmilega með því sem hefur komið
út á dönsku, og að sjálfsögðu lesið
allt sem Laxness hefur skrifað. Ég
hef alltaf verið sérstaklega hrifínn
af hugrekki hans til að þróa sig,
það eru ekki mörg dæmi í bók-
menntasögunni um rithöfunda sem
hafa tekið jafn margar kollsteypur
og hann — allt frá kaþólsku til
kommúnisma — og lent standandi
í hvert skipti.
— Hvað um aðra íslenska höf-
unda?
Ég las síðast Grámosann eftir
Thor Vilhjálmsson og fannst hún
stórkostleg. Ég sá svo viðtal við
hann í sjónvarpinu og þar staðfesti
hann þá hugmynd sem bókin hafði
gefið mér af honum sem stórgáfuð-
um og vel skilgreindum manni.
Hann er mjög spennandi höfundur.
En því miður hefur mér ekki gefrst
mikill tími til lestrar í seinni tíð og
þess vegna hef ég ekki lesið annað
af því sem hefur komið út á undan-
förnum árum.
— En svo við víkjum nú að þínu
ævistarfi, blaðamennskunni..
Já, danski pabbi minn, Ove Niel-
sen, var blaðamaður í 25 ár áður
en hann sneri sér að viðskiptum.
Ég ólst því upp við blaðamennsku
og fékk snemma áhuga á að leggja
hana fyrir mig. í skólaleyfum bar
ég út blöð, var sendill á ritstjórn
og fleira til að kynna mér fyrirbær-
ið frá öllum hliðum. Um þær mund-
ir sem ég þóttist vera tilbúinn í slag-.
inn frétti ég að ameríska fréttastof-
an, United Press, vantaði fréttarit-
ara hér í Kaupmannahöfn. Ég hafði
bara gagnfræðapróf og ekki mikla
enskukunnáttu, svo ég gekk á fund
skjalaþýðanda sem ég kannaðist við
og spurði hvort hann gæti ekki
kennt mér að skrifa ensku á þrem-
ur mánuðum. Honum fannst það
broslegur barnaskapur hjá mér að
halda að slíkt væri hægt, en féllst
á að kenna mér og lofaði því að
taka aðeins hálft gjald fyrir ef ég
yrði ekki rekinn fýrstu þijá mánuð-
ina í starfi. Ég fór til hans á hveij-
um degi í þijá mánuði og gerðist
síðan fréttaritari hjá United Press,
— og var ekki rekinn. Við það starf-
aði ég í nokkur ár uns ég fékk stöð-
una sem pabbi átti svo erfitt með
að kyngja, varð sem sagt íþrótta-
fréttaritari á Socialdemokraten,
sem var fyrirrennari Aktuelt. Það
var árið 1951. Ég valdi íþrótta-
fréttamennsku meðal annars vegna
þess að blaðið átti ekki yfir miklum
fjármunum að ráða, en íþrótta-
fréttamenn voru þeir sem voru
sendir út um allan heim. Og það
var það sem mig langaði. Eg hef
líka alltaf haft mikinn áhuga á
íþróttum, og var um tíu ára skeið
liðsstjóri og leikskipuleggjandi fyrir
meistaraflokk kvenna í handknatt-
leik hjá HC. Og það er eina danska
félagsliðið sem nokkurn tíma hefur
náð Evrópumeistaratitli. Og ég þyk-
ist, á minn hógværa máta, ekki eiga
minnstan þátt í því.
Svo árið 1966 — þá var búið að
breyta nafninu í Aktuelt — var ég
settur í einn af ritstjórastólunum.
Þá var blaðið í gífurlegum fjár-
hagskröggum og til að bjarga því
frá gjaldþroti var ráðist í að endur-
skipuleggja sunnudagsblaðið og ég
hafði umsjón með þvi. Það var sem
sagj; skilyrði að það yrði fjárhags-
legur bjargvættur Aktuelt. Ég hafði
alveg fijálsar hendur við þetta verk-
efni og að sjálfsögðu aðstoðarfólk.
Við gjörbreyttum blaðinu þannig
GUNNAR GUNNARSSON
OG SKRIÐUKLAUSTUR
Það sem kom mér mest á óvart þegar ég kynntist
pabba, var kímnigáfa hans. Hún er ekki fyrirferðar-
mikil í bókum hans, sem eru gegnumsneitt mjög alvar-
legar, enda var hann fyrst og síðast maður alvörunnar.
Ég treysti mér ekki til að dæma
um hvaða gildi hann hefur á ís-
landi — en utan frá held ég að
hann hafi haft mikið að segja um
skilning fólks á íslendingum, ég
hugsa að það sé mikilsverðasti þátt-
urinn í hans skáldskap. En að sjálf-
sögðu get ég ekki dæmt verk hans
hlutlaust. Ég hef skrifað heilmikið
um bókmenntir, en aldrei um bækur
hans og kæmi það aldrei til hugar.
Ég hef rætt skáldskap hans mikið
við aðra, meðal annars við Halldór
Laxness, og það voru mjög fróðleg-