Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
GRIMME
að það varð í rauninni alveg nýtt
og sérstakt blað, SondagsAktuelt,
og það náði sem betur fer fljótt
miklum vinsældum og rokseldist.
Eftir að fjárhagsstaðan var orðin
trygg og rútína komin á blaðið fór
ég að rækta þau áhugamál mín sem
mig hafði lengi dreymt um að geta
sinnt, og voru bókmenntir og leik-
list. Eg hafði alltaf farið mikið í
leikhús og vildi prófa að sameina
þann áhuga minn blaðamennsk-
unni, fékk að skrifa um minni hátt-
ar leiksýningar, en aðalgagnrýn-
andi blaðsins, Svend Eriksen, sem
þá var einn viðurkenndasti leiklist-
argagnrýnandi Danmerkur, fór með
mér á sýningarnar, svo ég gæti
leitað ráða hjá honum. Hann reyndi
sjálfur að hafa sem minnst áhrif á
mig og það hafði mikið að segja
fyrir mig að eiga hann að. Eftir því
sem árin liðu færði ég mig upp á
skaftið og endaði sem aðalleiklistar-
gagnrýnandi blaðsins og var þá líka
farinn að skrifa um bækur. En þetta
var fýrst og fremst hobbýið mitt,
meðfram ritstjórastarfinu.
Svo var ég rekinn fyrir
tveimur árum. Þá voru
aftur gerðar miklar
breytingar á blaðinu og
fengnir tveir menn frá
fréttastofu Danska sjón-
varpsins til að annast
þær. Nú, við töluðum
ekki sama málið og ég var látinn
fara. Ég varð bálreiður og náði
ekki upp í nefið á mér upp á íslensk-
an máta. Sem betur fer, vil ég
segja, því þá rann reiðin líka fljótt
af mér og ég losnaði við að verða
bitur, sem er það versta sem getur
komið fyrir nokkurn mann. Það er
ekkert eins sorglegt og fólk sem
er biturt. En ég var heppinn og
fékk ijölda tilboða um að skrifa
fyrir hina og þessa, og uppgötvaði
að það var frábært að vera laus við
allar þær áhyggjur sem fylgja rit-
stjórastöðunni og geta bara skrifað,
sem mér þykir skemmtilegast af
öllu. Ég fékk tilboð um að sjá um
viðtalsþátt hjá Kaupmannahafnar-
sjónvarpsstöðinni, Kanalen. Síðan
hefur það gerst að Aktuelt er hætt
að koma út á sunnudögum. Núna
er ég sem sagt í lausamennsku,
skrifa fyrir Berlingske Tidende og
annast viðtalsþáttinn. Ég hef líka
um árabil séð um dönsku útgáfuna
á samnorrænni fréttaárbók, sem
kallast Horisont. Það hefur verið
mín fjárhagslega varaskeifa, því
ritstjórastólar eru valtir og ég vildi
ekki standa uppi tekjulaus ef mér
yrði fyrirvaralaust vikið úr starfi.
Horisont kemur út í 50—60 þúsund
eintökum á ári, í áskrift, og er gef-
ið út og unnið í Svíþjóð.
— Hefur þig aldrei langað til að
skrifa skáldverk?
Ég hef enga hæfíleika í það, svar-
ar hann snöggt. — í fýrsta lagi ber
ég alltof mikla virðingu fyrir því
sem hefur verið skrifað. Ég hef les-
ið of margar góðar bækur til að
Ianga til að skrifa sjálfur. Ég vil
frekar vera góður handverksmaður,
en lélegur listamaður. Fyrir mér er
blaðamennska fyrst og fremst
handverk, gott handverk. Þeir sem
eru bestir geta sjálfsagt kallast
listamenn, en blaðamennska er ekki
list í mínum augum.
Reyndar skrifaði ég tvær smá-
sögur sem birtust á prenti þegar
ég var ungur maður. Sú fyrri kom
út í vikublaði, sunnudagsblaði, og
strax sama dag fór ég í hádegismat
til móðurfjölskyldunnar til að taka
á móti hrósyrðum. En það sa.gði
enginn neitt þegar ég kom. Ég þótt-
ist vita að þeim hefði þótt sagan
það góð að þau ættu ekki orð. Svo
snæddum við um stund og ræddum
um daginn og veginn uns éggerð-
ist óþolinmóður og spurði hvort þau
hefðu ekki fengið blaðið. Jú, sögðu
þau og héldu svo áfram að tala um
eitthvað annað. Þá datt mér ekki
annað í hug en að sagan væri svo
rosalega góð að þau væru bara
hálfvönkuð. Mér fannst ég því verða
að segja eitthvað til að hjálpa þeim
af stað og spurði mömmu hvort hún
hefði ekki lesið smásöguna mína.
Þá sló þögn á mannskapinn, en hún
leit fast á mig og sagði: Jú, viltu
ekki rétta mér saltið? Ég varð auð-
vitað sármóðgaður — eins og títt
hendir misskilda snillinga — og
rauk á dyr. Viku seinna las ég svo
smásöguna mína og hún var væg-
ast sagt ekki góð. Seinna skrifaði
ég aðra vegna þess að mig vantaði
peninga til að borga skatt, en eftir
það hef ég verið svo tillitssamur
við lesendur að skrifa ekkert.
— Varstu undir áhrifum frá
pabba þínum þegar þú skrifaðir
þessar sögur?
Nei, alls ekki. Ég hef einfaldlega
alltaf haft gaman af því að skrifa.
En eins og ég segi, þá hefur svo
margt gott verið skrifað og ég er
þeirrar skoðunar að fínnist manni
maður ekki hafa eitthvað mikilvægt
að segja, sem ekki hefur verið sagt
áður, eða geti sagt hlutina betur
en aðrir, þá eigi maður að sleppa
því að skrif a. Og mér hefur sem
sagt ekki enn fundist ég hafa eitt-
hvað mikilvægara fram að færa en
allir þeir rithöfundar heimsins sem
ég hef lesið, og heldur ekki að ég
gæti sagt það sama betur en Lax-
ness og Shakespeare og Heming-
way og Goethe og Thomas
Mann ... að ekki sé talað um
kínverskar bókmenntir sem ég dái
mikið eða Dostojevskíj sem mér
finnst mestur allra. Ef mér dytti
einhvern tíma í hug að gerast rit-
höfundur væri nóg fyrir mig að lesa
eitthvað eftir hann til að hætta
snarlega við ...
— Hefurðu hugsað þér að skrifa
ævisögu þína?
Nei, ég er handverksmaður. Það
er prófessor sem var einhvem tíma
svo vingjamlegur að skrifa í grein
að ég væri einn af fjómm eða fímm
hér í landi, sem gerðu blaðaviðtöl
að list. Mér þótti að sjálfsögðu
vænt um að hann skrifaði þetta,
en þótti hann gera of mikið úr hlut-
unum. Mér finnst að það beri að
gera skýran greinarmun á list og
handverki. Og mér fínnst að ævi-
minningar eigi að vera list. Annars
á maður að láta það eiga sig. Fyrri
eiginmaður mömmu var Tom Krist-
ensen (einn af virtustu rithöfundum
Dana á þessari öld), og hann sagði
einu sinni við mig að annaðhvort
ætti maður að segja allan sannleik-
ann eða láta það eiga sig. Og mið-
að við allt það sem ég hef upplifað,
þá þykir mér einsýnt að ég muni
ekki segja allan sannleikann, og
þess vegna mun ég láta það eiga
sig, af tillitssemi við margt fólk og
pínulítið gagnvart mér sjálfum líka.
Upplifað margt seg-
irðu ... ?
Já, að sjálfsögðu hafa
þeir sem lifðu stríðið upp-
lifað margt og mikið. Eg
lifði sjálfur mjög geyst í
umþað bil 10 ár ...
— Hvemiggeyst?
Bara lifði lífinu maður! Skemmti
mér vel og var kátur piparsveinn
og var það mikið og skemmti mér
vel. Ég vildi ekki fyrir nokkum mun
hafa misst af þessum ámm, en mér
fyndist það tillitsleysi við margt
fólk ef ég færi að lýsa þeim mjög
nákvæmlega. Vissulega má segja
að maður geti notað önnur nöfn og
breytt hinu og þessu, en það fólk
sem til þekkir og um er fjallað get-
ur alltaf iesið á milli línanna. 0 g
svo skrifa ég heldur ekki nógu vel
ennþá til þess að geta orðið rithöf-
undur.
— En þú ert kvæntur?
Já.
— Og átt böm?
Nei, engin börn. Ég hef verið
kvæntur í bráðum þrjátíu ár, konu
sem ég kynntist í gegnum íþrótta-
fréttamennskuna. Hún heitir Elsa
Birkmose og var mjög fræg hand-
og körfuknattleikskona á þeim
tíma. Við vomm komin yfír þrítugt
þegar við giftum okkur og ákváðum
að eignast ekki böm.
— Er það ekki hámark svartsýn-
innar?
Já, ég vil orða það þannig, að
ég sé reiðubúinn til að taka umtals-
verða áhættu fyrir sjálfan mig, en
ekki fyrir þá sem hafa ekki beðið
um það. En ég gleðst yfir því að
flestir aðrir em ekki á sömu skoð-
un, því annars væri ekki mikið
framundan í mannheimi. Við hjónin
emm hinsvegar mjög hrifín af börn-
um og heimili okkar er alltaf fullt
af bömum — þau em bara ekki
þess að fiskurinn fljúgi.
— Þú ert þá væntanlega ekki
trúaður maður?
Nei, langt í frá. Ég er sjálfsagt
einhver trúlausasti maður sem um
getur. Ég var einu sinni á fjöl-
mennri alþjóðlegri ráðstefnu um
trúmál í Tókíó, og tók þátt í umræð-
um um hinar aðskiljanlegustu trú-
arstefnur. Þar var kaþólikki sem
teiknaði stórt fjall á töflu og fjöl-
marga stíga upp eftir því sem allir
enduðu við tindinn og sagði þá
standa fyrir trúarstefnurnar, sem
allar stefndu að sama marki. Þetta
hafði mikil áhrif á viðstadda. Nú
er það góða við ráðstefnur í austur-
löndum að þar gefa menn sér góðan
tíma til að hugsa. Á vesturlöndum
rembast allir við að svara spuming-
unum áður en þær em lagðar fram
— til að virka gáfulegir. En í austri
þykir það bera vott um yfirborðs-
mennsku að vera of fljótur á sér
með fullyrðingar, og sú er líka oft-
ast raunin. Ég hafði því íhugað
þessa myndlíkingu kaþólikkans dá-
GÖNGUFÖRIN
Trú kemur oft fólki að miklu gagni, veitir því stoð og styrk í erfíðleikum,
og maður skyldi vara sig á því að vera að fetta fíngur út í trúarskoðanir
annarra. En hvað q'álfan mig áhrærir kýs ég að ganga við fjallsrætumar.
okkar eigin böm ...
— Er þetta kannski gmnntónninn
í lífsspeki þinni, — að taka ekki
áhættu fyrir þá sem hafa ekki beð-
ið um það?
Ég veit ekki... Ég myndi
kannski frekar vilja kalla það raun-
sæi, en það er erfitt að útskýra
þetta nákvæmlega, — og þetta er
líka skoðun sem ég vil ekki koma
inn hjá öðm fólki. En ég er sem
sagt ekki hrifinn af „manninum".
Ég ræddi einu sinni við guðfræðing
sem sagði að það sem honum fynd-
ist ótrúlegast í tilvemnni væri að
maðurinn hefði ekkert þroskast og
þróast frá því sögur hófust. Ég er
sammála honum. Mér finnst óskilj-
anlegt að maðurinn hafi ekki í nein-
um skilningi þróast í jákvæða átt,
sem ekki hefur með efnishyggju að
gera. Þekking okkar og tækni hefur
tekið stórstígum framfömm og það
bætist við hana á hverri sekúndu
sem líður, en andlega hliðin, sálar-
þroskinn hefur staðið í stað. En það
er kannski ekki hægt að ætlast til
góða stund áður en ég fékk hjá
honum krítina og teiknaði stíg sem
lá í hring meðfram fjallsrótunum
og sagði svo: Það er einn afgerandi
munur á mér og ykkur. Ég ferðast
eftir þessum stíg við rætur fjalls-
ins, og þið reynið hvert um sig af
fremsta megni að fá migtil að
ganga upp ykkar stíga. Hinsvegar
dettur mér ekki í hug að reyna að
fá ykkur niður til mín. — Og þá
sagði kaþólikkinn: Þú ert ömgglega
trúlausasti maður sem ég hef fyrir-
hitt.
Eg er sem sagt trúlaus, ei
geri enga tilraun til að
taka trúna frá öðm fólki
Því ég veit ekki hvað er
satt, hvernig ætti ég að
vita það? Ég er afskaple,
mikið á móti mönnum se
rembast við að breyta tr
fólks. í fyrsta Iagi vita þeir ekki
hvað er rétt, og í öðm lagi hafa
þeir ekkert betra fram að færa í
staðinn. Trú kemur oft fólki að
miklu gagni, veitir því stoð og styrk
í erfiðleikum, og maður skyldi vara
sig á því að vera að fetta fingur út
í trúarskoðanir annarra. En hvað
sjálfan mig áhrærir kýs ég að ganga
við fjallsræturnar.
— En um leið og þú segist ekki
vera hrifínn af manninum ber allt
þitt fas merki um að þú hafír gam-
an af fólki og að þú sért ánægður
með lífið, — er þetta ekki mótsögn? '
Nei, ég er ákaflega forvitinn um
fólk og hef gaman af að umgang-
ast það. Hinsvegar þykir mér við
ekki hafa neitt til að hreykja okkur
af. Við nánari athugun emm við
nefnilega fyrst og síðast auvirðileg.
Enn er Iífið dásamlegt. Sumum
finnst sjálfsagt einkennilegt að
manni skuli þykja lífið dásamlegt,
en maðurinn lítilmótlegur. En þegar
athæfí okkar er grannt skoðað,
hvað við emm að gera, hvernig við
búum í haginn fyrir komandi kyn-
slóðir, hvernig við fömm með nátt-
úmna, hvernig við látum algerlega
stjórnast af peningahyggju, hvemig
við látum milljónir meðbræðra okk-
ar svelta, bara til þess að einhveij-
ir aðrir geti grætt meira, — þá
getum við ekki komist að annarri
niðurstöðu en að við — mennirnir
— séum auvirðilegir. Áður fyrr var
egóismi fyrst og fremst sjálfsbjarg-
arviðleitni. Fólk varð að hrifsa til
sín það sem gafst til að lifa af. En
núna, þegar það er ekki lengur
nauðsynlegt, að minnsta kosti ekki
í okkar heimshluta, höldum við
samt áfram að einblína á okkar
eigin rass og heimtum sífellt meira
og meira. Það hefur sem sagt ekk-
ert breyst innra með fólki, þrátt
fyrir að ytri aðstæður séu góðar.
Grunnþættimir era enn egóismi,
tillitsleysi og valdagræðgi. Og nú
er svo komið að komandi kynslóðir
þurfa að súpa seyðið af þessu, ekki
bara við sem emm lifandi núna.
Það er að vísu talað mikið um að
gera eitthvað, en það er bara snakk.
Ég held að eins og málum er hátt-
að, verði maður að vera mjög heit-
trúaður til að eygja einhveija von
fyrir manninn, og það er ég ekki.
Én lífið er engu að síður undursam-
legt, og margt dásamlegt í henni
veröld, til dæmis konur. Ég hef allt-
af elskað konur — þú mátt alveg
láta það koma fram, það vita allir
sem til mín þekkja, að fyrir mér
em konur yndislegasti þáttur tilver-
unnar. Það var mikið gæfuspor að
ég skyldi ekki kvænast fyrr en ég
var kominn yfir þrítugt, því ef ég
hefði gert það fyrr hefði það ömgg-
lega ekki enst. Én þó ég sé svona
hrifinn af konum er ekki þar með
sagt að ég álíti að þær séu eitthvað
betri manneskjur en karlar.
— Hvað um pólitíkina?
Já, ég hef alltaf verið mjög
pólitískur og mín pólitíska sannfær-
ing hefur byggt á því, að ég hef
viljað vera með í að gera sem mest
fyrir þá sem em mest þurfandi. Það
er varla hægt að segja þetta meira
banalt, en um þetta hefur mín
pólitíska stefna snúist. Og þess-
vegna hef ég verið og er enn sósíal-
demókrati. Því þrátt fyrir marga
galla — og þeir em vissulega marg-
ir — á þeim stjórnmálaflokki, er
hann samt sá flokkur sem hefur
bæði viljað og getað gert mest fyr-
ir þá sem era mest þurfandi. Og
það er bara raunsætt mat, ég held
því ekkert fram að kratar séu í
sjálfu sér eitthvað betri manneskjur
en það fólk sem er í öðram flokkum.
— Hefur líf þitt verið hamingju-
samt?
Já, mjög, segir Grimme og ljómar
allur. — Ég hef lifað yndislegu,
skemmtilegu og spennandi lífi. Ég
hef verið það heppinn að fá réttu
tækifærin á réttum tíma, og það
væri hróplegt vanþakklæti af mér
að segja annað en lífið hafi verið
mérgott...