Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
stundum til sálfræðings, það spyr
sjálft sig hvað það geti fengið út
úr meðferðinni, hveiju hún breyti?“
segir Gylfi.
Eitt viðtal áorkar miklu
Gylfi segir að þó að vandamál
þeirra sem til sálfræðinga leita, telj-
ist ekki ætíð stór á almennan mæli-
kvarða, þá skipti þau einstaklinginn
máli. Eitt viðtal geti áorkað miklu,
aðeins það að fá einhvern til að
tala við. Þá skiptir það ekki síður
máli hjá hveijum fólk, lendir, sem
leitar til sálfræðings. „Það er mikið
mál að leggja allan sinn vanda í
hendur ókunnugs aðila. Þetta er í
raun einstakt tækifæri til að hafe
áhrif á einstaklinga. Öllum getui
brugðist bogalistin og þeir hafi
slæm áhrif, en sem betur fer leitai
fólk þá yfirleitt til annarra. Sálfræð-
ingurinn og sá sem til hans leitar,
verða að una því vel að vinna sam-
an,“ segir Siguijón
Algeng ástæða þess að fólk leitar
til sálfræðings segir Guðfinna vera
ýmiskonar vanda sem geti komið
fram í kvíða, þunglyndi, þráhyggju,
streitu og svefnleysi. „Kvíði kemur
fram í svo mörgum myndum. Fólk
skilur oft ekki afhveiju því líður
illa og vill losna við vanlíðanina.
Hún truflar það í daglegu lífi, t.d.
í samskiptum við aðra, bæði í vinnu
og í einkalífi og fólk á einnig oft
erfitt með svefn og að einbeita sér.
Til þess að takast á við vandann
fer einstaklingur í meðferð. í fyrstu
felst hún í því að afla upplýsinga
um hann. í öðru lagi er reynt að
meta í hveiju vandinn felst, hve
lengi hann hefur varað, hvar og
hvenær koma einkenni fram og
hvernig einstaklingur bregðist við
vandanum. Þegar þessari greiningu
er lokið, er komið að sjálfri með-
ferðinni. Hún beinist að því að
kenna einstaklingnum aðferðir til
að ráða betur við vanda sinn fram-
vegis,“ segir Álfheiður.
Sálarkreppa, fælni,
sjálfsathugun
Þær Guðfinna segja sálarkreppu
vegna reiðarslags - skilnaðar, upp-
sagnar í vinnu eða dauðsfalla hinna
nánustu, geta orðið til þess að fólk
eigi erfitt með að horfast í augu
við raunveruleikann. „Við reynum
að hjálpa því að takast á við nán-
ustu framtíð, sigrast smám saman
á kviðanum. Þegar reiðarslag dynur
yfir, fer líðan fólks eftir ákveðnu
munstri. Við reynum að komast að
því á hvaða stigi fólk er og hvað
sé fyrir höndum. Sálarkreppa er
einstök fyrir hvern þann sem í henni
lendir en þekking okkar á því hvem-
ig hún skiptist í stig gerir okkur
kleift að hjálpa honum.
Fælni er nokkuð algeng, t.d. sem
hluti geðrænna vandamála.
Hræðsla við dýr, við að fljúga,
tengjast fólki tilfinningaböndum og
hræðsla við að koma inn í opin-
berar stofnanir er meðal þess sem
sálfræðingar reyna að vinna bug
á, ýmist með einstaklings- eða hóp-
meðferð. Þá nýta þeir sér gjaman
atferlismeðferð á líkamleg einkenni
hræðslu og sáleflismeðferð á and-
legu hliðina og til að koma í veg
fyrir að hræðslan skjóti upp kollin-
um á nýjan leik.
Að síðustu koma þeir sem eru í
leit að sjálfum sér, aðallega yngra
fólk. Gjaman vel menntað fólk, sem
hefur kröfur um hvemig framgang-
ur lífsins eigi að vera og vill ná
tökum á eigin lífi. Það er óvisst um
framtíðina, óánægt með sjálft sig
en þó er ekki um dýpri vanlíðan
að ræða. Þetta fólk hefur gjaman
reynt ýmislegt í námi, starfi, sam-
búð. Yfirleitt er það ekki sálgreint,
heldur er beitt meðferð sem byggir
á sálgreiningu."
Sálkönnun fátíð
Sálkönnuðir einir, oftast geð-
læknar, hafa réttindi til sálkönnun-
ar. Sálkönnun er langtíma meðferð,
þar sem er kafað djúpt ofan í sál-
arlíf einstaklings og er ætlað að
þroska vitund hans, jafnvel breyta
ákveðnum þáttum í persónuleikan-
um. Meðferðin varir gjaman í tvö
til þijú ár, jafnvel lengur. Sálkönn-
un tekur mjög á einstaklinginn og
hentar því fáum. Enda eru það aðal-
lega læknar og sálfræingar sem
fara í hana í þjálfunarskyni áður
en þeir hefja störf sem slíkir.í sál-
könnun „samkvæmt bókinni" fara
menn fjórum til fimm skipti í viku
í þijú til fjögur ár, jafnvel lengur.
Bekkurinn frægi, sem er uppmnn-
inn frá Freud, stendur til boða sum-
um þeim sem í sálkönnun eru.
Ætlunin með honum er að einstakl-
ingurinn sjái ekki viðmælanda sinn,
heldur geti ótruflaður látið hugann
reika. Flestir sitja þó augliti til aug-
litis við sálkönnuðinn.
Þau börn sem fara til sálfræð-
ings, þjást af hræðslu, einhverri
áráttu, þráhyggju, þvagtruflunum,
martröðum og námserfiðleikum,
svo eitthvað sé nefnt. Siguijón seg-
ir það skipta miklu máli að foreldr-
ar komi með bömum sínum.
Bati í flestum tilfellum
Gylfi segir flesta þá sem fari í
meðferð til sálfræðinga, sjá ein-
hvern árangur af henni, stundum
verulegan. Árangur af sálfræðilegri
meðferð sé hins vegar erfitt að
meta eftir hlutlægum mælikvarða.
Þó megi yfirleitt sjá einhver áþreif-
anleg merki, eins og að geðræn
einkenni hverfi eða samskipti við
aðra verði opnari og árangursrík-
ari. Árangur meðferðar sé hins veg-
ar ekki fólgin í því að losa skjólstæð-
inginn við öll sín vandamál, heldur
að gera hann færari um að takast
á við það sem kunni að koma upp á.
Misjafnt er hvenær og hvort
meðferð lýkur. Stundum beinist hún
að tilteknum geðrænum einkennum
eða lífsvanda og lýkur þegar lausn
hefur orðið á. Sumir koma aftur
með sömu eða ný vandamál, aðrir
ekki, svipað og sjúklingar sem leita
til læknis með kvilla sína. „í hef-
bundinni sálfræðilegri viðtalsmeð-
ferð er venjulega gerður samningur
við skjólstæðinginn um ákveðinn
fjölda viðtala, t.d. einu sinni í viku
í hálft eða eitt ár og stendur með-
ferðin þann tíma hvernig sem ein-
kennum skjólstæðingsins reiðir af,“
segir Gylfi. „í gegnum hin nánu
tilfinningalegu tengsl sem myndast
á milli þeirra fær skjólstæðingurinn
smám saman innsæi í sjálfan sig,
sem gerir hann færari um að standa
á eigin fótum. Lokakafli meðferðar-
innar er síðan fólginn í því að losa
um hin nánu tengsl svo að skjól-
stæðingurinn verði ekki lengur háð-
ur sálfræðingnum, sem er einkenn-
andi fyrir meginhluta meðferðar-
tímans. Meðferð er í rauninni ekki
lokið fyrr en sálfræðingnum hefur
tekist að gera skjólstæðinginn
óháðan sér og því getur þurft að
gera samning um áframhaldandi
meðferð uns þvi marki er náð. Ef
tekst að ljúka meðferð á þennan
hátt, er ekki gert ráð fyrir að skjól-
stæðingurinn komi aftur. Ef ekki,
þá má búast við að hann leiti til
sálfræðingsins aftur og aftur.“
Iila við biðstofiir
Það er enn mjög viðkvæmt mál
að fara til sálfræðings, það þykir
einkamál sem öðrum komi ekki við.
Sumir segja ekki einu sinni maka
sínum frá því að þeir hafi leitað til
sálfræðings, þó að starfsfélagar
hafi ekki komist hjá því að taka
eftir vikulegri ijarveru úr vinnu.
Fólki er illa við að sitja á biðstofum
og biður gjarnan um að fá tíma sem
það geti gengið beint inn í. Og það
vekur enn þjóðarathygli þegar fólk
fæst til þess að koma fram undir
nafni og greina frá sál- og geðræn-
um erfiðleikum sínum.
En hver er líðan þess sem situr
hluta úr degi eða allan daginn og
hlustar á vandamál fólks? Sálfræð-
ingarnir voru sammála um að til
þess þyrfti sterkar taugar, en einn-
ig hæfileikann til að setja sig í spor
annarra án þess að taka vandamál-
in inn á sig. Nauðsynlegt væri að
þekkja eigin viðbrögð. Þess vegna
þurfa klínískir sálfræðingar í námi
að fara í meðferð til að valda starf-
inu. „Sálfræðingur lærir starf sitt
aldrei til fulls og það er sú stað-
reynd sem gerir það svo heillandi,"
segir Siguijón Björnsson.
Höfum flutt verslunina úr
Bankastræti 14
á
Klapparstíg 31,
á horni Klapparstígs og Laugavegs.
Full búð af nýjum vörum.
Meiriháttar smart gallabuxur
á kr. 2.800,- fyrir konur á öllum aldri.
Otsölumarkaður á 2. hæó.
MMI
Má eitthvað af þessari
miklu framkvæmd læra?
Félagiö Verkefnastjórnun boöar til ráðstefnu um byggingu
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Þriðjudaginn 23. maí 1989
kl. 13.00-18.00 að Borgartúni 6. Tilgangur ráðstefnunnar er að
fjalla um byggingu flugstöðvarinnar út frá faglegum verkefna-
stjórnunarlegum sjónarmiðum og leita svara við spurningunni:
„Má eitthvað af þessari miklu framkvæmd læra?"
Auk félagsins standa Byggingarnefnd flugstöðvar, Fjárlaga- og
hagsýslustofnun, Háskóli íslands, endurmenntunarnefnd og
Ríkisendurskoðun að ráðstefnunni.
u
Fyrirlesarar verða:
Tryggvi Sigurbjarnarson
Leifur Magnússon
Indriði H. Þorláksson
Halldór V. Sigurðsson
Garðar Halldórsson
Svavar Jónatansson
Steindór Guðmundsson
Páll Sigurjónsson
Stanley Pálsson
Egill Skúli Ingibergsson
Pétur Stefánsson
formaður félagsins Verkefnastjórnun
framkvæmdastjóri
hagsýslustjóri
ríkisendurskoðandi
húsameistari ríkisins
framkvæmdastjóri
ráðgjafaverkfræðingur
framkvæmdastjóri
framkvæmdastjóri
forstjóri
ráðgjafaverkfræðingur
Ráðstefnan er öllum opin og þátttaka tilkynnist í síma 694306.
Ráðstefnugjald með veitingum er kr. 3.000,-.
F élagiðVerkefnastjórnun