Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 11
C 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
LÆKNISFRÆÐI/Eter eba klóróform?
um svæfingar
Meira
Nokkrum vikum eftir sögu-
firæga svæfingu í Boston haustið
1846 tók breski skurðlæknirinn
Robert Liston fót af manni i eter-
svefni og er talið að þar með
hafi svæfingar haldið innreið sína
í Evrópu. Liston var þekktur fyr-
ir að vera handfljótur enda veitti
skurðlæknum ekki af að vera
snarir í snúningum í þá daga.
Myndin sem fylgir þessum pistli
sýnir Liston með hnífinn á lofti
en efst og lengst til vinstri er
læknanemi að nafiii Joseph List-
er í hópi forvitinna áhorfenda.
Hann var þá 19 ára en síðar á
ævi gat hann sér orðstír sem
aldrei deyr fyrir kenningu sína
um smitvarnir. Það var hún og
tilkoma svæfinganna sem í sam-
einingu gerðu beinar brautir
nútíma-skurðlækninga.
Ekki var að undra þótt þeim sem
tóku þátt í þessu ævintýri fynd-
ist mikið til um töfra svæfinganna.
Einn þeirra lækna sem voru við-
staddir fyrstu svæfingaraðgerðir
Warrens og sam-
verkamanna hans
skrifaði grein í
læknarit í Boston
skömmu síðar og
lýsti ýtarlega því
sem fram hafði
farið. Hann k.omst
m.a. svo að orði:
„Furðulegur er í
eðli sínu höfginn er sígur á þann
sem andar þessu að sér. Sjúklingur-
inn týnir sjálfum sér og raknar svo
við eftir stundarkorn og hefur þá
einatt enga hugmynd um hvað
gerðist eða að minnsta kosti mjög
óljósa. Mikill sársauki verður stund-
um í minningunni að smávægileg-
um óþægindum; fyrir kemur að
sjúklingnum finnst sem aðgerðin
hafi verið framkvæmd á einhveijum
öðrum en honum.“
Næstu árin einkennist saga
svæfinganna af skiptum skoðunum
um kosti og galla efnanna tveggja,
eters og klóróforms. Simpson, fæð-
ingarlæknir í Edinborg, var tals-
maður klóróformsins og taldi það
bæði fljótvirkara og þægilegra fyrir
sjúklinginn. Ekki þótti öllum við
hæfi að dregið væri úr léttasóttar-
þrautum með svo ónáttúrlegum
hætti og sóttu margir rök sín í
heilaga ritningu. Stærstan sigur í
þessu áróðursstríði unnu Simpson
og fylgjendur hans árið 1853 þegar
Viktoría drottning fæddi sitt fjórða
barn í svæfingu, heilsaðist í alla
staði vel og hældi klóróforminu á
hvert reipi. Tímar liðu fram og
mönnum fór að skiljast að klóró-
formið var vandmeðfarið og fyrir
kom að sjúklingar dóu af völdum
þess. Eterinn reyndist ekki eins
hættulegur en átti samt lengi vel
erfiðara uppdráttar, einkum vegna
þess hve sjúklingarnir voru miklu
lengur að sofna af honum en klóró-
forminu og sumum fannst eter-
stækjan kæfandi meðan þeir biðu
blunds. Ýmsum brögðum var beitt
í því skyni að koma sem öruggastri
og þó fljótvirkri svæfingu til leiðar.
Eitt þeirra var að blanda efnunum
saman og ná þannig í sína ögnina
af hvoru, flýtinum og örygginu.
Billroths-blanda var kennd við
þekktasta magaskurðlækni þessa
tímabils og var hún eter-klóró-
form-alkóhól í hlutföllunum 1:3:1.
Ekki fara sögur af því hvort sá
„hristingur" var lengi við lýði en
þegar aldamótin nálguðust var eter-
inn í mestum metum víðast hvar.
Lengi létu menn sér nægja að
dreypa svæfingarlyfi á „opinn
maska“ eða svæfingargrímu.
Seinna voru smíðaðar lokaðar
grímur, með öðrum orðum hylki,
sem eternum var hellt í og varnaði
því að hann ryki mestallur út í loft-
ið. En svo komu svæfingarvélar til
sögunnar og þá var auðvelt að
blanda saman því sem henta þótti,
t.d. eter, súrefni og hláturgasi sem
nú er raunar oftast kallað glaðloft.
Einnig bættust við ný svæfingarlyf
í málmkútum, sem voru skrúfaðir
á vélarnar, og má þar til nefna
sýklóprópan sem er hinn ágætasti
svefngjafi en öllu gamni fylgir
nokkur alvara og þetta efni er svo
eldfimt og olli svo oft sprengingum
í skurðstofum að það var um síðir
lagt fyrir róða.
Um skeið töldu menn sér trú um
að happadrýgst væri að hefja svæf-
ingu með því að gefa lyf í endaþarm
og mun avertín hafa verið mest
notað þeirra allra. Nokkru síðar
kom evípan til skjalanna og var þvi
sprautað beint inn í blóðið í upp-
hafi svæfingar en henni síðan hald-
ið áfram með lyfjum sem vélin
skammtaði hveijum og einum eftir
því sem við átti. Önnur lyf sömu
ættar eru nú gefin í staðinn fyrir
evípan.
Efnið sem segja má að tæki við
hlutverki eters var halótan sem
náði fljótt mikilli útbreiðslu eftir að
það kom á markað á sjötta áratugn-
um. Það er innöndunarlyf eins og
eter og klóróform og er notað enn
þótt skyld lyf og nýrri séu með í
spilinu.
Eftir að svæfingarlyfjum tók að
fjölga svo mjög og aðferðir við notk-
un þeirra gerðust fjölbreyttari varð
augljóst að þeir sem ætluðu sér að
gera svæfíngar að aðalstarfi urðu
að afla sér viðbótarmenntunar og
sérreynslu í námi. Því var það að
svæfingarfræði varð sérgrein, og
þekkist nú ekki lengur að aðrir sinni
slíkum verkum en fullfærir kunn-
áttumenn. Sérfræðingar í svæfing-
um og deyfingum þurfa að mörgu
að hyggja; þeir athuga sjúklinga
fyrir aðgerð og gera sér grein fyrir
ástandi þeirra, stjóma síðan svæf-
ingunni meðan á uppskurði stendur
og síðast en ekki síst fylgjast með
þeim á gjörgæsludeild sem nú á
dögum þykir með réttu sjálfsagður
áfangi.á leiðinni til baka í rúm á
sjúkrastofu. Starfsfólki á gjör-
gæsludeild er vandi á höndum; ný-
uppskorinn eða mikið slasaður
sjúklingur er eins og hálftefld skák,
stöðug aðgát er nauðsyn og ekki
þarf mikið út af að bera til þess
að taflstaðan versni og þá getur
orðið harðsótt að bæta hana á ný.
Viðfangsefni skurðlæknanna verða
stærri í sniðum og tímafrekari með
hveijum áratug sem líður og að
sama skapi reynir á þolrifin í þeim
sem eiga að fleyta sjúklingnum
heilu og höldnu gegnum þá brim-
lendingu sem bíður hans á skurðar-
borðinu og fyrstu stundimar eða
sólarhringana í gjörgæslu.
Innflutnlngs- og beildsölulyrírtæki
Höfum kaupendur að innflutnings- og heildsölufyrirtæki með þekkt
umboð. Vandasöm lausafjárstaða ekki fyrirstaða, ef einhverjar fast-
eignir eru fyrir hendi.
Upplýsingar eða tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 26.
maí nk. merkt: „Umboð - 3“.
eftir Þórarin
Guðnoson
I ílcHj jjarf ckki act lecjfjja mikict á sicj til ad koma hcilsu ocj
holdum ajiur í lacj mccthœkkandi sól. Nú hvctst cinföld actjcrct til act
lacja línurnar ocj cndurhcimta þrck ocj fjör: Slcndcr You.
Slcndcr You kcrfict bvcjcjist á scx vclknúnum bckkjum, scm
hvcrá fcctur öctrum virkja ocj l~>jálfá ákvcctna hluta líkamans: fötlccjqi,
Lcri, mjactmir, macja, hrjcjst ocj upjrhandlccjcji. Allt scm farf cru tíu
mínútur á hvcrjum þcssara hckkja, tvisvarsinnum í viku. Sícndurtcknar
ccjincjar, skipulacjctar aj scrfrccctincjum, stvrkja vöctvana, slctta úr
apjiclsínuhúctinni lctta öndun Ofi auka pol ocj jirck - án crfictis.
Arancjurinn lcctur ckki á scr standa: jrccjar cftir fvrsta skiptict crtu
úthvíld ocj full aforku.
F.ftir mánuctfjcturctu svo mcclt hvc marcja scntimctra Slcttdcr
You hcfur hjáljxictpcr cut losna vict, jajhvcl á pcim stöctum, /xir scm
talict cr crfitt act cjrcnna sicj, op jxtr scm sjaldnast nccst nokkur
áranfjur mcct vcnjulccjum actfcrctum. tad cr úrcictanlcfja Slcndcr You
stofa cinhvcrs stactar í fjrcnndinni. Ofj pact parf hvorki act fjrcicta
áskriftcircjjald nc fjancja í ncinn klúbb. hvrsti timinn cr lika ókcvpis.
Pannifj fcvrctu tcckifccri til pcss - án nokkurra skuldbindiixja afpinni
hálfu - act, komast act pví act máltcckictfjamla “Ivfjurct jccst ckki án
förna' cr löncju úrclt.
\iltu vita mcira um Slcndcr You stofurnar?
Hafctu sambancl vict Slcndcr You iipplvsincjápjónustuna á íslandi
Slcnder You - Goctalandi 19 - IOS Revkjavik - 9I-3S4 30 - Slcndcr
You - Sccvarlándi 4 - IOS Revkjavik 91-323 83
BETRILÍNUR - BETRI LÍÐAN
oJ'bncLrQýou’
Mínus
Kaupanfji
v/Mvrarvefj
600 AKIIRFYRI
96-23848
. Ffinfjarsíojá Rccjcju
l lafnarcjata 23
230 KEI I .WÍK
92-13433
Sólarland
Hamraborcj 20.1
200 KÓPAVOGIJR
46191
Tiu V scx
Rauctarcirsticjur 21
103 RFYKJAVÍK
91-21037
Slcndcr You
Sucturlandsbraut 22
108 RFYKJAVÍK
689969
Fnfjlakroppar
l.vravccji 27
800 SFI.FOSS
98-21112
\ ...I~