Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
eftir Guðm. Halldórsson
FYRIR NOKKRUM árum voru eignir vopnasalans Adnan M.
Khashoggis metnar á rúmlega íjóra milljarða Bandaríkjadala og
hann var talinn ríkasti maður heims. Enginn annar maður gat
tryggt hergagnaframleiðendum eins ábatasöm viðskipti við
Saudi-Arabíu, sem þurfti að koma vaxandi olíutekjum í lóg. En
hann var eyðslusamur og dróst inn í Lockheed-mútuhneykslið,
fran-kontra-málið og fleiri alþjóðleg hneykslismál. Voldugir,
pólitískir vinir hans, sem höfðu haldið yfir honum vemdarhendi,
snem við honum baki og hann hefiir orðið að selja eða veðsetja
margar eignir sínar. Nú er hann í haldi í Sviss og á yfir höfði
sér allt að 65 ára fangelsi fyrir Qárglæfra.
Asamt Swamiji, dularfullum
Indverja: milligöngumaður
milligöngumannsins.
Abur emn
ríkasti mabur
heimsy nú
fangi
í Sviss
fifi , eins og Khas-
hoggi kallar sig,
er grunaður um
að hafa hjálpað
Ferdinandi Marcosi, fyrrum forseta
Filippseyja, og Imeldu, konu hans,
að leyna því að þau eru eigendur
málverka, sem þau smygluðu úr
landi áður en þau hrökkluðust frá
völdum, og fasteigna, sem þau
keyptu í New York. Handtaka
Khashoggis er árangur ötullar bar-
áttu saksóknarans Rudolphs Giul-
anis, sem keppir að því aif verða
kosinn borgarstjóri í New York.
Krafa bandarískra yfirvalda um að
Khashoggi verði framseldur mun
hafa flókinn málarekstur í för með
sér og nær líklega ekki fram að
ganga fyrr en eftir marga mánuði.
Milligöngumaðurinn
Khashoggi er fæddur í Mecca
1935 og faðir hans var líflæknir Ibn
Sauds konungs. Hann stundaði nám
í Bandaríkjunum og haslaði sér
völl með sölu á bandarískum flutn-
ingabílum til Saudi-Arabíu í Súez-
deilunni 1956. Meðal beztu vina
hans voru Sultan, núverandi land-
varnaráðherra, Fahd, núverandi
konungur, og fleiri prinsar. Fahd
og Khashoggi urðu sólgnir í fjár-
hættuspil og töpuðu fimm milljón-
um dala þegar þeir reyndu að
sprengja bankann í Monte Carlo.
Þegar olíugróði Saudi-Araba
stóijókst upp úr 1960 var Khas-
hoggi einn fárra lanndsmanna, sem
höfðu svo mikil áhrif og þekktu
vestræna viðskiptahætti svo vel að
þeir gátu skýrt flóknar valdadeilur
innan hirðarinnar fyrir erlendum
fyrirtækjum og tryggt þeim hag-
stæðar pantanir. Þannig varð Khas-
hoggi milligöngumaður stjórnvalda
og erlendra fyrirtækja, þar á meðal
Lockheeds, Raytheons, Rolls-
Royce, Marconis og Westlands. Svo
útsmoginn var hann að hann var
kallaður Mister Fixit og hann fékk
UT KULDAN