Morgunblaðið - 21.05.1989, Side 15

Morgunblaðið - 21.05.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAI 1989 C 15 \h> I fimmtugsafmælinu (ásamt Brooke Shields): veglegar veizlur. geysihá umboðslaun. Skömmu eftir að Richard Nixon forseti sagði af sér vegna Water- gate-málsins komst upp um hneyksli út af „vafasömum greiðsl- um“, þar sem Khashoggi kom við sögu. Því var haldið fram að Ray- theon, Northrop, Lockheed og fleiri fyrirtæki, sem hefðu látið ólögleg framlög renna í kosningasjóði Nix- ons og annarra bandarískra stjóm- málamanna, hefðu notað pólitíska „mútusjóði“ í því skyni að fá er- lenda leiðtoga til að samþykkja hagstæðar pantanir á hergögnum. Lockhéed viðurkenndi að hafa greitt Khashoggi 106 milljónir dala vegna sölu á flugvélum af gerðun- um Tri-Star og C130 til Saudi- Arabíu 1970—1975, en taldi að arabískir embættismenn hefðu fengið hluta upphæðarinnar. Khashoggi fiúði frá Bandaríkjun- um þegar hann átti að mæta fyrir rétti í marz 1976 og kom ekki þang- að aftur fyrr en tveimur og hálfu ári síðar. Málið var leyst með sátt. Frægar veizlur Þegar olía lækkaði í verði upp úr 1980 dró úr peningaflóðinu í Saudi-Arabíu og ný kynslóð arab- ískra prinsa kom til sögunnar. Margir þeirra höfðu menntazt í Bandaríkjunum og Evrópu og höfðu eins mikið vit á samningum við vestræn ríki og fyrirtæki og Khas- hoggi. Síga fór á ógæfuhliðina hjá honum, en hann hélt áfram að halda viðskiptavinum sínum veglegar veislur. Þær frægustu fóru fram í Nabila, einhverri glæsilegustu lysti- snekkju, sem sögur fara af. Meðal gesta hans voru stjórn- málamenn, kvikmyndaleikarar og SeldDonaidTru Khashoggi og samstarfsmenn: kallaði sig „viðskipta-vitring“. fagrar konur og hann lét sækja þá í einkaþotu sinni. Fáar veizlur voru eins eftirsóttar og fáir gestgjafar eins rausnarlegir, greiðviknir og alúðlegir. Khashoggi stjórnaði stórfyrir- tæki sínu úr DC-8-einkaþotu sinni, sem hann lét lengja og er búin öllum þægindum og fullkomnustu tækj- um. Hann ferðaðist milli 12 dvalar- staða víðs vegar í heiminum ásamt íjölmennu fylgdarliði og- lífverði, kóreskum glímukappa, sem var kallaður MisterKill. Bezt undi hann sér í skrauthýsi í Marbella á Spáni og risastórri íbúð á tveimur hæðum í skýjakljúfnum Olympic Towers við Fimmta breiðstræti á Manhattan. Á hveiju ári fóru 70 milljónir punda í „almcnn útgjöld“, allt frá símreikningum til spilaskulda, og hann greiddi fyrri konu sinni, Khashoggi-fyrirtækið Triad Center í Salt Lake City: gjaldþrota. Soraju, tvo og hálfan milljarð dala þegar hún skildi við hann. Þó var hann líklega aldrei auðugasti maður heims — að minnsta kosti er hann það ekki lengur. Eyðslusemin átti sér ekki aðeins þá skýringu að hann væri gefinn fyrir sælllifi — hún var „baráttutæki". Höfðingsskapur hans vakti traust manna, sem hann vildi hafa gott af. Fáir höfðu eins gott lag á því að koma sér í mjúk- inn hjá valdamiklum mönnum og hagnast á þeim. Hann kann því illa að vera nefnd- ur hergagnasali og kallar sig „við- skipta-vitring“. Hann kveðst ekki aðeins vilja eyða peningum, heldur tryggja hijáðum svæðum í heimin- um velsæld og öryggi. Honum leið- ast venjuleg stjórnunarstörf og hann hefur lítið viðskiptavit að sögn vina hans, hann sé fyrst og fremst sölumaður og samningamaður, sem kunni þá list að tryggja samkomu- lag um viðskipti á skjótan hátt. Vopn til írans Þegar halla fór undan fæti beindi Khashoggi viðskiptum sínum í vax- andi mæli inn á olíu- og fasteigna- markaðinn í Bandaríkjunum og fyr- irtækið Triad American í Salt Lake City varð máttarstólpi stórveldis hans. Hann lagði einnig aukna áherzlu á viðskipti í Austurlöndum, varð handgenginn soldáninum í Brunei og notaði vináttu sína við Imeldu og Ferdinand Marcos. Leit hans að fjármagni varð æ örvæntingarfyllri. Hann laðaðist að auðæfum Jean-Claude („Baby Doc“) Duvaliers og leigði honum bústað sinn í Suður-Frakklandi þeg- ar honum var steypt af stóli á Ha- iti. Fleiri spilltir einræðisherrar hafa verið meðal viðskiptavina hans, þeirra á meðal íranskeisari, Num- eiri, fyrrum forseti í Súdan, og Mobutu, forseti Zaire. Árum saman bar lítið á versn- andi fjárhagsstöðu Khashoggis vegna oflátungsháttar hans. Kannski gerði hann sér ekki grein fyrir ástandinu sjálfur, en síðla árs 1984 eða í ársbyrjun 1985 varð ljóst hvert stefndi, þegar hann seldi eða veðsetti hlut sinn í Triad American. Stórveldi hans riðaði til falls. Snemma árs 1985 frétti Khas- hóggi að bandaríska þjóðarörygg- isráðið hugleiddi að selja írönum hergögn í skiptum fyrir gísla í Líbanon. Hann ákvað að grípa inn í samningaumleitanirnar í von um skjótfenginn gróða, sem gæti bjarg- að honum frá gjaldþroti. Til að auka áhuga Bandaríkjamanna hélt hann því fram í greinargerð að vopnasendingar til írans mundu auka Bandaríkjamönnum álit hjá „hófsömum“ mönnum í Teheran og að stuðningur við þá mundi borga sig. Um þetta leyti fylgdu Banda- ríkjamenn hlutleysisstefnu í stríði Irana og íraka og í gildi var bann við sölu hergagna til írans. Khashoggi eða samstarfsmenn hans lögðu fram 30 milljónir dala til að tryggja viðskiptin. En þau fóru út um þúfur þegar íranar héldu því fram að þeir fengju léleg her- gögn og Bandaríkjamenn kröfðust þess að öllum gíslunum yrði sleppt. Khashoggi tapaði um sjö milljónum dala. Vinargreiði við Marcos Skömmu áður en málið varð opin- bert síðla árs 1986 var svo illa kom- ið fyrir Khashoggi að hann ákvað að beita Bandaríkjamenn þrýstingi til að fá féð aftur. í stað þess að krefjast endurgreiðslu sjálfur sendi hann fulltrúa á fund dA. Sendi- maðurinn hélt því fram að Khas- hoggi skuldaði peningana tveimur kanadískum kaupsýslumönnum, sem kynnu að ljóstra upp um við- skiptin við íran, ef þeim yrði ekki endurgreitt. Áður en William Casey, yfir- manni CIA, gafst tóm til að svara hótuninni gerðu aðrir málsaðilar íran-kontra-málið opinbert. North ofursti og aðrir starfsmenn þjóðar- örýggisráðsins, sem höfðu skipu- lagt viðskiptin, voru reknir. Khas- hoggi naut ekki lengur verndar CIA og Bandaríkjastjórnar og auk þess var talið að arabískir verndarar hans hefðu snúizt gegn honum, þar sem hann hafði neyðzt til að skipta við ísraelsmenn. Khashoggi varð því tiltölulega auðveld bráð harðskeyttra starfs- manna Rudolphs Giulianis, sak- sóknara á Manhattan, þegar þeir tóku til við að rannsaka meint brask og fjársvik hans og Marcos-hjón- anna eftir að hafa unnið það afrek að tryggja að mafíuforingjar og braskarar í Wall Street á borð við Ivan Boesky yrðu dregnir fyrir lög og dóm. Ferdinand Marcos dró sér svo mikið fé á 20 ára forsetaferli að hann varð einn ríkasti maður heims. Áður en honum var steypt af stóli í febrúar 1986 tókst honum að koma úr landi gífurlegum fjármun- um og listaverkum eftir Rubens, E1 Greco og rúmlega 20 aðra gamla meistara úr Metropolitan-safninu í Manila. Eitt hundrað milljónum dala var varið til að kaupa fjórar stórar viðskiptahallir á Manhattan, sem síðan hafa þrefaldazt í verði. Yfirvöld á Filippseyjum hafa barizt fyrir þvi að stolnum auðæfum Marcos-hjónanna verði skilað og þau fái umráð yfir byggingunum á Manhattan. Khashoggi tók að sér að villa um fyrir þeim. Að hans sögn greiddi hann Imeldu ávísun að upphæð 10 milljónir punda fýrir 31 málverk 1985. Hann segir að Marcos-hjónin hafi gert sér grein fyrir því að valdaferill Ferdinands væri senn á enda og að þau yrðu að leggja fyrir fé til elliáranna. Um leið hélt Khashoggi því fram að hann væri löglegur eigandi fast- eignanna á Manhattan og hefði eignazt þær áður en Marcos-stjórn- in féll. Hann reyndi að sýna fram á þetta með fölsuðum skjölum. Málverkin í snekkjunni Giuliani og menn hans röktu slóð mikils hluta málverkasafnsins til Khashoggis — þar á meðal verk eftir Cézanne, Degas, Picasso og Veronese. Vorið 1986 voru þessi málverk látin niður í 15 kassa og send flugleiðis til Nizza. Síðan var þeim ekið til Monaco, þar sem þau voru flutt um borð í Nabila. Khashoggi er sakaður um að hafa selt megnið af listaverkunum í snekkjunni, en leit á vegum frönsku lögreglunnar og fyrirspurn- ir bandarískra erindreka 1987 báru þann árangur að hann afhenti yfir- völdum níu málverk að verðmæti tveir milljarðar dala. Þeim var flog- ið aftur til Bandaríkjanna í flugvél Edwins Meese, þáverandi dóms- málaráðherra, sem sat ráðstefnu Interpol í París. í janúar 1987 fórTriad American fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta og um leið fóru aðrir lánardrottnar að þjarma að Khashoggi. Örvænting hans hefur stöðugt aukizt og hann hefur lagt nafn sitt við vafasamar ráðagerðir, meðal annars um að hagnýta not- aða gervihnetti og opna „námur Salómons konungs“. Um skeið var ein helzta hjálpar- hella hans dularfullur ráðunautur soldánsins í Brunei, indverskur fakír og dýrlingur, Sri Chandra Swamiji Maharaj, sem heitir réttu nafni Chand Gandhi og var eitt sinn vinsæll veizlugestur í Hollywood. Swamij tók að sér að vera milli- göngumaður milligöngumannsins Khashoggis og hefur gegnt mikil- vægu hlutverki í togstreitu Ro- land(„Tiny“) Rowlands, forstjóra Lonrho-fýrirtækisins í Bretlandi, og egypzku Fayed-bræðranna um fyr- irtækið House of Fraser, sem á Harrods-verzlunina. Mohamed Fay- ed er fyrrverandi mágur og starfs- maður Khashoggis. Þó er stutt síðan Khashoggi bað Tiny um sex milljóna punda lán og þeir hafa unnið að því í bróðerni síðan í febrúar að gera tilboð í lúx- ushótel í Taba. Samningarnir geta orðið flóknir og það á vel við Khas- hoggi, en tilboðið hljóðar upp á „aðeins“ 70 milljónir dala. í október voru Khashoggi og Marcos-hjónin ákærð fyrir fjársvik og brask í New York. Þau eru meðal annars annað sökuð um að hafa svikið 165 milljónir dala út úr bandarískum bönkum til að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.