Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR '21. MAÍ 1989
C 19
Útbyggðarfólk í Thule frá 30 íbúa plássi færði sig um set þegar sumarið nálgaðist og setti upp tjaldbúðir
sínar klukkustundar göngu frá Qaanaaq.
lengdir, heldur að vita hvað þarf
að gera á hverjum stað á hveijum
tíma.
Qaanaaq er lítið vinalegt þorp
undir fjallshlíð við flennistóran
§örð. Þar er kirkja og matvörubúð,
vinnsluhús, skóli og meira að segja
pulsuskáli sem heitir Norðurpóllinn
og ekki má gleyma nýmenning-
unni, myndbandaleigu með efni frá
breiðstrætum heimsborganna. En
alveg eins og veiðimennirnir læðast
úti á hafísnum til þess að hvalirnir
heyri ekki í þeim, þá er bæjarbrag-
urinn í Qaanaaq ekki með ósvipuð-
um hætti. Hann fer fet fyrir fet
með undurblíðu fótstigi, hávaða-
laust í hvolfi norðursins. Eina hljóð-
ið sem fer hátt er kórsöngur hund-
anna í bænum, sleðahundanna sem
eru tjóðraðir á ákveðnum svæðum
í þorpinu, en samsöngur þeirra á
stundum er með ólíkindum. Hundgá
hér og þar er ekki óalgeng, en í
næturkyrrðinni eiga hundarnir það
til að taka á honum stóra sínum
og þenja raddböndin í botn. Það er
nístingskaldur söngur með eðli úlfs-
ins, sultartón og öskri eftir því að
komast af stað, renna ísbreiðurnar
og finna til lífsins, sinna hlutverki
sínu. Góður veiðimaður stjórnar
sleðahundum sínum eins og hendi
sinni, en það tekur fjögur til fimm
ár að þjálfa hundana svo vel sé.
Annars draga sleðahundarnir mjög
dám af húsbændum sínum og eru
misjafnlega vel agaðir.
Thulebúarnir eru ekki þurfta-
frekir. Lítil en hlý hús og fábrotinn
matur er það sem flestir búa við.
Hvalkjöt á trönum við hús, grálúða
eða pólarþorskur er víða. Veiði-
mennirnir sækja langt út á ísinn
og eru svo dögum skiptir á veiðum,
en heima í plássinu bregða menn
sér gjarnan út á ísinn steinsnar frá
bænum, gangandi eða á hundasleð-
Komið heim til Qaanaaq úr veiðiferð utan af hafísnum.
Twelr efnilegir útbyggðarmenn í Thule.
^■■■awiÝ.v'iViiiiivrii;-
um, og veiða fisk í soðið. Selinn
þarf að sækja lengra. Þegar selveið-
in hefst á vorin er gjarnan slegið
upp veislu með vinum og vanda-
mönnum, en fjölskyldutengsl eru
ákaflega sferk og vinabönd tryggð-
ar á sinn hátt jafn sterk og afl
hafíssins. Það er sérstætt með þetta
fólk að það skrifar sjaldan bréf til
vina og vandamanna þótt leiðir
skiiji og menn hverfi til annarra
byggða eða landa, en þeir hugsa
reglulega hver til annars og fólk á
að vita það að með hugsuninni er
sendur styrkur og umhyggja á sömu
nótum og við segjum að maður sé
manns gaman. Þegar við Ragnar
Axelsson ljósmyndari héldum heim-
leiðis frá Thule, bauð bæjarstjómin
öllum bæjarbúum til kveðjuhófs þar
sem íslendingunum var þökkuð
heimsóknin. Þar var sungið og
dansaður trommudans og ræður
fluttar, kaffi og kökur og fólk á
aldrinum frá tveggja ára til nírætt.
Kuldinn getur verið skrambi
bítandi, en þá er að klæða sig í
samræmi við það. Yfirleitt reynir
maður að klæðast eins létt og hægt
er þegar frostið er ekki mikið á
þessu landsvæði við þröskuld Norð-
urpólsins, en 20-30 stiga frost þyk-
ir í sjálfu sér ekkert tiltökumál
meginhluta ársins. En þegar kald-
ast er og frostið fer í 40-50 stig
er ævintýralegt að eiga aðgang að
Thulubúningi veiðimannsins, stakk
úr hreindýraskinni þar sem hárið
snýr út, ísbjarnarskinnsbuxum þar
sem hárið snýr út og selskinns-
kamíkum sem er tvöfaldur, selskinn
að ytra byrði, en gæruskinnssokkur
hið ytra. Að klæðast þessum bún-
ingi þegar frostið herðir hvað mest
er eins og að fara í sumarfrí til
sólarlanda. í þessum búningi hverfa
skilin á milli norðurs og suðurs,
maður er einfaldlega á þessum stað
á jörðinni sem er veröld út af fyrir
sig, engu lík, harðbýl og hlý í senn,
en fyrst og fremst af mannlegri
hlýju. Með þá vitneskju í farteskinu
er auðveldara að taka áhættuna
sem fylgir hveiju fótmáli út á
hafísnum við veiðar og baráttu við
klakabönd norðursins.