Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Norður- og Austurland:
Svæðisútvarp í
stað Þjóðarsálar
HLUSTENDUR DÆGURMÁLA-
ÚTVARPS Rásar 2 á Norður- og
Austurlandi, hafa undanfarið lýst
yfir óánægju sinni þar sem þeir
geta ekki hlustað á Þjóðarsálina,
símatíma hlustenda. Svæðisút-
vörp þessara landshluta eru send
út á dreifikerfi Rásar 2 milli kl.
18 og 19 en þá er Þjóðarsálin á
Rás 2.
nnan Ríkisútvarpsins hafa menn
haft nokkrar áhyggjur vegna
þessara kvartana en eftir miklar
umræður var ákveðið að bíða og
sjá hvað sæti. Þjóðarsálin hófst um
síðustu áramót og hefur gengið
mjög vel, að sögn Stefáns Jóns
Hafsteins, yfirmanns dægurmála-
deildar. Þar er hlustendum boðið
að hringja inn og ræða ákveðin
málefni í beinni útsendingu, ýmist
að eigin vali eða við gesti í útvarps-
sal.
Ema Indriðadóttir deildarstjóri
Rúvak segir að óánægjuraddir hafi
heyrst en þó hafi mun fleiri lýst
yfir ánægju með svæðisútvarpið.
Það hafi gefist vel ekki síður en
dægurmálaútvarp. „Áður en svæð-
isútvörpin komu til sögunnar var
kvartað yfir því að ekki væri höfðað
nóg til Iandsbyggðarinnar í efnis-
vali. Svæðisútvörpunum er ætlað
að koma til móts við þær óskir en
það er fyrirsjáanlegt að á meðan
þau eru á dreifíkerfi Rásar 2, missa
hlustendur af einhveiju efni rásar-
innar.“
Harmleikur
myndaður
ERLENDIS ÞYKIR það ekki fóg-
ur sjón að sjá fréttaljósmyndara
reyna að ná sem bestum myndum
afþeim viðburðum sem frétt-
næmir eru. Hræðsla þeirra við
að missa ef til vill af einhveiju,
getur orsakað meiri aðgangs-
hörku en fólki líkar.
FÓLK
i fjölmiðlum
■ SIGURÐUR G. Tómasson mun
leysa þá Ævar Kjartansson og
Stefán Jón Hafstein á Dægur-
málaútvarpi Rásar 2 af í sumar.
Sigurður er einn pistlahöfúnda
Dægurmálaút-
varpsins, um-
sjónarmaður
fréttaþáttarins
Hringsjár í Sjón-
varpi og Daglegs
máls í Ríkisút-
varpinu. Þá hef-
ur hann unnið að
þáttagerð á
Bylgjunni. Sigurður sagði starfið
leggjast vel í sig enda engu að
kvíða þar sem honum hefði hing-
að til gengið vel að aðlaga sig
vinnu í útvarpi.
Ikjölfar harmleiksins á Hillsbor-
ough-leikvanginum í Sheffield í
apríl síðastliðnum var aðgangs-
hörku ljósmyndara og myndbirting-
um blaða af deyjandi áhorfendunum
iiarðlega mótmælt af almenningi.
Yfir 300 kvartarlir bárust vegna
mynda í Daily Mirror, margir blaða-
salar í Liverpool íjarlægðu blaðið
úr hillum sínum og einum ljósmynd-
ara barst morðhótun vegna mynd-
birtingar. Þegar slysið varð, voru
nær allir ljósmyndaranna komnir
til að taka myndir af íþróttavið-
burði. Þeir áttu allra síst von á því
að lenda í hlutverki fréttaljósmynd-
ara á harmleik og mörgum þeirra
varð svo mikið um, að þeim var um
megn að ljósmynda það sem blasti
við þeim. En þessi mynd, sem var
tekin daginn eftir harmleikinn sýnir
atganginn er fréttaljósmyndarar
leituðu að myndefni til að fylgja
fréttinni eftir. Þar sem almenningur
sá niðurbrotinn fótboltaáhuga-
mann, sáu ljósmyndaramir úrvals
myndefni.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
■'Vðw i
gongum kl. b.UO og b uu. ve<
frá '/eðurstofu kl 4.30
^ _ 2 p*»\\ POt-».03 Morgunútvarpið Fréttir kl.
09 frt''1' °9veöurtregrw kl 8 15
Kstva'0b \ . ftfelv03 Morgunsyrpa Evu Asrúnar
, oo 8-*Vttur
1’öeif>ss0"o'Js>e9aí,’í1«é''a<'!Í'yj Hádegisfrénir.
urfísa' f'e"' i Umhverlis landtð á átialiu
lv\ Ö's'sS ndalleikur tónlist oa gefur c
RAS2 5®
FM 90.1 *•'« lÆ
1.10 Vókulógin. Tónlist af ýmsu tagi i M0rn nr°9nir n
næturútvarpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og //>e/öSa r^n,ónar. $9s^á.
sagðar fréttir af veðri. færð og flugsam- n°ven r,,°n parad. ón,ist
gongum kl. 5 00 og 6 00. Veðurfregmr;Ó/) Hayú°9ang aJ-
frá Veöufstotu kl 4.30. Sn'°lnihlFeinoa!?’e°sl
^ po(’’.03 Moraunútvarpið
H.\ÓSSO{
gm*Pn naVfi~"9ang a£' k
'an,eio% - He*o72*íeusl8 Wln
Alberts ****$
teg.sfrá,,,,
hverfis landið á áttatiú. Margrét tr,na Qfiir G s°n byrj.
leikur tónlist og gefur gaum að ///* . . hfe&**ann' P,a*
s,m°npr JSr' ■
yeoZJ"^L. res,°nstjórn f
Næst
• ve\nss«'_..s,o9•»' ÍQ\(é^’;íV\ '2°°° Hádegisfréttir
' Umhverfis landið á áttatiú.
■.fVA.&00?re\ Ó'3'sS^ r,MW w ndal leikur tónlist og gefur
io.o° JfoT „tlf VAe^800' ——
- og^' ^ **
..00 Q>^ \s\eo^ '°®
A4,^.00 (
ar
enulgi „
ð Pan a
10 ÍÖ &<"’■ r2ki‘>
,s°° 'cs'urs*rÐ
„srs.—*--£wiune 3le9U,
’S-J° f/d/eg, 91 a°Ca^?% 2,'.00JOagskrá"°" ÖBBUf
. M' ÚTVARPHAFNARF*0
semadrit'' ,0 2“"“p * RÁS 2
sV/eÐlSÚTVARPA^»„
"hgr. ,
AF HVERJU eru dagskrár ljósvakamiðla eins og þær eru? Af
hveiju eru útvarpsfréttir klukkan 19? Hví eru sakamálaþættir á
sama tíma á báðum sjónvarpsrásum? Hvers vegna er barnaútvarp
á rás 1 klukkan 9 á morgnana? Þó svo erfitt sé að gera sér grein
fyrir reglu í dagskrárröðun ljósvakamiðla hér á landi þá er víst
að tilviljun ræður þar ekki ferðinni. Eins hvunndagslegt fyrirbæri
og Ijósvakadagskráin í blaðinu í dag er lokaniðurstaða Qölmargra
langra og strangra fúnda með tilheyrandi undirbúningi ötulla
starfsmanna. Dagskrárröðun ljósvakamiðlanna endurspeglar af-
stöðu þeirra sem ráða ferðinni til þess hvert sé hlutverk fjölmiðla
og hvað sé góður ljósvakamiðill. Röðunin byggir hins vegar í fyrsta
lagi á því úr hvaða dagskrárefiii er að moða, í öðru lagi á trú
manna um hegðun almennings og í þriðja og síðasta lagi á hefð.
Þrátt fyrir að stutt sé síðan ljósvakamiðlamir fóru að keppa um
augu og eyru fólks virðist dagskrárröðun þeirra allra fallin í frem-
ur þröngan farveg vana og spamaðar.
Ríkisfjölmiðlum hér á landi eins
og annars staðar í Vestur-
Evrópu var komið á legg til þess
að mennta, fræða og skemmta al-
menningi. Þar sem þeir höfðu ein-
okun gátu þeir raðað dagskrám
upp eins og þeim hentaði og þeir
héldu að fólk vildi. Almenningur
hafði lítil áhrif og því sköpuðust
röðunarvenjur sem byggðu á þörf-
um og stefnumiðum ríkisfjölmiðla.
Þrátt fyrir þjóðfélagssviptingar á
síðustu áratugum, tvöföldun þjóð-
arinnar, tölvu-, tækni- og fjöl-
miðlabyltingu eru hornsteinarnir í
dagskrárröðun miðlanna þeir sömu
og í upphafi. Útvarpsfréttir eruá
matmálstímum þeim sem launa-
menn höfðu eitt sinn og kvölddag-
skrár sjónvarpsstöðvanna hefjast
að loknum síðari matmálstíman-
um. Dagskrárröðun léttu útvarps-
stöðvanna er áþekk. Fram til níu
á morgnana og milli fjögur og sjö
síðdegis er gert ráð fyrir því að
hlustendur hafi meiri þörf fyrir að
BflKSVlÐ
eftir Asgeir Friðgeirsson
hlusta á talað mál. Tónlistin ræður
ríkjum á öðrum tímum. Neytenda-
þáttur og sérþarfaþing rásar 2 ber
fyrst og fremst vott um að dægur-
stöðvarnar geta höfðað til ungs
fólks á fjölbreyttari vegu en fram
til þessa var talið mögulegt. Dag-
skrárröðun á rás 1 ber svipmót lið-
inna tíma. Hún er dæmigerð fyrir
vesturlensk, menningarleg og
fræðandi einokunarríkisútvörp um
og eftir stríð. Röðunin ber vott um
að rás 1 hafi ekki skilgreint hlut-
verk sitt í ljósi breyttra lifnaðar-
hátta og samkeppni við aðra ljós-
vakamiðla. Þar á bæ eru hins veg-
ar hafnar umræður um gagngera
endurskoðun dagskrár.
Dagskrárröðun sjónvarpsstöðv-
anna er ótrúlega lík. Hún er að
vísu frábrugðin til endanna en á
kjörtíma, sem er fyrstu þijár til
fjórar stundirnar eftir að fólk kem-
ur frá vinnu, er hún áþekk. Stöðv-
arnar báðar hafa fréttir um miðbik
kjörtímans en þær hafa því hlut-
verki að gegna að fá fólk til þess
að stilla inn á réttu rásina. Fréttum
fylgir ýmist spenna, grín eða löðr-
andi rómansar. Á undan þeim er
yfirleitt efni sem hentar til upp-
fyllingar, rétt eins og biðstefið sem
leikið var á píanó margoft á dag
á rás 1. Stöð_ 2 ákvað að sigla í
kjölfar Sjónvarps og hafa fréttirn-
ar á svipuðum tíma. Hún hefði t.d.
getað ákveðið að hafa þær klukkan
18.30 og/eða 21 og bjóða upp á
vinsælt efni um miðbik kjörtímans.
Það hefði verið tilraun til að halda
hámarksáhorfi, sem er um 60%
fyrir báðar stöðvamar til samans
að meðaltali, á milli 19.30— 20.30,
í lengri tíma en nú er. Að líkindum
hefði það glatt auglýsendur. Annað
sem einkennir báðar stöðvarnar
er að röðunin er æði oft köflótt,
þ.e. efni sem höfðar til skilgreinds
hóps, t.d. unglinga eða listáhuga-
fólks er alls óskylt því sem er á
undan og eftir. Þetta er hins vegar
„vandamál" sem allar stöðvar sem
vilja bjóða upp á fjölbreytni en
hafa ekki úr mörgum útsendingar-
stundum að spila, eiga við að
stríða.
Að líkindum er mikið til í því
að íhaldsemi áhorfenda ráði miklu
um röðun ljósvakadagskráa. Hins
vegar er hættan sú að trú fjöl-
miðlastjómenda á íhaldsemi fólks,
sem þegar öllu er á botninn hvolft
gerir minni kröfur til fjölmiðla,
ráði meim.
,JtOBOT‘
að virðist ætla að
ganga báglega að
finna nothæft
íslenzkt orð fyrir robot.
í þáttum Gísla Jónssonar
um íslenzkt mál hafa
birzt nokkrar misgóðar
tillögrir, sem virðast ekki
eiga sér hljómgrunn. Enn
tala blaðamenn og ljós-
vökungar um róbóta og
vélmenni, orð sem í upp-
hafi þóttu lltt við hæfi
nema til bráðabirgða.
Robbi, sem fram kom í
þáttum Gísla, hefur ef til
vill þótt of gælunafnslegt
til að vera notað í alvöru,
of svipað nöfnum eins og
Bubbi, Dabbi, Kobbi,
Stebbi o.s.frv. (jafnvel
Robbi fyrir Róbert). Hver
veit nema betri þætti
styttingin bóti, sem væri
af svipuðu tagi og stytt-
ingarnar bíll, spítali,
berklar o.fl. slík orð.
Auðvitað væri þó bezt að
hafa upp á orði af íslenzk-
um uppruna. Mig minnir
það hafi verið í þáttum
Gísla, að fram kom tillag-
an tilberi, en einnig án
árangurs. Mig grunar að
þar hafi merkingar-
gagnsæið (sá sem ber til)
aldrei þessu vant verið til
óþurftar. Kannski væri
snakkur betra orð; það
merkir raunar sama og
tilberi.
En þegar haft er í
huga, að um er að ræða
„þarfasta þjón“ næstu
framtíðar, mætti ef til
vill kalla hann jálk; en
jálkur var löngum haft
um púlshesta, en naut þó
jafnframt þeirrar virðing-
ar að vera Óðinsheiti. Þar
væri því hvorki um nýyrði
að ræða né merkingar-
breytingu, heldur í mesta
lagi merkingarrýmkun,
þar sem ný tækni hefði
hreiðrað um sig á þessu
nærtæka merkingarsviði,
svo sem oft á sér stað
að eðlilegum hætti.
Þess má að lokum
minnast, að sjálft orðið
robot er sprottið af tékk-
neska orðinu robotnik,
sem merkir þræll, eða
robota, sem merkir
nauðungarvinna, og var
tekið eftir leikriti Karels
Capeks um vélgenga
vinnuþræla, sein strituðu
án þess að hugsa.
Helgi
Hálfdanarson