Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 24
r/5 tíDOVQ tíÁN B3
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ1989
BÓKMENNTIR/ Er tilfinningabœlingkynbundin?
Fólk sem elskar of
mikið ... eða oflítið
Konur sem elska of mikið. Menn sem hata konur og konur sem
elska þá. Karlar sem geta ekki elskað. Þetta eru titlar á þremur
bókum sem íjalla um tilfínningaátök karla og kvenna og tilheyra
fremur nýlegri tegund bóka, sem eiga að opna augu kvenna fyr-
ir því hvemig þær em hanteraðar af elskunni sinni. Ég vil taka
það fram að þessar bækur flokkast ekki undir bókmenntir, en
þar sem þær hafa vakið forvitni mína án þess að þær tilheyri
einhverri deild í bókakynningum, læt ég slag standa.
Eitt af því sem hefur vakið
athygli mína við lestur þess-
ara bóka, er hvað þessir titlar eiga
illa við þær. Hvað hugsar maður
þegar konan hans kemur heim
með bók sem
heitir „Karlmenn
sem geta ekki
elskað“ og les
hana fram á
rauða morgun?
Hvað ef hjóna-
bandið er ekki
gott? Mundi ekki
hvaða karlmaður
sem er halda að konan væri að
reyna að fínna sökudólg? Hvað
ef hún kæmi næst heim með bók
um konur sem elska of mikið. Þá
fer nú að fjúka í flest skjól. Að
lokum kemur frúin heim með bók
um menn sem hata konur og kon-
ur sem elska þá.
Ég er alltaf öðruhverju að lesa
þessa tegund bóka og mér fannst
það lengi sérkennilegt að heyra
konur hrópa upp yfír sig og segja-
„Maðurinn minn yrði óður ef ég
kæmi heim með svona bók.“ Af-
hveiju, spurði ég alltaf eins og
flón. Sagði sem svo að fyrst þær
læsu ekki viðkomandi bók af til-
litssemi við karlinn, væru þær ein-
mitt konumar sem ættu að lesa
hana. Og síðan byija ég að út-
skýra að titillinn sé villandi. Bók-
in sé alls ekki um þetta efni. Þang-
að til að mér fínnst skýringar
mínar vera orðnar jafnmiklar
klisjur og titlamir og nenni þessu
ekki lengur. Það sem mér fínnst
þær eiga sameiginlegt er að benda
hveijum og einum lesanda á hans
eigin viðbrögð í mannlegum sam-
skiptum; viðbrögð við því sem
aðrir segja og gera - afhveiju það
hefur áhrif á mann og hvernig
hægt er að breyta þeim áhrifum
- fyrir sjálfan sig.
Það er alltaf verið að tala um
vandamál í samskiptum kynjanna,
hjónabönd gangi ekki. Karlar
segja að það sé hinni „nýju“ konu
að kenna. Konur segja að það sé
vegna þess að karlmenn séu svo
tilfínningalega bældir.
Og hvað svo? Á þetta þá bara
að vera svona?
Ég get ekki ímyndað mér að
vel geti gengið að vinda ofan af
okkur ef við ætlum bara að kaupa
þessar skýringar, því hér emm
við enn að tala um sökudólga.
Hinsvegar verð ég að segja, að
titlar þeirra bóka sem á boðstólum
em - og ætlaðar em til að draga
bjálkann úr okkar eigin auga -
gefa í skyn að bækumar finni
sökudólg; konur sem.., karlar
sem... Auðvitað ættu þær aðheita-
„Fólk sem..,“ ef það er yfír höfuð
nauðsynlegt að stinga svona slá-
andi auglýsingatitli á bækur af
þessu tagi.
Annars hefur mér orðið
tíðhugsað um það hvers vegna
karlmenn verða reiðir yfír svona
bókum og frúrnar þora ekki að
lesa þær. Það er talað um það í
þessum bókum, að konur séu
fremur reiðubúnar að tala og lesa
um tilfínningamál og sýni meiri
vilja til að breyta samskipta-
munstrinu ef það er ekki í lagi
Afhveju?
Ein skýringin á því er að karl-
menn líti á sig sem einhveja svo
mikilvæga miðju að lestrarefni
eiginkvennanna hljóti einlægt að
fjalla um þá. Önnur skýring er
að karlmenn séu eitthvað óömgg-
ir með sig; viti af allskonar vanda-
eftir Súsönnu
Svavorsdóttur
málum tengdum þeim sjálfum og
samskiptum við elskuna sína, en
vilji alls ekki komast að því hver
vandamálin em og reyna að leggja
sitt af mörkum til að bæta ástand-
ið
Síðasta bók þessarar tegundar
sem ég las heitir „Men who can’t
love,“ eða Menn sem geta ekki
elskað. Hún Ijallar samt ekki um
karlemnn sem geta ekki elskað,
heldur um menn sem óttast skuld-
bindandi sambönd - jafnvel þótt
þeir séu dauðástfangnir. Hvernig
þeir flýja úr ástarsamböndum og
skilja konuna eftir algerlega mát,
því hún hélt að elskhuginn/eigin-
maðurinn meinti það sem hann
sagði, þegar hann sagðist elska
hana.
Einhvernveginn finnst mér það
hljóti að vera hræðileg örlög að
vera stöðugt á harðahlaupum frá
því sem maður þráir mest - og
ég er ekki viss um að það sé kyn-
bundið. En þar sem titlar þessara
bóka em alltaf kynbundnir er
varla von til þess að þeir sem
þurfa á þeim að halda lesi þær -
hvort sem það em karlar eða kon-
ur.
MATARGERÐ
Kínversk matargerö þróast í listgrein á tíma
kínverska keisarans Fu Hsi fyrir 5000 árum. Þeaar
Cheng Kai Shih flýr frá meginlandi Kína til Formosu
á fimmta áratugnum fóru meö honum nokkrir af
meistarakokkum kínverskrar matargeröarlistar.
Siöar var eyjan Formósa nefnd Taiwan og þar
þróaöist ný matargerðarlist sem byggir á
matargerð frá Suður-Kína og þjóðlegri matargerö
íbúa Formósueyjanna
TAIWAN MATSEÐILL
Sérstakt tilboó;
Moutai lystauki
Krabbakjötsúpa
Súrsæt svínarif
Sítrónukjúklingur
Djúpsteiktur fiskur
í nrísgrjónavíni
Taiwan önd
Kaffi eða ís Kr.1290
Einnig bjóöast fjölmargir réttir af stórum Taiwan
matseðli og úrval retta af venjulegum Sianghæ matseðli
LEIKLIST/Eiga þau erindi vib okkur?
Skrifar verkin íblindni
Þekktasta leikskáld Tékka, Vatslav Havel, afplánaði þar til í vikunni
átta mánaða fangelsisdóm í heimalandi sínu fyrir þátttöku í mótmælaað-
gerðum £ janúar. Þetta er ekki fyrsta sinn sem Havel má þola fangelsis-
vist fyrir skoðanir sínar því samtals hefur hann eytt fimm af síðustu
tuttugu árum í fangelsi.
Leikrit Havels eru undantekning-
arlaust bönnuð í Tékkóslóvakíu
en hafa verið sýnd víða á Vesturlönd-
um undanfarin ár. Þarf iðulega að
koma verkunum með leynd úr landi
þar sem ströng
gæsla er höfð á
Havel jafnvel þó
hann eigi á stund-
um að heita laus
úr fangelsi. Nú
síðast var frumsýnt
í New York verk
Havels, Freisting-
in, sem dregur
lauslega efni sitt af þemanu um
Fást. I tilefni þessarar frumsýningar
birtist viðtal við Havel í The New
York Times, þar sem hann ræðir um
stöðu sína sem leikskáld í landi þar
sem verk hans hafa verið bönnuð í
20 ár og það heyrir til algerra undan-
tekninga ef Havel gefst tækifæri til
að sjá sýningar á verkum sínum.
Havel segir um þessa stöðu: „Þetta
er mjög óþægileg staða og á margan
hátt verri en fyrir bannað ljóðskáld
eða skáldsagnahöfund, vegna þess
að leikrit á bók er aldrei nema hálfk-
arað; það er ekki fullkomnað fyrr
en það öðlast líf á leiksviðinu. Samt
hef ég vanist þessu — vegna þess
að það má venjast öllu á endanum
— og ég skrifa einsog þessi staða
sé ekki fyrir hendi; einsog leikritin
mín fengjust leikin hér í mínu eigin
landi. Þó er þetta ekki einungis
spuming um formið þ.e. að leikrit
er skrifað fyrir leiksvið, heldur á
þetta sér dýpri rætur. Leikhúsið er
á sinn sérstaka hátt tengt heimal-
andi sínu félagslegum og menningar-
legum böndum. Leikrit eru skrifuð
útfrá sérstökum aðstæðum og fyrir
sérstakar aðstæður og fyrir sérstaka
áhorfendur. Þessar aðstæður verða
ipjög flóknar þegar ég skrifa leikrit
með samborgara mína í huga einsog
leikritin yrðu flutt fyrir þá. En ég
þarf síðan að senda leikritin mín úr
lándi þar sem þau fást leikin og ég
veit ekki fyrir hvem, af hveiju, né
hvað þau segja þeim áhorfendum.
Leikritin mín eiga sér því ekki raun-
verulegt heimili. Erlendar uppfærslur
geta aldrei komið í stað þessa heimil-
is sem leikritið er tengt sterkari
böndum en t.d. ljóð eða skáldsaga."
Þetta er því nánast einsog að skrifa
leikritin í blindni en Havel lifír í von-
inni um að leikritin hans fáist ein-
hvern tíma flutt í Tékkóslóvakíu.
Havel svarar síðan spumingunni
um hvort hann hafi haft tækifæri til
að fylgjast með eða sjá einhveijar
uppfærslur á verkum sínum á Vest-
urlöndum. „Þegar leikritin mín eru
sviðsett erlendis — og þau hafa ver-
ið flutt víða um lönd — þá hef ég
engin tengsl við flytjendur nema í
undantekningartilfellum. Stöku sinn-
um hef ég fengið send myndbönd
af erlendum uppfærslum og það er
mjög mikilvægt fyrir mig, þó það
komi engan veginn í stað sjálfrar
sýningarinnar. Þegar Freistingin var
sviðsett af Konunglega Shakespe-
are-Ieikhúsinu í Englandi þá kom
leikstjórinn til Tékkóslóvakíu og
ræddi við mig, bæði fyrir og eftir
frumsýninguna. Hann sýndi mér
einnig myndbandsupptöku af sýning-
unni. En yfirleitt fæ ég engar upplýs-
ingar um sýningar á leikritunum
mínum erlendis."
Vatslav Havel skrifaði Freisting-
una á 10 dögum haustið 1985. Hann
hefur skrifað eitt leikrit síðan sem á
íslensku hefur hlotið heitið Hreinsun-
in. Þetta nýjasta verk Havels verður
á verkefnaskrá Þjóðleikhússins
næsta vetur og munar þar litlu að
um heimsfrumsýningu verði að ræða
Tókkneska leikskáldið
Vatslav Havel.
því aðeins eitt leikhús, Ziirich
Schauspielhaus í Sviss, mun frum-
sýna verkið á undan. Havel segir að
fangelsisvistimar hafi haft þau áhrif
á ritstörf sín að seinni árin skrifí
hann leikrit sín mjög hratt, allt frá
flórum dögum upp í tvær vikur.
Havel hefur ekki fengið leyfi til að
starfa í leikhúsi í Tékkóslóvakíu
síðan fyrir 1970 en þá starfaði hann
sem tæknimaður og síðar leiklistar-
ráðunautur og höfundur við leikhús
Jan Grossmans í Prag. Havel segin
„Ég er fimmtíu og tveggja ára gam-
all og hef einungis haft tækifæri til
að starfa við aðstæður sem ég ann
í átta ár af ævi minni. Fangelsanim-
ar hafa breytt einhveiju innra með
mér en ég er ekki alveg viss um
hveiju. Það væri réttara að spyija
konuna mína og vini að því. En skoð-
anir mínar, verkin mín og viðhorf
hafa ekki breyst." Nú í vikunni bár-
ust svo þær fregnir.að Tékknesk
stjómvöld hefðu látið Havel lausan
úr fangelsi. - Hann er því fijáls ferða
sinna - innan Tékkóslóvakíu.
eftir Hóvar
Sigurjónsson