Morgunblaðið - 21.05.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.05.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 C 25 DÆGURTÓNLIST/Geta blökkumenn spilaó rokk? Þungt og svart ÞÓ ROKKIÐ eigi rætur sínar í svartri tónlist hefur það alla tíð ver- ið talið „hvít“ tónlist og þá ekki síst rokk í þyngri kantinum. Þess eru fá dæmi að rokksveit skipuð blökkumönnum hafi náð til hvítra plötukaupenda í Bandaríkjunum ekki síður er litra; í það minnsta hefiir það ekki gerst síðan Sly Stewart, sem tók sér nalhið Sly Stone, sendi síðustu söluplötuna frá sér 1973. Sú plata, Fresh, átti sinn þátt í því að móta tónlistarsmekk ungs blökkudrengs, Vernons Reids, sem hélt mjög upp á hana og aðra sem út kom sama ár, Houses of the Holy með Led Zeppelin. Þessi blanda átti síðar eftir að skila sér í tónlist hljóm- sveitar Vernons, Living Colour, sem hefur gjör- breytt stöðu litra rokktónlistarmann í Bandaríkjun- um í dag; eða svo vonar Reid í það minnsta. Fyrsta plata sveitar- innar sem ber heitið Vivid, hefur selst í um 1.000.000 eintökum í Bandaríkjunum, er nú í sjötta sæti bandaríska vinsældalistans, og lagið Cult of Personality, sem minnir óneitanlega á Zeppelin, hefur náð miklum vinsældum. Allt hefur þetta vakið mikla at- hygli á hljómsveitinni, en mesta athygli hlýtur Vernon Reid, höfuð hljómsveitarinnar og helsti laga- smiður, sem er einnig kunnur fyr- ir að vera einn fremsti og hug- myndaríkasti gítarleikari Banda- ríkjanna i dag. Vemon Reid á sinn uppruna í fönkrokktónlist Sly and the Fam- ily Stone og þungarokki Led Zeppelin, eins og áður sagði, en hann lærði að leika kalypsótónlist í árdaga hjá frænda sínum. Hann hóf sinn atvinnutónlistarferil í síðpönksveitum í New York, en lék svo jassfönk með Defunkt fýrstu skref þeirrar sveitar. Þegar uppúr slitnaði hóf hann að leika með framúrstefnu jasssveitum og ávann sér mikla virðingu fyrir gítarleiki. Að eigin sögn fékk hann um síðir nóg af að hlusta á tónlist eftir aðra og ákvað að setja saman sveit til að leika sína eigin tónlist. Sú tónlist var þungt rokk þar sem flugeldasýningar Reids á gítarinn voru áberandi. Textar laganna sem Reid samdi voru á nokkuð annan veg en textar hvítra rokksveita almennt og sé að marka textana á Vivid virðist Reid hafa meiri félagsþroska til að bera en Robert Plant í það minnsta. Gott dæmi um það er lagið Landlord sem segir frá hús- eigenda sem brennir hjalla sína til að losna við leigjendur sem hann má ekki segja upp lögum samkvæmt til að geta byggt stærri hús og arðbærari. Önnur lög á plötunni eru sum hver einn- ig ádeilukennd, en það bregður einnig fyrir léttri kímni og ástar- hjali. Þess má svo geta að hljóm- sveitin tekur gamla Talking He- ads-lagið Memories Can’t Wait í vel rokkaðri útsetningu sem vísar til fleiri áhrifavalda en Zeppelin og Sly Stone. Living Colour þurfti að þrauka í sex ár áður en sveitin gerði plötu- samning, en það varð að hluta fyrir tilstilli Micks Jaggers, sem hreifst af sveitinni eftir að hafa villst inn á tónleika með henni. Jagger stjórnaði upptökum á tveimur lögum og Vernon og fé- lagar gengu með þau lög á milli útgáfufyrirtækja. Þar vissu menn ekki hvað gera ætti við rokkhljóm- sveit sem skipuð væri blökku- mönnum og fyrst eftir að sveitin gerði loks samning gekk fyrirtæk- inu illa að finna markhóp í auglýs- ingum. Sex mánuðum eftir að platan kom út fór hún að seljast svo um munaði og nú er svo kom- ið, eins og áður sagði, að hún er langt komin í platínusölu. Reid er að vonum ánægður með vel- gengnina en í viðtali við Rolling Stone fýrir skemmstu sagði hann að það besta væri ef sigurganga sveitarinnar yrði til þess að aðrar svartar rokksveitir létu ekki hug- fallast. í öðru viðtali sem birtist í Spin, tekur hann af öll tvímæli um að Living Colour sé að leika rokk af þeirri gerð sem er á Vivid til þess eins að hagnast af, enda séu dæmin um misheppnaðar blakkar rokksveitir legíó. Living Colour; Vernon Reid, Will Calhoun, Corey Glover og Muzz Skillings. Rekurþú lítibfyrirtceki? Hyggstu stofnafyrirtceki? Vantarþigyfirsýn? Námskeidid Stofnun og rekstur fyrirtcekja fyrir konur veröur haldiö 30. maí - lO.júní. Medal efnis: Stofnandinn, stofnácetlun, stefnumotun, markaðsmál', jjármál, form fyrir- tækja og reikningsskil. Námskeiðiðferfram í kennslusal Iðntæknistofnun- ar í Keldnaholti. Kennt erþrtðjudaga, fmmtudaga og laugardaga. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. n IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS rekstrartæknisvið. eftir Árna Matthíasson LEIKFONG Mesta leiklangarýmingarsala allra tíma. Verslunin hættir hér Masters karlar og tylgihtutir á innkaupsverði. Dæmi: Áður Nú Karlar 590-715,- 390,- Tæki 565,- 300,- Hallir 4.800,- 2.990,- Könguló 3.150,- 1.990,- Barbievörur Áður Nú Dúkkur 1.180,- 780,- Skenkur 1.095,- 500,- Snyrtiborð 1.575,- 800,- Borðstofuborð 1.455,- 700,- Dagmömmur Barnaheimili Einkaheimili Notið tækifærið fyrir afmæli og jafnvel jólin 10% - 20% - 50% - 70% ofslóttur Alh á að seljast Sendum í póstkröfu LEIKFANGAHÚSIÐ, Skólavörðustíg 10, Reykjavík, sími 14806

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.