Morgunblaðið - 21.05.1989, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
C 37
Bjarni L. Gestsson
Sævar Gestsson
sama hlut unglingurinn sem er að
byrja.
„Háskólamennirnir mættu
kannski hugleiða það núna,“ sagði
hann, „eftir að vera búnir að semja
um alls konar tilfærslur vegna ald-
urs og starfsreynslu, að kona á
Vestfjörðum hafði unnið í 24 ár í
sama frystihúsinu án þess að fá
nokkra slíka tilfærslu". Hún hafði
orð á þessu við vinnuveitendur sína.
Þetta var rétt, en svona voru bara
kjörin hennar. Þeir voru þó slíkir
menn að þeir buðu henni í sólar-
landaferð til að bæta henni þetta
upp. Úlfar
Ingi Magnfreðsson
K.P. Reykjavík
QPflDT hef verið meðlimur í
oruni plötuklúbb Almenna
bókafélagsins sem gefur út sögu
rokksins. Nú er nokkuð langt um
liðið síðan þeir gáfii út síðustu
plötu og er ég orðinn langeygður
eftir þeirri næstu. & ekki fram-
halds að vænta?
Guðbjörg Aðalsteinsdóttir lyá Al-
menna bókafélaginu.
SVAR
Af óviðráðanlegum ástæðum
varð nokkuð hlé á útgáfu
sögu rokksins en innan skamms mun
hún heíjast á ný. Næsta sending
kemur um mánaðamótin og svo verða
plötur gefnar út á þriggja mánuða
fresti.
Góð dag-
skrá
Ágæti Velvakandi.
Eg vil með þessu bréfi þakka
Ríkissjónvarpinu fyrir dagskrá
þess miðvikudaginn 26. apríl sem
var í einu orði sagt stórgóð. Fyrir
fréttir var sýndur bráðfyndinn
breskur þáttur „The black Adder"
þar sem gert var stólpagrín að
breska aðlinum fyrr á öldum. Kl. 9
sama kvöld var svo lokaþátturinn
í Taggart syrpunni, Ókeypis dauði,
þar sem hinn kankvísi skoski lögre-
gluforingi, Taggart, leysti úr flóknu
glæpamáli. Þessir þættir eru bestu
sakamálaþættir sem sýndir eru í
sjónvarpinu. Þar á eftir kom svo
kvikmyndin „Parade“ eða Sirkuslíf
með franska snillingnum Jacques
Tati, þar sem hann kynnti atriði í
sirkus. Sérstaklega var gaman að
látbragðsatriðum hjá Tati sjálfum.
Sínið endilega meira af þessu.
Ánægður sjónvarpsnotandi
Wj uAnUtlMA
:
Allt til garövinnslu
„Og meira"
0\
Umboðsmenn
um land allt
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðuriandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780
Odýrast að
fækka þing-
mönnum
Til Velvakanda.
Það hefur komið til tals að Al-
þingi kaupi Hótel Borg og
finnst mér það ekki rétt kaup. Þeir
áætla að 60 milljónir fari í breyting-
ar á húsinu en ég álít að það fari
100 milljónir í þá breytingu. Það
er oftast nær að breytingar á göml-
um húsum fara fram úr áætlun.
Mér finnst að Borgin eigi að gegna
sínu hlutverki áfram og vera hótel.
Mér heyrist á þingheimi að þetta
verði bara bráðabirgðalausn að
kaupa Borgina, því það eigi að
byggja þinghús þegar frá líður. Mér
fínnst að svona kaup séu að tjalda
til einnar nætur, eins og gamalt
orðtæki segir.
Ég bendi Alþingi á Iðnó, þar yrði
ódýrara að breyta. Svo get ég bent
á annað ráð. Ef öll hús eru að
sprynga utan af þingmönnum sem
þeir hafa ráð á þá er ekkert annað
hægt að gera en að fækka þing-
mönnum svona um 15 til 18. Ef
það væri gert þyrfti ekki að byggja
þinghús fyrst um sinn. Ég held að
það séu margir sammála mér um
þessa lausn. Það þurfa allir að
gæta að sér og spara.
Ingimundur Sæmundsson
Sumarhús
í sérf lokki
AÐ TRÖNUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI
Okkut hjó Transit hf. er sönn ónægja að tilkynna yður að ó
30 óta ofmæli fyrirtækis okkar bjóðum við til sölu i fyrsta
skipti mjög traust, hlý og vönduð (heilsórs) sumarhús, sem
við erum afskaplega stoltir af.
Fróbært hugvit (innlent og erlent) svo og alúð hefur ein-
kennt alla hönnun og smíði ó þessum húsum. Húsin eru hlý,
endo er 4 tommu einangrun i öllum útveggjum og
6 tommu einangrun i gólfi og lofti.
TRANSIT HF. býður nú glæsilegt sumarhús af
GISELLA ÍSLAND gerð, sem er 48 fm að flotarmóli ou* ^
fm svefnlofts eða alls TO Im innanhúss.
Auk þess er yfirbyggð vetönd 35 fm. Samlals eru þvi 105
fm undir þaki.
Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið skoðaður
gaumgæfilega af fagmönnum og vegno hagstæðro viðskipto-
sommngo okkar getum við haldið öllum kostnoði í olgjöru
lógmarki.
Verö á GISELLA ÍSLANP sumarhúsi
óuppsettu er f rú kr. 1.210.OOO,-
Við munum ó næstu dögum bjóða nokkur hús af
GISELLA ÍSLAND gerð ó einstöku kynningarverði, fró
aðeins kr. 1.079.000,
Greiðslukjör eru fróbær og erum við mjög sveigjanlegir
í samninqum.
DsDii:
1) Við samning greiðist 15% af kavgverði.
2) Við afhendingu greiðist 40% af kaupverði.
3) Eftirstöðvar greiðast síðan t.d. á 2 árum.
Ef þér viljið kynnast GISELLA ÍSLAND nðnar þó verið velkomin
i Trönuhraun 8, Hafnarfirði, skoðið sýningarhús okkar staðsett
ó baklðð og fóið frekari upplýsingar.
SIINARHÍIS ER EKKIBARA FJARLÆGER DRAVNUR
- ÞAD SANNA OKKAR VERD OG GREIDSLEKJÖR
Sjón er sögu ríkari.
'RANSIT"
TRÖNUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652501