Morgunblaðið - 21.05.1989, Side 40
40 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Windows
25. maí
KI.9-16
Farið er í helstu undirstöðuatriði gluggaforritsins Windows. Helstu fylgiforrit eru kynnt
og gerðar æfingar.
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933.
A TH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku.
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.
1V0FS
IBM á Islandi og Sameind hf. kynna:
IBM 4684 verslunartölvuna
5 012345 678900
• IBM 4684 verslunarkerfið sem þjónar jafnt minnstu
verslunum sem þeirn stærstu, stórmörkuðum sem
sérvöruverslunum.
• IBM 4684 er án efa fjölhæfasta verslunartölvan á
markaðnum.
• IBM 4684 les og skráir kredit/debetkort beint sem
sparar mikinn tíma og kostnað.
• Oruggar tengingar við stærri gerðir tölva.
• IBM strikamerkjalesarar lesa allar gerðir
strikamerkja.
Allt eftír ó&kum notandam, á verði sem kemur á óvartl
Með IBM 4684 fæst heildarlausn í verslunarrekstri, á einfaldan, öruggan og ódýran hátt.
Sérstök kynning verður á IBM verslunartölvunum fyrir matvöruverslanir og sérverslanir
í húsakynnum Sameindar hf., að Brautarholti 8, dagana 22., 23. og 24. maí nk.
Upplýningur / nímu 25833
Qsameind
Kannt þú nýja símanúmerið?
Steindór Sendibílar
3/67
BAKÞANKAR
Bakpokalýð-
urinn
Við erum sérstakir fagurkerar
íslendingar og kunnum að
draga fram það fegursta í og á
meðal vár. Svó búum við náttúr-
lega við ómótstæðilega nátt-
úrufegurð, hvergi
eru fegurri börðin
eða uppétin holt-
in, ellegar upp-
blásnu melarnir
en hér. Nefnið
einn stað sem
hefur fegurri
börð með lítilli
kind, flóka og
gaddavír í aftur-
endanum og tvö örlitil sauðalit
lömb með vott af skitu? Eða jökl-
arnir, maður lifandi. Enda leynir
ferðamannastraumurinn sér
öngvan veginn. Þeir eru mættir
útlendingarnir, á hjólunum að
hjóla kringum landið með bak-
pokana og nælontjöldin og skaft-
pottana dinglandi og í hnébux-
um. Hnébuxur virðast nauðsyn-
legar til íslandsferðar fyrir allt
sem útlenskt er, en langt er síðan
nokkur sá íslending í hnébuxum.
Já, nema hvað, að það er afskap-
lega intressant, eins og allir sögðu
þegar ég var ung, að fylgjast með
útlenskum ferðamönnum leggja á
hjólið og hjóla úr „odell Lopt-
lædírr" af stað á vit íslenskrar
náttúrufegurðar.
Nú, það er í höfuðbraut að hjóla
sem leið liggur til Tingvællirr í
fyrsta áfanga. Þá liggur sveita-
vargurinn útí glugga og flissar og
fylgist með, fölur, vöðvarýr og
ofsalega mikið að spekúlera í að
labba á milli húsa í kvöldkaffið,
þegar fer að hlýna (í júlí). Jæja,
maður liggur útí glugga og sér
ferðamennina troða marvaðann
frá 1. maí til 1. sept. Og allir
heima í glugga, kalla: Hey, komiði
og sjáiði þá á hjólunum, þeir eru
að leggja af stað i kringum
landið!" Eina konu þekki ég sem
segir við krakkana sína þegar
ferðamennirnir birtast inn Ting-
vallarveg: „Krakkar minir stök-
kviði út og gefið þessum aumingj-
um fyrir rútunni." Nema hvað,
um daginn hjóluðu nokkrar þjóðir
austur á vit náttúrunnar og oft-
ast tvær eða tveir eða tvö og var
þá snjóa algerlega tekið að leysa
fyrir utan Loptlædír. Jæja, í allt
vor er sveitavargurinn hér sem
annarsstaðar búinn að segja hver
við annan: „Það sér ekki í lófa-
stóran blett á heiðinni, ennþá."
Nei, það er nefnilega það, það
ætlar ekkert að vora, maður man
ekki eftir að hafa ekki séð í lófa-
stóran blett á þessum árstíma."
„Nei, það er samt eitthvað farið
að taka upp þegar kemur á neð-
anverða heiðina, það sér í stöku
lófastóran og lófastóran blett."
„Já, það er nefnilega það, Jæja,
vörtu blessaður."
Nú, nema þetta vor frekar en
önnur, gripur fólk óstjórnleg for-
vitni að vita hvar hinir erlendu
gestir ætli að tjalda fyrstu ævin-
týranóttina á leiðinni kringum
ísland. Svo þeim er veitt eftirför
undir kvöldið. Það er ekkert að
spuija að þvi, það sér ekki í lófa-
stóran blett fyrr en i Leirvík á
Hjaltlandi. Nema einn. Uppá að-
stöðuborði nr. 1 á Mos.heiði er
búið að tjalda kúlutjaldi. Kúlu-
tjaldið er lítið og nett svo það fer
ekki tlla uppá borðinu, t.d. i túr-
istabæklingi. Afturámóti fylgir
þessu það, að fólk þarf að fara
ofan til dögurðar. Skriða út og
niður borðið til þess að setja upp
vatn í skaftpottinn, og svo hitt,
að við íslendingar gerum hvenær
sem er sagt erlendum ferðamönn-
um að hundskast niður af borð-
inu, þetta sé aðstaða, áningar-
borð en ekki svefnloft.
Þessvegna segi ég hversvegna
að láta þetta vaða um labbandi
eða á hjóltíkum án þess að þurfa
að eyða svo miklu sem þúsund-
kalli í íslenska rútu, hvað þá að
það svo mikið sem tími að kaupa
sér elna nótt á hótell. Lufsast um
með skaftpott og snapar allt
ókeypis, hver græðir krónu á
þessu?
Sjálf borgum við fyrir hvert
einasta vatnsglas í Evrópu, en
fáum líka þá þjónustu sem ferða-
mönnum ber. En getum ekki
þvælst um nokkurnveginn
ókeypis með kúlutjöld og nesti að
heiman.
eftir Sigríði
Halldórsdóttur