Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 3

Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 3 Morgunbladid/bvernr 17. landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna er haldið í Viðey og Reykjavík nú um helgina. Á mynd- inni sést hluti þingfulltrúa við setningu þingsins í gærkvöldi. Landsþing sj álfstæðiskvenna LANDSSAMBAND sjálfstæðiskvenna heldur 17. landsþing sitt í Viðey og Reykjavík nú um helgina. Meðal þeirra mála er rædd verða, auk venjulegra þingstarfa, eru umhverfismál, húsbréfakerf- ið og skattamál. Þingið var sett í gærkvöldi í Valhöll en þingstörf- um verður framhaldið í Viðey í dag og á morgun. Fyrir hádegi verða skattamál rædd og hefur þar framsögu Ólaf- ur Helgi Kjartansson, skattstjóri á Isafirði. Enn fremur munu þau Geir H. Haarde alþingismaður og María E. Ingvadóttir fjármála- stjóri fjalla um húsbréfakerfið. Að loknum hádegisverði eru á dag- skrá umræður um umhverfismál og eru frummælendur um það efni Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Islands, og Salóme Þorkelsdóttir, alþingis- maður. Að þessu loknu verður stjóm- málaályktun þingsins tekin til umræðu og er gert ráð fyrir að þeim umræðum verði framhaldið á sunnudagsmorgun. Síðdegis þann dag verður stjórnmálaálykt- unin afgreidd og ný stjórn Lands- sambands sjálfstæðiskvenna kjör- in. -x- Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna, flutti ávarp við setningu þingsins. Vaxtalækkiin á spari- skírteinum ríkissjóðs FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ kynnti í gær lækkun á vöxtum á spariskírt- einum ríkissjóðs. Vextir á spariskírteinum til 8 ára lækka úr 6,8% í 6%, vextir á spariskírteinum til 5 ára lækka úr 7% í 6% og vextir á skírteinum til 254 árs verða 5/2%. Þessi breyting á að taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Fram til þess tíma gefst fólki kostur á að gerast áskrifendur að spariskirteinum með 6,8 eða 7% vöxtum, sem gilda fram til næstu áramóta. Að sögn Ólafs Ragnars Grímsson- ar fjámálaráðherra er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að vaxta- stig spariskírteina ríkissjóðs verði ásamt vöxtum í samningum við lífeyrissjóðina leiðandi fyrir vaxta- þróunina í landinu. „Við höfum á undanförnum mánuðum lækkað vexti spariskírteinanna og á eftir hefur fylgt raunvaxtalækkun annars staðar í peningakerfinu," segir Ólaf- ur. „Við ákváðum hins vegar fyrir nokkru síðan að framkvæma þessar lækkanir í færri og stærri stökkum en áður og þess vegna höfum við beðið með þessa lækkun í nokkum tíma. Hún hefur i för með sér, að raunvaxtastig spariskírteina ríkis- sjóðs er orðið sambærilegt við raun- vaxtastig í ýmsum helstu viðskipta- löndum okkar.“ Fjármálaráðherra segir, að vel hafi gengið að afla ríkissjóði lánsfjár innanlands það sem af er árinu. Frá áramótum til maíloka hafi verið seld- ir ríkisvíxlar fyrir 2 milljarða umfram innlausn. Á sama tíma hafi selst spariskírteini fyrir um einn milljarð króna, en innlausn þeirra hafi hins vegar verið 1.280 milljónir króna. Sala ríkisvíxla og spariskírteina sé því nú 1,8 milljarður umfram inn- lausn en búast megi við að sú tala lækki þegar líður á árið vegna auk- innar innlausnar. Stefnt hafi verið að því, að innlend lánsfjáröflun yrði um 1,2 milljarðar króna og enn bendi ekkert til að sú áætlun standist ekki. Seðlabanki feer sex daga til að lækka raunvexti SEÐLABANKINN fékk þau boð frá ríkisstjórninni í gær, að afloknum fúndi hennar, að honum bæri að sjá til þess að raunvextir lækkuðu næstu daga. „Við ræddum mikið um vexti á þessum fundi, og okkur tókst nú að fá Landsbankann til að hætta við sína vaxtahækkun," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær, að afloknum fúndi ríkisstjórnarinnar. Vonandi fundin lausn á vanda fískeldisins segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra SAMÞYKKT var á ríkissljómarftindi síðdegis í gær að Framkvæmda- sjóður hefði milligöngu um að útvega viðskiptabönkunum fjármagn til að auka afúrðalánin til jafiis við það sem Tryggingasjóður fiskeldis mælir með í hverju tilfelli, að sögn Steingríms Hermannssonar, forsæt- isráðherra. Hann sagði að heildarfjárhæðin sem til þessa þyrfti lægi ekki fyrir, en fyrirtækin fengju nú að meðaltali um 37,5% afúrðalán og myndu með þessu aukast í 50%, og jaftivel meira í einstaka tilfelli. „Við vonum að þetta muni leysa vanda þeirra fiskeldisfyrirtækja sem eru með afurðalán,“ sagði forsætis- ráðherra. Hann sagði að ekki þyrfti endilega að vera um erlendar lántök- ur að ræða til þessarar flármögnun- ar, „en það sem hefur mesta þýðingu í þessu sambandi er að Fram- Steingrímur sagði: „Staða þessara frystihúsa á Patreksfirði og Súg- andafirði er voðalega erfið. Þessi tvö eru í langerfiðustu málunum, en ég hugsa að mál hinna leysist mjög fljót- lega.“ Steingrímur sagðist telja að bráð- asti vandi frystihúsanna á Þingeyri og Bíldudal yrði leystur á næstunni með framlagi úr Hlutafjársjóðnum, og einnig vandi ýmissa annarra frystihúsa. kvæmdasjóður gerðist milliaðili, sem hefur í för með sér viðbótarábyrgð á þessi lán.“ Steingrímur sagði að undan því hefði verið kvartað að einföld ábyrgð ríkissjóðs hefði verið á þessum lán- um, en nú bættist Framkvæmdasjóð- ur við. Þegar ábyrgðin hefði verið „Vitanlega var mikill óhugur í mönnum á fundinum, vegna þeirrar þróunar sem almennt er, og Vest- firðirnir eru þar í mjög slæmri stöðu,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að samdrátturinn i þorskveiðunum kæmi afar hart niður á Vestfjörðun- um, því þeir nytu ekki humarveiða, síldar eða loðnu. „Ég er satt að segja orðinn mjög áhyggjufullur út af al- mennri þróun þessara veiða, sem ég held að sé að verða afar hættuleg," einföld, þá hefði þurft að setja fyrir- tækin í gjaldþrot, áður en að ábyrgð- in tæki gildi. Þetta myndi stytta þann feril. Steingrímur sagði að jafnframt hefði verið ákveðið að athuga hvort ekki mætti ráðstafa til bústofns- kaupa ákveðnu fjármagni, þar sem síðasta ríkisstjóm hefði ákveðið að ráðstafa 800 milljónum króna til uppbyggingar fiskeldis, sem ekki væri að fullu ráðstafað. Þannig mætti nýta um 400 milljónir króna til þess að koma bústofnunum upp. sagði forsætisráðherra. Steingrímur sagði að nú væri í raun og veru beðið eftir tillögum forsvarsmanna þeirra fjögurra eða fimm frystihúsa, sem í mestum vanda ættu á Vestfjörðunum. Þeir hefðu kosið að fara í greiðslustöðvun og á meðan svo væri, væru málin ekki í hendi Atvinnutryggingasjóðs eða Hlutafjársjóðs. „Það kom fram á fundinum að þessir eigendur vilja ekki fara í gjaldþrot og þá verða þeir að koma með einhveija lausn sem gengur upp.“ Þeir fundarmanna sem Morgun- blaðið ræddi við í gær sögðu að reiði, sársauki og örvænting hefði einkennt fundinn, þar sem þeir sem talað hefðu máli þeirra fyrirtækja og bæj- arfélaga sem verst stæðu, sæju ekki fram á neitt annað en gjaldþrot. Mun Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, hafa sætt miklum ásökun- um- fyrir það sem gagnrýnendur hans sögðu vera vanefndir stjómvalda á loforðum. „Það var jafnframt ákveðið að gefa Seðlabankanum frest til næsta fimmtudags að koma því til fram- kvæmda sem ríkisstjómin ákvað í mars, að raunvextir lækki í þessu landi í áföngum á næstunni,“ sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra sagði að þessi lækkun raunvaxta þyrfti að verða bæði á innláns- og útlánsvöxtum. „Ég hef alltaf sett það sem markmið að þetta verði svipað og var árið 1986, en þá voru meðalinnlánsvextir neikvæðir um 0,9%, sem er ákaflega eðlilegt vegna þess að mikið af fjár- MIKIÐ var rætt um vanda loð- dýrabænda á fúndi ríkisstjórnar- innar í gær. Engin niðurstaða fékkst í málinu, en ákveðið að Verst er ástandið á Patreksfirði og á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar blasir ekkert annað en gjaldþrot við og vom heimildarmenn Morgun- blaðsins efins um að fyrirtækjunum yrði bjargað. Með sérstökum björg- unaraðgerðum verður hægt að við- halda starfsemi frystihúsanna á Bíldudal og Þingeyri um sinn, þótt óvíst sé hve lengi. Á Bolungarvík er þungt fyrir fæti og óvíst um fram- haldið, skárra er ástandið á Súðavík þar sem staðan er þokkaleg sem stendur, en miklar fjárfestingar í gangi þar sem væntanlegur er nýr stór togari. Haldið er í horfinu á Flateyri og Tálknafirði. ísafjarðar- fyrirtækin standa einna best, en þar em aftur á móti þjónustufyrirtæki eins og vélsmiðjur og fleiri í erfiðleik- um. Einn viðmælandi blaðsins sagði um þetta ástand allt: „Þetta veldur örvæntingu fólks þar sem fyrirtækin em verst stödd og kvíða alls staðar annars staðar, þar sem menn sjá sömu þróunina hvert sem litið er.“ magni er á ótryggðum reikningum,, ávísunarreikningum og svo fram- vegis. Þá vom útlánsvextir 5%, en meðalinnlánsvextir 1988 em 3,2%, sem er hrein vitleysa og útlánsvextir 10%,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að til þess að ná því vaxtastigi sem verið hefði 1986 þyrfti að afnema skiptikjara- reikninga, sem samræmdust engum markaðskenningum. Þá yrði jafn- framt hægt að lækka útlánsvextina. Steingrímur sagði að algjör samstaða hefði verið um þetta mál í fíkisstjóm- inni. ráðherraneftid myndi áfram vinna að úrlausn vandans. Samkvæmt heimildum Morgunbiaðsins eru ráðherrar ríkissljómarinnar orðnir afar vondaufir um að loð- dýrarækt á íslandi verði bjargað. Það sem einkum mun valda stjórn- völdum áhyggjum, hvað vanda loð- dýrabænda varðar, er hvemig hægt sé að forða því að þeir sem fyrir hvatningu stjómvalda völdu loðdýra- rækt á sínum tíma, komist á vonar- völ. Einn ráðherra ríkissljómarinnar orðaði það svo í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Það er ekki sízt verið að skoða það hvemig megi koma þeim sem ekki eygja neitt áframhald í þessari atvinnugrein, út úr henni, án þess að þeir verði fyrir meirihátt- ar skakkaföllum.“ Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að einhver fjöldi loðdýrabúa verði eftir, þó að margir verði að hætta. Þessi bú eigi þá að eiga vaxtarmöguleika og fá að dafna í rólegheitum, þegar aftur hefst uppgangur í greininni. Það mun hafa verið niðurstaða þessa ríkisstjórnarfundar, að von- laust væri að halda áfram að ausa fé í taprekstur loðdýraræktar. Ekki mun ágreiningur um það milli stjórn- arflokkanna. Þeir Steingrírmur Her- mannsson, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, landbúnað- arráðherra, eru þó sagðir helstu tals- menn loðdýrabændanna og mun þeirra rökstuðningur helstur hafa verið sá að stjórnvöld gætu vart axlað þá ábyrgð að sjá um 350 fjöl- skyldur missa heimili sín og jarðir, í kjölfar þess að þær yrðu að hætta loðdýrarækt. Ráðherrar fnnduðu með forsvarsmönnum Vestfjarðafrystihúsa: Ríkisstjóniin sætti mikilli gagn- rýni frá frystihúsamönnum VANDI þeirra 13 frystihúsa á Vestfjörðum sem í mestum rekstrarörðug- leikum eiga var til umræðu á löngum fúndi eigenda frystihúsanna og forsvarsmanna viðkomandi bæjarfélaga á Vestijörðum með Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, og Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráð- herra, í fyrradag. Auk þeirra voru sjóðssljórar viðkomandi sjóða á fundinum. Að sögn forsætisráðherra liggur nú fyrir að Sambands- frystihúsanna á Patreksfirði og Súgandafirði bíður nú vart nokkuð annað en gjaldþrot, nema til stórfelldra björgunaraðgerða verði grip- ið. Heimildir Morgunblaðsins herma að á þessum fúndi hafi komið fram afar hörð gagnrýni á stefiiu sljórnvalda í efiiahagsmálum, og munu forsvarsmenn Sambandsfrystihúsanna á Patreksfírði og Súgandafirði hafa gengið hvað harðast fram í gagnrýni sinni á forsætisráðherra, en þetta vildi hann ekki staðfesta í samtali við Morgunblaðið í gær. Ráðherranefnd íjallar um loðdýrarækt á Islandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.