Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 21

Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 21 Kína; Harðlínumenn með öll ráð í hendi sér Peking, Daily Telegraph. HARÐLÍNUMENN I Peking virðast hafa náð undirtökum á ný efftir nokkurra vikna óvissu. Fram að þessu hafa harðlínumenn virst ráð- villtir og ráðlausir. Á fimmtudag flutti Li Peng, forsætisráðherra alþýðulýðveldisins, sjónvarpsávarp, en auk þess var sýnd kvikmynd af atburðum þeim er neffndir voru „óróleiki af völdum glæpahysk- is“, en með því er átt við íjöldamorðin á Torgi hins himneska frið- ar. Vilja stjórnvöld halda því fram að í raun hafi það verið náms- menn, sem vógu hermenn í hundraðatali en ekki öfugt. í tilkynningum frá stjórnvöldum kínverskum stjómvöldum gefa til kynna, að aðeins fimm dögum eft- ir að stúdentar töldu sig hafa breytt ásjónu kínverska stjómmála um ókomna framtíð, hafi leiðtogar kommúnista grafið stríðsöxina og sameinast um að ganga milli bols og höfuðs lýðræðissinnum. Það hik, sem menn þóttust verða varir við á fyrstu dögum mótmæl- anna — til dæmis sú staðreynd að hersveitir voru stöðvaðar af stúd- entum — virðist hafa þjónað þeim tilgangi að sannfæra efasemdar- menn í röðum flokksins að harka- legra aðgerða væri þörf. Þótti harðlínumönnum þetta sönnun þess að mótmælin væra í raun gagn- bylting, sem ekki yrði þoluð. Orðrómurþess efnis að einstakar hersveitir hafi tekist á hefur enn enga staðfestingu fengið og eru margir sijómmálaskýrendur að komast á þá skoðun, að þar hafi í í Peking var ítrekað að sjálfstæð samtök námsmanna og verka- manna væra með öllu ólögleg og var sérstakt símanúmer gefið upp, sem hægt var að hringja í til þess að tilkynna um dvalarstaði „skemmdarvarga og vandræða- fólks“. Þessi tilkynning virðist vera merki um að ijöldahandtökur í anda menningarbyltingarinnar al- ræmdu kynnu að vera í aðsigi. Auk þessa hefur kommúnista- flokkurinn hrundið af stað herferð gegn eigin flokksmönnum, sem tengjast lýðræðishreyfingunni. Þessi herferð mun rannin undan rifjum Qiao Shi, sem er í stjóm- málaráði flokksins og hefur örygg- ismálefni með höndum, en hann er nú talinn vera hinn eiginlegi flokksleiðtogi kommúnista. Þessar síðustu hræringar í Reuter Orðrómur hafði verið á kreiki um að Deng Xiaoping, hinn aldni leiðtogi kínverska komm- únistaflokksins, væri sjúkur en hann hafði ekki sést í nokkra daga. Deng kom fram í kínverska ríkissjónvarpinu í gær og var myndin tekin af sjónvarpsskermi í Tókíó. raun aðeins verið um óskhyggju að ræða og að harðlínumenn hafi ávallt haft öll ráð í hendi sér. Þrátt fyrir að atburðirnir undan- farna daga hafi slegið í baksegl kommúnista, munu valdhafarnir vafalítið telja sér það til tekna, að þeir hafi komið „stöðugleika" á að nýju. Hvort það er rétt þora sér- fræðingar í málefnum Kína enn ekki að segja fyrir um. Afvopnunartillögur NATO; Bonn, Brussel. Reuter. GENNADÍJ Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á fundi með blaðamönnum í Bonn í gærdag að þess væri tæp- ast að vænta að Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéskra kommún- ista, kynnti nýjar tillögur í afvopnunarmálum er hann kemur í opin- bera heimsókn til Vestur-Þýskalands á mánudag. Talsmaðurinn kvaðst og ekki eiga von á því að Gorbatsjov svaraði formlega tillög- um aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) um stórfelldan nið- urskurð á sviði hins hefðbunda herafla í Evrópu á meðan hann dveld- ist í Vestur-Þýskalandi. „Það er með öllu ástæðulaust að krefjast þess af Sovétmönnum að þeir svari tillögunum á meðan Gorb- atsjov dvelst í Vestur-Þýskalandi,“ sagði Gennadíj Gerasímov en hann er staddur í Bonn til að undirbúa komu Sovétleiðtogans. Hann sagði að NATO-ríkin ættu enn eftir að útfæra tillögumar nánar og minnti á að næsta lota Vínarviðræðnanna um niðurskurð á sviði hins hefð- bunda herafla hæfíst í september- mánuði. Tillögur Atlantshafsbanda- lagsins gera m.a. ráð fyrir stór- felldri fækkun hermanna, vígtóla og flugvéla í Evrópu. George Bush Bandaríkjaforseti kynnti tillögurnar á leiðtogafundi NATO í Brassel í síðasta mánuði og kvaðst telja að unnt yrði að ganga frá sáttmála í þessa veru eftir sex til tólf mánuði. Talsmenn Sovétstjórnarinnar hafa látið í ljós efasemdir um að tíma- mörk þessi séu raunhæf. kemst óskaddaður á borð neytenda. Það er freistandi fyrir sovésk stjórnvöld að flytja inn þær vörar sem almenningur saknar. Á síðasta ári jókst innflutningur til Sovétríkj- anna frá Vesturlöndum um 17%. Á fulltrúaþingi Sovétríkjanna kom í fyrsta skipti fram hve háar erlendar skuldir Sovétríkjanna eru; 53 millj- arðar Bandaríkjadala. Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra, tók dauflega í áeggjan þingmanna um aukin erlend lán til að fjármagna innflutning. Hins vegar hafnaði hann því að skorinn yrði niður inn- flutningur á matvælum. Samhliða perestrojku hafa Sovét- menn leitað nýrra leiða í viðskiptum við vestræn lönd. Heimsmarkaðs- verð á olíu, helstu tekjulind Sovétr- íkanna, hefur farið lækkandi und- anfarin misseri um leið og fram- leiðslukostnaður hefur vaxið og því hafa Sovétmenn minni áhuga en áður á því að flytja hana út. Þetta veldur gjaldeyrisskorti sem endur- speglast hérlendis. Á ráðstefnu um viðskipti íslands og Sovétríkjanna í byijun apríl kom fram að vegna lækkandi olíuverðs m.a. var jöfnuð- ur í viðskiptum ríkjanna í fyrra eða því sem næst. Viðskiptafulltrúi Sov- étríkjanna var mjög ósáttur við þró- unina enda hafði verið halli á við- skiptunum, íslandi í óhag, mörg undangengin ár. Hann hvatti menn til að auka kaup sín frá Sovétríkjun- um á öðrum vörum en olíu, sagði fiskinn dýran og minnti á að hann fengist ódýrari annars staðar. Islenskir ullar- og skinnaseljend- ur kanna nú möguleika á nýjum leiðum í viðskiptum við Sovétríkin. Rætt hefur verið um fyrirtæki í Sovétrikjunum með íslenskri eigna- raðild. Hingað til hefur strandað á því að horfur á hagnaði er óljósar og ennfremur það hvernig flytja ætti ágóða úr landi. Vilji íslending- ar halda óbreyttu sölumagni til Sovétríkjanna gæti farið svo að þeir þyrftu í auknum mæli að taka við vöru sem greiðslu. Vandinn er auðvitað sá að sovésk vara er yfirleitt ekki auðveld „í markaðssetningu" hvorki hér né annars staðar. Þó fjallaði banda- ríska fréttatímaritið Newsweek um það í vikunni að sovéskar vörur væra að komast í tísku vestanhafs þrátt fyrir heimóttarlegt yfirbragð sennilega vegna þess að sæluhrollur angistarinnar fer um nýjunga- gjarna neytendur þegar þeir hand- leika gripi frá hinu dulúðga Rússl- andi. Færri gyðing- ar flylja firá Sovétrílgunun Genf. Reuter. ALLS fluttust 3.333 sovéski gyðingar frá Sovétríkjunum maímánuði siðastliðnum samai borið við 4.129 í apríl. Þetta koi fram í skýrslu ICM, alþjóðlegrc nefhdar í Genf sem flallar ui búferlaflutninga. Af þeim sem fluttust frá So étríkjunum í síðasta mánuði fó 96 til ísraels en aðrir til Ítalíu þ sem þeir biðu landvistarleyfis í öc' um löndum, aðallega Bandaríkju um, að sögn talsmanns ICM. Alls hafa 16.197 gyðingar flu frá Sovétrikjunum á fyrstu fim mánuðum þessa árs, þar af ha 524 flutt til ísraels. Árið 19! fluttu 20.082 gyðingar frá Sc étríkjunum. Léttir og góðir kvenskór Svartir, brúnir og „Taupe“ Stærðir: 36-41 Verð kr. 1.190.- É m LMWEe 95 'SIUI: 621590 Svara tæpast að vænta í Þýska- landsheimsókn Gorbatsjovs Tveggja daga fundi varnarmála- ráðherra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins lauk í Brassel í gær. í lokaályktun fundarins segir að bandalagið muni áfram reiða sig á traustar varnir og að leitast verði við að auka fjárframlög til þessa málaflokks. Þorstein Ingólfsson, skrifstofu- stjóri Varnarmálskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, sat ráðherrafundinn fyrir íslands hönd. f lokaályktuninni er ítrekað það markmið bandalagsr- íkjanna að framlög til varnarmála verði aukin um þijú prósent á ári hveiju umfram verðbólgu. Segir í yfirlýsingu fundarmanna að nauð- synlegt sé að auka framlög til þessa málaflokks og fullyrt að aðildarríkin hafi auðveldlega efni á því. NATO- ríkin settu sér þetta markmið fyrst árið 1977 en fjölmörg ríki hafa fram til þessa látið yfirlýsinguna nægja. Fyrir fundinn höfðu þær raddir heyrst að óraunhæft væri að auka framlög til þessa málaflokks í ljósi þeirrar þíðu sem ríkti í samskiptum austurs og vesturs nú um stundir. TIL HAMINGJU „BR0KEY“ MEÐ NÝJAR BÁTABRYGGJUR Flotabryggjurnar frá „SF MARINA" eru úr -járnbentri steinsteypu, sem vega 9.5 tonn. Tenging á milli eininga er falin í sérstökum hólfum, en á milli þeirra er sterkur stálvír með gúmmíklossum til að eyða áhrifum ölduhreyfinga. Utan á einingarnar er festur kantlisti úr 100x50 mm gagnvörðum viði en á listann er komið fyrir milligerðum (fingrum) milli báta eða öðrum festingum. Einingarnar eru festar við botninn með keðjum sem liggja í þungum steinum. Keðjunum er þannig komið fyrir að þœrflœkjast ekki í bátum eða hindra aðgang að bryggjum. Upplýsingar um gerð eininganna gefur umboðsaðili: kffáli KRISTJAN OLI HJALTASON IÐNBUÐ2. 210 GARÐABÆ SIMI 46488 OPNUNARHATIÐ BROKEY, Siglingafélag Reykjavíkur, opnar á morgun, sunnudag, kl. 14 seglbátaaðstöðu við Ingólfsgarð f Reykjavíkurhöfn (varðskipabryggjan). DAGSKRÁ: Lúðrasveitin Svanur leikur frá kl. 13.45. Setning: Jóhann Gunnarsson, Brokey, Siglingafélagi Reykjavíkur. Ávarp: Hafnarstjórinn í Reykjavík, Gunnar B. Guðmundsson. Ávarp: Ari B. Einarsson, formaður SÍL. Séra Lárus Halldórsson flytur blessunarorð. Július Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, opnar bryggjurnar formlega. Seglbátar félagsmanna ásamt bryggjum verða til sýnis. Veitingar verða frá VÍFILFELLI og kexverksmiðjunni FRÓN Allir hjartanlega velkomnir. m FRON FRÓN HF. KEXVERKSMIÐJA SKÚLAGÖTU 28 StMI H400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.