Morgunblaðið - 10.06.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.06.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 Skrúfuflugan nemur land í Afríku: Getur haft ólýsanlegar af- leiðingar fyrir menn og dýr - segir Björn Signrbjörnsson, sem sljórn- ar alþjóðlegum aðgerðum gegn plágunni Afríkuþjóðir standa nú frammi fyrir nýjum vágesti, sem haft getur alvarlegar afleiðingar fyrir matvælaframleiðslu í álfunni og kvistað niður búfénað ja&it sem villt dýr. Er hér um að ræða flugu, sem er nokkru stærri en venjuleg húsfluga, og leggst á dýr með heitt blóð. Leitar hún uppi hverja minnstu skrámu til að verpa í og klekjast lirfúrnar út á sólarhring. Nærast þær síðan á holdinu og geta drepið fullvaxið naut á tíu döguin. Þetta skaðræðisdýr hef- ur nú numið land í Líbýu. Segir frá þessu í siðasta tölublaði banda- ríska tímaritsins Time og meðal annars vitnað í dr. Björn Sigur- björnsson, forstjóra sameiginlegra deilda FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og IAEA, Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, en hann mun stjórna samræmdum aðgerðum vísindamanna frá mörgum þjóðum gegn þessari alvarlegu plágu. Bjöm Sigurbjömsson, sem hefur Afríku og berst suður með álfunni aðsetur í Vín, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að flugunnar hefði orðið vart í Líbýu í júlí í fyrra, líklega borist þangað með lifandi skepnum, og hefði nú í ársbyrjun verið búið að skrá 3.000 tilfelli í dýram og nærri 200 í mönnum. Enskumælandi menn kalla fluguna „skrúfuflugu" og sagði Bjöm, að það væri ekki fjarri lagi því að lirf- an eins og skrúfar sig inn í lifandi hold. Latneska fræðiheitið er Coc- hliomyia hominivorax og merkir síðari liðurinn „mannæta". „Þessi fluga er ættuð frá Ameríku, norðanverðri Suður- Ameríku, Mið-Ameríku, Mexikó og norður til Suðurríkja Banda- ríkjanna, en þetta er í fyrsta skipti, að hennar verður vart annars stað- ar,“ sagði dr. Bjöm. „í átthögunum sýkir flugan oft um 40% alls búfén- aðar og drepur um 20% þótt reynt sé að berjast gegn henni með því að bera skordýraeitur á sjálfar skepnumar. Ef hún nær fótfestu í getur hún haft ólýsanlegar afleið- ingar fyrir matvælaframleiðsluna og auk þess lagt að velli 20-40% villidýranna. Ef hún kemst í villt dýr munu þau líka verða þau stöð- ug uppspretta nýrra flugnafar- aldra.“ Björn sagði, að sem betur fer réðu menn yfir betri vopnum en eiturburði og yrði þeim beitt í Líbýu. Er þá átt við, að ræktaðar era hundrað milljóna karlflugna í verksmiðjum og þær síðan gerðar ófijóar með gammageislum. Að því búnu er þeim sleppt á flugnasvæð- unum og er reynt að gæta þess, að 10 ófijóar flugur komi á hveija eina villta. Afleiðingin er sú, að flugnastofninn deyr út með 7-8 kynslóðum. „Með þessu móti tókst að útrýma flugunni í Bandaríkjunum, í Florida og Texas, og einnig í Mexikó fyrir tveimur árum. Til þessara aðgerða er síðan gripið í hvert sinn sem flugunnar verður vart á ný,“ sagði Björn. Það kom fram hjá Birni, að stjórnvöld og íbúar annarra Norð- ur-Afríkuríkja hefðu miklar áhyggjur af þessum vágesti í Líbýu Skrúfúfluga. Hún er Iitlu stærri augu. ^ *., 1 en húsfluga en með skærrauð Björn Sigurbjörnsson enda hefði hans orðið skammt frá egypsku landamæranum. Villt dýr og burðardýralestir færa líka á milli landanna og gætu því hæg- lega borið fluguna á milli. Bjöm sagði, að hins vegar þyrftu íbúar Mið-Evrópu og þar fyrir norðan ekki að óttast því að flugan lifði ekki þar sem hitinn færi niður fyr- ir 10 gráður. Öðru máli gegndi um Spán, Italíu og Grikkland. Þar gæti flugan þrifist á sumum svæð- um. FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin, ákvað í síðasta mánuði að grípa til neyðaraðgerða vegna skrúfuflugunnar og fyrir nokkram dögum var efnt til fundar í Róm með fulltrúum frá Líbýu, Túnis og Egyptalandi. Þá hafa stjórnvöld í 35 öðram ríkjum verið beðin um að vera á verði og bandarískir sér- fræðingar munu þjálfa Líbýumenn í baráttunni við pláguna. Sagði Björn, að Bandaríkjamenn og Mexikómenn ættu einu „flugna- verksmiðjuna", sem nú væri starf- rækt og er hún skammt frá Tuxtla Gutiérrez í Mexikó. Á næstu tveim- ur mánuðum væri unnt að rækta þar 100 milljónir ófijórra karl- flugna og allt að 500 milljónir þeg- ar fram í sækti. Sandinistastj órn- in í Nicaragua; Sagðir svíkja samkomulag um kosningar Washington.Reuter. STJÓRN sandinista í Nicaragua hefúr brotið ákvæði samkomu- lags við sljórnarandstæðinga um fyrirkomulag þingkosninga á næsta ári, að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytis- ins. Stjómvöld höfðu heitið því að við skipan í fímm manna kjör- nefnd yrði þess gætt að oddamað- ur yrði formaður og hlutlaus. Sandinistar hafa nú skipað eigin fúlltrúa í formannssætið og hlut- lausi fúlltrúinn er sagður hallur undir stjómina. Kjörnefndin hefur nánast alræð- isvald yfir framkvæmd kosning- anna; flokkar geta að vísu kvartað ef þeim finnst sér mismunað, en ekki er hægt að áfrýja úrskurðum nefndarinnar. Flokkar stjómarand- stæðinga, sem era 14, lögðu í samn- ingaviðræðum við stjómina gífur- lega áherslu á að skipan nefndar- innar tryggði hlutlausa og réttláta meðferð deilumála í kosningabar- áttunni. Sandinistar hafa meirihluta í þinginu sem samþykkti á miðviku- dagskvöld skipan nefndarinnar þar sem sandinistar hafa í orði kveðnu aðeins tvo fulltrúa eins og stjórnar- andstæðingar. Ætlunin var að hlut- lausi fulltrúinn yrði valinn eftir samráð stjórnar og stjórnarand- stöðu. Eftirlitsmenn, sem fylgjast með framkvæmd samkomulagsins, segja að oddamaðurinn sé úr flokki sem sakaður hafí verið um sam- vinnu við sandinista. Þú fœrð strimlagluggatjöld úr áli eða viði í öllum stœrðum og í miklu litavali hjá okkur. Haíðu samband. Góð, snögg þjónusta SffílMlA GLUGGATJOLD Síðumúla 35 - 108 Reykjavík Sími 680333

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.