Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 MORGUlf jll,AÚU). lAyfíAHDAÚUR T10- M 19^, iltargiiiiWbiftife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið. Islenskar o g sovéskar tilskipanir Umræðurnar um efnahags- mál á sovéska fulltrúa- þinginu eru prýðileg áminning til allra þeirra, sem halda að með opinberri forsjá og með ríkissjóð sem millilið sé unnt að skapa mesta velmegun og leysa vanda hvers manns helst honum að kostnaðarlausu. Þessar umræður eiga brýnt erindi til þeirra, sem nú fara með stjórn íslenskra efnahags- mála úr ráðherrastólum og vilja helst ráðskast með hvert einstakt fyrirtæki og láta stjómendur atvinnuvega þiggja mola úr lófum sínum. Að þessi hugsunarháttur skuli í hávegum hafður meðal íslenskra ráðamanna á sama tíma og hann á meira að segja undir högg að sækja í sjálfum Sovétríkjunum er næsta skelfi- legt. Nikolaj Shmeljov, kunnur sovéskur hagfræðingur, las Gorbatsjov og félögum hans pistilinn á fulltrúaþinginu á fimmtudag. Hann spáði efna- hagslegu hruni, ef ekki tækist að hemja verðbólgu, auka framboð á neysluvamingi og snúa við fjárlagahallanum. „Efnahagslegt hrun leiddi af sér skömmtun á öllum sviðum, neðanjarðarhagkerfíð tæki í raun völdin og rúblan yrði einskis virði. Tilskipanakerfið settist aftur í hásæti,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefur verið að færa tilskipanakerfíð í há- sæti eftir því sem verðbólga eykst og fjárlagahallinn. í Sovétríkjunum er aðstaðan þannig að vegna skömmtunar, matarskorts og fárra tækifæra til að fjárfesta hafa ýmsir safn- að seðlum undir koddann í orðsins fyllstu merkingu. Fólki gefst hreinlega ekki tækifæri til að eyða peningunum sínum. Shmeljov hagfræðingur vék að þessu og skammaði aðalrit- stjóra Prövdu og sakaði hann um að valda kaupæði og hamstri í hálftómum verslun- um með því að leggja til í grein, að umframfjármagn yrði gert upptækt meðal al- mennings yfirleitt. Taldi hag- fræðingurinn að hvorki CIA né stéttaóvinir gætu valdið meiri skaða en skrif af þessu tagi. Þegar þessi orð eru íhuguð með hliðsjón af þróun íslenskra efnahagsmála, er ástæða til að velta því fyrir sér, hvaða. áhrif tal ráðherranna um vexti og sparifé hefur haft. Um fáa þætti fjármálalífsins hafa þeir notað sterkari skammaryrði en þá er snerta fjármagnsmark- aðinn. Halda menn að þetta tal hafí ekki þau áhrif þegar til lengdar lætur að almenn- ingur vilji helst tryggja fjár- muni sína með öðrum hætti en í þeim fyrirtækjum sem lýst er á hinn versta veg? Krónan okkar hefur einnig mátt þola margt vegna gálausra um- mæla um verðgildi hennar og gengismál. Hér, eins og í Sov- étríkjunum, hefur íhlutun stjómmálamanna í þennan þátt efnahagslífsins orðið til þess að rýra verðgildi gjald- miðilsins og hvetja fólk til að nota hann meðan færi gefst í hvers kyns neysluvaming eða ferðalög, sem við höfum þó enn leyfi til að veita okkur. Úrslit kosninga í Póllandi sýna hveijar vinsældir stjórn- málamenn öðlast við að stjórna með tilskipunum og telja sig hafa betra vit á því en fólkið sjálft, hvernig það á að veija fjármunum sínum. Stendur ekki ríkisstjóm íslands frammi fyrir svipuðum „vinsældum“ hér á landi? Japanski forsætis- ráðherrann hrökklaðist að vísu ekki frá völdum á dögunum, fyrr en kannanir sýndu, að fylgi hans var komið niður í 3%. Heilsurækt og land- hreinsun Um þessa helgi er efnt til skipulagðrar heilsurækt- ar á íþróttadeginum og þá beita ungmennafélögin sér fyr- ir átaki til landhreinsunar víða um land. Framtak af þessu tagi er í góðu samræmi við þau jákvæðu viðhorf sem em ofarlega á baugi meðal sívax- andi fjölda fólks og ekki síst ungs fólks. Er ástæða til að hvetja sem flesta til að sinna þessu lofsverða fmmkvæði. Engir aðrir en við sjálf bemm ábyrgð á eigin heilsu. Draslið í landi okkar verður ekki meira en við sjálf viljum. Núna í kjörbúðimum, næst í kjörklefanum eftir Þorstein Pálsson Hinn fjölsótti útifundur Al- þýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í síðustu viku er til marks um al- menna og víðtæka óánægju fólks með stefnu og vinnubrögð núver- andi ríkisstjórnar. Undirtektir fólks við áskorun launþegasam- takanna um að sniðganga mjólk- urvörur í þrjá daga í þessari viku sýna hið sama. Almenningur er búinn að gefast upp á ríkisstjórn- inni. Aðgerðir launþegasamtakanna bitnuðu að vísu ekki með beinum hætti á stjómvöldum. Ábending Félags kúabænda um þetta atriði er hárrétt. En aðgerðin var fyrst og fremst táknræn mótmæli og sem slík náði tilgangi sínum eftir- minnileg. Neytendur sem í henni tóku þátt voru sannarlega ekki að beina spjótum sínum að bænda- stéttinni, sem er ekki ofsæl af kjör- um sínum. Það er athyglisvert að ráðherr- amir skilja ekki eða þykjast ekki skilja gremju fólks og hneykslan yfir stórfelldum verð- og skatta- „Hugur almennings til ríkisstjórnarinnar er þegar kominn fram í kjörbúðum. Skoðana- kannanir benda til þess að ekki verði dómurinn yfir stjórninni mildari í kjörklefanum, þegar stund kosninga rennur upp. Samkvæmt könn- un DV, sem birt var í gær, nýtur stjórnin að- eins stuðnings 23,6% kjósenda. Ég hygg að engin ríkisstjórn lýð- veldisins hafi búið við jafii almenna andúð og þessi. Það er þess vegna sem ráðherramir reyna að sitja sem fastast. Þeir hafa ekki hugrekki til að láta reyna á stuðn- ing sinn á meðal kjós- enda.“ hækkunum og loforðum sem ekki em efnd. Ólafur Ragnar Grímsson fjármáalráðherra, sagði í blaðavið- tali á dögunum að hann skildi ekki hvað fólkið væri að fara. Og nú segir hann kinnroðalaust að hækka þurfi skatta á almenning og fyrirtæki enn frekar en gert hefur verið svo unnt sé að reka ríkissjóð hallalausan. Skilningsleysi ráðherrans, hroki og blinda minnir á fleyg ummæli, sem eignuð em Maríu Antoinette, drottningu Frakklands, á dögum matarskortsins, sem var undanfari frönsku stjómarbyltingarinnar fyrir tvö hundmð ámm: „Hvers vegna borðar vesalings fólkið ekki kökur, úr því að það er ekki til brauð.“ Hugur almennings til ríkis- stjórnarinnar er þegar kominn fram í kjörbúðum. Skoiðanakann- anir benda til þess að ekki verði dómurinn yfír stjórninni mildari í kjörklefanum, þegar stund kosn- inga rennur upp. Samkvæmt könnun DV, sem birt var í gær, nýtur stjórnin aðeins stuðnings 23,6% kjósenda. Ég hygg að engin Þorsteinn Pálsson ríkisstjóm lýðveldisins hafí búið við jafn almenna andúð og þessi. Það er þess vegna sem ráðherrarn- ir reyna að sitja sem fastast. Þeir hafa ekki hugrekki til að láta reyna á stuðning sinn á meðal kjósenda. Ræður ekki við verkefiiin Vinstri stjórn Steingríms Her- mannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar og húskarla þeirra ræður engan veginn við þau verk- efni sem hún hefur tekist á hend- ur. Um þetta er ekki ágreiningur utan tjaldbúða stjórnarliðsins. Orðið „tjaldbúð“ á vel við í þessu sambandi, því öll vinnubrögð stjórnvalda bera þess merki að tjaldað er til einnar nætur. Framt- íðarsýn félagshyggju-ráðherranna miðast við það eitt að halda um stjómartaumana. Vandamálin em ekki leyst, þeim er sópað undir teppi. Álmenningur hefur kveðið upp dóm sinn yfír ríkisstjórninni. Það hafa atvinnurekendur og foringjar launþega einnig gert. Forystu- menn samtaka launafólks segja að ríkisstjómin hafí svikið fýrir- heitin sem hún gaf við gerð kjara- samninga fyrir nokkram vikum. Þeir hafa í reynd gefíð stjórninni falleinkunn og era þó margir þeirra flokksbræður eða pólitískir samheijar ráðherranna. Á aðalfundi Vinnuveitendasam- bandsins í byijun vikunnar var ennfremur ályktað að stefna ríkis- stjómarinnar leiddi til öfugþróun- ar í atvinnulífínu. Þar var vísað til aukinnar opinberrar miðstýr- ingar og millifærslu íjármuna með pólitískum ákvörðunum. Bent er á að þessi stefna mismuni atvinnu- vegum og fyrirtækjum og dragi enn mátt úr þeim fyrirtækjum sem beijast við að halda sjóð af eigin rammleik. Krafa vinnuveitenda er að efnahagsaðgerðir séu almenns eðlis og að tekið sé á málum en ekki látið reka á reiðanum. Vinnu- veitendur segja réttilega að aðeins með þeim hætti sé unnt að við- halda þeirri velferð og kjöram sem þjóðin sætti sig við. Veikleikamerki Eitt merkið um veika stöðu ríkisstjómarinnar era umræðumar um að fá Borgaraflokkinn með formlegum hætti til stjómarsam- starfs á næstunni. Sem kunnugt er hefur hluti Borgaraflokksins verið aðili að ýmsum mikilvægustu — og ranglátustu^ — ákvörðunum ríkisstjómarinnar. Því má segja að þessir þingmenn hafi með óformlegum hætti verið aðilar að ríkisstjóminni. Samkvæmt blaðafregnum era það Alþýðuflokksmenn sem era áijáðastir í að fá Borgaraflokkinn inn í ríkisstjórnina. Þeir era sagð- ir hafa miklar áhyggjur af því á hve veikum granni stjórnin er reist. í fréttaskýnngu í Alþýðu- blaðinu á miðvikudaginn segir orð- rétt: „Ríkisstjórnin á erfitt. Með naumum þingstyrk tókst henni bærilega að hanga eitt þing, en fyrir haustið er ljóst að hún þarf að tryggja meirihluta vilji hún halda lífí sem þjónar einhveijum tilgangi. Beinast liggur við að ræða við Borgaraflokk, en það er ekki létt verk.“ Hver sem niðurstaðan verður í þessu máli breytir hún áreiðanlega engu um stöðu ríkisstjórnarinnar og stjórnarstefnuna. Borgara- flokkurinn hefur því miður ekki haft neitt það fram að færa sem gefur vonir um ný vinnubrögð og skynsamlegri stefnu. Alþýðubandalagið í upplausn Það hriktir í Alþýðubandalaginu um þessar mundir. Svonefndir ,,flokkseigendur“ undir forystu Svavars Gestssonar virðast hafa náð undirtökum í flokknum og á flokksmálgagninu, Þjóðviljanum. Á meðan hefur Ólafur Ragnar Grímsson verið önnum kafinn í fjármálaráðuneytinu og í samein- ingarvímu „Á rauðu ljósi“ með formanni Alþýðuflokksins. Ég veiti því athygli að íjölmiðlar gera mikið úr því að átökin í Al- þýðubandalaginu séu á milli „lýð- ræðiskynslóðar“ undir foiystu Ól- afs Ragnars og „flokkseigenda" sem áður vora nefndir. Orðin, sem notuð era, era búin til af fyrr- nefnda hópnum. Ekki er hins veg- ar sjáanlegt að það séu nein grandvallar stefnumál sem skilja hópana að og alls ekki „lýðræðis- kynslóðinni" í vil eins og umíjöllun fjölmiðla — þar sem fyrrverandi nemendur Ólafs Ragnars era íjöl- mennir — gefur einatt í skyn. Deilt er um völd en ekki málefni. Satt að segja virðist Ólafur Ragnar Grímsson enn meiri for- sjár- og valdshyggjumaður en „flokkseigendur" sem áður hafa setið á ráðherrastólum fýrir Al- þýðubandalagið. Á sama tíma og einkavæðing og efling atvinnu- frelsis og einkaframtaks er efst á baugi hjá jafnaðarmönnum og só- síalistum í nágrannalöndum okkar — og meira að segja kommúnistum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu — vinnur „lýðræðiskynslóðin“ í Alþýðubandalaginu að því að auka umsvif ríkisins, þjóðnýta atvinnu- fyrirtæki og gera þau háð opin- berri fýrirgreiðslu og leggja höml- ur og höft á framtak einstaklinga. „Lýðræðiskynslóðin" er í reynd eitthvert mesta afturhaldsafl í íslenskum stjómmálum. Ofbeldið í Kína Atburðirnir í Kína undanfama daga minna okkar með dapurleg- um hætti á eðli kommúnismans. Um nokkurt árabil hefur svo virst sem kínverskt þjóðfélag væri að færast í átt til aukins fijálsræðis. Vísbendingar um þá þróun hafa falist í tilraunum með einkaíyrir- tæki og markaðskerfí á afmörkuð- um svæðum í landinu. Áhersla stjómvalda á aukin viðskipti og bætt pólitísk samskipti við hinn fijálsa heim hefur og verið talin þáttur í þessari framvindu. Stjómmálafrelsi hafa Kínveijar hins vegar ekki fengið. Kröfum stúdenta og óbreyttra borgara um lýðréttindi var á dögunum svarað með fólskulegri morðárás her- manna í bryndrekum á vopnlausan og friðsaman mannfjölda á Torgi hins himneska friðar í Peking. Samband ungra sjálfstæðis- manna efndi til mótmælastöðu við Kínverska sendiráðið í Reykjavík sl. fímmtudagskvöld, þar sem óhæfuverkin í Peking vora for- dæmd og lýst samstöðu og samúð með með lýðræðiskröfum almenn- ings. Við Islendingar höfum lengi búið við frelsi og lýðræði og hér er rótgróin virðing fyrir mannrétt- indum. Við lítum á þetta sem sjálf- sagðan hlut en sannleikurinn er því miður sá að það er aðeins lítill hluti mannkyns sem er svo lán- samur. Höfiindur er formaður Sjálfstæðis■ flokksins. Geirsgata í jarð- göng og glerskál- ar í Austurstræti NÝJAR hugmyndir sem eiga að lífga upp gömlu vesturhöfnina í Reykjavík og miðbæinn hafa verið kynntar í skipulagsnefnd, hafhar- stjórn og á sérstökum kynningarfundi skipulagsnefhdar með emb- ættismönnum borgarinnar, borgarfulltrúum og ýmsum nefhdarfull- trúum. I tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir uppfyllingu framan við miðbakkann í austurhluta gömlu hafharinnar og að þar verði Geirsgatan lögð í jarðgöng allt frá Kalkofhsvegi að núver- andi aðstöðu Akraborgar. I Austurstræti eru uppi hugmyndir um að reisa glerskála eftir norðurhlið götunnar allt frá Lækjargötu að Aðalstræti. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, formanns skipulagsnefnd- ar, hafa hugmyndir svipaðar þess- um nýju tilögum verið til umfjöll- unar í nefndinni áður en menn ekki verið á eitt sáttir um hvemig tengja ætti hafnarsvæðið við mið- bæinn. Eftir kynnisferð skipulags- nefndar til Bandaríkjanna urðu nefndarmenn sammála um að Geirsgatan yrði að liggja í jarð- göngum ef tengja ætti miðbærinn hafnarsvæðinu. „Ég sé það sem stórkostlegt tækifæri í náinni framtíð þegar hlutverk austurhluta gömlu hafn- arinnar breytist enn frekar að miðbærinn tengist höfninni. Það eru ekki allar borgir sem hafa sama möguleika og við og þess vegna eigum við að nýta okkur þessa einstöku aðstöðu," sagði Vilhjálmur. „Það er ekki þar með sagt að hafnsækin starfsemi verði ekki áfram í austurhöfninni því gert er ráð fyrir að Faxamarkaðurinn verði áfram á sínum stað og einn- ig fiskihöfnin í vesturhluta hafnar- innar enda sækir fólk á hafnar- svæðið til að fylgjast með því sem þar er að gerast. Ef vel tekst til þá er ég sann- færður um að tengingin á eftir að virka, sem vítamínsprauta á miðbæinn." Við Tryggvagötu 13 verður reist bifreiðageymsla á sex hæð- um, sem rúma mun um 270 bíla með tengingu við Tryggvagötu 15. Gert er ráð fyrir að byggingar- framkvæmdir heijist á næsta ári. Ráðgert er að flytja aðstöðu Akra- borgar yfir á Ingólfsgarð og af- greiðsla Skipaútgerðar ríkisins mun væntanlega flytja í Sunda- höfn eða í Klettsvík. Hefur sú hugmynd verið sett fram að í nú- verandi húsnæði skipaútgerðar- innar mætti til dæmis koma upp sædýrasafni. „Ég sé fyrir mér að í framtí- ðinni verði í austurhluta hafnar- innar veitingahús, smáverslanir og skrifstofur, til dæmis í Hafnar- húsinu en þar era uppi hugmyndir um að setja hvolfþak úr gleri yfir portið sem er í miðju húsinu og gera þar skemmtilegan garð. Þar sem mætti jafnvel hugsa sér að koma upp vísi að innimark- aði,“ sagði Viljálmur. „Þá má nefna að jarðhæðin í Tollstöðvar- húsinu er nýtt sem vörageymsla en því mætti auðveldlega breyta og opna hliðina sem snýr að mið- Hafnarbúðir ’Ö bakkanum.“ Gert er ráð fyrir nýrri endastöð Strætisvagna Reykjavíkur, þar sem nú er ekið upp á Tollstöðvar- húsið, og mun nýja byggingin ná að húsunum sem standa við.Hafn- arstræti. í því húsnæði verður bif- reiðageymsla fyrir um 400 bíla. „Við höfum miklar áhyggjur af Austurstræti sem okkur finnst hálf dautt, sérstaklega að norðan- verðu þar sem allir bankarnir era,“ sagði Vilhjálmur. „Þar mætti koma upp glerskála framan við byggingamar sem að einhveiju leyti yrðu tengdir þeirri starfsemi sem fram fer innandyra, þar sem því verður við komið. Þetta verður auðvitað ekki nema með fullum vilja þeirra aðila sem hlut eiga að máli og vilja taka þátt í þessari tilraun og þá í sam- starfi við borgaryfirvöld. I þessum glerbyggingum mætti koma upp söluskálum, kaffíaðstöðu eða skyndibitastöðum svo að eitthvað sé nefnt. Þá mætti hugsa sér að opna inn í kjallara Pósthússins og nýta hann betur en nú er gert. Ég hef trú á að þannig mætti gjörbreyta götumyndinni í Austur- stræti allt frá Lækjartorgi að Að- alstræti og skapa þar aðstöðu fyr- ir skemmtilegt mannlíf. Ég vil undirstrika að þetta era enn sem komið er hugmyndir sem eiga eftir að fá frekari umfjöllun hjá borgaryfirvöldum en ef þær fá stuðning þar, þá er næsta skref að koma á samvinnu og samstarfi við húseigendur um framgang mála strax í upphafi en það tel ég að sé mjög mikilvægt. Ef tryggja á raunhæfa uppbyggingu verðum við að vinna í nánu sam- ráði við þá sem eiga að byggja og reka einhveija starfsemi í mið- bænum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.