Morgunblaðið - 10.06.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JUNI 1989
27
Verðhækkamr og aðgerð-
ir verkalýðssamtakanna
eftirAsmund
Stefánsson
Margir hafa orðið nokkuð undr-
andi á þeim gagnstæðu fullyrðingum
sem komið hafa frá þeim aðilum sem
nú deila um búvöruhækkunina, þ.e.
forystumönnum verkalýðssamtak-
anna og ráðherrum. Sumir kunna
að hafa ruglast nokkuð í þeirri
orrahríð. Ég ætla því að draga hér
fram í örustuttu máli hveijar stað-
reyndirnar eru.
Hefur ríkisstjórnin staðið við þau
fyrirheit sem hún gaf í verðlags-
málum?
Almennt verðlagsaðhald
„Ríkisstjórnin mun sporna eins og
frekast er kostur við verðhækkunum
á næstu misserum" segir í upphafi
yfírlýsingar ríkisstjórnarinnar til ASI
um verðlagsmál. Ríkisstjóminni hef-
ur reynst torvelt að benda á athafn-
ir sínar á þessu sviði. Mig skortir
nógu stórt stækkunargler til þess að
sjá hvar ríkisstjórnin hefur beitt sér
eins og kostur er.
Landbúnaðarvörur
í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar til
BSRB segir m.a. „Einnig verða nið-
urgreiðslur á landbúnaðarvörur
auknar í þvi skyni að tryggja að ein-
ungis verði lágmarksbreytingar á
verðlagi á mikilvægustu landbúnað-
aivöram á næstu mánuðum, þannig
að verðlag á slíkum nauðsynjavöram
hækki ekki á samningstímanum
umfram laun lágtekjufólks."
I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
sem síðar var gefin til ASI var því
heitið að niðurgreiðslur yrðu auknar
á árinu um 5—600 m.kr. þannig að
þær verði óbreyttar í krónutölu út
árið. Það var augljóslega skoðun
ráðherra að þessi viðbótaryfirlýsing
tryggði enn betur en yfirlýsingin til
BSRB að ekki yrðu veralega verð-
hækkanir á landbúnaðarvörum. Þar
sem laun lágtekjufólks hækkuðu
meira en önnur laun með samningum
var það trúverðug ályktun.
Mjólkurvörur hafa nú hækkað um
13—15%. Það þarf enga talnasér-
fræðinga til þess að sjá að er meira
en tvöföld hækkun lægstu launa.
Ríkisstjórnin hefur þannig ótvírætt
gengið þvert á þau loforð sem hún
gaf við samningagerðina.
Ásmundur Stefánsson
„Ríkisstjórnin mun
sporna eins og frekast
er kostur við verð-
hækkunum á næstu
misserum,“ segir í upp-
hafi yfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar til ASI
um verðlagsmál. Ríkis-
stjórninni hefiir reynst
torvelt að benda á at-
hafiiir sínar á þessu
sviði. Mig skortir nógu
stórt stækkunargler til
þess að sjá hvar ríkis-
stjórnin hefur beitt sér
eins og kostur er.“
BSRB að mæta ekki að svo stöddu
á fundi ráðsins. Þær dylgjur sem
heyrst hafa um aðild fulltrúa ASÍ
og BSRB að Verðlagsráði og ákvörð-
un þess um bensínverðshækkunina
eiga því ekki við rök að styðjast.
Það er enn augljósara að ríkis-
stjórnin hefur ekki tryggt að hækk-
anir á mikilvægustu landbúnaðarvör-
um fari ekki umfram hækkun launa
lágtekjufólks.
Hún hefur ekki aðeins látið erlend-
ar verðhækkanir ganga fram heldur
einnig aukið bensínskatta.
Fleira mætti telja til. En það blasti
við að ríkisstjórnin hefur ekki staðið
við það fyrirheit sitt að sporna eins
og frekast er kostur við verðhækkun-
um.
Eru aðgerðirnar
árás á bændur? —
Búvörusamningurinn
Með búvörasamningi ríkisins og
bænda er bændum tryggð greiðsla
fyrir ákveðið framleiðslumagn, sem
á þessu verðlagsári er 103 milljónir
lítra. Búvörasamningurinn gildir til
loka verðlagsárs 1991/1992 og á
þeim tíma getur ríkið ekki skorið
niður það magn sem það hefur skuld-
bundið sig til að kaupa. Ef neysla
innanlands fer fram úr áætlun er
hins vegar gert ráð fyrir því að kaup-
ábyrgð ríkisins verði aukin um tvo
þriðju þess sem neysla fer fram úr
áætlun. Slík ákvörðun verður hins
vegar ekki tekin fyrr en eftir tvö ár
og þá miðað við neysluaukningu
tveggja ára.
Bændur verða því ekki fyrir tjóni
vegna tímabundins samdráttar í sölu
mjólkur. Varanlegur samdráttur
gæti hins vegar leitt til minni kaup-
ábyrgðar ríkisins í næsta búvöru-
samningi þ.e. frá verðlagsársins
1992 en gæti hins vegar leitt til þess
að kaupábyrgð verði ekki aukin í
sama mæli á síðari hluta samningst-
ímans.
Sölumöguleikar
Minni mjólkursala í 3 daga af 365
dögum ársins skiptir auðvitað ekki
miklu fyrir ársneysluna. Það sem
máli skiptir er hver salan verður í
framtíðinni. Salan í framtíðinni er
auðvitað fyrst og fremst undir því
komið hver verðlagsþróunin verður.
Verðhækkanirnar sem nú ganga yfír
hafa óhjákvæmilega áhrif á mjókur-
neyslu landsmanna til frambúðar
verði þær ekki teknar til baka. Þess
vegna eiga bændur ekki síður en
neytendur mikið undir því að verð-
hækkanirnar verði afturkallaðar.
Svar við spurningunni.
Aðgerðir verkalýðssamtakanna
koma ekki við hag bænda til skamms
tíma en hljóta að treysta stöðu þeirra
ef þær skila árangri.
Rangar fúllyrðingar
Eins og fram kemur í þessari
stuttu samantekt er því ekki alltaf
þannig farið þegar að tveir deila
hafa báðir nokkuð til síns máls.
Ríkisstjórnin segir ekki satt þegar
hún fullyrðir að staðið hafi verið við
þau fyrirheit sem hún gaf við ný-
gerða kjarasamninga. Þeir fara með
rangt mál sem segja' að áskoran
verkalýðssamtakanna um að fólk
kaupi ekki mjólkurvörar sé árás á
bændur. Þar er á ferðinni mjög ós-
mekkleg aðferð stjórnmálamanna til
að draga athyglina frá kjarna máls-
ins. Þvert á móti er það megin-
hagsmunamál bænda að aðgerðirnar
skili þeim árangri að verð á mjólkur-
vöram verði fært niður. Mjólkurverð-
ið er hættulega hátt ekki síður fyrir
bændur en neytendur.
Höfíwdur er forseti ASÍ.
ALLIR I KOLAPORTIÐ!
í DAG KL.10-16
Frábær kaup og
góð fjölskylduskemmtun.
Barnatívolí og ýmsar
skemmtilegar uppákomur.
Hlustið á
Útvarp Kolaport
á FM 106,8!
(Milli kl. 10-151
KOLA PORTIO
MrfR KaÐStORT
... undir sedlabunkanum.
ATH. Samkvæmt ákvörðun borgarráðs verður EKKI Kolaportsdagur
laugardaginn 17. júní.
Bensín
Bensín hækkaði um mánaðamótin
um kr. 8,20 hver lítri. Af þeirri hækk-
un tekur ríkið kr. 4,40 í sinn hlut.
Ríkisstjórnin segist ekki ráða við
erlendar verðhækkanir en hún getur
tæplega neitað því að hún hafi ein-
hver völd á skattheimtunni. Með
sjálfvirkum hætti leggst tollur og
söluskattur á bensínið. Þetta þýðir
að sé ekki gripið til ráðstafana færir
bensínhækkun erlendis ríkissjóði
tekjuauka. Bensíngjald í vegasjóð er
hins vegar ákveðið af ríkisstjórninni.
Þó bensíngjald hefði ekki hækkað
hefðu tekjur ríkissjóðs af bensín-
hækkuninni erlendis aukist um milli
470—480 m.kr. á heilu ári. Ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um að hækka
bensíngjaldið um kr. 1,25 á hvern
lítra gefur ríkissjóði síðan um 260
m.kr. til viðbótar tekjuauka fyrir
ríkissjóð, þegar tillit er tekið til sölu-
skattsins sem bensíngjaldið hleður á
sig. Samanlagt hækkar skattur í
ríkissjóð því um 730 — 740 m.kr.
í Verðlagsráði reyndum við full-
trúar ASÍ og BSRB að koma í veg
fyrir þessa hækkun. Við knúðum
fram fundarhlé til að ræða við Ijár-
málaráðherra og samgönguráðherra
til að kanna hvort ríkisstjórnin væri
ekki reiðubúin til þess að endurskoða
málið. Til þess reyndist ekki vilji af
þeirra hálfu.
í Verðlagsráði fluttum við síðan
tillögu um að málinu yrði frestað
þannig að okkur gæfist tóm til að
ræða málið frekar við ríkisstjórnina.
Við fengum engan stuðning við þá
tillögu og meirihlutinn samþykkti
síðan bensínhækkunina ásamt fleiri
hækkunum. Þar sem okkar sjónar-
mið virðast engu ráða í Verðlagsráði
um þessar mundir ákváðum við eftir
samráð við miðstjóm ASÍ og stjóm
SKUTLAN
SPARARI^fi
g pláss — meira að
segja fyrir mig!
Eyðir næstum
engu!
Lægstu >
skattar og
tryggingariögjöldj
Þægilegur í snattið,
hægtað leggja
hvarsemer! .
Iburðarmikill, vandaður)
ogfallegur! J J
Skutlan frá Lancia kosta nú frá aðeins 416 þúsund krónum.
gengisskr. 1.6.’89
BILABORG HF
Fosshálsi 1 sími 68 12 99