Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 28

Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 28
28 MÓRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURÍO. íúNÍ 1*989 Mikið um að vera á íþróttadegi MIKIÐ verður um að vera á Akureyri á íþróttadeginum í dag, laugardag. í göngugötunni hefst dagskráin kl. 10.30 og þar leikur Blásarasveit Tónlistar- skólans og stúlkur úr Fimleika- ráði Akureyrar sýnar listir sínar. Lyftingamenn verða á ferðinni og keppt verður í boccia. Þá kynna ýmis félög starfsemi sína. í Kjamaskógi verður trimm- brautin opin allan daginn og þar eru leiktæki fyrir börn. Edda Her- mannsdóttir íþróttakennari leið- beinir almenningi með léttar æf- ingar. Ferðafélag Akureyrar efnir til gönguferðar á milli Péturs- Listsýning Samtökin „Minnesota World- wide Women“ efna til sýningar á list kvenna frá íslandi og Minne- sota í tengslum við heimsókn Kvennalistakvenna í mars á næsta ári, eins og frá var sagt hér í blað- inu. Hins vegar féll niður að geta þess hvert senda ætti umsóknir um þátttöku, en þær skal senda Bobbi Burritt og Ann Mohler, Minnesota Worldwide Women/Art Competition, 1920 South lst Stre- et 2002, Minneapolis MN 55454, USA. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Dalvíkurskóli - sjávarútvegsdeild Skipstjórnar- og fiskvinnslunám Umsóknir um nám á 1. og 2. stigi skipstjórnar og 1. og 2. ári í fiskiðn þurfa að berast skólanum fyrir 15. júní. Við skólann er heimavist. Allar upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari í símum 96-61380, 96-61491, 96-61162. Skólastjóri. borgar og Skjaldarvíkur og á golf- vellinum verður kynning á golfí- þróttinni. Við félagsheimili Léttis í Breiðholti verða æfingar í hesta- íþróttum fyrir unglinga, en ungl- ingadagur Léttis verður á sunnu- dag. Okeypis verður í Sundlaug Ak- ureyrar allan laugardaginn og þeir sem þess óska geta fengið leið- beiningar hjá kennurunum. Á tennisvellinum verða einnig leið- beinendur til staðar frá kl. 13.00- 15.00 og mínígolfið verður opið. Nökkvi, félag siglingamanna, kynnir starfsemi sýna við Höfners- bryggju og siglt verður á segl- brettum um Pollinn. íþróttafélögin Þór og KA kynna félagsheimili sín og þá starfsemi sem þar fer fram. Þór og IA í fyrstu deild kvenna keppa í knatt- spymu kl. 14.00 á Þórsvelli. Á íþróttavelli verður fjölskyldu- trimm UFA á milli kl. 15.00 og 16.00 og þar verður mönnum einn: ig ráðlagt um holla hreyfingu. í Iþróttahöllinni verður fjölmargt á dagskrá, Júdódeild KA, borðtenn- isdeild IFA, fimleikasýning og Sundfélag Ákureyrar og Oðinn reyna með sér í blaki, þá verður þar einnig badminton, ólympískar lyftingar og boccia. Kynning á boccia-íþróttinni verður við Hús aldraðra kl. 16.30. í íþróttahúsinu að Bjargi verður veggtennisíþrótt- in kynnt á milli kl. 10.00 og 12.00. Flugskóli Lærið að fljúga hjá stærsta flugskóla landsins. ★ Bjóðum kennslu til einka- og atvinnumannaflug- prófs. ★ Fullkomin 2 hreyfla flugvél til blindflugskennslu. t • FLUGTAK ★ Bjóðum fljótlega upp á kennslu í nýjum fullkomn- um flughermi, þar sem okkar nemendur njóta sérkjara. I Gamla Flugturninum J| || Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavlk Sími 28122 Telex ir lce ts 2337 Fax 91-688663 Amtsbókasafiiið á Akureyri: Rúmlega 92 þúsund bindi lánuð út á síðasta ári HEILDARÚTLÁN Amtsbóka- sa&isins á Akureyri á síðasta ári voru rétt rúmlega 92 þús- und bindi, sem er lítið eitt minna en árið áður, eða 3.247 bindum minna. Lán til skipa og stofhana voru einnig ögn feerri en árinu á undan, en tæplega 3.000 bindi voru lánuð út á þann hátt, sem er um 600 bindum færra. Bókakostur útl- ánsdeildar var i árslok 1988 37.787 bindi og jókst á árinu um 425 bindi. Togarar Útgerðarfélags Ak- ureyringa fengu 790 bindi að láni síðasta ár og skipshafnir Samheij atogaranna fengu að láni 490 bindi. í önnur skip voru lánuð 496 bindi. Þá fengu dval- arheimilin lánaðar bækur og sjúkrahúsið sem og ýmsar stofn- anir og fyrirtæki og 273 bindi voru lánuð á lögreglustöð vegna fangelsis. Mest lásu gestir bókasafnsins í mars, en þá voru lánuð út 8.953 bindi, en í desember voru fæst bindi lánuðu út, eða 6.357. Heimlán af lestrarsal voru 600 á síðasta ári og um 3.700 hljóð- bækur voru lánaðar út til 66 ein- staklinga. Tæplega 2.000 bækur voru sendar heim til 52 lánþega, en á undanfömum árum hefur mikil aukning orðið á þjónustu safnsins við aldraða og öryrkja. Soroptimistaklúbbur Akureyrar annast útkeyrslu á bókunum, en að jafnaði njóta rúmlega 50 manns heimsendingarþjón- ustunnar reglulega og eru um 20 slíkar sendingar í hverri viku. Á lestrarsal safnsins skráðu sig 5.140 manns á síðasta ári og var aðsóknin langmest í mars þegar 750 skráðu sig í gestabók- ina og þá vom lánuð út rúmlega 4.000 bindi til nota í salnum. Alls vora tæplega 22 þúsund prentskilabóka lánuð til notkun- ar á lestrarsal á síðasta ári. Fæðingar- og kvensjúkdómadeild FSA: Kristján Baldvinsson ráðinn yfirlæknir KRISTJÁN Baldvinsson sérfræð- ingur í fæðingarhjálp og kvensjúk- dómum var ráðinn yfirlæknir á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri á fúndi stjómar FSA í gær. Sjö umsækjendur voru um stöðuna er hún var auglýst öðru sinni, en Stefán Helgason á Akranesi dró umsókn sína til baka. Kristján var með lengsta starfsreynslu þeirra sem sóttu um. Hann hefur starfað á deild- inni í afleysingum í einn mánuð, en enginn yfirlæknir hefur verið þar frá því Bjarni Rafnar lét af störfum um mánaðamótin febrúar/mars Eftir útskrift úr Háskóla íslands hélt Kristján til framhaldsnáms í Danmörku og Skotlandi og lauk sér- fræðinámi í skurðlækningum. Síðan lauk hann sérfræðinámi í fæðingar- og kvensjúkdómafræðum. Kristján kom heim til íslands árið 1970 og varð yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi til júníloka árið 1972, en frá þeim tíma og til loka apríl árið 1976 var hann yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Selfossi. Síðan hefur Kristján starfað á Landspítalanum. Hann kemur til starfa á FSA 1. ágúst næstkomandi. Til leigu 135 m2 jarðhæð á besta stað í miðbæ Akureyrar. Hentar mjög vel sem verslunarhúsnæði, einnig sem skrifstofur. Upphituð gangstétt, góðir gluggar og næg bílastæði. Upplýsingar milli kl. 9 og 12 mánudag og þriðju- dag í síma 96-27468 (Jón) og 96-27466 (Pétur). Kartöflubændur í Höfðahverfi: Sumir búnir að setja niður - aðrir ekki byrjaðir KARTÖFLUBÆNDUR í Höfða- hverfi eru mjög á misjöfiium vegi staddir að selja niður kartöflur. Þeir fyrstu byijuðu að setja niður fyrir rúmri viku síðan og eru nokkrir búnir, en aðrir eru enn ekki byijaðir að setja niður kart- öflur þetta árið. Guðmundur Þórisson bóndi í Hlé- skógum sagðist vera hálfnaður með að setja niður í sína garða. Pétur Axelsson útibússtjóri sagðist aftur á móti ekki vera byrjaður. Hann sagði þá sem nyrzt byggju vera allt að þremur vikum seinni að setja niður nú en í meðalári og það hlyti að koma niður á sprettunni ef ekki hlýn- aði verulega. Pétur sagði að garðar nyrst í sveit- inni, á Látraströndinni, væru al- mennt blautir og klaki enn í jörðu og sumir garðar væru enn undir snjó. „Við ætlum að reyna að setja niður um 'helgina ef veðrið verður gott og vonandi komum við meiri- hlutanum niður þá,“ sagði Pétur. Engir fóstru- liðar mennt- aðir í VMA Er mjög sár, seg- ir skólameistari Menntamálaráðuneytið hefur afturkallað leyfi Verkmennta- skólans á Akureyri varðandi menntun fóstruliða, en skólinn hafði sótt um heimild til að setja upp slíkt nám. Baldvin Bjarnason segir að leyfið hafi verið aftur- kallað vegna neikvæðrar afstöðu bæjaryfirvalda á Akureyri. „Ég er mjög sár yfir þessu,“ sagði Baldvin. Hann sagði að mikl- um tíma hefði verið varið til undir- búnings, m.a. hefðu verið famar 16 ferðir suður til Reykjavíkur til að funda um málið, en Baldvin tók sæti Bernharðs Haraldssonar skóla- meistara í nefnd sem Birgir ísleifur Gunnarsson fyrrverandi mennta- málaráðherra skipaði til að skoða þessi mál. „Það hefur farið ómæld- ur tími í undibúning og sárt að ekkkert geti orðið af því að skólinn bjóði upp á þessa menntun. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með afstöðu bæjaryfirvalda," sagði, Baldvin. Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri sagði að afstaða bæjarins byggst á því að hann hefði ekki talið sig hafa efni á að greiða nem- um laun á meðan þeir væra í verk- legu námi á dagvistum bæjarins. Þá sagði Sigfús að viðvarandi fóstruskortur væri í bænum og brýnna að leysa þann vanda. „En það var fyrst og fremst peningahlið- in sem skipti máli varðandi afstöðu bæjarins," sagði Sigfús. <3/67 Steindór Sendibfiar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.