Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. 'JÚNÍ 1989
Minning:
Helga Þórarins-
dóttir, Grindavík
Fædd 6. júlí 1903
Dáin 27. maí 1989
Laugardaginn 27. maí síðastlið-
inn andaðist að Hrafnistu í Hafnar-
firði amma mín, Helga Þórarins-
dóttir frá Bræðratungu í Grindavík.
Hún var á 86. aldursári er hún lést.
Undangengin tvö til þijú ár hafði
hún átt við veikindi að stríða og
dvaldi síðustu æviár sín á hjúkr-
unardeild Hrafnistu. Fyrir hönd
aðstandenda færi ég hjúkrunarfólki
þar kærar þakkir fyrir umönnun
hennar í erfiðum veikindum sam-
fara háum aldri.
Helga var fædd í Gerðiskoti í
Flóa þann 6. júlí árið 1903. Hún
var dóttir hjónanna Þórarins
Snorrasonar og konu hans, Gíslínu
Ingibjargar Helgadóttur. Ung að
aldri missti hún móður sína og ólst
upp eftir það hjá föður sínum og
síðar stjúpu, Ragnhildi Jónsdóttur,
á Bjamastöðum í Selvogi. Þau
systkinin á Bjamastöðum vom 12
talsins. Albræður ömmu minnar
vom þeir Snorri bóndi í Vogsósum
í Selvogi og Geir organisti í
Keflavík, nú báðir látnir. Hálfsystk-
ini ömmu á lífi em: Ingibjörg og
Þorgeir búsett í Grindavík og Val-
gerður og Hörður búsett í Hafnar-
firði en látin em: Kristín, Jón,
Óskar, Ragnar og Sigurður.
Amma varð frá unga aldri að sjá
sér farborða á eigin spýtur. Fljót-
lega eftir fermingu réðst hún í vist
til Reykjavíkur og var hjá sama
fólkinu í sjö vetur en á summm var
hún vinnukona í sveit.
Ung að ámm eignaðist hún
dreng, Albert Egilsson, en varð að
láta hann frá sér, slík vom kjörin
þá. Albert var alinn upp hjá hjónun-
um Guðrúnu Þórðardóttur og Sig-
urði Jónssyni frá Ertu í Selvogi.
Upphaflega ætlaði amma að taka
drenginn til sín aftur er rættist úr
fyrir henni en þegar til kom féll
hún frá því. Hún mat það svo að
það væri drengnum og góðum fóst-
urforeldmm fyrir bestu, en þung-
bær var henni þessi ákvörðun. Al-
bert varð síðar sjómaður en lést af
slysfömm langt um aldur fram.
Hann var kvæntur Sigríði Georgs-
dóttur.
Árið 1926 gengu í hjónaband
amma mín og afi, Ólafur Jónsson
frá Hraunkoti í Grindavík. Þeim
varð átta bama auðið og lifa þau
öll. Þau em: Þórarinn skipstjóri í
Grindavík, kona hans er Guðveig
Sigurðardóttir; Hulda Sigríður
sjúkraliði, maður hennar er Jónas
Hallgrímssonar; Hafsteinn húsa-
smíðameistari, kona hans Ásta
Sæmundsdóttir; Jóna húsmóðir í
Keflavík, maður hennar er Arnbjörn
Ólafsson; Guðmundur verkstjóri í
Keflavík, kona hans er Jane Ölafs-
dóttir; Ólöf húsmóðir, nú búsett í
Kópavogi, gift Jóhanni Ólafssyni;
Helgi sjómaður í Grindavík, kvænt-
ur Vilborgu Guðjónsdóttur og Sig-
urður sjómaður í Grindavík, kona
hans er Bára Sigurðardóttir. Börn,
bamaböm og bamabamaböm em
nú rúmlega eitt hundrað talsins.
Afkomendurnir komu saman í Festi
í Grindavík þegar amma varð átt-
ræð árið 1983, henni til mikillar
gleði.
Búskap hófu þau amma og afí í
Hraunkoti en reistu sér heimili árið
1943 að Bræðratungu í Grindavík.
Má nærri geta að oft hefur verið
þröngt í búi hjá þeim hjónum með
þennan stóra bamahóp og ekki á
vísan að róa með atvinnu og tekjur
á þeim ámm. Afí minn var það sem
kallað var þurrabúðarmaður, sótti
sjóinn á vetrum en hafði engar gras-
nytjar handa skepnum svo að yfir
sumarið varð hann að yfirgefa
heimilið og barnahópinn og gerast
kaupamaður í sveit. Reyndi þá mjög
á ömmu mína og oft mun lífsbarátt-
an hafa gengið nærri henni en hún
lét samt ekki bugast. Hún var að
upplagi lífsglöð og félagslynd. Á
yngri ámm starfaði hun mikið með
Kvenfélagi Grindavíkur en líklega
hafa hennar mestu ánægjustundir
verið með kirkjukór Grindavíkur en
þar söng hún ámm saman. Þótt afi
syngi ekki með kórnum sóttu þau
ætíð kirkju saman og meðal kórfé-
laga áttu þau góðar stundir og eign-
uðust sína bestu vini.
Ólafur, afi minn, lést árið 1954
eftir þungbær veikindi. Sigurður,
yngsti sonur þeirra, var þá á fjórða
ári. Amma min var mikil trúkona,
ekki efaðist hún um að fundum
þeirra afa ætti eftir að bera saman
á ný.
Þegar afi minn lést hóf amma
að vinna utan heimilis við ýmis
störf. Hún vann í mötuneyti en
mest í fiskvinnu og í fiski vann hún
fram að sjötugu. Heimili átti hún
síðustu árin í Grindavík að Sóltúni.
Það hús reisti hún með Ólöfu dótt-
ur sinni og tengdasyni, var því eðli-
lega náin. samgangur með þeim
mæðgum um langt skeið eða allt
þar til hún fluttist að Hrafnistu í
Hafnarfirði árið 1977.
Amma átti góða daga að Hrafn-
istu fyrstu ár sín þar, eða á meðan
hún hélt sæmilegri heilsu. Segja
má að hún hafi notið lífsins. Hún
+
Elsku litli drengurinn okkar og bróðir,
BJARMAR SMÁRI ELÍASSON,
Hjallalundi 6,
sem lést af slysförum þann 5. júni verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 13. júní kl. 13.30.
Bjarnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Ingi Hermannsson,
Stefán Hafstein Gunnarsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
GÍSLÁ JÓNS HJALTASONAR,
Bolungarvík.
Aðstandendur.
+
Þökkum vinarhug og samúð við andlát og útför bróður okkar og
mágs,
HALLDÓRS ODDS ÁRNASONAR
fyrrverandi skipstjóra,
frá Sóleyjartungu, Akranesi,
Halldóra Árnadóttir,
Einar Árnason, Halldóra Gunnarsdóttir,
Vigdi's Árnadóttir Shook, Ralph D. Shook.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát oa út-
för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Patreksfirði.
Álf hildur Jóhannsdóttir,
Hjördís Jóhannsdóttir,
Guðmundur Jóhannsson,
Magnús Jóhannsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÁRMANNS JÓHANNSSONAR,
Frakkastig 26B.
Jakobfna Jóhannesdóttir,
Jóhann Ármannsson, Patricia Ármannsson,
Erna Ármannsdóttir Roy, James Roy,
Anna Linda Robinson, Magnús Sigurgeirsson,
Edward Novicelli,
Ármann D. Ármannsson, Kiersten Ármannsson.
Minning:
Sigríður Kjartans-
dóttir frá Völlum
Fædd 7. janúar 1913
Dáin2.júni 1989
í dag verður til moldar borin frá
Kotstrandarkirkju Sigríður Kjart-
ansdóttir fyrrum húsfreyja á Völl-
um í Ölfusi. Sigríður fæddist á
Völlum, og þar bjó hún lengst af;
fyrst í foreldrahúsum hjá foreldrum
sínum, þeim Gíslínu Gísladóttur og
Kjartani Markússyni, og síðar
ásamt manni sínum, Bimi Jónas-
syni frá Reykjafirði í Arnarfirði.
Bjuggu þau Björn og Sigríður
lengst af félagsbúi með bróður
Sigríðar, Sigurgísla Kjartanssyni,
sem var ókvæntur.
Þau Sigríður og Björn áttu þijú
börn: Gíslínu, búsett í Reykjavík,
gift Ingvari Christiansen; Kjartan
bónda á Völlum, kvæntur Sigríði
Sigurðardóttur og Jónas rafverk-
taka í Mosfellsbæ, sem kvæntur er
Ásdísi Frímannsdóttur. Að auki ólu
þau Björn og Sigríður að nokkm
upp elstu dóttur Gíslinu, Sigríði
Pálsdóttur.
Þegar ég hugsa til baka til þeirra
ára, sem ég var að alast upp á
Öxnalæk í Ólfusi, man ég að oft
fannst mér sem umhverfið markað-
ist af þremur mikilvægum stöðum,
sem yfirgnæfðu allt annað. Þessir
hornsteinar æskuára minna ásamt
sjálfu heimili foreldra minna á
Óxnalæk vom nágrannabæirnir
þrír: Vellir, Vorsabær og Stóri-
Saurbær. Á Stóra-Saurbæ bjó Jó-
hanna Siguijónsdóttir með fjórum
sonum sínum, Saurbæjarbræðmm.
Á Vorsabæ em svo Júdith og Ög-
mundur Jónsson, og á Völlum þau
Sigríður og Björn, Sigurgísli og
móðir þeirra háöldmð, Gíslína
Kjartansdóttir. Allt þetta fólk bar
með sér það besta, sem fyrirfinnst
meðal íslensks sveitafólks, þess
fólks sem mér finnst enn í dag vera
hinn eini og sanni „íslenski aðall“
hvað sem líður borgmenningu og
breyttum lífsháttum. Allt þetta fólk
var stolt af uppruna sínum og stöðu,
þó án alls stærilætis. Þetta fólk var
heilsteypt og sannir vinir vina sinna,
jafnt á erfiðum tímum sem á gleði-
stundum. Fæst af þessu fólki gerði
víðreist, en var þó víðsýnna en flest
fólk, sem ég hefi síðar kynnst.
Heimilið á Völlum var annálað
myndarheimili, og gestrisni Sigríð-
ar var við bmgðið. Engan þekkti
ég, sem komst upp með að koma
að Völlum og fara þaðan aftur, án
þess að þiggja góðgjörðir. Kæmi
það fyrir, að við krakkamir á Öxna-
læk væmm send áríðandi erinda,
til dæmis á háslætti, þá var blátt
bann lagt við því að við tefðum leng-
ur en þörf var á. Sigga á Völlum
lét það hins vegar ekkert á sig fá,
og oft man ég eftir að hafa fengið
mjólkurglas og heita flatbrauðs-
sneið út á hlað, þegar ekki var tími
til að dvelja. Þær stundir em mér
þó miklu minnisstæðari, þegar ég
kom að Völlum og hafði nægan tíma
til að hitta vin minn og leikfélaga;
yngsta soninn, Jónas. Það var vel
tekið á móti öllum á Völlum, og
venjulega á þann hátt að börnin
fengu nægan tíma til sinna leikja,
en um leið var börnum tekið af
mikilli alúð og gestrisni eins og
öðram gestum, þar var ekki farið
í manngreinarálit eftir aldri. Hinu
man ég einnig vel eftir, að það var
betra að vera vel undirbúinn, þegar
sest var til borðs niðri í eldhúsi, þar
sem eldur logaði í gamalli eldavél.
Þar var ætlast til að komumaður
kynni skil á öllu sem snerti búskap-
inn heima, svo sem það er varðaði
tilhleypingar, sauðburð og fleira
sem efst var á baugi á hverri árstíð.
Um þessi mál spurðu þau gjörla á
Völlum, einkum Sigurgísli, Gíslína
gamla og Sigríður. Ekki var það
gert af forvitni eða hnýsni um ann-
arra hagi, heldur frekar til að kanna
hve athugull hinn ungi gestur væri,
og eins held ég vegna þess að börn-
um jafnt sem fullorðnum átti að
skiljast um hyað lífsbaráttan sner-
ist. Hjá okkur snerist hún um bú-
skap og hann var því aðalumræðu-
efnið.
Því fór þó fjarri að alvaran væri
alltaf í fyrirrúmi á Völlum. Þar
fór til útlanda með eldri borgumm
á Suðurnesjum og hún tók þátt í
blómlegu félagslífi vistmanna á
Hrafnistu. Þar eignaðist hún góða
vinkonu, Dagbjörgu Sæmundsdótt-
ur frá Siglufirðí, sem nú er iatin
fyrir nokkmm ámm. Allt þetta
kunni hún vel að meta og var þakk-
lát fyrir að fá að njóta.
Helga amma mín var gæfukona
þrátt fýrir margvíslegt andstreymi
í lífinu. Hún kom öllum börnum
sínum til manns og uppskar þakk-
læti og virðingu þeirra. Börn henn-
ar hafa látið sér annt um að hún
mætti eiga notalega elli og það
hefur verið henni til gleði að vita
af hinum mikla fjölda afkomenda.
Eftir að hún kom á elliheimilið
dvaldi hún ætíð á jólum og öðmm
hátíðum á heimili Ólafar dóttur
sinnar. Fyrir það skulu henni færð-
ar þakkir.
Áð leiðarlokum vil ég þakka
ömmu minni samfýlgdina og óska
þess að henni verði að trú sinni.
Guðrún Jonasdóttir
í dag, 10. júní, fer fram frá
Grindavíkurkirkju útför Helgu Þór-
arinsdóttur frá Bræðratungu í
Grindavík. Mig langar til að minn-
ast hennar með fáeinum orðum.
Þegar ég' rifja upp í huganum,
þá sé ég fyrir mér dugmikla og
skapheita konu, sem kaus athöfn
frekar en andvaraleysi eða lódillu-
hátt eins og hún sjálf kaus að nefna
það, þegar henni fannst áhugaleys-
is gæta við vinnu. Hún var í eðli
sínu mjög dugleg kona og þurfti
líka oft að vaka og vinna því bama-
hópurinn var stór.
Halda þurfí vel utanum hlutina
vom haldnar fleiri og stærri veislur
en gerðist í nágrenninu, bæði árleg
jólaboð og eins fagnaðir tengdir
afmælum og öðrum merkisatburð-
um. Vallafólkið var alla tíð afar
samhent, en auðvitað mæddi allur
gestagangur og heimilishald fyrst
og fremst á Sigríði húsfreyju. Þar
var hvergi slegið slöku við, þótt oft
væri annríkið mikið og vinnudagur-
inn langur.
Eftir að Björn á Völlum og Sig-
urgísli bróðir Sigríðar voru báðir
látnir, tóku þau við búinu, Kjartan
og Sigríður kona hans. Þar er allt
heimilishald enn með myndarbrag,
en Sigríður fluttist hins vegar til
Reykjavíkur. Ekki þó til að setjast
í helgan stein, heldur tók hún við
starfi í menntamálaráðuneytinu,
þar sem hún hafði umsjórí með
kaffistofu allt til þess er hún veikt-
ist fyrir skömmu. Þar hefur Sigga
á Völlum vafalaust verið á réttri
hillu ekki síður en á Völlum, og
ekki efast ég um að í ráðuneytinu
hafi hún þjónað fólki til borðs með
þeirri alúð og gestrisni, sem henni
var runnin í merg og bein.
Þegar Sigga á Völlum er öll
fínnst mér sem ákveðnum þætti sé
lokið; ekki aðeins jarðvist hennar
hér á meðal okkar, heldur finnst
mér sem Ölfusið sjálft verði aldrei
samt aftur. Eldra fólkið á Völlum
er nú allt horfið yfir móðuna miklu,
og með því er horfinn hluti þess
gamla íslands, sem ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast.
Þar var stórfjölskyldan hornsteinn-
inn og allt stóð á traustum gmnni