Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 16
Tí 16 G8ex ÍHUt .ðS flUUACIUKMUg QIGAJaMUOHOM MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 25.~JUNI 1989~ KOSNINGARNAR í GRIKKLANDI Stjómarkreppa ríkirnú í Grikklandi ejtir óþverralegustu kosninga- baráttu í manna minnum eftir Ásjjeir Friðgeirsson í Aþenu STJORNMÁL í EVRÓPU eru um margt eins Qölbreytt og tungumál heimsálfimnar. Þótt rætur stjórnmálanna séu að miklu leyti þær sömu þá hefur yfirbragð þeirra og einkenni breyst í aldanna rás. Líkt og tungumál eru sögð endurspegla hugsunarhátt þjóða þá kenna sljórnmálin okkur margt og mikið um þegnana. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Ibók um ísland og íslendinga segir Sigurður A. Magnússon að margt sé líkt með Grikkjum og íslendingum. Skýringin á því er einkum sú að báðar eru þjóðimar litlar en með mjög merka menningarsögu. Báðar þurftu þær að búa við ný- lenduyfirráð lítt merkilegra ná- granna í nærri hálft árþúsund. Sé hugurinn látinn reika til stjómmála kemur í ljós að þessir útverðir eða útkjálkar Evrópu hafa lagt dtjúgan skerf af mörkum, og rúmlega það, til þróunar þeirra. Grikkir skópu lýðræðið og við tókum upp þingræð- ið strax á unglingsárum þess og höfum lengst þjóða í heiminum haldið við það tengslum. Ef við lítum á stjórnmálin í þessum tveim- ur löndum í dag kemur í Ijós að margt er ólíkt. Grísk stjómmál eru frábrugðin því sem við þekkjum á Islandi, en þó má alltaf greina áþekka þræði. Ef til vill er hægt að segja að milljarðahneykslið, sem kennt er við höfuðpaurinn Koskot- as, se bara Hafskipsmálið í marg- feldi meðaltalshitastigsmunar land- anna. Unnustan holdgervingur spillingarinnar Astandið í grískum stjómmálum er slæmt um þessar mundir og það er því ekki uppörvandi að kíkja ofan í vöggu lýðræðisins. Þar ríkir stjórnarkreppa eftir óþverraiegustu kosningar og kosningabaráttu í manna minnum. Á kjördag birti eitt dagblaðanna mynd af unnustu forsætisráðherrans berbijósta og íklæddri örpjötlu í stað ærlegrar brókar. Kvenmaðurinn er hinn kyn- þokkafyllsti og inn á myndina er klippt hrörlegt andlit unnustans — leiðtogans sem er tæpum þijátíu og sjö ámm eldri. Fáum þótti þessi myndbirting á kjördag óeðlileg. Myndir af þessu tagi höfðu birst á forsíðum ýmissa blaða dagana fyrir kosningar. Stuðningsmenn elsk- hugans Andreas Papandreous reyndu líka að slá fyrir neðan mitti í þessari nútímalegu grísku stjórn- málaglímu. Þeir sögðu að foringi stjómarandstöðunnar ætti líka ungt viðhald og lögðu þeir fram því til sönnunar segulbandsupptöku af samtali á milli karls og konu. En þar sem upptakan hefði allt eins getað verið af kaffispjalli Jóns og Gunnu reyndist þetta klámhögg máttlaust. Islendingurinn kann að spyija hvers vegna þessi hégómi skipti þetta miklu í umræðu um stjórnmál og hví önnur eins lágkúra komist á forsíður dagblaða á sjálfan kjördag. Því er til að svara að þess- ar kosningar snerust að miklu ieyti um þessa hoidlegu veru, — um þau áhrif sem hún hafði á leiðtogann og þau lostafullu tök sem hún virð- ist hafa á honum. Gömlu mennirnir á kaffihúsunum og húsmæðumar í forsælunni á svölunum töluðu vart um annað en hvernig flugfreyjan fyrrverandi og vinkonur hennar ráðskuðust með gamalmennið. Svo vikum og mánuðum skipti gengu sögurnar um það að Dimitra Liani, eða Mimi eins og hún er kölluð, hefði þegið greiðslur frá hagsmuna- aðilum fyrir að hafa áhrif á Pap- andreou, — fyrir að skjóta svona einhveiju að honum rétt áður en hún hvíslaði „kali nigta“ — „góða nótt“. Eftir að farið var að orða Papandreou við Koskotas-heykslið og sögur fóru á stjá um óvandaða vini hans var Mimi tákngervingur þeirrar spillingar sem ríkti í kring- um Papandreou. Hún varð ímynd alls hins versta í vondri og sið- lausri ríkisstjórn. Að líkindum gerði Papandreou sér einhveija grein fyr- ir því hvaða hug Jandsmenn báru til unnustunnar. Á síðustu vikum kosningabaráttunnar lagði hann mikla áhersiu á að ganga frá skiln- aði við fyrrverandi eiginkonu sína og hann þreyttist ekki á að árétta heiðarlegan ásetning sinn í garð Mimi. Hann ítrekaði áform sín um að kvænast henni og hrærður sagði hann í sjónvarpsviðtali að það hefði verið óhjákvæmilegt annað en að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum þann ástarhug sem hann bar til Dimitru Liani. Með þessu ætlaði hann að fá Amor með sér í kosn- ingaslaginn. Á kosningafundi með hundruð þúsunda stuðningsmanna í miðborg Aþenu undirstrikaði hann þessi orð á einkar hugljúfan hátt. í um eina klukkustund áður en Papandreou flutti ræðu sína voru leiknir tugir grískra þjóðlaga. Þegar stemmningin var að ná hámarki og víst var að hann færi að birtast heyrðist sungið í hátölurunum væmið enskt lag eða amerískt sem heitir „I Trust in Love“, eða „Ég treysti á ástina". Einu þjóðlagi síðar birtist sveimhuginn — leiðtoginn. Mimi var orðinn holdgervingur stjórnarklíku Pasok-flokksins og sumir hafa haft það á orði að hafi einhver gjörtapað kosningunum á dögunum þá sé það hún. Því hefur einnig verið haldið fram að ósigur Papandreous og Pasok-flokksins geti markað upphafið á endalokum margs þess sem Papandreou er hvað kærast. Fyrst skal nefna stjórnmálaferilinn, en mikil óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð Pap- andreous. Falli hann eru margir þeirrar skoðunar að þá séu dagar Pasok-flokksins taldir, en hann stofnaði Papandreou á sínum tíma. Nú, ekki má síðan gleyma því áliti sumra sérfróðra að kosningaúrslitin séu upphaf lokakafla þeirrar róm- önsu sem Papandreou og Mimi hafa leikið á síðustu mánuðum. Ein manneskja fellir örugglega engin tár, en það er Margrét, fyrrverandi eiginkona Papandreous. Hún hefur aldrei getað fyrirgefið þetta uppá- tæki karlsins eftir áratuga hjóna- band. Margrét er leiðtogi Pasok- kvenna og nú hefur hún í hyggju að stofna jafnréttis- og kvenna- flokk. Fyrst ætlar hún þó að gera upp sakirnar við eiginmanninn fyrr- verandi og skrifa bók um það hvern- ig hann komst til valda og í hvaða hrossakaupum hann hefur staðið allt frá falli herforingjastjórnarinn- ar árið 1974. Stjórnmál í Grikklandi eru hjart- ans mál í margvíslegum skilningi. Afstaða fólks til flokka er gjarnan af tilfinningalegum toga. Fjöl- skyldu- og vináttubönd skipta mjög miklu máli auk þess sem Ijölskyldu- hefðir eru sterkar. Pólitísk umræða á götum úti snýst sjaldan um stefn- ur og áform. Einn viðmælandi spurði hvers virði slíkt tal væri þar eð allt sem máli skipti væri hvort sem er leyndarmál. Annar komst þannig að orði að það væri ekki til neins að karpa um innihald ein- hverrar öskju sem pólitíkusar lof- uðu, því þegar hún kæmi í hendur almennings væri hún alltaf tóm. Þar væri ekki einu sinni hægt að finna hugmyndir, hvað þá hugsjón- ir. Það er hinsvegar flokkspólitíkin sem á hug fólks allan og fær hjörtu margra til þess að slá örar. Fólk rífst og skammast, hrópar, öskrar, kallar, hoppar og dansar, skýtur upp flugeldum og tendrar blys. En iðulega eru það menn frekar en málefni sem valda þessum tilfinn- ingaþunga sem gerir grísk stjóm- mál frábmgðin t.d. þeim íslensku. Foringinn settur á stall og dýrkaður Þrír stærstu flokkamir héldu dagana fyrir kosningar fjöldafundi að venju í miðborð Aþenu. Ekki er nokkur leið að áætla fjölda fundar- manna, en hann skipti hundmðum þúsunda og em þetta án efa fjöl- mennustu pólitísku útifundir sem haldnir eru reglulega í Evrópu. Helst er hægt að líkja þessum fund- um við úrslitaleik í Evrópukeppni í knattspyrnu á milli ítalskra og spænskra liða, eða þá rokktónleika með Bmce Springsteen eða ein- hveijum álíka. Þess ber þó að geta að þessir fundir þjóna sama til- gangi og hersýningar á Rauða torg- inu í Moskvu á 1. maí. Þeir eiga að sýna völd og mátt. Þess vegna hafa grísku flokkarnir tekið upp á því í seinni tíð að efna til skipu- lagðra ferða á þessa fundi frá öllum helstu byggðalögunum. Mörgum úr dreifbýlinu gefst þannig kostur á að komast til borgarinnar ókeypis í fyrsta skipti á ævinni. íslendingur- inn varð þess áskynja eftir fundinn að hann var aldeilis ekki í hópi þeirra sem þekktu borgina verst. Villuráfandi sauðir flæktust hver um annan þveran í leit að rútunni sem flutti þá í bæinn, — rétt eins og aðeins ein rúta hefi verið á ferð þetta kvöld. Fjölmiðlar, einkum sjónvarp, hafa aukið mjög á mikilvægi þess- ara funda. Frá þeim er sýnt beint, þar er landsbyggðinni sýndur mátt- urinn. Þar sem ríkiseinokun er á sjónvarpi þá er það einungis á færi flokksmanna í stjómarflokknum að stjóma útsendingunni. Standi þeir sig með sóma og sýni stjórnarand- stæðingana fáliðaða og stjórnarliða margfaldaða fá þeir í það minnsta launahækkun og kannski stöðu- hækkun. Það er á þessum fundum, sem hinn voldugi leiðtogi sem grísk stjómmál hafa löngum snúist um, er settur á stall og dýrkaður. Afl hans er gert ógurlegt. Leikið er á trúartákn eins og þau að þú eigir að styðja þann sterka í einu og öllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.