Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 11
að þegar opinbert starf er lagt niður
skuli starfsmanni boðið sambærilegt
starf. Þessu gat ég auðvitað ekki
unað, en svo þróuðust málin á þenn-
an veg og ráðherrann brá snöggt
við. Við áttum, í fyrsta skipti síðan
hann tók við starfinu, ítarlegt sam-
tal.“
— Er það ekki óeðlilegt sam-
bandsleysi á milli ykkar tveggja,
ekki síst með hliðsjón af því að þú
ert fyrrverandi formaður Alþýðu-
fiokksins. Voru kannski tengsl þín
við flokkinn algjörlega rofin eftir
að þú hvarfst úr pólitíkinni í utanrik-
isþjónustuna?
„Ég er flokksmaður áfram, á þar
mikið af góðum vinum og sam-
starfsmönnum og hafði persónuleg
tengsl við marga. Á sínum tíma,
þegar ég var formaður, hafði ég
unnið ötullega að því að fá Jón
Baldvin og aðra unga félaga hans
úr Samtökum ftjálslyndra og vinstri
manna til liðs við Alþýðuflokkinn
og hann gekk í flokkinn í formanns-
tíð minni. Ég fór margar ferðir vest-
ur á firði til að ræða þetta við hann,
Karvel og fleiri Samtakamenn. En
þrátt fyrir það sem hefur verið að
gerast í utanríkisráðuneytinu á milli
Morgunblaðið/Þorkell
mín og Jóns Baldvins hefur aldrei
verið nein persónuleg óvild okkar í
milli. En einhvern veginn fórst hon-
um þannig að hann lét mig bara
liggja og notaði mig ekki til neins.
Það má þó Steingrírn^r eiga að
hann kallaði stundum í mig til að
aðstoða við eitt og annað þegar
hann var utanríkisráðherra.“
— Nú er sagt að mikil reiði hafi
gripið um sig innan Alþýðuflokksins.
og að margir, einkum eldri flokks-
menn, hafi talið framkomu núver-
andi formanns lítt sæmandi í garð
síns fyrrverandi flokksformanns?
„Ég vil ekkert segja um það, en
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989
MÉR ER ENGIN LUMÍVí; A ÞVÍ AÐ ÉG VAR
ÁKAFLEGA VOVSVIKIW YFIR ÞVÍ HVERSII
ILLA VID HÖFDLM SPILAÐ ÉR
K08MAGASIGRIALH 1978 OG HVERMG
ÞETTA RÍKI8ST JÓRWRSVHSTARI
EADADI. ÞAD ÁTTIKAWSKIÞÁTT í ÞVÍ
AÐ MÉR LEIST EKKIÁ AÐ HALDA ÁFRAII
I ORHEW8KI VID ÞESSAR AÐSTÆDLR,
MEÐ VARAFORMAMMW OG HÓP MAWA
AD BAKIHOMJM í AADSTÖDL VID HIG.
síminn hefur gengið hjá mér eins
og það var í kringum kosningar
áður fyrr þannig að ég hef fundið
fyrir miklum stuðningi og velvild.
Það hafa menn haft samband við
mig úr öllum áttum og náttúrulega
fyrst og fremst gamlir vinir úr Al-
þýðuflokknum. En í samtölum milli
okkar Jóns Baldvins um þetta mál
var ekkert á pólitík eða flokkinn
minnst. Málið var afgreitt algjörlega
á faglegum grundvelli, innan marka
utanríkisþjónustunnar."
— Tillögur ráðherrans um breyt-
ingar á utanríkisþjónustunni miða
meðal annars að hagræðingu og
sparnaði. Ertu á móti þessum breyt-
ingum?
„Ég er ekki á móti hagræðingu
í utanríkisþjónustunni, síður en svo.
Margar af hugmyndum ráðherrans
um breytingar eru tvímælalaust til
bóta. Hins vegar er ég ekki sam-
mála öllum þeim leiðum sem hann
hyggst fara í þessum efnum. Heild-
arkostnaður Islands af utanríkis-
þjónustu er lágur í samanburði við
önnur lönd. Ég tel að við megum
ekki ganga of langt í því að skera
hann niður. Þótt íslendingar séu
menntaðir og orðnir heimsborgarar
virðast margir eiga afar erfitt með
að skilja þýðingu utanríkisþjón-
ustunnar. Menn halda að þetta sé
ekkert annað en kokteilpartý fyrir
uppgjafarstjórnmálamenn. Það er
mikill misskilningur og menn skulu
minnast þess að það er engin þjóð
sjálfstæðari heldur en aðrar þjóðir
viðurkenna. Við ætlum okkur ekki
að vera einangrað smábýli langt
uppi í afdal, sem enginn veit af.
Við þurfum að hafa góð samskipti
við aðrar þjóðir, bæði vegna við-
skiptahagsmuna og öryggis lands-
ins.
Starf sendiherra byggir á gömlu
kerfi sem notað er um allan heim,
jafnt í austri sem vestri. íslenskur
sendiherra er gersónulegur sendi-
fulltrúi forseta íslands hjá viðkom-
andi þjóðhöfðingja. Þessi samskipti
veita viðurkenningu og sambönd
sem ekki er hægt að fá á neinn
annan hátt. Sendiherrar, með hinu
pólitíska sambandi, opna hina dipló-
matísku leið fyrir sölumenn, sem
koma síðan á viðskiptum."
Eitt sinn blaðamaður . . .
Benedikt segir að boð utanríkis-
ráðherra um starf sendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum hafi komið sér
þægilega á óvart og vissulega hafi
það strax freistað sín. Hann væri
kunnugur störfum Sameinuðu þjóð-
anna, hefði bæði setið þing og ráð-
stefnur á þeirra vegum auk þess sem
sterk persónuleg bönd tengdu hann
í þessa átt. Benedikt stundaði sagn-
fræðinám við Harvard-háskóla í
Boston. Þar kynntist hann konu
sinni, Heidi, á bókasafni skólans,
en faðir hennar var prófessor við
skólann, og fjöiskylda hennar er á
þessum slóðum.
„Þegar ég lauk námi var verið
að setja Sameinuðu þjóðirnar á stofn
í New York. Trygve Lie hafði þá
verið ráðinn í starf fyrsta fram-
kvæmdastjórans og hann setti
blaðamann frá Ósló, Thor Gjesdal,
til að skipuleggja allt upplýsinga-
starf stofnunarinnar. Ég komst í
kynni við þá og þeir lögðu hart að
mér að koma þá þegar til starfa sem
embættismaður Sameinuðu þjóð-
anna. Þeir tróðu umsóknareyðublað-
inu nánast í vasa minn. Þessi norski
blaðamaður varð seinna fram-
kvæmdastjóri UNESCO. En ég var
búinn að vera þtjú ár að heiman
og heimþráin var svo sterk að heim
varð ég að komast.“
Þó Benedikt sé fæddur vestur á
Fjörðum og móðurætt hans sé þaðan
er hann uppalinn í vesturbænum í
Reykjavík og þar af leiðandi rótgró-
inn KR-ingur að eigin sögn. Hann
kveðst þó alitaf hafa haft taugar
til gullaldarliðs Skagamanna eftir
að hann fór að fara í framboð í
Vesturlandskjördæmi, enda hefðu
margir leikmanna liðsins verið mikl-
ir og góðir stuðningsmenn hans í
pólitíkinni.
„Ég lék mér með Gunnari Huseby
og Antoni Björnssyni á túnunum í
Vesturbænum og þessir leikir leiddu
til þess a_ð ég fór út í blaða-
mennsku. Ég gat ekkert í íþróttum
en ég hafði gaman af að skrifa,
komst í samband við Alþýðublaðið
og 14 ára gamall byijaði ég að
skrifa íþróttafréttir í það blað. Það
var 1938 þannig að ég átti fimm-
tugsafmæli sem blaðamaður í fyrra.
Finnbogi Rútur Valdimarsson var
þá ritstjóri og hann lofaði mér að
spreyta mig og síðan hefur áhugi
minn á blaðamennsku alltaf verið
fyrir hendi. Næsta ár var ég kominn
í aðrar fréttir, vann þarna á sumrin
og um tíma vann ég fullt blaða-
mannsstarf samhliða meifhtaskóla-
námi. Þegar ég kom heim aftur frá
námi í Bandaríkjunum varð ég
fréttastjóri Alþýðublaðsins. Um
skeið var ég ritstjóri Samvinnunnar
og síðar pólitískur ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, við hliðina á Gísla J. Ást-
þórssyni, sem var aðalritstjóri blaðs-
ins. Ég stundaði blaðamennsku jafn-
framt hinu pólitíska starfi enda fara
pólitík' og blaðamennska ágætlega
saman. Og öðrum þræði hef ég allt-
af litið á mig sem blaðamann og
má þar til sanns vegar færa að „eitt
sinn blaðamaður, ávallt blaðama.ð-
ur“.
Við það að starfa þarna á Al-
þýðublaðinu smitaðist ég auðvitað
af jafnaðarmennskunni og 1949,
fyrir réttum 40 árum nú í haust,
var ég fyrst beðinn um að fara í
framboð fyrir Alþýðuflokkinn. Það
var í Borgarfjarðarsýslu, á móti
Pétri Ottesen sem var mikill öðling-
ur, enda var þetta framboð von-
laust. En ég dró góðan lærdóm af
því. Eftir þetta var ég orðinn inn-
vígður í flokkinn svo ekki varð aftur
snúið. Ég hélt áfram framboðum
þarna með góðum árangri og árið
1956, í svokölluðum hræðslubanda-
lagskosningum, þar sem Alþýðu-
flokkur og Framsókn buðu fram
saman, varð ég uppbótarþingmaður.
Eftir að kjördæmaskipaninni var
breytt 1959 var ég frambjóðandi
Alþýðuflokksins í Vesturlandskjör-
dæmi og vann þar ýmist kjördæma-
kosningu eða uppbótarsæti og sat
á Alþingi í 26 ár.“
Stærsti kosningasigurinn
— Hér gefst ekki tóm til að rekja
pólitískan feril Benedikts Gröndal í
smáatriðum heldur skal aðeins stikl-
að á stóru. Hann varð kornungur
varaformaður Alþýðuflokksins í
„Hannibalsbyltingunni" svonefndu,
þegar Stefán Jóhann var felldur í
formannskosningu, en Hannibal
Valdimarsson tók við.
„Það atvikaðist á siðustu stundu
að ég varð varaformaður Hannibals.
Þetta var tilraun til að yngja foryst-
una upp og bæta stöðu flokksins,
en hún bar ekki árangur. Það komu
í ljós samstarfserfiðleikar milli
Hannibals og annarra félaga í
flokksforystunni. Það slitnaði upp
úr þessu samstarfi eftir tvö ár og
eftir að Hannibal hrökklaðist úr for-
mennskunni og ég úr varaformenns-
kunni fór hann úr flokknum, en ég
hélt mínu striki og náði þingsæti
1956, þótt auðvitað hafi þetta skilið
slóð eftir sig. Stefán Jóhann var
mjög góður vinur minn og ég sé
eftir því að hafa staðið að því að
fella hann. En svona hlutir gerast
í pólitík."
Benedikt tók við formennsku í
Alþýðuflokknum eftir að Gylfi Þ.
Gíslason lét af því starfi 1974.
Flokkurinn var þá í talverðri lægð
hvað fylgi snertir, en fjórum árum
síðar vann hann stærsta kosninga-
sigur sinn frá upphafi:
„Viðreisnarstjórnin var um margt
merkileg, enda varð hún langlíf, en
undir lokin gekk erfið kreppa yfir
sem kom sérstaklega illa niður á
Alþýðuflokknum. Við vorum því
ákaflega langt niðri þegar ég tók
við, en byijuðum smátt og smátt
að rétta úr kútnum. Þá hófst þetta
pólitíska ævintýri sem skilaði stór-
sigri flokksins í kosningunum 1978.
Það var auðvitað margt sem stuðl-
aði að þessari þróun. í því sam-
bandi vil ég þó sérstaklega nefna
þátt Vilmundar heitins Gylfasonar.
Við vorum að vísu komnir í góða
sóknarstöðu þegar hann ákvað að
gefa kost á sér til þingmennsku, en
eftir það sópaðist að okkur fylgið.
Við náðum fjórtán mönnum á þing
og í þeim hópi voru margir ungir
og harðsnúnir menn.“
Ekki skynsamlegt að stíga
á Vilmund
— Það var haft eftir sumum
þessara ungu manna að þeir kynnu
þinni formennsku vel þar sem þú
gafst þeim mjög fijálsar hendur.
Var sú raunin og var þetta þá með
ráðum gert?
„Já, bæði af ásettu ráði og eins
er mér það ekki eðlislægt að drottna
yfir öðrum. En þetta er aðeins önn-
ur hliðin á málinu. Þú dregur kupt-
eislega fram fallegri hliðina. Út-
hverfan á þessu er að halda því fram
að ég hafi ekki verið nógu sterkur
húsbóndi. Mér er það fullkorhlega
ljóst að auðvitað má líta þannig á
málið. En með þennan hóp af ungum
mönnum, og sumum þeirra dálítið
erfiðum á stundum, eins og Vilmund
sem var ákaflega svipmikill og fór
sínu fram, þýddi ekki fyrir mig að
ætla að stíga á þá. Það var annað
hvort að leiða þá með góðu eða að
eiga á hættu upplausn og ósam-
komulag innan flokksins. Auk þess
vildi ég gjarnan gefa þeim sín tæki-
færi.“
— Heldurðu, svona eftir á að
hyggja, að þú hafir kannski hleypt
þeim of langt?
„Ég held að það hefði ekki verið
skynsamlegt að beita harðari stjórn,
til dæmis á Vilmund, það hefði bara
flýtt fyrir því, sem síðar gerðist, að
hann yfirgaf flokkinn og stofnaði
sinn eigin. Á þessum tíma lét ég oft
í ljós þá skoðun, sem ég trúi á enn-
þá, að eftir þennan mikla sigur og
það, að fá svona stóran þingflokk
af nýju, fersku, en óreyndu fólki,
þá hefði verið best fyrir okkur að
vera utan stjórnar eitt kjörtímabil,
svo að ungu þingmönnunum hefði
gefist tími til að læra á þingið og
stjórnmálaklækina, og búa sig undir
meiri ábyrgð. En þess var ekki kost-
ur. Flokki sem vinnur svona á, hér
í þessu landi samsteypustjórna, ber
skylda til að axla ábyrgðina strax.
Við fórum því í ríkisstjórnarsam-
starf sem því miður ekki gekk upp,
og það var meðal annars óróleikinn
í þessum þingflokki okkar sem varð
ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar að
falli, eftir stutt og stormasamt
valdatímabil. En Alþýðubandalagið
var komið býsna nærri því að
sprengja hana líka.“
11
Sumir hefðu kallað það
samsæri
— Nú virðist sem kjósendur hafi
snúist öndverðir gegn þessu og Al-
þýðuflokkurinn tapaði fylgi í kjölfar-
ið. Voru þið kannski of fljótir á
ykkur?
„Samkomulagið innan þessarar
ríkisstjórnar var svo erfitt að þetta
samstarf gat aldrei staðið lengi, það
var alveg ljóst. Hins vegar féll það
ekki í góðan jarðveg hjá mörgum
kjósendum að við skyldum ganga
svona hreinlega til verks og slíta
samstarfinu með þessum hætti og
vissulega bar þetta svolítinn keim
af ævintýramennsku. Ég var þá
utanríkisráðherra og sem oftar
staddur á Allsheijarþingi Samein-
uðu þjóðanna þegar mér barst vitn-
eskja um hvert stefndi og flýtti mér
heim. Og það var ekki í fyrsta skipti
sem ég hafði orðið að breyta ferðaá-
ætlunum mínum vegna erfiðleika
heima fyrir. En þarna höfðu menn
innan flokksins komist að þeirri nið-
urstöðu, að mér íjarverandi, að best
væri að slíta þessu stjórnarsam-
starfi og málið var þá þegar komið
á þann rekspöl að ég fékk þar engu
um breytt. Sumir hefðu kallað þetta
samsæri, en sannleikurinn var sá
að það var farið að hrikta verulega
í stoðum þessarar stjórnar og ástæð-
an var hið eilífa vandamál þessarar
þjóðar, efnahagsmálin. En ég skal
ekkert leyna því að ég sjálfur hefði
kosið að fara varlegar í sakirnar.
Þegar þessi stjórn var sprengd
fylgdi það pakkanum að <efna sem
fyrst til nýrra kosninga. Ólafur Jó-
hannesson neitaði að sitja áfram og
það samdist um það milli Sjálfstæð-
isflokks og okkar að við settum á
fót minnihlutasljóm, undir mínu
forsæti, fram að kosningum.
Alþýðuflokkurinn tapaði talsvert
i þessum kosningum og að þeim
loknum gengu stjórnarmyndunar-
viðræður afar illa og voru engar
horfur á að tækist að mynda stjórn.
Við fengum umboðið hver af öðrum
og mín tilraun gekk út á að mynda
stjórn eftir Stefaníumynstrinu, það
er stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks, en það
strandaði á Framsóknarmönnum.
Þá var það að Gunnar Thoroddsen
sá sér leik á borði og myndaði sína
stjórn sem frægt var.“
Vildi forðast
innanflokksátök
Þegar hér var komið sögu var
formannsstóllinn farinn að hitna
talsvert undir þér . . ?
„Ég veit nú ekki hvort rétt sé að
orða það svo. En það er satt að
flokkurinn var nú kominn í stjórnar-
andstöðu aftur og vissulega horfði
ekki eins vel fyrir okkur og hafði
gert eftir kosningarnar 1978. Þegar
leið að fiokksþinginu tilkynnti Kjart-
an Jóhannsson að hann myndi verða
í framboði sem formaður. Á þeirri
stundu kom sú ákvörðun hans mér
mjög á óvart. Ég hafði áður valið
hann sem minn varaformann og
hann var auðvitað valinn með tilliti
til þess að við myndum bæta hvor
annan upp og að við gætum unnið
vel saman. I þessu fólst auðvitað
líka, þar sem hann er talsvert yngri,
að hann myndi taka við af mér er
fram liðu stundir. En ég hafði alls
ekki hugsað mér að segja skilið við
pólitíkina þegar hér var komið sögu
og var ekki sáttur við að afsala mér
formannsstöðunni. En það voru viss
öfl í flokknum sem hvöttu Kjartan
til að gera þetta og þegar málin
skýrðust og ég sá hvernig komið
var tók ég þá ákvörðun að gefa
ekki kost á mér. En bæði ég og
stuðningsmenn mínir vorum sann-
færðir um að ég gæti unnið for-
mannskosninguna. Hins vegar
myndi þetta óhjákvæmilega hafa í
för með sér átök í flokknum og mér
fannst það ekki girnilegur kostur
eins og komið var.
SJÁ NÆSTU SlÐU