Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 20
 20 MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989 4 Kampavín aldrei vinsælla Munkinum Dom Perignon (1639-1715) hefiir Hklega dottíð það síst í hug, þegar hann var að basla við að gera hið lélega vín ábótans í Hautvilliers-klaustrinu mönnum bjóðandi, að hann væri óvitandi að búa til drykk sem ætti eftir að — ja, kannski ekki að breyta heim- inum, en að minnsta kosti að selja mark sitt á hann. Vínið í héraði ábótans var ekkert tíl að státa af, súrt, bragðdauft og drungalegt, og umsjónarmaður vínkjallarans, Dom Perignon, reyndi hvað hann gat tíl að bæta úr þessu ófremdarástandi. Úrræði hans var vissulega snilldarlegt. Hann lét vínið geijast í annað sinn, í síðara skiptíð í flösku er þoldi mikinn þrýstíng. Hver sá sem bragðað hefur kampavín hlýtur að skilja hversu mikla ánægju þessi uppgötvun olli í klaustrinu. essi björgunaraðgerð munksins á vonlausu víni ábótans er í dag orðin að stórri atvinnugrein og einu helsta stöðutákni frönsku þjóðar- innar. Kampavín má einungis fram- leiða á mjög takmörkuðu svæði, í hinu foma héarði Campagne, og er grannt fylgst með því að enginn framleiðandi utan þessara marka noti nafnið Champagne á fram- leiðslu sína. í mesta lagi má hann segja að hið óæðra freyðivín hans hafí verið framleitt samkvæmt „méthode campenoise". Fæstir, ut- an Champagne, hafa þó þolinmæði til að fylgja til hlítar þeim ströngu reglum sem kampavínsframleiðslan byggir á, svindla aðeins — eða mik- ið — og setja á markaðinn ódýrar eftirlíkingar. „spumanti" frá ítaliu, „sekt“ frá Þyskalandi, „vin mousse- ux“ frá öðrum héruðum Frakklands o.s.frv. í Champagne eru 27.000 hektar- ar undir vínekrum og er stefnt að því að bæta við 3.000 hekturum á næstu árum, en það er talið vera hámark þess sem héraðið þolir. Þegar því marki er náð ætti ársupp- skeran að verða 235 milljónir flaskna á ári en heildareftir spumin náði 200 milljónum flaskna árið 1986. Þar sem eftirspuminhefur vaxið að jafnaði um 5% á ári ætti eftirspurn að verða umfram mögu- legt framboð innan tveggja ára. Hefur þetta leitt til samruna margra stórra kampavínsframleið- enda og er nú svo komið að mörg stór merki eru í eigu sama móður- fyrirtækisins. Ekki er heldur hægt að auka framboð með því að nýta hvern hektara betur. Reglumar, sem Comité Interprofessional du Vin de Champagne (CIVC) sér til að fylgt sé eftir, segja til um að vínviðinn verði að gróðursetja með eins og hálfs metra millibili og hveija plöntu beri að snyrta þannig að a.m.k. 15 sm bil sé á milli þrúgu- klasanna. Og ekki nóg með það. Einungis má nota fyrstu 100 lítrana \mrar PiöruÞJöPPUR 4 stærðir — 18-40 kg 3 stærðir — 60-110 kg HAGSTÆTTVERÐ - TIL AFGREIÐSLU STRAX INGERSOLL-RAND HF ^Laugavegi 170-174 Simi 695500 mm %pu\S^ Toppleikur í kvöld VALUR - ÍTLKIR á Hlíóarenda (aðalvelli) kl. 20 Allir á Hlíöarenda SJOVAnrrALMENNAR Suöurlandsbraut 4 og Síðumúla 39. Umboðsmenn um allt land. af hveijum 150 kílóum af vínbeijum til kampvínsframleiðslu og sé CIVC til þess að enginn svindli á því frek- ar en öðm. Þegar vel árar verður því að nota umframberin til venju- legrar vínframleiðslu. Framleiðsluferlið sjálft fylgir líka ströngum forskriftum. Eftir að fylgst hefur verið með líðan vínvið- arins daglega allt árið kemur loks að uppskerunni í lok september fram í eitt „marc“. Berin em press- uð mjög rösklega til að safinn litist ekki af hýðum beijanna. Notaðar em tvær tegundir af svörtum vínbeijum (Pinot Noir og Pinot Meunier) og ein tegund af hvítum (Chardonnay). Vín sem einungis er gert úr Chardonnay-beijum er nefnt „Blanc des blancs". Besta vínið fæst úr fyrstu pressunni og er sá safi geymdur sér. Þá hefst fyrsta geijunin, „le bou- illage", sem tekur nokkrar vikur. Að þeim tíma loknum er gert hlé á geijuninni og kampavínsgerðin hefst. Kampavín er að því leyti frá- bmgðið öðmm vínum að það er ekki, nema í örfáum tilvikum á frá- bæmm ámm, bundið við árgang, heldur er vín hvers árs blandað saman við vín fyrri ára svo að hið eina rétta bragð, „cuvée“, náist. Að vori er þessi blanda sett á flöskur og síðari geijunin hefst og vínið verður að freyðivíni. Meðan á því ferli stendur myndast botnfall í flöskunni og era þær því smám saman færðar úr láréttri í nánast lóðrétta stöðu. Þetta geist mjög hægt og ganga á hveijum degi menn um kjallarann, svo kallaðir „reumeurs“, sem hafa það að at- vinnu að snúa flöskunum hluta úr hring og örlítið niður þangað til „sur point" stöðu er náð eftir nokkra mánuði, þ.e. flöskuhálsinn snýr niður og botnfallið leggst á tappann. Geta vanir reumeurs snúið mörgum tugum flaskna á mínútu. Flöskurnar em í þeirri stöðu í marga mánuði, stundum nokkur ár, en þegar vínið er tilbúið til neyslu er flöskuhálsinn snöggfrystur, tappinn tekinn úr og botnfallið fjar- lægt. Loks er sætri kampavíns- blöndu bætt út í og nýr korkur sett- ur á. Vín sem em lítið sem ekkert sætt era kölluð bmt, en sæt vín em nefnd sec, demisec og doux. Kampavín, ólíkt flestum öðmm vínum, er tilbúið til neyslu þegar það kemur frá framleiðandanum og er mælt með því að það sé dmkkið innan 3-4 ára. Hágæða árgangs- kampavín geta þó beðið nokkur ár til viðbótar án þess að tjón hljótist af. Stærsti kampavínsframleiðand- inn í dag er Moét et Chandon. Það var Claude Moét, sem var uppi á sama tíma og Dom Perignon, sem stofnaði fyrirtækið, og átti hann vínekmr í Mame-dalnum. Sonur hans Claude Louis Nicolas tók við af honum og síðan bamabam hans Jean-Rémy (sem var góður vinur Napóleons). Það var undir stjóm Jean-Rémys, skömmu eftir frönsku byltinguna, að Moét eignuðust Hautvillers-klaustrið og vínekmr þess. Sonur Jean-Rémys, Victor Moet, og tengdasonur, Pierre- Gabriel Chandon, tóku loks við fyr- irtækinu sem hefur síðan starfað undir nafninu Moét et Chandon. Kampavín þeirra em líklega hin frægustu í veröldinni og er flagg- skip framleiðslunnar nefnt Dom Perignon en stytta af honum prýðir einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins í Epernay. Kjallarar Moét et Chandon em tugir kílómetra á lengd, og skreyta þar veggi hátt í hundrað milljónir flaskna af hágæða kampavíni og er andvirði þeirra nokkrir milljarðar franskra franka. Kjallarar kampavínsfyrirtækjanna geta kom- ið að margvíslegum notum og vom þeir m.a. notaðir sem loftvarna- byrgi í fyrri og síðari heimsstyijöld- inni. Hjá Moét et Chandon er gest- um sýnd framleiðsla samkvæmt fomri hefð en fyrirtækið hefur eins og flestir aðrir kampavínsframleið- endur tekið sér tæknina í lið. til að Stytta af Dom Perignon fyrir framan höfuðstöðvar Möet et Chan- don, en það fyrirtæki framleiðir eitt frægasta kampavín í heimi. lækka framleiðslukostnað og auka afkastagetu, þó gestum sé einungis sýnd hin hliðin. Einn af litlu fram- leiðendunum, Michel Armand, eig- andi Armand-Blin fyrirtækisins sýndi mér hvemig slík framleiðsla fer fram. Pressur, geijunargeymar og átöppunarvélar em allar tölvu- stýrðar og jafnvel starf snúningar- mannanna hefur verið tekið yfir af remuage-vélum. Óneitanlega var ekki sami sjarminn yfir þessu og eikarfötunum hjá Moét et Chandon, stáltankarnir minntu helst á mjólk- ursamlag og átöppunarsalurinn á gosverksmiðju, en gæðin vom ekki minni fyrir það. Enda vom það sveitungar hans sem höfðu bent á hann sem gott dæmi um lítinn fram- leiðanda með fyrsta flokks vín. Michel er mjög lítill framleiðandi, borið saman við risana, Moét et Chandon, Mumm, Veuve Cliqout, Pommery og Krug, og hefur lítinn áhuga á útflutningi, enda í engum vandræðum með að selja fram- leiðslu sína innanlands. Meðal fastra viðskiptavina hans em nokkrir flugmenn úr franska flug- hernum sem koma reglulega til að kaupa nokkrar flöskur. Lenda þeir á vegi eða túni í nágrenni Ar- mands, eiga sín viðskipti og fljúga síðan í lágflugi heim til að flöskurn- ar springi ekki vegna loftþrýstings- ins. Michel sagðist ekki hafa trúað þeim fyrr en þeir hefðu dregið hann út og sýnt honum vélarnar fyrir utan. Ég held ég vilji sannreyna þessa sögu líka áður en ég gleypi hana en það kæmi mér ekki á óvart að menn legðu þetta á sig til að eiga viðskipti við Armand-Blin. HÚSGAHGflR okkar á tnilli ... U Verslun með „eiginkonur" undir yfirskyni hjúskaparmiðlun- ar, stenst ekki gagnvart þýskum lögum. Að þeirri niðurstöðu komst hæstiréttur Vestur-Þýska- lands á dögunum. Hinn ákærði var Þjóðveiji sem ásamt filipps- eyskri eiginkonu sinni hafði, með aðstoð ættmenna eiginkonunnar á Filippseyjum, „flutt inn“ tíl Þýskalands konur sem voru reiðubúnar að gangast þýskum karlmönnum á hönd. Dómstóll- inn taldi þessa starfsemi bijóta gegn innflytjendalögunum en slík brot ^eta haft í för með sér allt að þnggja ára frelsissvipt- ingu. St.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.