Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989 Fyrirtækin ábyrg fyrir sköttunum —segir Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar HALLDOR Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir að þegar fyrir- tæki bjóði í verk fyrir Landsvirkjun séu þau ábyrg fyrir sköttum og skyldum við hið opinbera án milligöngu og afskipta Landsvirkjun- ar. Þau eigi að reikna með slíku í tilboðsverði og Landsvirkjun færi ekki ofan í hvemig tilboðsverðið væri samsett. Morgunblaðið/Einar Falur Fjölmennt var á fundi starfsmanna Hagvirkis í gær, þar sem þess var krafist af fjármálaráðherra, að hann drægi til baka ákvörðun sina um lokun fyrirtækisins vegna meintra vanskila á söluskatti. Starfsmenn Hagvirkis: Ráðherra endurskoði alstöðu sína til lokunar Lokun fyrirtækisins mótmælt á flölmennum fimdi STARFSMENN verktakafyrirtækisins Hagvirkis héldu í gær fund, þar sem þess var krafist, að fjármálaráðherra drægi til baka ákvörð- un sína um lokun fyrirtækisins vegna ætlaðra vanskila á söluskatti og heimilaði opnun þess að nýju. Milli 150 og 200 manns sóttu fiind- inn og komu þar fram miklar áhyggjur starfsmannanna vegna þessa Hagvirki hf. taldi að vegafram- kvæmdir og gerð viriqunar- mannvirkja væru undanþegin sölu- skatti, samkvæmt söluskattslögum. Hagvirki bauð í virkjunar- og vega- vinnu fyrir Landsvirkjun 1981-1985 og við tilboðsgerð var ekki reiknað með söluskatti á vélavinnu af þess- um sökum. Skattstjóri Suðurlandsumdæmis gerði þá kröfu 1987 að Hagvirki greiddi 36 milljónir í söluskatt af vélavinnu á árunum 1981-1985. Sú krafa er til meðferðar hjá ríkis- skattanefnd en upphæðin er komin í 153 milljónir króna vegna dráttar- vaxta og kostnaðar. Hreinn Sveins- son skattstjóri Suðurlandsumdæmis vildi ekki tjá sig um forsendur kröf- unnar. „Við sendum okkar greinar- gerð skriflega frá okkur í ábyrgðar- bréfi til framteljandans og aðrar yfírlýsingar verða ekki gefnar," sagði hann við Morgunblaðið. Halldór Jónatansson sagði við Morgunblaðið að fyrirtæki væru ábyrg gagnvart því opinbera hvað alla skatta snerti. Þannig væri einn- ig með söluskatt sem þeim bæri að greiða lögum samkvæmt af að- föngum og vélavinnu ef því væri að skipta. Hann sagði aðspurður, að tilboð Hagvirkis hf. í verk sem fyrirtækið vann fyrir Landsvirkjun á umræddum árum, hafi verið lægst MARKÚS Örn Antonsson, út- varpsstjóri, segir að það sé hagn- aður á rekstri Ríkisútvarpsins í ár, og endanleg reikningsskil fyrir árið 1988 sýni jákvæða nið- urstöðu um átta milljónir. í þessu ljósi séu yfirlýsingar fjármála- ráðherra um rekstrar- og stjóm- unarvandkvæði hjá stofiiuninni og viðbótarframlög úr ríkissjóði þeirra vegna, enn undarlegri en ella. Síðasta ár var að mörgu leyti erfitt, sérstaklega vegna þess að vanefndir urðu á hækkun afnota- gjalda af hálfu stjórnvalda. Þannig vantaði um 100 milljónir króna upp á að stofnunin fengi þær afnota- gjaldahækkanir, sem samþykktar voru í íjárlögum," sagði útvarps- stjóri. „Við þessu var brugðizt með miklum aðhaldsaðgerðum og spam- aði, niðurskurði yfirvinnu og breyt- ingum á dagskrárdrögum, þannig að þessi árangur náðist." Markús Öm sagði að á árinu stefndi allt í að hægt væri að ná þeim markmiðum, sem sett hefðu verið í upphafí árs, enda stæðu auglýsingaviðskipti vel. Þá hefði núverandi menntamálaráðherra tekið myndarlega á málefnum RÚV og hefðu fyrstu tillögur hans og sérstaks starfshóps á hans vegum komið til framkvæmda með afnota- gjaldahækkun 1. marz síðastliðinn. „Það var líka í niðurstöðum ráð- herra og starfshóps hans gert ráð fyrir að launaskuld við RÚV, sem hafði safnazt upp hjá launadeild íjármálaráðuneytisins á alllöngum tíma, yrði greidd á næstu þremur árum. Fjármálaráðuneytið hefur óskað eftir því fyrír allnokkru að frá þeim málum verði gengið um næstkomandi mánaðamót. Ef fjár- málaráðherra á við þessa launa- skuld, þegar hann talar um við- bótarfjárveitingar, þá er það mál sem var afgreitt í tillögum mennta- málaráðherra og öllum ljóst hvemig á sínum tíma. „Við kappkostum að taka lægsta tilboði, svo það fer ekkert á milli mála,“ sagði Halldór. Því hefur verið lýst yfir af hálfu skattyfirvalda, að hart verði gengið eftir innheimtu á meintri söluskatt- skuld Hagvirkis. Vinnuveitenda- samband Islands óskaði eftir því við forsætisráðherra á föstudag, að dómstólar og ríkisskattanefnd fái starfsfrið til að Ijúka umfjöllun um deilumál vegna söluskattsinn- heimtu, þannig að látið verði af þvingunum í öllum þeim tilvikum þar sem deilur um skattgreiðslur eru til meðferðar hjá dóms- og úr- skurðaraðilum. Einar Oddur Kristjánsson for- maður VSÍ sagði við Morgunblaðið í gær, að sambandið myndi varla sætta sig við annað en tekið verði tillit til sjónarmiða þess. „Við höfum þó ekki verið uppi með neinar hót- anir í því sambandi," sagði Einar en viðurkenndi að rætt hefði verið um mögulegar aðgerðir, svo sem stöðvun atvinnureksturs í mót- mælaskyni. „En það eru mjög margir á móti því, að minnsta kosti á þessu stigi málsins. Hvað við kunnum að hrekj- ast út í á næstu vikum og mánuðum er þó ómögulegt að segja," sagði Einar Oddur. gera skyldi upp, enda var um það fullt samkomulag við starfsmenn fjármálaráðuneytisins," sagði Markús Örn. máls. * Iupphafí fundarins gerði Ami Baldursson, formaður Starfs- mannafélags Hagvirkis, grein fyrir ástæðum lokunarinnar. Kom fram í máli hans að skattyfirvöld teldu fyrirtækið skulda söluskatt frá ár- unum 1981 til 1985 vegna fram- kvæmda við virkjanir og vegagerð. Hagvirki hefði aldrei innheimt þennan söluskatt af verkkaupum, en skattyfirvöld hefðu áætlað hann eftir á, árið 1987. Þau krefðu fyrir- tækið nú um greiðslu upp á 153 milljónir króna. Málinu hefði verið skotið til dómstóla, þar sem fyrir- tækið viðurkenndi ekki þessa skuld. Síðastliðinn föstudag hefði svo skrifstofu fyrirtækisins verið lokað fyrirvaralaust og því hefði verið lýst yfir að öll starfsemi þess yrði stöðvuð ef skuldin yrði ekki greidd. Sljóm Starfsmannafélagsins kynnti yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér á föstudaginn og var síðan lesin upp ályktunartillaga, þar sem segir meðal annars, að harkalegar aðgerðir íjármálaráðherra í málinu hljóti að orka tvímælis. Ifyrirtækinu hefði verið lokað fyrirvaralaust, á sama tíma og verið væri að fjalla um réttmæti kröfu skattyfirvalda fyrir dómstólum. Með þessari að- gerð væri afkomu íjölda heimila stefiit í óvissu, á sama tíma og ríkis- stjómin segðist stefna að því að efla atvinnulífið og draga úr at- vinnuleysi. í lok ályktunartillögunnar sagði, að nær væri að láta málið fá eðli- lega meðferð hjá réttum yfírvöld- um. Fundurinn krefðist þess af fjár- málaráðherra, að hann endurskoð- aði afstöðu sína, drægi ákvörðun sína til baka og opnaði fyrirtækið á ný. Þessi tillaga var samþykkt sam- hljóða sem ályktun fundarins. Leitað aðgerða til að bregðast við vaxandi samdrætti í kindakjötssölu SAMDRÁTTUR í sölu kindakjöts innanlands fyrstu níu mánuði þessa verðlagsárs er tæplega 11% miðað við sama tímabil í fyrra, ten heildarsamdráttur í kindakjötssölunni er um 14,5%. Síðastliðið haust var slátrað um 10.500 tonnum, sem var um 2.000 tonnum minna en haustið 1987, og voru birgðir í lok maí rúmlega 5.000 tonn, en það eru 2,5% meiri birgðir en voru á sama tíma í fyrra. Þessi þróun veldur hagsmunaaðilum i landbúnaði verulegum áhyggjum og hefiir nú verið stofiiaður sérstakur vinnuhópur til að markaðssetja kindakjöt á svipuðum grunni og Mjólkurdags- nefiid gerir fyrir mjólkuriðnaðinn. Iþessum vinnuhópi eru fulltrúar frá Framleiðsluráði landbúnað- arins, Landssamtökum sauðfjár- bænda, Búvörudeild Sambands- ins, Sláturfélagi Suðurlands og landbúnaðarráðuneytinu, og verð- ur fyrsta verkefni hans að mark- aðssetja það kjöt sem ríkisstjómin hefur nýlega ákveðið að selt verði á 20-25% lægra verði en annað kjöt. Reiknað er með að um 600 tonn af kindakjöti verði seld á þessu tilboðsverði, en kjötið verð- ur niðursagað og sérpakkað í neytendaumbúðir í hálfum skrokkum. Gert er ráð fyrir að kjötið verði unnið á svipaðan hátt og starfshópur á vegum Fram- kvæmdanefndar um búvörusamn- inga hefur lagt til að gert verði í framtíðinni í sláturtíð, til þess að koma við spamaði í vinnslu, geymslu og sölu kindakjöts. I skýrslu sem starfshópurinn hefur sent frá sér kemur fram að aðal- markmið hans hafí verið að ná niður kostnaði við vinnslu og geymslu kinda- kjöts, sem síðan leiddi af sér spamað í út- gjöldum ríkis- sjóðs og raunlækkun á verði vö- mnnar til neytenda, sem væntan- lega hefði í för með sér aukna neyslu. Útfærðar vom tilraunir sem gerðar vom hjá versluninni Víði árið 1985 og hjá Kaupfélagi Borgfirðinga árið 1988 um nið- urbrytjun og grófpökkun kjöts í sláturtíð, og reiknuð fram heildar- áhrif breyttrar meðhöndlunar kjöts á sláturkostnað, geymslu- rými, niðurgreiðslur, útflutnings- bætur, heildsölukostnað og verð til neytenda. Starfshópurinn telur að búast megi við að enn geti dregið úr neyslu kindakjöts, eða í besta falli verði um óbreytta neyslu að ræða að öðm óbreyttu. I skýrslunni er BAKSVID eftir Hall Þorsteinsson bent á að árið 1988 hafi neysla á kindakjöti verið um 8.300 tonn, en framleiðsla innan verðábyrgðar ríkisins hafi verið talsvert meiri, og mismunurinn verið fluttur út með æmum tilkostnaði og óviðun- andi verð fengist fyrir. Hafi starfshópurinn leitað leiða til að nýta betur það fjármagn sem þama er fyrir hendi, en þar sé fyrst og fremst um að ræða niður- greiðslur á vöm- verði, vaxta- og geymslugjöld og útflutningsbæt- ur. Aðalatriði nýju vinnsluað- ferðarinnar em þau, að allt kjöt verði brytjað jafnóðum í sláturtíð samkvæmt staðli, og lqotið verði síðan geymt grófbrytjað í kössum til þess að spara geymslurými og bæta meðferð þess. Sá afskurður sem strax falli til verði þegar keyptur út af ríkinu, sem síðan endurselji hann til loðdýraræktar eða í sérvinnslu. Ekki er gert ráð fyrir að um neinn útflutning verði að ræða, en það fé sem þannig sparist verði að hluta til notað til að fjármagna kaup á afskurðin- um, og jafnframt muni hefð- bundnar niðurgreiðslur og vaxta- og geymslugjald falla niður. Samkvæmt þessu telur starfs- hópurinn að sláturkostnaður muni lækka um 12% vegna sparnaðar í mannafla og vegna hagræðingar í sláturhúsum, og geymslukostn- aður muni lækka um sem svarar 45% rýmisþarfar. Út af markaði færu sem afskurður um 20% af heildarmagni í 1. til 5. verðflokki, ásamt öllum 6. verðflokki, sem nýtast muni í loðdýrafóður og sérvinnslu. Gæði vörunnar í aug- um neytenda muni jafnframt batna vegna afskurðar og staðl- aðs framboðs, en útsöluverð kindakjötsins muni hækka um 1,28% á völdu kjöti. Það þýddi hins vegar um 17-20% raunlækk- un á verði til neytenda, þar sem gæði vörunnar hefðu aukist vegna afskurðar, þ.e. slaga, hækla, bringukolla, hálsa, nára og klof- fitu, sem neytendur hafa hingað til greitt fyrir, en nýst hefur þeim illa eða ekki. í skýrslu starfshópsins kemur fram að ef taka ætti upp þessa vinnsluaðferð yrði í upphafi að verja um 105 milljónum króna til nauðsynlegra breytinga á slátur- húsum og til rannsókna og ráð- gjafarstarfa. Miðað við núverandi forsendur yrði árlegur spamaður ríkissjóðs í framlögum til þessa málaflokks um 248 milljónir króna, en heildarspamaður ríkis og neytenda yrði um 500 milljón- ir króna. Hagnaður þrátt fyrir vaneftidir stjómvalda •• - segir Markús Om Antonsson útvarpsstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.