Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1989
T TT \ C' er sunnudagTJr 25. júní. 5. sunnudagur eftir
1 UAljrTrínitatis. 176. dagur ársins 1989. Ardegisflóð
í Reykjavík kl. 10.51 og síðdegisflóð kl. 23.16. Sólarupprás
í Rvík kl. 2.56 og sólarlag kl. 24.04. Sólin er í hádegisstað
í Rvík kl. 13.30 og tunglið er í suðri kl. 6.31. (Almanak
Háskóla íslands.)
Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn
hans varir að eilífu. (Sálm. 118,1.)
ARNAÐ HEILLA
Q A ára afinæli. Á morgun,
ÖV/ mánudag, 26. júní, er
áttræð frú Halldóra Sigfús-
dóttir frá Hofströnd, Borg-
arfirði eystra, Miðleiti 7 hér
í Reykjavík. Eiginmaður
hennar var Halldór Stefáns-
son alþingismaður og forstjóri
Brunabótafélags íslands.
Hún ætlar að taka á móti
gestum í Miðleiti 7, jarð-
hæðinni, á afmælisdaginn eft-
ir kl. 15.
ö fl ^ra a&næ^< Á morgun,
Ovl mánudag 26. júní, er
áttræður Magnús Axel Júl-
íusson, Klettagötu 10, Hafii-
arfirði. Hann átti áður heima
í Búðargerði 8, Reykjavík.
Kona hans er Kristín Guð-
mundsdóttir. Ætla þau að
taka á móti gestum á heimili
sínu í Klettagötu í dag,
sunnudag.
QA ára afinæli. Næstkom-
OU andi þriðjudag er átt-
ræð Sigríður Elín Þorkels-
dóttir, áður Háteigsvegi 28
hér í bænum, nú á Drop-
laugarstöðum. Hún ætlar að
taka á móti gestum á heimili
sonar síns og tengdadóttur í
Holtsbúð 39 í Garðabæ á af-
mælisdaginn milli kl. 16 og
19.
ÁHEIT OG GJAFIR
Áheit á Strandarkirkju afhent
Morgunblaðinu.
FK 5.000, R.M. 5.000, N.N.
4.000, I.M.S.B. 3.000, S.K.
2.400, N.N. 2.200, S.E.
2.000, K.Þ. 2.000, S.M.G.
2.000, N.N. 2.000.
Benedikt Gröndal tekur tilboði utanríkisráðherra:
FASTAFULLTRÚI HJÁ S.Þ.
i&rAO^JSD
SSV2-
Svona hættu nú þessu væli, Benni minn. Ég skal lofa þér að naga blýantana þína í útlandinu ...
FRÉTTIR/MANNAMÓT
ÞENNAN dag árið 1244 var
Flóabardagi háður. Og
þennan dag árið 1809 tók
Jörundur Hundadagakon-
ungur völdin i stjómarbylt-
ingu. Á morgun, mánudag,
eru liðin 59 ár frá því að
Alþingishátíðin var sett
austur á Þingvöllum.
DÓMTÚLKAR. í tilkynn-
ingu frá dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu í Lögbirtinga-
blaðinu segir frá löggildingu
sem ráðuneytið hefur veitt
dóms- og skjalaþýðendum.
Slíka löggildingu hafa hlotið
nú í vor: Sverrir, H. Konr-
áðsson, Jón Snorri Ásgeirs-
son, Vilhelm Steinsen og
Anna Keneva Kunz. Öll eru
KROSSGATAN
œ
9
zn
13
w
H"~WZ
_______
122 23 24
LÁRÉTT: - 1 flysja, 5
sól, 8 þjálfun, 9 mikið, 11
espir, 14 þræta, 15 áform,
16 meðulin, 17 spil, 19 ójafna,
21 hlífi, 22 leifa, 25 lítill
vínsopi, 26 aula, 27 kaðall.
LOÐRÉTT: — 2 glöð, 3
þegar, 4 kvöld, 5 harðvítug
sauðkind, 6 ótta, 7 ferski, 9
bjartast, 10 hranalegar, 12
heitir, 13 lengju, 18 land, 20
burt, 21 fomafn, 23 gelt, 24
frumefni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 horfa, 5 taldi, 8 iðjan, 9 hismi, 11 karta,
14 lúi, 15 rakna, 16 sakka, 17 rót, 19 keik, 21 kaun, 22
nájæguL 25 róa, 26 æki, 27 aur.
LOÐRÉTT: — 2 oki, 3 fim, 4 aðilar, 5 takist, 6 ana, 7 dót,
9 horskur, 10 sekkina, 12 rukkara, 13 apamir, 18 óræk,
20 ká, 21 ku, 23 læ, 24 GI.
dómtúlkar og skjalaþýðendur
á og úr ensku. Þá hefur Ka-
rólína Geirsdóttir hlotið lög-
gildingu sem skjalaþýðandi
úr íslensku á hollensku.
Petrína Rós Karlsdóttir er
skjalaþýðandi úr frönsku á
íslensku og Keld Gall Jörg-
ensen hlotið löggildingu til
að vera skjalaþýðandi úr
íslensku á dönsku.
FÉLAGSSTARF aldraðra í
Reylqavík. Næstu hálfs-dags
ferðir á vegum félagsstarfsins
verða famar nk. þriðjudag í
Heiðmörk og Árbæjarsafn.
Nk. fímmtudag verður farið
út í Viðey. í þessar ferðir er
lagt af stað frá Hlemmtorgi
kl. 13.30. Skráning þátttak-
enda og nánari uppl. í símum
689671/689670 árdegis.
FRAMFAR hf. er nýtt hluta-
félag sem stofnað hefur verið
hér í Reykjavík, segir í tilk.
í Lögbirtingablaðinu. Þar seg-
ir að tilgangurinn sé flug-
rekstur m.m. Stofnendur þess
em einstaklingar og er hluta-
fé kr. 30.000. Stjómarfor-
maður er Mekkinó Björns-
son, Flyðrugranda 4, og Atli
B. Unnsteinsson, Keilu-
granda 10, er framkvæmda-
stjóri.
FERÐAKOSTNAÐARNE-
FND hefur tilkynnt í Lög-
birtingi greiðslu dagpeninga
ríkisstarfsmanna á ferðalög-
um erlendis. Tók þessi
ákvörðun gildi hinn 1. júní
og segir að greiðsla almennra
dagpeninga skuli vera 180
SDR í New York-borg 190, í
Noregi og Svíþjóð og annars
staðar 155 SDR. Dagpening-
ar sem greiða skal vegna
þjálfunar, náms eða vegna
eftirlitsstarfa skulu vera: 115
SDRíNewYork, en SDR 120
í Noregi og Svíþjóð og 100
SDR í öðmm löndum.
FÉL. eldri borgara. í dag,
sunnudag, er opið hús í Goð-
heimum, Sigtúni 3, kl. 14.
Frjálst spil og tafl. Dansað
verður kl. 20. Nk. laugardag,
1. júlí, verður farin dagsferð
og er ferðinni heitið asutur
fyrir fjall um Hvolsvöll,
Fljótshlíð og Þórsmörk, Hellu
og Selfoss. Nánari uppl. gefur
skrifstofa fél. í s. 28812.
HÚSMÆÐRAORLOF Sel-
tjamarnesbæjar verður
austur á Laugarvatni dagana
10,—17. júlí nk. Frú Ingveld-
ur Viggósdóttir í s. 619003
gefur upplýsingar um það.
SKÓGRÆKTARFÉL.
Garðabæjar fer á morgun,
mánudag 26. júní, í gróður-
setningarferð í Smalaholt, kl.
20. Félagsmenn þurfa að taka
með sér skóflur og fötur plús
kaffi.
BRÚÐUBÍLLINN verður á
morgun, mánudag, á leikvell-
inum við Einarsnes í Skeija-
firði kl. 14.
ANANDA Marga-samtökin
hér í Reykjavík halda kynn-
ingarnámskeið í jóga- og hug-
leiðsluaðferðum í leikskólan-
um Sælukoti, Þorragötu 1 í
Skeijafirði, þriðjudagskvöldið
4. júlí nk. Nánari uppl. veita
þær Ása í s. 615336 og
Supría, s. 27050.
BAHÁÍAR hér í Reykjavík
hafa opið hús öll mánudags-
kvöld í Álfabakka 12 í Breið-
holtshverfi eftir kl. 20.30.
SKIPIN ~
RE YKJ A VÍKURHÖFN: Á
morgun, mánudag, kemur
togarinn Snorri Sturluson
inn til löndunar og Irafoss
leggur af stað tl útlanda. í
dag, sunnudag, verður hér frá
morgni til kvölds skemmti-
ferðaskipið Vasco da Gama
frá Panama og þá er væntan-
legt amerískt hafrannsóknar-
skip, Endavor.
H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN:
í dag, sunnudag, fara á
ströndina Haukur og Isberg.
ÞETTA GERÐIST
25. júní.
ERLENDIS:
1658: Ensk-franskur her
sigrar Spánveija við Dunkirk.
1862: Sjö daga orrustan.
1870: ísabella Spánardrottn-
ing leggur niður völd.
1876: Orrustan um Little Big
Hom: Sioux-indíánar strá-
fella riddaralið George Cust-
ers hershöfðingja (Custers
Last Stand).
1879: Soldáninn steypir
Ismael Khedci í Egyptalandi
og Tewfik tekur við.
1880: Þingið í Höfðanýlend-
unni hafnar áætlun um sam-
bandsríki Suður-Afríku.
1918: Bandarískt herlið hrek-
ur Þjóðveija úr Belleau-skógi.
1920: Haag valinn aðseturs-
staður Alþjóðadómstólsins.
1925: Pangalos verður for-
sætisráðherra Grikkja eftir
byltingu.
1942: Áttundi her Breta í
N-Afríku hörfar til Mersa
Matrun-línunnar.
1950: Kóreustríðið hefst.
1961: Kassem lýsir yfir yfir-
ráðum íraks yfir Kuwait.
1963: Moise Tshombe neydd-
ur til að segja af sér sem for-
sætisráðherra í Katanga.
1967: Glassboro-fundur
Johnsons Bandaríkjaforseta
og Kosygins Sovétleiðtoga.
1972: Fjöldamorð framin í
Burgundi.
1974: Fyrsta manntjón
gæslusveita SÞ í Golanhæð-
um.
1975: Mosambík fær sjálf-
stæði.
HÉRLENDIS:
1244: Flóabardagi. Mesta sjó-
prrusta hér við land háð af
íslendingum.
1548: Skálholtsför Jóns bisk-
ups Arasonar.
1782: Bannfæring numin úr
lögum.
1809: Stjórnarbylting Jör-
undar Hundadagakonungs.
1875: W.L. Watts leggur upp
frá Núpsstað í ferð þvert yfir
Vatnajökul.
1893: Hjalti Jónsson, Eldeyj-
ar-Hjalti, klífur Háadrang
undir Dyrhólaey.
1902: Kosningasigur heima-
stjórnarmanna.
1978: Kosningasigur Alþýðu-
flokksins.
ORÐABOKIN
Hvað á að leigja?
Stundum má lesa í aug-
lýsingum eftirfarandi: Vil
leigja tveggja herbergja
íbúð. Enda þótt venjulegast
megi sjá af samhenginu, við
hvað sé átt með þessu orða-
lagi, geturþað engu að síður
valdið misskilningi. Er hér
verið að bjóða íbúð til leigu
eða óska eftir íbúð? En þetta
má orða á ótvíræðari hátt.
Á bak við þetta óljósa orða-
lag er danska sagnorðið at
leje, sem merkir ýmist að
leigja e-m e-ð eða að taka
á leigu. Síðari merkingin er
sú, sem oftast mun átt við
í íslenzku. Hún er og ekki
ný í málinu. Guðbrandur
biskup segir í biblíu sinni í
lok 16. aldar: Þeir leigðu
steinhöggvara og trésmiði
til að bæta guðs hús. Er
þetta orðalag nær óbreytt í
nýjustu biblíu okkar. Sjálf-
sagt er að greina þessar
merkingar i sundur. Þegar
auglýst er á þann hátt, sem
að framan segir, er yfirleitt
átt við, að óskað sé eftir
íbúð. Þá fer auðvitað betur
að segja: Vil taka & leigu
íbúð, enda getur enginn
misskilið það. — Þá er talað
um að leigja íbúð a/ e-m,
og það veldur ekki heldur
misskilningi. Þetta sagnorð
er tekið sem dæmi um það,
að sneiða ber hjá einstökum
orðum eða orðalagi, sem
getur misskilizt.
- JAJ.