Morgunblaðið - 25.06.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JUNI 1989
Segja má að þjóðlíf
í Grikklandi hafi
að meira og minna
leyti snúist um
kosningamar
síðustu vikumar.
hlutverk föðurins er geysiöflugt í
Grikklandi og er nærtækast að
nefna að ennþá eru allir Grikkir
kenndir opinberlega við fornafn föð-
urins auk þess sem þeir burðast
með fjölskyldunafn hans. Á kjör-
seðlinum í kosningunum stóð því í
línu forsætisráðherrans: Andreas
Papandreou sonur Georges.
Það er áhugavert að velta fyrir
sér stöðu og þátttöku kvenna í
stjórnmálalífi sem einkennist af
ævafornum erkitýpum. Engum
blöðum er um það að fletta að hlut-
ur kvenna í grískum stjómmálum
er ákaflega rýr. Á hægri væng er
varla ein einasta kona sem náð
hefur umtalsverðum frama. Á
vinstri væng eru konur örlítið fram-
sæknari, einkum lengst til vinstri.
Þar finnst mjög öflugar og vel
menntaðar konur í áhrifastöðum. í
Pasok hafa konur átt fremur lítilli
velgengni að fagna. Víst er að jafn-
réttissinnar í flokknum hefðu óskað
þess að konur tengdust kosninga-
baráttunni á dögunum á annan
hátt en Mimi gerði. Sú kona sem
komist hefur til mestra áhrifa í
flokknum er Melina Merkouri. Hún
er mjög náinn vinur Papandreous
forsætisráðherra og hún var eini
ráðherrann sem haggaðist ekki í
samtals 14 uppstokkunum í ráðu-
neytum á síðasta kjörtímabili. Skýr-
ingar á velgengni hennar eru að
Hér eru sigurvegarar kosn-
inganna, þeir Harilaos Flor-
akis, leiðtogi bandalags
kommúnista og vinstri
manna, og Konstantine Mits-
otakis, foringi Nýja lýðræð-
isflokksins, en ekki er ólík-
legt að þeir myndi bráða-
birgðastjórn til að heQa op-
inbera rannsókn á spillingu
í stjórnartíð sósíalista, en
efiii síðan til nýrra kosninga
i haust.
því að það mun styrkja þig. Eins
og stundum vill verða í trúarbrögð-
um þá gerast sumir óskeikulir og
óhætt er að segja að sitthvað áþekkt
því sé njörvað í gríska pólitík. Gagn-
rýni samstarfsmanna á leiðtogann
er fáheyrð og sjálfsgagnrýni þekk-
ist ekki. En þar sem kjósendur gera
ekki kröfur um slíkt þá breytir það
litlu. Allir vita svo sem að leiðtoginn
gerir mistök en þau fyrirgefa þegn-
arnir eins og fjölskyldan axarsköft
föðurins.
Það má segja að leiðtoginn í
grískum stjórnmálum sé dýrkaður
og tilbeðinn eins og dýrlingur, —
en sýni hann hins vegar mannleg-
ar, breiskar ’nliðar þá nýtur hann
umburðarlyndis og virðingar sem
væri hann faðir. í grískum nútíma-
stjórnmálum eru því elstu ímyndir
valds ljóslifandi, — ímynd hins guð-
lega og ímynd föðurins. ímynd og
Papandreou og unnusta hans,
Dimitra Liani, voru helsta
kosningamálið í Grikklandi
og á sjálfan kjördaginn birtu
dagblöð myndir af henni
hálfnaktri á forsíðunni.
líkindum margvíslegar. Frægð
hennar fýrir kvikmyndaleik, bæði
vestan hafs og austan, hefur átt
einn þátt í því hvernig henni hefur
vegnað. Auk þess var barátta henn-
ar gegn herforingjastjórninni vel
metin af flokksbræðrum hennar.
Merkouri er án efa stjarna og eftir-
læti allra, hún hefur unnið vel í sínu
ráðuneyti og enginn vogar sér að
hallmæla henni. Ein hugsanleg
skýring á frama hennar er sú að
hún hefur aldrei ógnað veldi karl-
anna. Hún hefur haft einn fastan
samastað í menningarmálaráðu-
neytinu og hefur aldrei sýnt merki
þess að ágirnast völd félaganna.
Að mörgu leyti hefur hlutverk henn-
ar og staða innan ríkisstjórnarinnar
verið áþekk stöðu kvenna í efnuðum
grískum fjölskyldum. Hún hefur
verið í hlutverki hinnar dekruðu
einkadóttur í ríkisstjórnarfjölskyldu
Papandreous.
Opinber rannsókn á
spillingunni
Kosningarnar um síðustu helgi
leiddu til þess að enginn flokkur
fékk hreinan meirihluta. Enginn
leiðtogi gekk fram sem ótvíræður
sigurvegari, enginn settist í hásætið
og hóf að deila og drottna. Banda-
lag kommúnista og vinstri manna
komst í oddaaðstöðu. Til eru þeir
sem vonast til þess að í kjölfarið
skapist hefð samsteypustjórna. Þeir
telja að slíkt stjórnarform dragi úr
völdum leiðtoganna. Hann þyrfti
að leita samráðs. Þessir kenningar-
smiðir hafa látið í veðri vaka að
einungis með samstarfi flokka verði
hægt að uppræta spillinguna í
stjórnkerfmu. Þeir telja spillinguna
afkvæmi velauglýstrar föðurímynd-
ar leiðtogans og aðhaldslausra
II
stjórnarhátta sem er fylgifiskur
hennar. Spillingin í Grikklandi er
óhugnanlega raunveruleg. Jafn
áreiðanlegir viðmælendur og Nikos
Amanitis, ritstjóri erlendra frétta á
vikuritinu Ema, og Konstantin Kall-
igas, formaður Grikklandsdeildar
Evrópusambands blaðamanna,
töldu að spillingin næði upp í gegn-
um öll lög Pasok-flokksins og þrif-
ist á öllum þrepum stjórnkerfisins.
Kalligas taldi spillinguna skipu-
lagða og að hún birtist á margvís-
legan hátt. Hann sagði að fólk
væri ráðið til opinberra þjónustu-
starfa eftir flokksskýrslunum. Nær-
tækasta dæmið taldi hann vera lof-
orð ríkisstjórnarinnar til um 40
þúsund manns rétt fyrir kosningar
um vinnu hjá Pósti og síma, en
aðal vandi þess fyrirtækis hefur að
undanförnu verið sá að vantað hef-
ur borð og stóla fyrir allt það nýja
starfsfólk sem ráðið hefur verið á
síðustu misserum. Kalligas sagði
einnig að það væri orðin viðtékin
venja að geti einstaklingurinn ekki
nýtt sér flokkstengsl til þess að ná
einhveiju út úr kerfinu verði hann
að greiða starfsmönnum ráðuneyta,
tollgæslu, rafveitu og o.fl. svo og
svo mikið í þóknun sem hvergi komi
fram. Báðir voru viðmælendumir
þeirrar skoðunar að óvíða þrifist
spillingin betur en í ríkisíjölmiðlun-
um því þeim væri stjórnað beint frá
bústað forsætisráðherra. Sú saga
rifjast upp í þessu samhengi sem
vikuritið Economist greindi einu
sinni frá. Þannig var að þegar Mit-
terrand Frakklandsforseti kom í
opinbera heimsókn til Grikklands
þá vom sjónvarpstökumennirnir
það uppteknir við að þóknast Pap-
andreou og sýna hann frá öllum
sjónarhornum að varla nokkm sinni
sást andlit gestsins og virtist ein-
ungs hnakki Frakklandsforseta
eiga erindi til grísku þjóðarinnar.
Kalligas taldi þó alvarlegast það
sem ætti sér stað hjá forystu Pas-
ok-flokksins. Hann sagði að yfir
flokkstoppana rigndi allskonar gjöf-
um. Bílum, íbúðum og jafnvel villum
með stórum sundiaugum rigndi yfir
þá frá mönnum sem ættu hagsmuna
að gæta í einhveiju máli. Hann
fullyrti að landsfeðurnir sukkuðu
óhóflega og héldu grimmt framhjá
konum sínum. Hinar ýmsu íbúðir
og villur sem þeim hefði áskotnast
kæmu þá að góðum notum. Kalligas
sagði að siðleysi væri það ríkjandi
í kringum forsætisráðherrann að
þar hefðu menn glatað þeim viðmið-
unum sem almenningur hefði á því
hvað væri rétt og hvað rangt.
Báðir stjórnarandstöðuflokkarn-
ir, Nýi lýðræðisflokkurinn og
Bandalag kommúnista og vinstri
manna, boðuðu „kaþarsis“ eða
hreinsanir í kerfinu í kosningabar-
áttunni. Af málflutningi þeirra
mátti ljóst vera að kæmust þeir til
valda þá færi af stað opinber rann-
sókn á því misferli sem átt hefði
sér stað í stjórnartíð Papandreous.
Nú hafa þessir flokkar meirihluta
á þingi en ekki er útséð um það
hvort þeir hefji stjórnarsamstarf því
þeir eru eins og aðrir hægri og
vinstri flokkar, — með gjörólíka
afstöðu til flestra mála. En mikill
þrýstingur er á flokkana um ein-
hverskonar samkomulag því sam-
kvæmt stjórnarskránni verður
rannsókn á opinberri stjómsýslu á
síðasta kjörtímabili að fara fram á
þessu ári, — annars fimast glæpirn-
ir. Því er talið líklegt að mynduð
verði bráðabrigðastjórn þessara
flokka sem kalli saman þing, hefji
rannsóknina og og boði síðan til
nýrra kosninga í haust. En í
grískum stjórnmálum getur allt
gerst.
Þó svo grískir gleðileikir séu full-
ir af ýkjum þá virðast grísk stjóm-
mál vera enn ótrúlegri. Sannast enn
á ný hið margkveðna að vemleikinn
er iðulega feti framan en ólíkleg-
ustu hugarórar rithöfunda og heim-
spekinga. Grikkinn Zorba segir á
einum stað að sjaldan sé mikinn
fróðleik að finna á afturenda frill-
unnar. Margir eru þeirrar trúar að
Papandreous hefði átt að halda sig
við lestur hagfræðirita samhliða því
að stjóma landinu. Hefði hann gert
það væri öðruvísi um að litast í
grískum stjórnmálaheimi.